Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 9. FEBRÚAR 1982 35 Jakobína Guðmunds- dóttir Minningarorð gekkst undir :m}ög' erfiða rann- sókn og læknisaðgerðir, en kjark- urinn var óbilaður og æðruleysið undravert. Góð kona er gengin. Ég veit að endurminning ástar hennar og umhyggju yljar allt líf okkar eftir- iifenda í fjölskyldu hennar. Guð blessi minningu Guðrúnar Jónsdóttur. Halldór Skaftason Hún kom vestan frá Isafirði, því að þar fæddist hún á morgni aldar eða hinn 1. júní 1907 og þar ólst hún upp. Guðrún vissi snemma hvað hún vildi, hún ætlaði að læra, komast í skóla og henni tókst það með því að missa aldrei sjónar á markinu, vinna mikið, spara. Hún varð kennari að mennt. En hún stundaði þó ekki kennslustörf nema tvo vetur eða svo, hún giftist, gerðist bóndakona í útjaðri Reykjavíkur, í Sogamýr- inni, eignaðist fjögur börn. Nú er hún dáin þessi heiðurs- kona tæpra sjötíu og fimm ára. Við hjónin kynntumst Guðrúnu Jónsdóttur fyrir rúmum tuttugu árum við tengdir fjölskyldnanna. Hún hafði þá þegar starfað við sjávarútveg á námsárunum sér til framfæris, síðar landbúnað og verzlun, en átti þó enn eftir að bæta einum þætti í ævistarf, er hún hóf að starfa hjá iðnfyrirtæki síðustu árin sem heilsan leyfði. Guðrún hafði aldrei verið heilsuhraust og upp úr miðjum aldri þurfti hún stöðugt að glíma við illvíga kölkun í liðamótum, sem smátt og smátt vann á, enda þótt Guðrún beitti af leikni þeim vopnum er ein virtust hamla gegn vaxandi fötlun: viti, þreki og vilja- festu. Hún hafði alla ævi verið bind- indiskona á vín og tóbak og alla ævi unnið af skyldurækni og trúmennsku öll sín störf, og hvarflaði aldrei að henni að slá undan. Hún sýndi sannkallaða hetju- lund allt til hinzta dags í einvígi sínu við fötlunina, kvartaði ekki. Henni fannst ekki sanngjarnt að sakast við lífið, þótt brim þess og boðar skyllu á henni. Hljóðlát hógværð einkenndi Guðrúnu. Hún vildi ekki baka öðr- um óþægindi, en fannst sjálfsagt og eðlilegt að fórna öllu sem hún mátti fyrir börn sín og barnabörn, sem voru stolt hennar og lífsgleði. Guðrún Jónsdóttir bognaði ekki, en hlaut að brotna í bylnum stóra síðast. Megi þær fögru sýnir er sál hennar ól verða að veruleika. Megi Guð og góðir vættir veita henni blessun um alla eilífð. Sigurveig og Hallur Fædd 7. apríl 1902 Dáin 30. aprfl 1981 Þegar ég tek mér penna í hönd til að minnast mágkonu minnar og æskuvinkonu Jakobínu Guð- mundsdóttur, er mér efst í huga þakklæti fyrir öll okkar góðu kynni, allt frá æskuárum til hárr- ar elli. Helst kysi ég að minnast hennar í blóma lífsins og á manndóms ár- unum, þar var enginn lognmolla á ferð heldur hressandi blær lífs- gleði og glæsimennsku og fram- úrskarandi atorku, en það kom best í Ijós er hún eignaðist sitt eigið heimili. Það var enginn dans á rósum hjá ungri stúlku, sem byrjaði búskap sinn 1929 með fátækum sjómanni sem ekkert átti nema óbilandi trú á að sjórinn mundi reynast sér góður og gjöfull. Þessi trú lét sér ekki til skammar verða, því Gunnar bróðir minn eignaðist marga báta, bæði smáa og stóra, sem hann var sjálfur skipstjóri á, og gerði út frá ýmsum stöðum víðsvegar um landið. Það segir sig sjálft hvert varð þá hlutskipti Jakobínu, auðvitað var hún heima og bar alla ábyrgð á börnunum þeirra sex á meðan þau voru að vaxa upp, þá kom best í ljós hennr mikla lífsorka og stjórnsemi ásamt framúrskarandi þrifnaði og myndarskap. Ég held að allir sem komu á heimili þeirra hjóna hafi verið sammála um að þar væri gott að vera, auðvitað var það húsfreyjan sem átti þar stóran hlut að máli, enda hændi hún fólk að sér með glaðlyndi sínu og gestrisni sem var alla tíð sú sama, jafnt á fyrstu allsleysisárunum og velmegunar skeiði seinni