Morgunblaðið - 09.02.1982, Side 18

Morgunblaðið - 09.02.1982, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9, fíBBRÚAR 1982 Flokksdeildir gegn Schmidt H«nn, H. ffbrúar. Al\ ÞRJÁR DKILDIR vesturþýzka sósíaldemókrataflokksins hafa snúizt önd- veróar gegn varnarmálastefnu Helmut Schmidts kanzlara, þrátt fyrir áskor un frá kanzlaranum um að flokkurinn sameinist fyrir mikilvægar fylkiskosn- ingar á þessu ári og aðeins nokkrum dögum eftir sigur hans í atkvæða- greiðslu á þingi um traustsyfirlýsingu á stjórnina. Fulltrúar 70.000 flokksmanna hvöttu til þess á fundi í Essen að ekki yrði komið fyrir bandarískum eldflaugum í Vestur-Þýzkalandi meðan yfir stæðu viðræður Bandaríkjamanna og Rússa í Genf um fækkun kjarnorkuvopna. Meirihluti fundarmanna rétti upp hönd þegar tillagan var borin undir atkvæði og samþykkti hana. Ennfremur var skorað á Bonn- stjórnina að hætta öllum undir- búningi fyrirhugaðrar staðsetn- ingar 108 Pershing 2 og 96 stýri- eldflauga seinni hluta árs 1983. Önnur og minni flokksdeild samþykkti samhljóða áskorun um að frestað verði staðsetningu bandarískra eldflauga. Enn ein flokksdeild, í Bæjaralandi, gekk lengra og samþykkti tillögu um að ákvörðun NATO um staðsetningu eldflauganna yrði hnekkt og stað- setning nýrra bandarískra eld- flauga yrði ekki leyfð. í fyrra hótaði Schmidt að segja af sér ef sósíaldemókratar styddu ekki ákvörðun NATO um stað- setningu nýrra bahdarískra eld- flauga eftir 1983 ef Rússar drægju ekki úr kjarnorkuviðbúnaði í Evr- ópu fyrir þann tima. Sérfræðingar telja atkvæða- greiðslurnar í flokksdeildunum ótvírætt áfall fyrir Schmidt, sér- staklega atkvæðagreiðsluna í Ess- en, hefðbundnu vígi hægri arms- ins sem Schmidt tilheyrir. Það dró þó úr áfallinu að fulltrúar 137.000 flokksmanna lýstu yfir stuðningi við ákvörðunina um NATO- eldflaugarnar á fundi í Dortmund. Þetta er fjölmennasta deild flokksins. Áður en atkvæðagreiðslan í Essen fór fram sagði Schmidt að úrslitin um traustsyfirlýsinguna væri stórkostlegur sigur eftir margra mánaða þjark. Hann sagði að eining væri bráðnauðsynleg fyrir mikilvægar fylkiskosningar í Neðra-Saxlandi, Hamborg og Hessen síðar á þessu ári. Mikill halli á nýjum fjárlögum Reagans Krá Onnu Hjarnadóttur, frótta- rilara Mhl. í Wa.shint'ton, H. fehrúar. KÍKISSTJÓRN Ronald Reagans Kandaríkjaforseta lagði fram fjárlög fyrir árið 1983 í handaríska þinginu um helgina. Reiknað er með 91,5 milljarða dollara halla á fjárlögn- uum, en alls munu útgjöld ríkis verða 757,6 milljarðar dollara og tekjur þess 666,1 milljarður dollara. Htgjöld ríkisins til varnarmála, í heilbrigðis- og lífeyristryggingar fyrir fátæka og aldraða og í greiðsíur á vöxtum af lánum munu aðeins aukast. Öll önnur útgjöld ríkisins verða skorin niður. Hallinn á fjárlögunum hefur verið gagnrýndur harðlega. Reag- an lagði megináherslu á nauðsyn þess að ná fram hallalausum fjár- lögum sem allrafyrst fyrir ári, en nú telur hann það ekki eins mik- ilvægt. David Stockman hagsýslu- stjóri sagði um helgina, að kaup- sýslumenn í Wall Street myndu ekki bregðast illa við hallanum og vextir myndu lækka þrátt fyrir hazin. En kaupsýslumenn voru ekki eins jákvæðir og Stockman og margir