Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 FUNDUR UM ÖRYGGISMÁL SJÓMANNA í VESTMANNAEYJUM Siglingamálastofnun rfkisins, Stýrimanna- skólinn í Vestmannaeyjum og Björgunarfélag Vestmannaeyja boðuðu til fundar í Vestmannaeyjum 8. janúar sl. um öryggismál sjómanna og var Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri mættur á fundinum, ásamt Páli Guðmundssyni útvegs- manni, skipstjóra og skipaskoðunarmanni Siglingamálastofnunarinnar. Fundurinn hafði ver- ið ákveðinn fyrir áramót að tilhlutan Siglinga- málastjóra. Fundinn sóttu á annað hundrað manns, aðallega sjómenn, en mikill áhugi hefur löngum verið í Vestmannaeyjum varðandi öryggismál sjó- manna. Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri, og Páll Guðmundsson, skipaskoðunarstjóri, kynna rekpoka á gúmmíbjörgunarbáta. LjÓNm. Mbl. Sipirgeir. Fjöldi sjómanna sótti fundinn. , ,Sigmundsbúnaðurinn er það sem koma skal“ Siglingamálastofnun ríkisins, Stýrimannaskólinn í Vestmanna- eyjum og Björgunarfélag Vest- mannaeyja boðuðu til fundar í Vestmannaeyjum 8. janúar sl. um öryggismál sjómanna og var Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri mættur á fund- inum, ásamt Páli Guðmundssyni útvegsmanni, skipstjóra og skipa- skoðunarmanni Siglingamála- stofnunarinnar. Fundurinn hafði verið ákveðinn fyrir áramót að til- hlutan Siglingamálastjóra. Fund- inn sóttu á annað hundrað manns, aðallega sjómenn, en mikill áhugi hefur löngum verið í Vestmanna- eyjum varðandi öryggismál sjó- manna. Jón í. Sigurðsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja setti fundinn og bauð menn vel- komna, en síðan tók Friðrik Ás- mundsson skólastjóri Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyjum við fundarstjórn. Rakti hann nokkuð frumkvæði Eyjamanna í starfi öryggismála er varða sjó- mennsku, benti á stofnun Bátaáb- yrgðarfélags Vestmannaeyja, sem var stofnað 18ti2 og verður því 120 ára í þessum mánuði, en það er elzta tryggingarfélag landsins, fyrsta varðskip íslendinga var keypt af Vestmanneyingum, gúmmíbjörgunarhátavæðingin hófst í Eyjum og síðast nefndi Friðrik Sigmundsgálgann og sam- tengda möguleika sem Eyjamenn hófu að setja í báta sína á sl. ári og vitnaði Friðrik í orð Einars Ólafssonar skipstjóra á KAP II, sem í hópi áhugamanna um öryggismál sjómanna hafði sagt - sagði Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri sl. vor, að það væri engin ástæða til að vera að ræða lengur hvort setja ætti Sigmundsbúnaðinn í bátaflotann, heldur skyldu heima- menn sjá til þess, að búnaðurinn yrði kominn í allan flotann fyrir vetrarvertíðina 1982 og er það verk á lokastigi, ef miðað er við að einn af gúmmíbjörgunarbátum hvers skips sé með slíkan búnað. Dagskrá fundarins hófst með því, að siglingamálastjóri Hjálm- ar R. Bárðarson kynnti nýja kvikmynd Siglingamálastofnunar ríkisins um notkun gúmmíbjörg- unarbáta, áður en kvikmyndin var sýnd. Siglingamálastjóri kvað það vera sér sérstakt ánægjuefni að fá tækifæri til að sýna Vestmanney- ingum persónulega þessa nýju kennslukvikmynd Siglingamála- stofnunar ríkisins, sem nú tekur við af eldri svart-hvítri kvikmynd stofnunarinnar. Þá kvikmynd sagði hann löngu vera orðna úr- elta efnislega vegna ýmissa breyt- inga á gúmmíbjörgunarbátum og búnaði þeirra. Mun iengur hefði dregizt að þessi nýja kvikmynd yrði gerð, en Siglingamálastofnunin hefði óskað sér, en því hefði valdið fjár- skortur stofnunarinnar. Þess vegna kvað siglingamálastjóri sér vera bæði ljúft og skylt að þakka Vélstjórafélagi íslands fyrir fram- lag þess til kvikmyndarinnar, en á árinu 1979 afhenti Ingólfur Ing- ólfsson formaður Vélstjórafélags Islands hálfrar milljónar króna gjöf til endurnýjunar kvikmyndar Siglingamálastofnunarinnar um meðferð og notkun gímmíbjörgun- arbáta, en stjórn Vélstjórafélags Islands var kunnugt um það, að Alþingi hafnaði beiðni Siglinga- málastofnunar ríkisins um tveggja milljón króna fjárveitingu til endurnýjunar þessarar kvik- myndar. Kvikmyndun, hljóðupptöku og klippingu annaðist KVIK s/f, nán- ar tiltekið þeir Vestmanney- ingarnir