Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982
Niðurlag Myrku
músíkdaganna
Kammertónleikar í
Tónlistarskólanum
Tónlist
Jón Asgeirsson
Myrkum músíkdögum 1982
lauk á sunnudaginn með tón-
leikum í Kristkirkju. Fjögur
verk voru flutt í fyrsta sinn á
þessum músíkdögum, tvö eftir
Askel Másson, eitt eftir Þorkel
Sigurbjörnsson og einnig eitt
eftir Jónas Tómasson, en hon-
um var helgað sérstakt rúm í
þessari tónleikasyrpu með sér-
stökum tónleikum. Það gefur
Myrkum músíkdögum aukið
gildi, fyrir utan að kynna ísl.
tónlist almennt, að standa
hverju sinni fyrir meiriháttar
kynningu á einu tónskáldi. Þá
er það og umhugsunarefni,
hversu vel þessir tónleikar
hafa verið sóttir og mættu
úrtölumenn og einnig þeir, er
telja sig vera til þess fallnir að
gera lítið úr viðleitni manna til
að skapa íslenska tónlist, huga
að þeirri miklu grósku, sem er í
gerð og flutningi tónlistar hér í
Reykjavík, svo að til eindæma
má telja þó við stórt og útlent
sé miðað.
Þeir sem slógu botninn í
Myrku músíkdagana voru;
Ragnar Björnsson orgelleikari,
Kór Langholtskirkju, undir
stjórn Jóns Stefánssonar og
fjórir nemendur úr Tónlist-
arskólanum, Björn Davíð
Kristjánsson, er lék á flautu,
Sverrir Guðmundsson á óbó,
Guðni Franzson á klarinett og
Brjánn Ingason á fagott. Tón-
leikarnir hófust á Tokkötu
fyrir orgel eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, ákveðinni og reisu-
legri tónsmíð. Annað verkið
var einnig eftir Gunnar Reyni
og er það hugleiðing um ís-
lenskt þjóðlag. Þrátt fyrir
nokkra fjölbreytni í gerð hug-
leiðinganna voru þær helst til,
sem margar hverjar voru góð-
ar, sammerktar um hversu
jafn hægferðugar þær voru.
Hraðinn, allt frástöðnun til
mesta flýtis, sem hugsaður
verður, hefur ávallt verið eitt
þýðingarmesta spennutak í
tónsköpun allra tíma, allt frá
tímum fórnar- og stríðsdansa
til popps og sinfónískrar tón-
listar nútímans. Það má vera
íhugunarefni hversu nútíma-
tónskáld virðast mörg ekki
ráða við mikinn hraða og vant-
ar oft alla hrynræna spennu í
verk þeirra. Þessi hægferðug-
heit voru nokkuð ráðandi í
verkum eftir Askel Másson,
Ragnar Björnsson og Leif Þór-
arinsson. Samhliða hægferðug-
heitunum er tónþróun þessara
verka oft svo slitrótt og allt að
því sundurtætt, að hlustunin
verður næstum bið eftir hvort
eitthvað fari nú ekki að ske.
Elegie, eftir Áskel Málsson er,
fyrir utan það sem fyrr er
nefnt, falleg tónsmíð og var
fallega „registreruð" af Ragn-
ari, er síður átti kost á að „reg-
istrera" fallega í verki Leifs
Þórarinssonar, Páskar, sem er
slitrótt og sérviskulegt, þrátt
fyrir góða byrjun og nokkur til-
þrif inní verkinu miðju og á
undarlegan máta eins og þorn-
aði upp í lokin. Kvartettino,
eftir Ragnar Björnsson, fluttur
ágætlega af nemendum Tón-
listarskólans í Reykjavík, er
um margt skemmtileg tónsmíð,
sniðug í byrjun en endist ekki
vel á fluginu.