óttuðust að vextir myndu jafnvel hækka enn og seinka fyrir batnandi efnahagsástandi. IJregið hefur úr verðbólgu und- anfarið og reiknað er með að hún verði 7,3 prósent í ár. Atvinnuleysi er hins vegar mikið og reiknað með um 8,9 prósent atvinnuleysi í ár. Demókratar og margir repú- blikanar hafa brugðist neikvætt við fjárlögunum. James R. Jones, demókrati og formaður fjárlaga- nefndar fulltrúadeildar þingsins, sagði, að reiknað hefði verið með of skjótri uppsveiflu í hagkerfinu við gerð fjárlaganna og spáði að hallinn yrði mun hærri en efna- hagsráðgjafar Reagans reikna með. Hann sagðist búast við að repúblikanar og demókratar myndu vinna saman að því næstu árin að minnka hallann og dreifa niðurskurðinum öðruvísi en stjórn Reagans hefur gert. Repúblikanar stóðu sameinaðir að baki fjárlagafrumvarpi Reag- ans fyrir árið 1982. „Repúblikanar sem ég tala við eru hræddir við hallann," sagði Robert Dole, repú- blikani og formaður fjármála- nefndar öldungadeildarinnar. Leiðtogar repúblikana í báðum deildum þingsins sögðu að það yrði erfitt að koma fjárlögunum óbreyttum í gegnum þingið. Stærsta skartgripa- ránið í fjöldamörg ár Osk». 4. frbrúar. Krá Jan Krik Kaurc. fróllarilara Morifunblaósins. KITT stærsta skartgriparán í Noregi í mörg ár var framið aðfaranótt þriðjudags, er þjófar komust undan með ránsfeng úr gulli, sem metinn er á um 2,5 milljónir norskra króna. Gullið var geymt í bíl, sem stóð inni í bílskúr á afskekktum stað nokkra kílómetra utan við Osló. Aðeins nokkrum metrum frá bílskúrnum bjó konan, sem skartgripirnir tilheyrðu. Starfar hún sem sölumaður hjá stærsta gullverslunarfyrirtæki Noregs. Ekkert hefur frést til þjófanna, sent komust að ránsfengnum með því að brjóta rúðu í bílskúrnum og taka síðan afturrúðu bílsins úr. I farangursgeymslu bifreiðarinnar voru skartgripir að verðmæti 2,5 milljóna norskra króna. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan konan komst að þeirri niður- stöðu við tryggingarfyrirtæki, að henni væri óhætt að geyma varn- inginn í bílnum á nóttunni. Áður höfðu skartgripirnir verið geymd- ir í læstum skáp á skrifstofu hennar. Viðvörunarkerfi var tengt við bílinn, en tengingin náði ekki til afturgluggans og því fór sem fór; þjófarnir sluppu burt óséðir. Sir Freddy Laker bjartsýnn meðan allt lék í lyndi. Símamynd'AI*. Gjaldþrot Freddie Lakers í brennidepli í Englandi: The Times segir Laker hafa verið þröngv- að til gjaldþrots — Breska ríkisstjórnin tryggir British Airways á sama tíma 53 milljón punda lán Krá Hildi llelgu Siguróardóttur, fréttaritara Mbl. í Lundúnum, 8. febrúar. MIKIL SPKNNA ríkir nú í Dindon í herbúðum Jreirra, sem gera sér vonir um að bjarga megi Laker Airways á elleftu stundu. IIr því fæst varla skorið fyrr en á morgun, en aðilar sem til þekkja eru svartsýnir á að það muni takst. BBOsjónvarpsstöðin hafði í kvöld eftir ónafngreindum aðilum í fjármálaheim- inum: „Við erum fullir aðdáunar á Freddie Laker, sem persónu og því sem hann hefur fengið áorkað á undanrörnum árum, en skuldir hans eru hreinlega of háar til að honum verði bjargað." Starfslið Sir Freddies hefur sýnt mikla samstöðu með honum og hélt í dag fylktu liði Jtil Downing Street 