Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 Sjálfstæðisflokkurinn: Borgarstjórnar- listinn ákveð- inn í kvöld í KVÖLD, þriðjudagskvöld 9. febrú- ar, verdur haldinn fundur í fulltrúa- ráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík, þar sem t'engið verður frá fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí nk. Kundurinn verður haldinn í Súlnasal, Hótel Sögu, og hefst hann kl. 20.30. í upphafi fundar mun Ólafur B. Thors, formaður kjörnefndar letfgja fram og kynna tillögur kjörnefndar að lista Sjálfstæðis- flokksins. Er listinn hefur verið kynntur og afgreiddur mun Arni Sigfússon, formaður Heimdallar flytja ræðu. í fréttatilkynningu frá skrif- stofu fulltrúaráðsins eru fulltrúar hvattir til að fjölmenna á fundinn og þeir minntir á að taka með sér fulltrúaráðsskírteini og framvísa þeim við innganginn. Starfsfólk á Kópa- vogshæli styður að- gerðir starfsfólks á Kleppsspítala KUNDUR fulltrúa ófaglærðs starfs- fólks á Kleppsspítalanum og fulltrúa ríkisins í gær varð árangurslaus, en gæzlumenn og starfsmenn á Klepps- spítalanum hafa ákveðið að leggja niður vinnu á hádegi næstkomandi fimmtudag verði ekki gengið að kröf- um þeirra fyrir þann tíma. l' gær barst starfsmönnum á Kleppi stuðningsyfir lýsing frá starfsfólki á Kópavogshæli, en 104 starfsmenn þar undirrituðu yfir lýsinguna. í dag verður tekin ákvörðun um það á Kópavogshæli hvort gripið verður til svipaðra aðgerða. Kröfur starfsmanna á Kleppsspít- alanum eru einkum þær, að starfs- heitið „meðferðarfulltrúi" verði tek- ið upp við spitalann og í það starf verði konur ráðnar jafnt og karlar. Til þessa hafa konur verið ráðnar sem starfsmenn og verið innan Sóknar, en karlmenn verið ráðnir sem gæzlumenn og verið innan BSRB. Frá fundi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum í gær. Hjúkrunarfræðingar ræða uppsagnir Hjúkrunarfræðingar á ríkisspít- ölunum halda þessa dagana fundi á vinnustöðum sínum til að ræða um og skipuleggja uppsagnir vegna óánægju með kaup og kjör. A ríkis- spítölunum hafa aðalkjarasamn- ingar nýlega verið undirritaðir, en lítið hefur miðað við gerð sérkjara- samnings. Opinberir starfsmenn hafa ekki verkfallsrétt til að knýja á um gerð sérkjarasamnings og því hafa hjúkrunarfræðingar rætt um uppsagnir síðar í mánuðinum og benda m.a. á aðgerðir lækna og fóstra á síðasta ári. Á Borgarspítalanum felldu hjúkrunarfræðingar aðalkjara- samning og þar hefur verið boðað til verkfalls frá og með 20. febrúar. Hjúkrunarfræðingar á Borgarspít- alanum hafa verið boðaðir á samn- ingafund síðdegis í dag, en fyrir næsta sunnudag þarf sáttanefnd að hafa lagt fram sáttatillögu. Davíð Qddsson, borgarfulltrúi: Það virðist stefna stjórn- valda að magna stöð- ugt vanda Hitaveitunnar „ÞAÐ ER BERSÝNILEGT, að það virðist vera stefna stjórnvalda að erfiðleikar hitaveitunnar eigi að magnast jafnt og þétt. Það er Ijóst að í þessum áfanga á ekki að gera neitt til þess að bæta stöðu hennar og ástandið verður æ alvarlegra og ekki að vita hvenær þannig verður komið að illa verður úr bætt,“ sagði Davíð Oddsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er Morgunblaðið bar undir hann afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á hækkunarbeiðni Hitaveitu Reykjavíkur. Eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins sótti Hitaveitan um 45% hækkun en fékk aðeins 15% og segir hitaveitustjóri, Jóhannes Zoéga, að þessi afgreiðsla hafi nánast í för með sér stöðvun framkvæmda á vegum Hita- veitunnar. Þá hafði borgar- verkfræðingur sent borgar- yfirvöldum skýrslu varðandi stöðu Hitaveitunnar og sagði í henni að Hitaveitan yrði að fá umbeðnar hækkanir ætti ekki að skapast neyðarástand á veitusvæði hennar. Kjölskylda furstans af Monakó, Rainer fursti, kona hans Grace Kelly og börn þeirra. Furstafjölskyldan Monakó: Vísitölunefnd ríkisstjórnarinnar: Fyrstu fundirnir í dag med fulltrúum ASÍ og VSI Kona skarst illa á höfdi og andliti KONA skarst illa í andliti og á höfði í hörðum árekstri, sem varð um miðjan dag á sunnudaginn í Skorholtsbrekku í Leirársveit. Bifreiðirnar skullu saman á ha-ðarbrún og eru þær taldar gjör ónýtar. Orsök slyssins eru þau að sögn Björns Þorbjörnssonar, lögreglu- manns í Borgarnesi, að bifreiðirnar mættust á brekkubrún, án þess