tíma, en þá áttu þau hjón heimili sitt hér í Reykjavík á Vesturgötu 52 og mun það áiit allra sem til þekktu að það væri með sérstökum glæsibrag. Mér finnst að afkomendur Jakobínu og Gunnars megi vera stolt af því veganesti er þau fengu út í lífið sem var óbilandi trú á dugnað og drengskap. Það hefur líka sýnt sig, að syn- irnir hafa dyggilega fetað í fót- spor föður síns og eru þekktir og vel metnir skipstjórar og má þar nefna Hrólf Gunnarsson sem oft hefur verið með fengsælustu afla- mönnum í flotanum, og það sama má segja um tengdason þeirra harald Agústsson sem einnig hef- ur verið á toppinum sem aflakóng- ur. Þegar ég lít yfir farin veg minn- ar kæru mágkonu finnst mér hún hafa verið gæfu manneskja, börn- in hennar öll eru sómafólk og fyrirmyndar þjóðfélagsþegnar, og öll reyndust þau henni vel og vildu allt fyrir hana gera þessi síðustu erfiðu ár elli og heilsuleysis. Auðvitað komst hún ekki frekar en aðrir hjá því að reyna mótlæti og harma, því mann sinn Gunnar Guðmundsson missti hún fyrir sex árum, eftir langvarandi heilsu- leysi er hann átt við að stríða, þá reyndist hún sannur vinur í raun sem hjúkraði og létti honum lífið af mikilli umhyggju. Það ásamt öllu öðru góðu vil ég með þessum fátæklegu línum þakka elskulegri mágkonu minni og fela hana eilífri miskunn guðs. Blessuð sé minning hennar. Matthildur Guðmundsdóttir frá Bæ Drottinn gefðu dánum ró, en hinum líkn sem lifa. Jakobína var fædd á Kleifum á Selströnd 7. apríl 1902. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Guð- mundsdóttir og Guðmundur Þórð- arson, sem var bóndi á Kleifum. Foreldrar Jakobínu voru ekki gift. Guðbjörg móðir hennar fór til Isa- fjarðar, en Jakobinu var komið í fóstur að Hafnarhólmi, sem er næsti bær við Kleifa. Fósturfor- eldrar hennar voru Sigurborg Jónsdóttir og Guðmundur Kjart- ansson. Þau reyndust henni sem bestu foreldrar og þar var hún til tvítugs aldurs. Á Hafnarhólmi var þríreist, ríkti þar glaðværð og friður. Unga fólkið skemmti sér eins og tími vannst til, það var stutt á milli bæja. Unga fólkið safnaðist saman til ýmissa leikja og gleðskapar. Ég var þar oftast með ásamt öðrum börnum og unglingum. Við vorum svo til jafn- Fædd 7. mars 1910 Dáin 3. febrúar 1982 Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu í dag er til moldar borin Hulda Þórðardóttir iðnverkakona og húsvörður. Hún var fædd í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Rannveig Sverrisdóttir og Þórður Magnússon bókbindari í Reykja- vik. Rannveig var ættuð úr Meðal- landi í Vestur-Skaftafellssýslu. Árið 1917 fluttist Rannveig með Huldu í hús Thorvaldsensfélags- ins er stendur við Veltusund og Austurstræti. Tók hún að sér hús- vörzlu þar og vann einnig að heim- ilisstörfum hér í borginni, vann hún hörðum höndum alla ævi, eignuðust þær mæðgur gott heim- ili og undu sér þarna vel. Hulda fór snemma að vinna við bókbandsstörf og vann hún ára- tugi að bókbandsiðn, þótt hún hefði ekki réttindi í iðninni. Það var mjög kært með þeim mægðum og er Rannveig andaðist gamlar. Já, þetta var þá á meðan áhyggjuleysi og glaðværð ríkti í hugum unglina og barna. Þegar Guðmundur faðir Jakob- ínu deyr, fær hún arfshluta eftir hann, nóg til þess að hún gat kost- að sig til náms í saumaskap cg var þá vetrarlangt í Reykjavík. Á þeim tímum höfðu fáir peninga- ráð, þó löngun væri til lærdóms. Jakobína giftist 2. des. 1939, Gunnari Guðmundssyni frá Bæ á Selströnd við Steingrímsfjörð. Hann byrjaði snemma sjósókn og stundaði sjósókn á meðan heilsa og líf entist. Hann byrjaði smátt en brátt urðu farartækin stærri og aflinn eftir því. Hann gerði fyrst út frá Drangsnesi, síðar Hólmavík og Skagaströnd. Síðast flytja þau til Reykjavikur. Þau flytja