Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982
fHttgtmÞiiifrifr
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö-
alsiræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö.
Lokað hjá Laker
Gjaldþrot flugfélags Sir Freddie Lakers á föstudaginn mun hafa
ríiikil áhrif á þróun fiugmála á Norftur-Atlantshafi og þar með
á afkomu Flugleiða hf. í viðtali við Morgunblaðið 12. janúar síðast-
liðinn sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða: „Það er mikill
þrýstingur á hækkun fargjaida (á leiðinni yfir Atlantshaf, innsk.) af
hálfu flestra flugfélaga og sem dæmi má nefna að þeir bankar sem
hafa verið að semja um framlengingu lána gagnvart Laker, hafa
komist að þeirri niðurstöðu að 20% hækkun þyrfti að koma til á
fargjöldum. Laker tapar nú 1 milljón punda á mánuði, eða um 1,8
milljónum dollara." Fargjöldin hækkuðu ekki og það er búið að loka
hjá Laker. Sumir segja, að þar með sé sannað, að einkaaðilar geti
ekki stundað samkeppni við ríkisstyrktu risana á alþjóðaflugleiðum,
fargjöldin muni framvegis einvörðungu miðast við skrifborðsákvarð-
anir í hagdeildum flugfélaganna en ekki við gjaldþol hins almenna
farþega.
Síst af öllu ættum við íslendingar að slá því föstu, að af gjaldþroti
Lakers leiði einokun á Atlantshafsflugleiðinni. Við skulum minnast
þess, að þær fullyrðingar fjölmiðla eru rangar, að Laker hafi verið
brautryðjandi í lágum fargjöldum á þessari flugleið, Loftleiðir hf.
eiga heiðurinn af því að hafa rutt þá braut. Og arftaki Loftleiða,
Flugleiðir hf., hefur staðist Laker snúning, þótt síðustu ár hafi verið
erfið á Atlantshafsflugleiðinni. 1979 töpuðu Flugleiðir 20 milljónum
dollara, tapið nam 8 milljónum dollara 1980 en á árinu 1981 stóð
reksturinn í járnum. Sigurður Helgason segir í viðtalinu við Morgun-
blaðið 12. janúar, að ýmsar ástæður valdi þessari breytingu á stöðu
Flugleiða, hann nefnir endurskipulagningu á rekstrinum, fækkun
starfsmanna um 700 og að samstaða og samhugur starfsfólks félags-
ins hafi haft gífurlega þýðingu. í þessu tilliti lítur forstjórinn á
innviði félagsins, eins og eðlilegt er, því að á honum og öðrum
stjórnendum fyrirtækisins hefur það mest mætt að snúa dæminu við
innan dyra. Til hins er þó einnig að líta, að ytri aðstæður hafa verið
Flugleiðum hagstæðari undanfarin misseri en þegar verst lét. Hin
harða samkeppni á Atlantshafsflugleiðinni hefur fælt þá á brott,
sem veikastir eru. Olíuverð fer fremur lækkandi en hitt.
Oftar en einu sinni hefur verið á það bent hér í blaðinu, að fyrir
Flugleiðir hafi það líklega verið einna óþægilegast, á meðan erfið-
leikarnir voru sem mestir, að þurfa að leita á náðir íslenskra stjórn-
valda. Má raunar segja, að félagið hafi komist í gegnum erfiðasta
tímann, þrátt fyrir afskipti þeirra manna, sem farið hafa með völd í
landinu síðan 1978. Hafa menn gleymt árásum Ólafs R. Grímssonar,
alþingismanns, á stjórnendur Flugleiða og digurbarkalegum dylgj-
um hans í garð félagsins? Hafa menn gleymt óðagotinu í Steingrími
Hermannssyni, samgönguráðherra, sem virtist vilja eitt í dag og
annað á morgun? Hafa menn gleymt drambsfullum stirðbusahætti
Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra? Raunar er ekki séð fyrir end:
ann á því, hvað gerist í samskiptum stjórnvalda og Flugleiða. I
margar vikur hefur það til dæmis þvælst fyrir Steingrími Her-
mannssyni, hvaða áætlunarleiðir Arnarflug hf. skuli fá af borði hans
og bendir ýmislegt til þess, að hik ráðherrans eigi rætur að rekja til
átaka í fjármálaheimi Framsóknarflokksins.
Það er rétt hjá Sigurði Helgasyni, forstjóra, hér í blaðinu í fyrra-
dag, að lokun flugfélags Lakers hefur ekki bein áhrif á rekstur
Flugleiða hf., þar sem félögin kepptu ekki um farþega á sömu flug-
leið. Á hinn bóginn hlýtur lokunin hjá Laker að draga úr samkeppn-
inni á Atlantshafsflugleiðinni og farmiðaverð mun hækka í kjölfarið
— það er því flugfélögum til hagsbóta en ekki farþegum, að Laker
varð gjaldþrota.