Tvö verk, eftir Þorkel Sigur-
björnsson voru flutt frábær-
lega vel af kirkjukór Lang-
holtskirkju, undir stjórn Jóns
Stefánssonar. Verkin eru gaml-
ir kunningjar, Davíðssálmur 92
og Hósianna. Það er á engan
hallað þó sagt sé að flutningur
þessara verka hafi verið há-
punktur tónleikanna, sérstak-
lega Davíðssálmurinn, sem er
mjög góð tónsmíð og vex við
hverja hlustun.
Tónleikunum lauk með Inn-
gangj og Passakagliu í f-moll
eftir Pál Isólfsson, sem er vel
viðeigandi, því hann er einn af
frumherjum okkar Islendinga í
tónsmíði og er Passakaglian,
þegar hún er samin, svo sér-
stæð í íslenskri tónlist að að-
eins einn maður hér á landi,
höfundurinn sjálfur, gat spilað
verkið. Ragnar Björnsson,
orgelleikari, flutti orgeltónlist-
ina á þessum tónleikum og
gerði það með þeirri festu er
góðum orgelleikara sæmir.
Fiðlusnillingurinn Paul Zuk-
ofsky og píanóleikarinn Margar-
eth Singer fluttu á vegum Tónlist-
arfélagsins sl. laugardag, tónverk
eftir Copland, Stravinsky, Feld-
man, Cage og Ravel. Zukofsky er
slíkur snillingur að hann neyðir
hlustandann til að hlusta á næst-
um hvað sem er, með fullri athygli
og jafnvel að njóta þess til fulls.
Sér til aðstoðar hafði hann frá-
bæran píanóleikara, er frá
Þriðju tónleikar Myrkra
músíkdaga voru haldnir í nýju
húsnæði Tónlistarskólans að
Laugavegi 178. Vinkillaga sal-
urinn virðist henta vel til tón-
leikahalds, en helst til önugt er
að þurfa að þramma upp á
fjórðu hæð í þröngum gangi
hússins. Tónleikarnir voru efn-
islega þrískiptir, þ.e. fyrst ís-
lensk verk af eldri gerðinni, þá
ný íslensk verk og síðast önnur
fiðlusónatan frá 1921—22, eftir
Béla Bartok. Tónleikarnir hóf-
ust með fiðluverki eftir Jón
Nordal, er hann nefnir Systurn-
ar í Garðshorni og ef rétt er
munaðj var þetta verk leikið af
Birni Olafssyni og Árna Krist-
jánssyni á Tónlistarsýningunni,
sem haldin var hér í Reykjavík
rétt eftir síðari heimsstyrjöld-
ina. Systurnar í Garðshorni er
fallegt verk, býsna nýtískulegt,
ef miðað er við stöðu tónlistar
hér á landi þegar það er samið
og ber auk þess glögg merki að á
ferðinni er efni í gott tónskáld.
Tvær Rómönsur, eftir Árna
Björnsson, voru næst á efnis-
minnsta tónfrymi til fullra átaka
við píanóið fylgdi hugmynd tón-
verkanna með svo mikilli einbeit-
ingu að unun var á að hlíða. Öll
eldri verkin, sónatan eftir Cop-
land, Duo Concertante eftir Strav-
insky og Ravel sónatan voru vel
flutt en nokkuð kaldhömruð, sem
að vísu á vei við Stravinsky en
síður við Ravel og Copland. Meist-
ari Zukofsky var í essinu sínu, er
hann flutti „Spring of chosroes"
skránni. Rómönsur Arna eru
töluvert upp á heiminn, minna á
kaffihúsatónlist, rómantíska
fiðlumúsík, eins og hjá Kreisler,
viðhafnarmikið borgarlíf milli-
stríðsáranna og eru vel samdar.
