Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUJJAGUR 9. FEBRÚAR 1982 + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR, Hátúni 10A, andaöist í Landspitalanum laugard. 6. febr. Inga Frantz, John Frantz, Haraldur Lýösson, Ólöf Sveinsdóttir, Guörún Lýösdóttir, Þorsteinn Fríöriksson, barnabörn og barnabarnabörn. + PÁLL ÓLAFSSON, Hraunbas 92, Reykjavík, andaöist föstudaginn 5. febrúar síöastliöinn. Fyrir hönd vandamanna, Ásta Ólafsdóttir, Ólafur Jónsson. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN OKTOVÍA SÆMUNDSDÓTTIR, áöur til heimilis aö Ötdugötu 52, Reykjavík, andaöist aö Elli- og dvalarheimiiinu Ási, Hverageröi 5. þ.m. Gunnlaug Antonsdóttir, Eiríkur Jónsson, Anna Antonsdóttir, og aðrir afkomendur. Móöir okkar og amma, ÁSLAUG ÁGÚSTSDÓTTIR, Hjaröarhaga 44, lést 7. febrúar. Ágúst Bjarnason, Ólöf Bjarnadóttir, Anna Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir. Bróöir okkar, GUOMUNDUREYÞÓRSSON, Hafnarfiröi, er látinn. Ásta Eyþórsdóttir, Sígríður Eyþórsdóttir, Bjartmar Eyþórsson. + Móöir okkar, SIGRÚN BENEDIKTSDÓTTIR, áóur til heimilis aö Laufásvegi 45B, lést aö Elliheimilinu Grund 4. febr. sl. Börn hinnar látnu. + Bróöir okkar, ÓLAFURTRYGGVASON frá Grund á Fellsströnd, andaöist á sjúkrahúsinu á Akranesi 6. febrúar. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd systkina, Svava Tryggvadóttir. + Jaröarför JÓHÖNNU EINARSDÓTTUR, Spítalastíg 2B, er lést 30. janúar, fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 9. febrúar kl. 10.30. Aóstandendur. + Faðir okkar, afi og bróöir, ■ KARL G. SÖLVASON, fyrrverandi gluggahreinsarí, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 10.þ.m. kl. 3. Inga Karlsdóttir, Ragnheiöur Sölvadóttir, John Sölvason, Guömundur Sölvason, Ellert Sölvason, börn og barnabörn. + Utför systur okkar og ömmu, SÓLVEIGAR STEFÁNSDÓTTUR, Víóimel 32, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 11. febrúar kl. 3 e.h. Jórunn Stefánsdóttir, Rannveig Stefánsdóttir og sonarsynir. Minning: Friðný Sigfásdóttir skrifstofustjóri Fædd 23. desember 1917 Dáin 2. febrúar 1982 í dag kl. 13.30 fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför frænku minnar Friðnýjar Sig- fúsdóttur. Friðný fæddist og ólst upp á Norðfirði. Foreldrar hennar voru Sigfús Sveinsson, kaupmaður og útgerðarmaður á Norðfirði og kona hans Ólöf Guðmundsdóttir. Sigfús var sonur Sveins Sigfús- sonar og fyrri konu hans Þor- bjargar Runólfsdóttur. Þau hjón eignuðust 4 börn. Elstur var Sig- fús. Dæturnar voru Ólöf, kona dr. Ólafs Daníelssonar, yfirkennara í Reykjavík og Sigríður, kona Rögnvalds Snorrasonar kaup- manns og útgerðarmanns á Akur- eyri. Yngstur var Jón, bókari og bæjarfulltrúi í Neskaupstað, kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur frá Eskifirði. Sveinn, afi okkar Friðnýjar var framsýnn framkvæmdamaður, er kaus að halda tryggð við ættjörð- ina, þegar öll systkini hans fluttu til Ameríku. Hann stofnaði á Norðfirði fyrstur manna verslun og útgerð, sem hann rak með myndarbrag, byggði auk þess ótal hús, m.a. byggði hann 1892 stór- hýsi á þeirra tíma mælikvarða, sem síðar gekk undir nafninu „Sigfúsarhús" og fóstraði þrjár kynslóðir. Þegar afi okkar og amma slitu samvistum flutti afi til Hafnarfjarðar og síðar Reykja- víkur þar sem hann kvæntist aft- ur, kom undir sig fótunum á nýjan leik, stofnaði verslun og hélt áfram að byggja hús, en hann dó því miður um aldur fram. Við þessi þáttaskil í lífi fjöl- skyldunnar tók Sigfús við rekstr- inum fyrir austan fyrir hönd móð- ur sinnar. Hann var þá kominn langt í lögfræðinámi, en hætti því, hann var elstur barnanna, 17 ár- um eldri en yngri bróðirinn. Sigfús var mikill athafnamaður eins og faðir hans og reksturinn blómstraði undir forsjá hans. Haf- skipabryggja var smíðuð, íshús og rafstöð. Vélbátar og línuveiðarar voru þá komnir til sögunnar og við þessa útgerð og verslun hafði hóp- ur manns atvinnu á kreppuárun- um. Oft kom fólk sunnan af landi austur í atvinnuleit og var þá meira og minna til heimilis í „Sig- fúsarhúsi". Ólöf móðir Friðnýjar var dóttir Guðmundar Arnasonar og Helgu Jónsdóttur er bjuggu á Grímsstöð- um á Fjöllum og siðar á Syðra- Lóni á Langanesi. Bróðir Ólafar var séra Jón Guðmundsson, prest- ur á Norðfirði og prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi. Ólöf var vel menntuð