Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982
27
—
• Það er alveg óvíst hversu lengi enn ég held áfram að keppa á skíðum, sagði Stenmark við fréttamenn eftir
sigurinn í svigkeppninni. Stenmark hefur unnið til allra þeirra verðlauna sem hægt er að vinna til í skíðaíþróttinni.
| Stenmark sigraði
iii ■ i r•
svigl keppnii ini o
Ingemar Stenmark sigraði í svig-
keppninni í heimsmeistaramótinu í
Schladming í Austurríki á sunnudag.
Stenmark er sá fyrsti sem tekst að
sigra í svigkeppni á heimsmeistara-
móti þrjú ár í röð. Hann sigraði í
svigi og stórsvigi árið 1978 og 1980
og nú í sviginu. Júglóslavinn Krizaj
varð annar og náði þar með besta
árangri sem Júgóslavi hefur náð í
heimsbikarnum á skíðum. Svíar áttu
þriðja mann í keppninni. Fjaellberg
félagi Stenmarks varð nokkuð
óvænt í þriðja sæti.
Tími Stenmarks var 52,08 í fyrri
ferð og 56,40 í síðari ferðinni.
Samanlagður tími 1:48.48 mín.
Krizaj fékk tímann 1:48,90 mín.
Fyrri ferð á 52,39 og síðari á 56,51
mín. Fjaellberg fékk 1:49,32 mín.
52,63 í fyrri ferð en 56,69 í síðari
ferðinni.
Bandarísku tvíburabræðurnir
Steve og Phil Mahre slepptu báðir
hliðum og voru dæmdir úr leik.
Stenmark sem er 25 ára gamall
sagði við fréttamenn AP eftir
keppnina að nú hefði hann varla
nokkuð lengur til að stefna að.
Hann væri búinn að sigra í öllum
meiriháttar skíðamótum sem til
væru og það oft í sumum. En ég
hef enn gaman af því að keppa og
það er dýrmætast. Hversu lengi
það verður er ekki gott að segja
sagði Stenmark. Árangur Fjaell-
bergs þótti mjög góður, þar sem
hann var nýstiginn upp úr inflú-
ensu. Jafnframt bíður hann eftir
því að vera lagður inn á sjúkrahús
þar sem skera á hann upp í hné.
Austurríkismaðu. sigraði
í brunkeppninni á HM
Auslurríkismaðurinn Harti Weir
ater sigraði í bruninu á heimsmeist-
arakeppninni í Schladming. Sýndi
hann talsverða yfirburði og fór hina
geysierfiðu brunbraut af miklu ör
yggi. Þetta var fjórði sigur Austur
ríksmanna í röð í brunkeppni á HM.
Röð efstu manna í bruninu varð
þessi:
1. Harti Weirather, Aust. 1:55,10
2. Conradin ('athomen, Sviss 1:55,58
3. Erwin Resch, Austurríki 1:55,73
4. Franz Heinzer, Sviss 1:55,98
5. Peter Miiller, Sviss 1:56,05
Bayern rótburstaði
Fortuna Dusseldorf
- Atli og félagar hafa fengið á sig
13 mörk í tveimur síðustu leikjunum
LKIKUR dagsins í þvsku knatt-
spyrnunni frá sjónarhóli Frónbúa
var viðureign Bayern Miinchen og
Fortuna Diisseldorf, enda mættust
þar „íslensku" liðin. Leikar fóru
þannig, að Fortuna með Atla Eð-
valdsson innanborðs fékk slíkan
rassskell að með ólíkindum var. Atli
og Asgeir komu báðir við sögu í
leiknum þó hvorugur skoraði. Atli
lék allan leikinn fyrir Fortuna, en
Ásgeir kom inn á sem varamaður
hjá Bayern er rúmur hálftími var til
leiksloka. Tók hann stöðu Pauls
Brcitner. 7—0 urðu lokatölur leiks-
ins, en staðan í hálfleik var 4—0.
Niedermayer, Augenthaler, Rumn-
enigge og Breitner skoruðu mörkin í
fyrri hálfleiknum. Kraus breytti
stöðunni síðan í 5—0 og tveir fyrst
nefndu kapparnir bættu síðan hvor
sínu markinu við, mörkin urðu því
sjö talsins eins og áður sagði. Þar
með hefur Fortuna fengið á sig 13
mörk í tveimur síðustu leikjum sín-
um, skorað aðeins eitt. llrslit leikja
urðu annars sem hér segir:
Hamborger SV — FC Niirnberg6—1
Stuttgart — Kaiserslautern 4—0
B. Mönch.gl. — Braunschw. 4—2
Bayern M. — Fort. Dússeld. 7—0
Bochum — Darmstadt 1—0
Eintr. Frankfurt — FC Köln 4—2
Duisburg — Bor. Dortmund 1—2
Bayer Leverk. — W. Bremen fr.