10, þar sem afhentur var hænalisti með 30.000 undirskrift- um þess efnis að ríkisstjórnin gæfi fyrirtækinu bankatraust þar til möguleikar á áframhaldandi rekstri hefðu verið kannaðir. Málið snýst því á þessu stigi um það hvort tekst að safna saman nægi- legu fjármagni til að friða lána- drottnana áður en opinberir um- sjónarmenn ganga frá sölu á hluta eða hlutum fyrirtækisins. „Við viljum sýna að Sir Freddie nýtur jafn mikils stuðnings á meðal starfsfólksins og hann gerir hjá al- menningi," sagði talsmaður starfs- fólksins. Talsmaður Freddie Lakers hefur eftir Laker sjálfum að hann sé „af- ar hrærður og þakklátur almenn- ingi“ fyrir viðbrögðin við gjald- þrotinu, enda hafa viðbrögð al- mennings verið með ólíkindum jákvæð miðað við hve slæmar af- leiðingar þessi brotlending hefur haft í för með sér fyrir þúsundir manna. Er víst óhætt að segja að sjaldan hafi nokkur maður fengið jafn áþreifanlega sönnun fyrir vinsældum sínum við það að fara á hausinn. Enn er unnið að því, að koma þeim sem urðu strandaglópar við hina óvæntu gjaldþrotsyfirlýsingu til síns heima og gengur framar vonum þar eð önnur flugfélög hafa hlaupið undir bagga og leyft Lak- er-farþegum að nýta auð sæti í vél- um sínum. Á elleftu stundu The Times hefur í forsíðufrétt eftir opinberum umsjónarmanni Laker Airways, Bill Mackey, að mikill áhugi ríki á meðal stórra flugfélaga og ferðaskrifstofa beggja vegna Átlantshafsins á að komast yfir þann hluta fyrirtækis- ins, sem lýtur að rekstri ferða- skrifstofa. M.a. hefur Thompson, sem er stærsta hópferðaskrifstofa Breta, látið í ljósi áhuga á að ganga inní hluta af þeim 160.000 bókunum, sem kunnugir í ferða- mannaiðnaðinum segja, að Laker og systurfyrirtækið Arrowsmith hafi haft á sínum snærum. Telur Maekey að það muni aðeins taka 2—3 daga að koma þeim eigenda- skiptum í kring. Mackey heldur fast við þá skoð- un sína áð vonlaust sé að bjarga fyrirtækinu frá því að vera boðið út og einstaka rekstrarheildir verði seldar hæstbjóðanda þrátt fyrir straum tilboða um fjárhags- aðstoð við Laker. Ber þar hæst til- boð Orion, bankasamstæðunnar, sem er útibú Royal Bank of Can- ada í London, um 35 milljón punda framlag til Lakers. Einnig vaxa ört sjóðir, sem starfsfólk Lakers og ýmsir einkaaðilar hafa komið á fót og nema þær upphæðir nú þegar milljónum punda. Um tilboð Orion hefur Times eftir Mackey, að því muni vissu- lega gefinn gaumur, en að hann telji ólíklegt að því verði tekið. „Ég fæ ekki séð hvernig unnt er að setja saman í skyndi raunhæfa áætlun til bjargar, þegar fremstu fjármálasérfræðingar Bretlands hafa lagt sig alla fram við að gera slíkt hið sama undanfarna tvo mánuði án árangurs," segir Mack- ey. Blaðið segir einnig að í gær hafi Sir Freddie átt viðræður við nán- ustu ráðgjafa sína og þar hafi m.a. borið á góma þann möguleika að hann stofnaði einskonar hlutafélag með öðrum aðilum og reyndi að kaupa aftur a.m.k. hluta fyrirtæk- isins. Mackey er mjög jákvæður gagn- vart þeirri hugmynd. „Freddie Laker er dugnaðarforkur og hann á eflaust eftir að láta til sín taka aftur þótt svona hafi farið," segir Mackey. En þeir, sem nú berjast fyrir því að Laker Airways fái að starfa áfram í heilu