þar í eigin ibúð á Vesturgötu 52. Jakobína var fríð kona og sómdi sér vel, það var yfir henni þessi reisn sem einkennir dugmikið fólk. Það mun hafa verið hörð lífsbaráttan hjá þeim hjónum framanaf árum, eins og flestra á þeim tímum. Það var löngum sagt að erfið væri æfi sjómannskon- unnar, en Jakobína reyndist þeim starfa vel vaxin. Hún var sérstök hvað allt heimilishald snerti. Þó 1961, varð aðskilnaðurinn Huldu sár og þungur. Tók hún þá við hús- vörzlunni. Hulda vinkona okkar var sér- stæður persónuleiki, einræn, sjálfstæð með afbrigðum, prúð og trúmennskan mikil. Það var svo margt sem hún gerði fyrir félagið, er var langt fram yfir þær skyldur, þótt hún hafi haft húsvörslu á hendi. Þetta hús var henni mjög kært, það var lifandi vera, enda hafði hún búið í því á sjöunda áratug er hún lést. Er ég leit á þetta hús í morgun í grárri skimunni, fannst mér það ósköp hnípið, það var hún sem opnaði það og brá ljósi upp fyrst af öllum á morgnana og gekk frá því síðust að kvöldi. Sá góði andi sem vakað hefur yfir því var slokknaður. Genginn er góður þjóðfélags- þegn, eins og þeir gerast bestir, trúmennskan og ljúfmennskan voru hennar aðalsmerki. Lífssaga þeirra mæðgna, svo fábrotin sem framanaf árum væ^L -márgt> í heimili vegna mikillar Sjosóknár Gunnars og athafna þaraðlútandi. Á þeirra heimili átti margur há- setinn, sem vár fjarri sínu heimili. athvarf í lengri og skemmri tíma. Þar var og mikili gestagangur, skyldfólk og fleiri áttu þar athvarf víst, er það kom úr sveitinni að leita sér lækninga. Óllu því fólki sem leit.uðu á náðir þeirra hjóna var tekið með hlýhug og rausn. Jakobína hafði sérstakt lag á að skapa fallegt heimili hvar sem hún bjó, allt var fágað og hreint og hún virtist ætíð vera viðbýin að bæta gestum við matborðið. Gest- um var hún hinn gjöfuli og glaði veitandi. Þegar tekið er tillit til þess, að Jakobína var ekki vel heilbrigð, hún gekk með brjóstþyngsli frá barnsaldri, auk þess sem hún varð fyrir því að beinbrotna, þá var ekki furða þótt ellin yrði henni erfið. Þau hjón eignuðust fimm börn, tvær dætur og þrjá sonu, lands- þekktir aflamenn, þeir Hrólfur og Guðmundur ásamt tengdasyni þeirra hjóna, Haraldi Ágústssyni. Hafa þeir verið með þeim afla- hæstu í fiskiflota landsins. Öll eru þau systkinin vel gefin dugnaðar- fólk. Þau hjón höfðu mikið barna- lán. Frá þeim er komið margt barnabarna, sem ekki verða hér upp talin. Jakobína hafði verið mikill sjúklingur hin síðari ár. Eftir að hún missti manninn og seldi fallega heimilið þeirra, hafði hún stuðst við sín ágætu börn, þegar hún ekki var á spítala, en þegar heilsa og kraftar eru þrotnir verður mörgum erfitt lífið. Nú er hún horfin yfir móðuna miklu, þar sem harmur og mein mun ei mæða og þar sem ástvinir og frændur fagna komu hennar. Við sem eftir lifum hér, þökkum henni sam- fylgdina. Hin langa þraut er liðin, en frelsarinn sagði: komið til mín, allir þér sem erfiði og þunga eru hlaðnir, ég mun veita yður hvíld. Friður Guðs blessi Jakobínu. Öllum afkomendum Jakobínu votta ég samúð mína og bið þeim blessunar Guðs. Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ hún var, mun gleymast í hugum félagskvenna. Hulda á þrjú hálfsystkini á lífi, Fríðu, er ætíð hefur búið í Dan- mörku, Lilju og Geir hér í borg. Ættmenni hennar í móðurætt voru henni kær, sérstaklega Rann- veigar tvær. Félagskonur senda systkinum og ættmömium hennar kærar kveðjur. Með virðingu og þokk kveðjum við hana. l'nnur S. Ágústsdóttir, formaður. A Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Hulda Þórðardótt- ir - Minningarorð ;—:--r ... .,------:— Veistu hvaöa litsionvarpstæki býöstmeð alltaÖ5ám ábyitjð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.