Arm. Bielefeldt — Karlsruhe fr.
HSV vann þriðja 6—1 sigur sinn
í jafnmörgum leikjum, 18—3 í
þremur leikjum, ekki dónalegur
árangur það. Núrnberg varð fyrir
barðinu að þessu sinni. Staðan í
hálfleik var 3—0 og skoruðu þeir
Willy Hartwig, Caspar Memering
og Jurgen Miljewski mörkin. Felix
• Atli Eðvaldsson í baráttu um
boltann. Atla og félögum hans hefur
gengið mjög illa að undanfíjrnu í
deildinni.
Magath skoraði síðan tvívegis í
síðari hálfleik og Horst Hrubesch
bætti sjötta markinu við úr víti
rétt fyrir leikslok.
Borussia Mönchengladbach er
óðum að endurheimta forna frægð
eftir fáein mögur ár. Liðið sigraði
Braunschweig 4—2 á laugardag-
inn og er í 2. sæti eins og er með
sama stigafjölda og Bayern, en
lakari markatölu. BMG átti þó í
basli með Braunschweig, sem náði
tvívegis forystunni með mörkum
Óla Worm. Bruns og Hannes jöfn-
uðu metin í bæði skiptin og þeir
Mill og Bruns tryggðu liði sínu
síðan sigurinn með mörkum sín-
um.
Kölnarvélin hikstaði illa, en lið-
ið tapaði 2—4 á útivelli gegn
Frankfurt. Nachtweih náði foryst-
unni fyrir heimaliðið á 25. mínútu,
en Klaus Fischer jafnaði 7 mínút-
um síðar og var staðan í hálfleik
1—1. Lowe náði aftur forystu fyrir
Frankfurt á 67. mínútu, en aðeins
fimm mínútum síðar jafnaði
Bruno Pezzey fyrir Köln með því
að senda knöttinn í eigið net.
Falkenmayer skoraði þriðja mark
Frankfurt á 82. mínútu og Anthes
skoraði síðan fjórða markið á síð-
ustu mínútu leiksins.
Stuttgart er að ná sér betur og
betur á strik, en liðið burstaði
Kaiserslautern 4—0 og skoraði
Reichert þrívegis, en Olicher bætti
fjórða markinu við.
Loose og Klotz skoruðu mörk
Dortmund gegn Duisburg, en
Bussers svaraði fyrir heimaliðið.
Loks má geta þess, að Patzke skor-
aði sigurmark Bochum gegn
Darmstadt á 11. mínútu leiksins.
Markahæstu leikmenn þýsku
deildarinnar eru þessir: Hrubesch
HSV 16, Höness Bayern 14, Mill
BMG 14, Burgsmuller Dortmund
13, Breitner Bayern 11, Littbarski
Köln 10, Bastrup HSV 10, Heck
Núrnberg 10, T. Allofs Dússeld. 9,
Miljewski HSV 9, Rumnenigge
Bayern 9 og Worm Braunschweig
9 mörk.
Stadan er sem hér segir:
Bayern 14 2 4 51:27 M
Mönchengl. 11 8 2 42:28 30
Köln 12 4 4 41:18 28
Hamburger SV. 11 4 4 58:24 M
Dortmund 10 4 7 37:26 24
Bremen 9 5 5 31:29 23
Frankfurt 10 2 7 50:38 22
E. Braunschweig 10 0 9 34:32 20
Stuttgart 7 6 6 29:28 20
Bochum 6 6 8 29:30 18
Kaiserslautern 5 7 6 36:37 17
Núrnberg 6 3 11 29:46 15
IKisseldorf 5 5 11 32:52 15
Darmstadt 4 6 10 22:43 14
Leverkusen 4 5 9 22:38 13
Bielefeld 4 5 11 19:32 13
Karlsruhe 4 1 i 25:35 12
Duisburg 4 2 13 24:47 10
C-keppnin
FORKEPPNIN fyrir C-keppnina í
handknattleik sem fram fer í Belgíu
á næstunni er komin í fullan gang.
Um helgina fóru nokkrir leikir fram
og má þar strax geta frænda okkar,
laxakarlanna frá Færeyjum, en þeir
sigruðu Bretland með miklum yfír
burðum eða 25—10. Staðan í hálf-
leik var 9—4.
Þá sigraði Luxemborg lið Austur
ríkis 21 —19 (11—8) og Búlgaría
sigraði Ítalíu 23—18 (12—9). Loks
sigruðu Belgar lið Finna með mikl-
um yfírburðum, 22—12, eftir ai
staðan í hálfleik hafði verið 10—5.