að ökumenn yrðu varir hvor við annan og bifreiðirnar því báðar nærri miðj- um vegi. í annarri bifreiðinni voru tvenn hjón, en í hinni aðeins ökumaður. Konan, sen skarst, liggur nú í Sjúkrahúsi Akraness, aðra sakaði mjög lítið eða ekkert. ÁSLAUG Ágústsdóttir, ekkja séra Bjarna heitins Jónssonar fyrrum Dómkirkjuprests og vígslubiskups, andaðist aðfaranótt sl. sunnudags á l.andakolsspítala. Áslaug var fædd I. febrúar árið 1893 á ísafirði, dóttir hjónanna ÁgúsLs BenedikLssonar verzlunarstjóra þar og Önnu Teits- dóttur. Áslaug var því 89 ára er hún lést. Áslaug starfaði mikið að félags- málum kirkjunnar. Hún var for- maður stjórnar KFUK um árabil, einnig starfaði hún mikið í Kristniboðsfélagi kvenna og í kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar. Áslaug giftist séra Bjarna Jónssyni 15. júlí 1913, en Bjarni lést árið 1965. Þau hjón eignuðust þrjú þörn, sem öll eru á lífi. Ihugar Islands- ferd í sumar FURSTAHJÓNIN af Monakó, Grace Kelly og Rainer fursti, munu hafa í hyggju að koma hingað til lands í sumar, sam- kvæmt upplýsingum er Morgun- blaðið hefur aflað sér. Munu furstahjónin ekki koma hingað í opinberum erindagjörðum, held- ur í leyfi, og mun einnig í athug- un að þau fari í ferð héðan til Grænlands. Ferðalag furstahjónanna hingað til lands er ekki afráð- ið, og verður væntanlega ekki fyrr en líður á sumarið, og ekki er mun heldur ljóst hvort þau Grace Kelly og Rarner fursti verða ein á ferð, eða hvort börn þeirra verða einnig með í förinni. ÞKIGGJA manna nefnd, nýverið skipuð af ríkisstjórninni til viðræðna við samtök launafólks og aðra hags- munaaðila atvinnulífsins um nýtt viðmiðunarkerfi í stað núverandi vísitölukerfis, hefur viðræður í dag, þriðjudag. Verða þá haldnir tveir fundir, annar með fulltrúum Alþýðu- samhands íslands og hinn með Vinnuveitendasamhandi íslands. Fundir með fleiri aðilum eru fyrir hugaðir í þessari viku. I nefndinni, sem skipuð var í framhaldi af boðskap í nýfram- komnum „efnahagspakka" ríkis- stjórnarinnar, eiga sæti: Þórður Friðjónsson formaður, Halldór Ásgrímsson og Þröstur Ólafsson. Að sögn Þórðar er í skipunarbréfi nefndarinnar vísað í eftirgreindan kafla úr skýrslu ríkisstjórnarinn- ar um aðgerðir í efnahagsmálum, en hann ber heitið „Nýtt viðmið- unarkerfi". Þar segir: „Ríkis- stjórnin mun nú þegar stofna til viðræðna við samtök launafólks og aðra hagsmunaaðila atvinnu- lífsins um viðmiðunarkerfi, sem gæti komið í stað núverandi vísi- tölukerfis og tryggt kaupmátt og jöfnun lífskjara, en væri laust við höfuðókosti þess kerfis, sem nú gildir. M.a. verði reynt að finna leið til þess, að ráðstafanir til að jafna orkukostnað landsmanna valdi ekki aukinni verðþólgu." Þórður sagði einnig, að ekki væri fyllilega ákveðið hvernig við- ræðum við samtök og hagsmuna- aðila yrði hagað, þ.e. hvort rætt yrði við fleiri en ein samtök og hagsmunaaðila í senn, eða hvern fyrir sig. Sem dæmi um önnur samtök og aðila sem rætt yrði við, nefndi Þórður BSRB, BHM, Sam- band ísl. bankamanna og Hags- KINAR Steindórsson, fyrrum forstjóri í Hnífsdal, lést á heimili dóttur sinnar á ísafirði sl. laugardag, 95 ára að aldri. Kinar var fæddur 20. ágúst 1896 í Iæiru, Grunnavíkurhreppi, Norður ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Steindór Gíslason bóndi þar, síðar í Hnífsdal, og kona hans, Sigurborg Márusdóttir. Einar lauk prófi frá Verzlunar- skóla íslands 1920. Hann varð framkvæmdastjóri við Hraðfrysti- húsið hf. í Hnífsdal 1948. Þá gegndi hann fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt, var m.a. oddviti hreppsnefndar Eyrar- hrepps, átti sæti í sýslunefnd, einn- ig í skólanefnd og sóknarnefnd hreppsins. Þá starfaði hann mikið að ungmennafélagsmálum, átti sæti í stjórn Ungmennafélagsins Þrótt- ur í Hnífsdal um árabil. Einar var einn af stofnendum Lionsklúbbs munasamtök bænda, en sagði þar aðeins fátt eitt upptalið. Aðspurður vildi Þórður ekki tjá sig um hvort eða hvern boðskap nefndin flytti frá ríkisstjórninni á viðræðufundina. Ísafjarðar og var eini heiðursfélagi klúbbsins, er hann lést. Einar kvæntist 3. desember 1938 Ólöfu Magnúsdóttur frá Hóli í Bol- ungarvík, en hún er látin. Áslaug Ágústsdóttir látin Einar Steindórsson Hnífsdal látinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.