Reykjavíkurskákmótið
Tíunda Reykjavíkurskákmótið hefst í dag á Kjarvalsstöðum.
Þátttakan í mótinu sýnir, að það er orðið að heimsviðburði
meðal áhugamanna um skák. 21 stórmeistari teflir á Kjarvalsstöðum
og 21 alþjóðlegur meistari. Athygli vekur, að Sovétmenn sjá ekki
ástæðu til að senda menn til þátttöku í mótinu hér. Engin skýring
hefur verið gefin á fjarveru þeirra, en hún á vafalaust rætur að rekja
ti) þeirrar áráttu Sovétmanna að blanda saman stjórnmálurn og
íþróttum — hvað svo sem líður yfirlýsingum á tyllidögum.
Á þessu stigi skal engu spáð um úrslit á Reykjavíkurskákmótinu.
Víst er, að til þess væri ekki boðað nema af því að við íslendingar
getum státað okkur af frábærum skáksnillingum, raunar í óllum
aldurshópum, eins og Karl Þorsteins staðfesti nýlega í Brasilíu.
Morgunblaðið býður hina erlendu gesti velkomna til Reykjavíkur-
skákmótsins, árnar þeim og íslensku keppendunum heilla. Um leið
eru Skáksambandi Islands færðar þakkir fyrir framtak þess —
Reykjavíkurmótið er skákviðburður á heimsmælikvarða.
Chernenko nær for-
skoti í valdabar-
áttunni í Kreml
KONSTANTIN CHERNENKO, náinn samherji Leonid Brezhnevs forseta,
virðist hafa náð forystunni í valdatogstreitunni, sem hófst í Kreml við
fráfall Mikhail Suslovs, aðalhugsjónafræðings sovézka kommúnistaflokks-
ins, er hefði gegnt mikilvægu hlutverki við val eftirmanns Brezhnevs ef
honum hefði enzt aldur. Baráttan um stöðu Brezhnevs stendur milli Chern-
enko, sem er sjötugur, Andrei Kirilenko, 75 ára gamals fulltrúa í
stjórnmálaráðinu, og Vuri Andropov, stjórnmálaráðsfulltrúa og yfirmanns
KGB, sem er 67 ára gamall.
Chernenko tryggði sér forskot í
togstreitunni strax frá byrjun.
Fimm dögum eftir lát Suslovs tók
hann á móti nefnd grískra komm-
únista og í síðustu viku fór hann
til Parísar að sitja 24. þing
franskra kommúnista. Kirilenko
varð að láta sér nægja að kveðja
Chernenko á flugvellinum.
Suslov var talinn heilinn á bak
við tilraunir Rússa til að reka
fleyg milli Vestur-Evrópuríkja og
Bandaríkjanna út af staðsetningu
572 meðaldrægra eldflauga í
Vestur-Evrópu. Chernenko tók
þetta mál fyrir á þingi franskra
kommúnista, sem hafa staðið ein-
dregið við hlið Rússa í Afganist-
anmálinu, Póllandsmálinu og öll-
um öðrum helztu málum, þótt
margir vestrænir kommúnistar
hafi opinberlega gagnrýnt af-
stöðu Moskvu-stjórnarinnar.
Vcstrænir sérfræðingar hafa
Chernenko
sagt að sá maður í stjórnmála-
ráðinu, scm hæfastur sé til að
taka við flestum hinna mörgu
skyldustarfa Suslovs, hafi mesta
möguleika á því að taka við af
Brezhnev.
Chernenko hefur verið hand-
genginn Brezhnev í 30 ár, síðan
þeir voru saman í Moldavíu. Talið
var að Brezhnev hefði komið því
til leiðar að Chernenko fékk sæti
í stjórnmálaráðinu 1978 til að
treysta eigin aðstöðu. Chernenko
hefur setið við hlið Brezhnevs í
umræðum um mörg málefni
Austur-Evrópu. Það hlutverk
verður sérstaklega mikilvægt
vegna ástandsins í Póllandi.
Kirilenko hefur miklu lengri
feril að baki í stjórnmálaráðinu
en Chernenko og samband hans
við Brezhnev á sér 40 ára sögu.
Hann varð fullgildur fulltrúi í
stjórnmálaráðinu 1962.
Kirilenko
En Chernenko hefur það fram
yfir Kirilenko að hann ber titil-
inn „yfirmaður almennu deildar-
innar" í miðstjórninni og fréttir
herma að hann þjáist af æða-
sjúkdómi.
Andropov hefur einnig verið
skjólstæðingur Brezhnevs, en
ekki eins lengi og Chernenko og
Kirilenko. Vestrænir fulltrúar
segja að ef Andropov feli starf
sitt í KGB öðrum manni gæti það
verið bending um að hann muni
hefjast handa um að ná undir sig
æðstu völdunum.