Páll Steingrímsson og Ernst Kettler. Þeir unnu verk sitt af miklum áhuga og hagsýni frá fjárhagslegu sjónarmiði, og þó hefur stofnunin átt í erfiðleikum með að greiða þeim að fullu sín laun fyrir vel unnið verk. Áður en kvikmyndin var sýnd gat siglingamálastjóri þess enn- fremur, að ætlunin væri að endur- skoða kvikmyndina við og við, bæta við í hana efni og breyta, með breyttri þróun mála. í mynd- inni eru til dæmis sýndir líka gúmmíbátar í strigatöskum og trékössum, sem nú eru óðum að hverfa úr íslenzkum skipum. Þessi búnaður er þó enn til hér, og því nauðsynlegt að sýna handtökin við sjósetningu töskubátanna, en þetta atriði má síðar fella niður úr kvikmyndinni. — Þá gat siglinga- málastjóri þess, að í kvikmyndinni er ekki sýnd sjósetning gúmmí- björgunarbáta með Sigmunds- gálga, eða líkum búnaði, en hug- myndin er að bæta þessu atriði síðar inn í myndina. Að lokinni kvikmynd fengu fundarmenn tækifæri til að ræða málin og bera fram fyrirspurnir til siglingamálastjóra. Spurningar voru margar, og fjöldi atriða kom þar við sögu, bæði varðandi gúmmíbjörgunar- báta, bjargbelti og fleiri öryggis- tæki um borð í íslenzkum skipum. Til dæmis fjallaði siglingamála- stjóri sérstaklega um hinn svo- kallaða veika hlekk í línu þeirri, sem festir gúmmíbátinn við skip. I upphafi varð þessi líflína gúmmí- bátanna höfð það veik, að gúmmí- báturinn gæti slitnað sjálfkrafa frá skipi, ef það sykki. Reynslan hér við iand varð sú, að vegna þessarar veiku línu slitnuðu gúmmíbjörgunarbátar oft frá skipum, áður en nokkur maður gat komizt í gúmmíbátinn. Sagðist siglingamálastjóri vera þeirrar skoðunar, að réttara væri að haida núverandi styrkleika á fangalínum gúmmíbjörgunarbát- anna, og treysta á að skipbrots- menn skæru á línuna, þegar þeir væru komnir upp í gúmmíbátinn og vildu losna frá skipinu og taka ekki upp hinn svokallaða veika hlekk sem mikið hefur verið rætt um. Þetta mikilvæga atriði bar siglingainálastjóri undir fund- armenn, og í skoðanakönnun með- al fundarmanna kváðust allir samþykkir þeirri skoðun siglinga- málastjóra, að ekki væri rétt að setja veikan hlekk í líflínu gúmmí- bátanna, heldur treysta á hnífinn um borð í gúmmíbátunum til þess að unnt væri að losa hann úr tengslum við sökkvandi skip. Sigl- ingamálastjóri þakkaði fundar- mönnum þennan stuðning við sjónarmið sín í þessu máli. Þá komu m.a. fram gagnrýn- israddir á Siglingamálastofnunina fyrir seinagang í sambandi við kynningu og uppsetningu á Sig- mundsbúnaðinum í íslenzk skip, en eins og fyrr getur ákváðu út- vegsbændur að setja búnaðinn í allan Eyjaflotann fyrir árslok 1981, þótt þessa búnaðar hafi ekki verið krafizt í reglum. — Siglinga- málastjóri sagði að hér væri um mikinn misskilning að ræða. Sigl- ingamálastofnunin hefði frá upp- hafi og heilshugar fagnað þessu frumkvæði Sigmunds og þeim stuðningi, sem hugmyndir hans hefðu hlotið, enda öllum starfs- mönnum Siglingamálastofnunar- innar að sjálfsögðu ljóst, að hröð og örugg sjósetning gúmmíbjörg- unarbáta er eitt mikilvægasta atriði við notkun þeirra. Stofnun- in hefði því þegar í júlímánuði 1981 viðurkennt þennan búnað fyrir íslenzk skip, og fagnað hon- um og mælt með að hann yrði settur í skip. Þetta kemur fram í júlíhefti ritsins Siglingamál, riti Siglingamálastofnunar ríkisins, en þar er gerð ítarleg grein fyrir Sigmundsgálganum. Þar er birt myndaopna með fjölda mynda, heilsíða á baksíðu ritsins, og fleiri greinar um þennan búnað. — í sama riti er m.a. fagnað því frum- kvæði Vestmanneyinga, að ætla að koma slíkum búnaði í öll fiskiskip í Eyjum fyrir árslok 1981, sagði siglingamálastjóri, og orðrétt stendur í þessu jólí hefti Siglinga- mála: „Að þeirri reynslu fenginni verður auðveldara að semja reglur um þessi atriði en nú er. Tilgan'gur þessa yfirlits í þessu hefti Sigl- ingamála, er að gera grein fyrir málinu, þannig að á þessum grundvelli mætti leita umsagnar hagsmunaaðila, þ.e.a.s. samtaka sjómanna og útgerðarmanna." „En Sigmundsbúnaðurinn er það •l * ~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.