Fyrsta hluta tónleikanna lauk
með Sex íslenskum þjóðlögum í
gerð Helga Pálssonar. Þarna
mátti heyra tónlist, er ber sterk
einkenni þyrrkingslegs þjóð-
lagsins íslenska. Islensk þjóð-
lög, sambrunnin íslenskri nátt-
úru, hafa, eins og hún að mestu,
verið ósnortin og því er svo erf-
itt að brúa það djúp sem er á
milli frumstæðrar gerðar þess
og háþróaðrar og langslípaðrar
tónmenntar Evrópu. Helgi
Pálsson er einn af frumkvöðlum
íslenskrar tónlistar og í þessum
þjóðlagaútfærslum hans má
heyra margt sérkennilegt og
þyrrkingslegt, en trútt sínum
uppruna. Fulltrúar nútímans á
þessum tónleikum voru Karó-
lína Eiríksdóttir, Sigurður
Egill, Þorkell Sigurbjörnsson og
Áskell Másson. Elsta verkið er
tíu ára, Poem, eftir Sigurð Egil
eftir Feldman og „Sex laglínur"
eftir Cage.
Tónlist eftir Feldman og Cage
er við mörk mannlegrar tjáningar,
þar sem hægferðug líðandinn hef-
ur upphafið tímann, eins og á
fyrsta morgni atómfriðarins, er
nokkrar enn óskemmdar tölvur
dunda við að reikna út eilífðina,
með því að telja drophljóðin er
banvænn gufumökkurinn þéttist í
dauðeitrað vatn. En hvað svo ...?
Zukofsky og Singer
Malafrena
eftir Ursulu K. Le Guin
Jóhanna Kristjónsdóttir
Á fjörur mínar hefur rekið bók-
ina Malafrena eftir Ursula Le-
Guin í danskri þýðingu Karsten
Sand Iversen og útgefin á forlagi
Modtryks. Bókin er í tveimur
bindum og komu bæði út nú um
miðjan janúar í Danmörku, en
fyrir rösku ári í Bandaríkjunum.
Bókin snýst um þessa áleitnu
löngun mannsins að umbreyta
heiminum, en missa þó ekki sam-
band við uppruna sinn. Að vera
sjálfum sér samkvæmur í kröfum
sínum í því að breyta, koma öllu
með og að rækta sömuleiðis sjálfiö
í sér á tímum mikilla samfélags-
umbrota.
Malafrena er söguleg skáldsaga,
sviðið er hérað einhvers staðar í
austurríska-ungverska keisara-
dæminu á fyrstu áratugum nítj-
ándu aldar. Hugmyndir um frelsi
og jafnrétti hafa náð til þessa af-
kima eftir einhverjum leiðum og
ný viðhorf setja svip sinn á per-
sónur bókarinnar og þankagang
þeirra. Þó er þetta ekki aðeins
djúphyglisleg úttekt á nýrri sam-
félagsmynd, barátta kynjanna
kemur þar ekki sízt við sögu,
hverjir eru möguleikar hvors kyns
til athafna og umbreytinga.
í sögunni er Itale Sorde ein að-
alpersónan. Hann er af hefðar-
fólki kominn en neitar að laga sig
að hefðinni um að taka við arfleifð
forfeðra sinna og yrkja jörðina.
Hann gerir uppreisn gegn föður-
veldinu og tekur sig upp og fer til
héraðshöfuðborgarinnar. Þar
kastar hann sér af eldmóði út í
pólitískt starf með öðrum áhuga-
mönnum og fyrir Itale og félaga
hans er freisið þungamiðjan í bar-
áttunni við hið gamla og rótgróna
samfélag og þær hefðir sem hafa
sett svip sinn á það í aldir. Við
sögu kemur einnig hefðarfraukan
Louise. Hugtakið frelsi hefur ögn
aðra þýðingu í hennar huga. Hún
lítur svo á, að með frelsi sé átt við
rétt hvers einstaklings til að vera
hann sjálfur, krafa um frjálsar
ástir án þess að þær þurfi að leiða
til hjónabands. Hún berst fyrir
því að hún sem kona fái að hugsa
og vera rétt til jafns við karl-
manninn og barátta Itaie — sem
er af hugsjónalegri toga spunnin
er henni nokkuð framandi. Hvað
snertir stúlkuna Piere þýðir frelsi
réttinn til að ákveða framvindu
síns eigin lífs, rétt til að þegja
ekki þegar hún vill tala, réttinn til
að ráða því hvort hún vill vera sæt
og uppdubbuð, rétt til að láta ekki
ala sig upp eins og kvenmann
heldur þannig að hún geti gengið
inn í hvaða störf sem hana fýsir,
hvort sem það er að yrkja jörðina
eða eitthvað annað.