lagi telja þessa hugmynd neyðarúrræði, sem aðeins yrði gripið til ef ógeflegt reyndist að bjarga fyrirtækinu í sinni núverandi mynd. Laker sckkur BA Eins og fram hefur komið í fréttum .eru nú uppi hugmyndir um sölu á British Airways, sem rekið hefur verið með tapi um langt skeið. í ritstjórnargréin The. Times segir: „Ekkert gæti verið eins táknrænt fyrir muninn á ríkisrekstri og einkaframtaki og það sem hefur verið að gerast hjá Laker og British Airways. Þessa viku var Laker, sem tekist hefur betur en öllum öðrum, að halda út- gjaldaliðum sínum í lágmarki, þröngvað til gjaldþrots. British Airways sem hefur sýnt einstak- lega slælega frammistöðu í því að samræma rekstur sinn því ástandi, sem nú ríkir í alþjóðlegum flug- málum, er neytt til að taka auka- lán upp á 53 milljónir punda með tryggingu ríkisstjórnarinnar." I niðurlagi leiðarans segir: „Stað- setning markalínunnar milli ríkis- rekstrar og einkaframtaks í iðnaði er eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt er það sem henni hefur farist verst úr hendi við að framkvæma hingað til. Ríkisstjórnin ætti að sýna aukna festu í tilraunum sínum til að auka umsvif einkaframtaksins á markaðnum." Þá birtir blaðið tölur yfir skuldir nokkurra flugfélaga og er British Airways þar efst á lista, skuldar 1.860 milljónir bandaríkjadala. Fæst á hæla BA fylgir svo Pan American með skuldahalla upp á 1.160 milljónir dala, en skuldir Lakers nema 540 milljónum dala. Ekki eru allir sammála um hvar ferðaþáttur flugrekstrar sé best kominn og í umræðum sem fram hafa farið á þingi undanfarna daga í kjölfar síðustu atburða sagði Tony Benn, þingmaður verka- mannaflokksins, m.a. að alþjóðleg- ar flugsamgöngur væru hverju sinni mikilvægari en svo, að forsvaran- legt væri að hluti þeirra væri óá- reittur í höndum einkaaðila, sem gætu farið á hausinn þá og þegar með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Eðli Laker-málsins sýndi svo ekki yrði um villst að þjóðnýta bæri öll flugfélög. Lánastofnanir kippa ad sér hendinni „Tími ódýru flugfargjaldanna er liðinn,“ segir Terence Cale, flug- málasérfræðingur Times og rekur síðan hvernig einokunaraðstaða sú, sem mörg flugfélög nutu á ákveðnum leiðum fyrir áratug síð- an tryggði þeim lánstraust bank- anna og segir lánastofnanir einnig hafa haft trú á því að sílækkandi fargjöld frá árinu 1978 myndu gera fjárfestingu í flugsamgöngum óarðbærári eftir því sem tímar liðu. „Því var flugfélögum óspart lánað,“ segir Terence Cale. „Nú spá fjármálamenn 35% hækkunum á Atlantshafsflugleið- inni, sem 40 flugfélög töpuðu 600 milljónum punda á á síðasta ári. Markaðurinn fyrir notaðan flug- vélakost er dauður og flugfélögin verða að draga enn frekar úr launagreiðslum til starfsfólks. T.d. nema launahækkanir starfsfólk PanAm 200 milljónum punda. Bankarnir sýna þess engin merki að sýna linkind við innheimtu skulda. Umskiptin frá mikilli lána- gleði til hörkunnar og innheimtu- aðgerða eru hafin," segir Terence Cale í lokin. En á meðan kenna bankarnir öllu og öllum frá orkukreppunni til ofurtrausts Freddie Lakers á sjálfum sér um hvernig komið er. Þ.e. öllum nema sjálfum sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.