En af þeim þremur mönnum,
sem mest ber á í valdastreitunni,
ber Andropov einn þeirra titil
hershöfðingja í sovézka land-
hernum — eins og Brezhnev. Á
það er einnig bent að Andropov
er taiinn verndari tveggja
manna, sem eru taldir skjólstæð-
ingar Brezhnevs.
Nöfn bæði Oleg Rakhmanin,
fyrsta aðstoðarforstöðumanns
„deildar sambandsins við erlenda
kommúnistaflokka", og Konst-
antin Rusakov, yfirmanns sömu
deiidar, eru á skrám yfir menn
handgengna Brezhnev og Andr-
opov. Þeir voru einnig nátengdir
Suslov sáluga í starfi hans.
Andropov
Styrkur NATO eykst
með aðild Spánar
INNGANGA Spánar í Atlantshafsbandalagið er miklu mikilvægari fyrir
samtökin og varnir hins vestræna heims en ætla mætti í fljótu bragði.
Spánski herinn er að vísu allfjölmennur en það, sem mestu máli skiptir, er
lega landsins og gamalgróin tengsl Spánverja við arabaþjóðirnar í Norður
Afríku. Þjóðirnar á Pyreneaskaga, Portúgalar og Spánverjar, eru nú báðar
í NATO og til þeirra teljast Azoreyjar og Madeira í Atlantshafi og Balearir
eyjar, Mallorra og Minorca, í Miðjarðarhafi, þannig að segja má, að þær
brúi ekki aðeins bilið á milli Amerfku og Evrópu, heldur ekki síður á milli
Afríku og Evrópu.
Frá fornu fari hafa Spánverjar
haft mikil samskipti við ná-
granna sína í suðri, arabaþjóðirn-
ar, og gera önnur aðildarríki Atl-
antshafsbandalagsins sér vonir
um, að þeir muni í framtíðinni
geta orðið eins konar meðal-
göngumenn á milli þeirra og
araba. Einkum er þó talið, að
Marokkómenn, sem nú þegar
hafa allmikii samskipti við Evr-
ópu, muni taka upp enn nánara
samstarf við Norðurálfubúa en
hingað til.
Bandaríkjamenn eru með her-
stöðvar á Spáni og hafa haft um
alllangt skeið samkvæmt tvíhliða
samningum milli þjóðanna. Þess-
ar herstöðvar verða hér eftir und-
ir yfirstjórn Atlantshafs-
bandalagsins auk allra annarra
hernaðarlegra mannvirkja á veg-
um spánska hersins sjálfs. Þar er
kannski helst að geta Torrejon-
herflugvallarins skammt frá
Madrid, sem er sá stærsti í Evr-
ópu, en hann er talinn einkar
hentugur sem meiriháttar mið-
stöð fyrir lofther bandalagsþjóð-
anna. NATO mun einnig fá yfir-
ráð yfir San Jurgo-flugstöðinni,
sem er líka nærri Madrid, Moron
de la Frontera-flugstöðinni og
flota- og flughöfninni i Rota
nærri Cadiz.
Eins og fyrr segir eru söguleg
tengsl Spánverja við arabaþjóð-
irnar mikill ávinningur fyrir Atl-
antshafsbandalagið og sama máli
hefur gegnt um Portúgala og
samband þeirra við Brasilíu-
menn, fjölmennustu þjóðina í
Suður-Ameríku. Þegar þetta er
haft í huga og lega landanna
skoðuð verður öllum Ijóst mikil-
vægi Pyreneaskagans og þjóð-
anna, sem byggja hann, fyrir
varnir hins vestræna heims.
Portúgalir voru meðal stofnþjóða
Atlantshafsbandalagsins og hafa
þess vegna lagað sig að þeim
samstarfsanda, sem þar ríkir, en
öðru máli gegnir um Spánverja,
sem allt frá dögum borgarastyrj-
aldarinnar hafa haft nokkra sér-
stöðu í evrópsku samfélagi. Þrátt
fyrir það hafa þeir nú ákveðið að
taka fullan þátt í varnarsam-
starfi Vesturlanda en hitt er svo
annað hvernig þeim muni ganga
að sætta sig við þær kvaðir, sem
alltaf fylgja slíku samstarfi.
Spænski herinn hefur fáum
mönnum á að skipa, sem hafa
einhverja reynslu af hernaði, og
þessir fáu öðluðust hana í borg-
arastyrjöldinni. Atlantshafs-
bandalagið þarf hins vegar á öðr-
um hugsunarhætti að halda en
þeim, sem spánska borgarastyrj-
öldin ól af sér meðal margra
Spánverja. Yfirmenn í herafla
Atlantshafsbandalagsins hafa
alltaf haft að leiðarljósi sameig-
inlega hagsmuni allra aðildar-
þjóðanna og við skulum vona að
það taki Spánverja ekki langan
tíma að tileinka sér þann hugsun-
arhátt.
(I»ýtt o* Ntytt úr Frankfurter
Allgcmcinc Zeitung. Nv.)