Eg hef ekki fyrr lesið bók eftir
Ursulu LeGuin, en mér skilst að
hún hafi skrifað allmargar bækur,
þar á meðal vísindaskáldsögur
nokkrar og skrif hennar hafa
fengið góðan hljómgrunn bæði í
Bandaríkjunum og á Norðurlönd-
um og kannski víðar þótt mér sé
ekki kunnugt um það.
Mér fannst Malafrena læsileg
bók, áhugaverð einkum vegna efn-
isins. Boðskapur er sem sagt góðra
gjalda verður, en á stundum var
bókin langdregin og þar er býsna
mikið sagt sem flokka mætti undir
frasa og sjálfsagða hluti.
Stúlka
á stríðsklæðum
Kvikmyndír
Sæbjörn Valdimarsson
Austurbæjarbíó: Private Benjamin
Leikstjóri: Howard Zieff.
Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Ei-
leen Brennan, Armand Assante og
Mary Kaye Place.
Warner Bros. ’80.
Howard Zieff er þekktur fyrir
að fara óruddar leiðir í kvik-
myndum sínum, sem allar eru af
léttari toganum. í HEARTS OF
THE WEST (’75), náði hinn sér-
stæði, absúrd stíll hans líklega
hámarki en nú má segja að karl
sé orðinn mun jarðbundnari —
PVT. BENJAMIN er um fátt
óvenjuleg í stílbrögðum og efn-
ismeðferð en samt sem áður hin
besta skemmtun.
Efnisþráðurinn er nokkuð
ærslafenginn, í anda Zieff,
OMdm Hí>urn (Pvt. Benjamin),
__sinn á sjálfa brúð-
kaupsnóttina og í uppnáminu
sem því fylgir lætur hún glepjast
í herinn. Þar er lífið allsólíkt því
sem nýliðasmalinn lofaði og í
sem skemmstu máli gengur flest
á afturfótunum til að byrja með.
Að þjálfun lokinni er Hawn
send til Parísar þar sem hún
endurnýjar kunningsskap sinn
við franskan „sjarmör". Hann
býður gull og græna skóga —
hjónaband, en nú er það að
Goldie komið að láta sig hverfa á
brúðkaupsdaginn.
Það má víða finna tvíræðar
merkingar í bröndurunum og
meinhæðni og ádeilu á kerfið í
PVT. BENJAMIN, einkum þó í
fyrri hlutanum sem tekur þeim
fyrri talsvert fram. Goldie er að
venju aðlaðandi og bráð-
skemmtileg sem sannkölluð
gyðingaprinsessa sem vill stíga í
eigin fætur og hætta að láta
aðra sjá fyrir sér. Hún er ein
besta gamanleikkona okkar tíma
og þegar hún fær gott tækifæri
til að sýna hvað í sér býr, líkt og
hér, þarf engum að leiðast.
Goldie er farin að skyggja
talsvert á meðleikara sína, „stela
senunni", enda eru þær myndir
sem hún hefur leikið í uppá síð-
kastið skrifaðar með hana sér-
staklega í huga. Þó eru hér
margir ágætir leikarar í auka-
hlutverkum: Eileen Brennan
sem hinn skörulegi kven-lið-
þjálfi, Sam Wanamaker sem fað-
irinn, Robert Webber í hershöfð-
ingjabúningnum og Harry Dean
Stanton sem nýliðasmalinn.
PVT. BENJAMIN hefur geng-
ið eins og eldur í sinu hvarvetna
sem hún hefur verið sýnd. Það
skal engan furða, því á ferðinni
er hressileg skemmtimynd þar
sem komið er við mikið umtöluð
málefni í dag, nú og svo lokkar
hún Goldie iitla að ...