hæfileikakona, rösk í hreyfingum og öllu fasi og sópaði af henni. Hún var afar trúrækin kona, sem innrætti börn- um sínum Guðs orð og góða siði og stjórnaði sínu stóra heimili af miklum skörungsskap. — Ég man hvað mér þótti frændi minn og konan hans höfðinglegar persón- ur. Á þessu stóra og glæsilega heimili ólst Friðný upp. Hún var næst yngst 6 systkina, en af þeim eru aðeins tvö á lífi núna. Elstur' var Guðmundur, sem tók við rekstrinum árið 1935, er Sigfús lést. Hann var kvæntur Sigríði Jónsdóttur frá Fáskrúðsfirði, þau eru bæði látin fyrir nokkrum ár- um. Sveinn, skrifstofustjóri, lát- inn, kvæntur Nönnu Þormóðs frá Siglufirði, Aðalbjörg búsett í Kaupmannahöfn, gift Arne Voss, lektor. Jóhanna gift Aage Schiöth, lyfsala á Siglufirði, bæði látin. Yngstur var Friðjón, verkstjóri hjá Eimskipafélagi íslands hf. Það gefur augaleið að á svona mannmörgu heimili, sem auk þess hýsti og fæddi starfsfólk útgerð- arinnar var í mörg horn að líta. Þessi stóru heimili úti á lands- byKgðinni þjónuðu einnig oft sem hótel, þau voru jú engin þar. Á heimili Friðnýjar voru oft fleiri stúlkur til aðstoðar húsmóðurinni. Oft ílengdust þesar stúlkur lengri eða skemmri tíma og urðu sem einn fjölskyldumeðlimurinn. Þeir sem til þekktu í „Sigfúsarhúsi" munu ekki minnast þess án Krist- ínar Daníelsdóttur — Stínu Dan — eða hennar „Stínu minnar" eins og Friðný kallaði hana. „Stína mín“ tók sérstöku ástfóstri við Friðnýju og hún var Friðnýju afar kær. Þegar Friðný keypti sér 3ja herbergja íbúð í stað 2ja her- bergja hafði hún í huga, að e.t.v. gæti Stína hennar komið og verið hjá henni. Það gerði hún einnig Utför JÓNASAR GUDMUNDSSONAR, fyrrverandi yfirtollvaröar, Rónargötu 22, veröur gerö frá Frikjunni í Reykjavík, miövikudaginn 10. febrúar, kl. 15. Blóm og kransar afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanlr. Edith Guömundsson, Anna Jónasdóttír, Heimír Áskelason. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUORÚN JÓNSOÓTTIR, Flókagötu 12, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju. þriöjudaginn 9. febrúar kl. 3. Jóna Gissurardóttir, Kristján Gissurarson, Guðbjörg Margrét Gissurardóttir, Þorgeröur ína Gissurardóttir Halldór Skaftason, og barnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HELGA GEIRÞRÚOUR ÞORVALDSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Hannes Kristinsson, Sigríöur Hannesdóttir, Ólafur Magnússon, Þorvaldur Hannesson, Guömunda Oddsdóttir, Sigurlaug Hannesdóttir, Jóhann Guðmundsson, Kristinn Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. smátíma í nokkur skipti, en „Stína mín“ hélt áfram að vera fyrir austan, þar sem hún hafði hönd í bagga með uppeldi 2ja annarra kynslóða sömu fjölskyldu. Löngu liðnir tímar og atburðir koma við upprifjun svo ótrúlega nálægt manni. I endurminningum mínuip um bernskudaga mína fyrir austan skiptast á sólskins- dagar og sorgardagar; ótímabær dauðsföll, sem mörkuðu djúp spor og ollu miklum breytingum. Ég leit upp til þessara glæsilegu frændsystkina minna í „Sigfús- arhúsi". Öll voru þau töluvert eldri en ég nema Friðjón. Þau höfðu „forframast" á Akureyri, í Reykjavík og í Kaupmannahöfn, sem var nú hámark alls er hugsast gat í þá daga. Þangað lá líka leið Friðnýjar að afloknu gagnfræða- prófi í Reykjavík. Þar stundaði hún nám í verslunarskóla og lauk þar prófi. Heim kom hún aftur nokkru áður en síðari heimsstyrj- öldin braust út. Hóf hún þá skrifstofustörf í Reykjavík. Fyrst við Verslun O. Ellingsen, síðar vann hún nokkur ár hjá Líftrygg- ingafélaginu „Andvaka". Árið 1945 fór Friðný aftur til Kaupmannahafnar og starfaði í rúm tvö ár hjá Tryggingafélagi þar. Þá bjó hún á heimil Öllu syst- ur sinnar og manns hennar Arne Voss, lektors. Samband þeirra systra var afar gott og þær nutu þess að geta verið samvistum. Hanna systir þeirra var þá nýlega dáin. Friðný og Arne voru líka alltaf mjög góðir vinir. Á heimili Öllu og Arne bjó ég líka veturinn 1946—’47 og á margar góðar minningar frá þeim tíma. Það var þá fyrst sem ég raunverulega kynntist þessari elskulegu frænku minni. Ég man ég þorði varla að segja orð á dönsku vegna þess hve danskan hennar var góð. En það var ekki bara danskan hannar Friðnýjar, sem var í fínu lagi. Friðný hafði hlotið gott veganesti úr heimahúsum, góða menntun og töluverða starfsreynslu þá þegar. Hún var glæsileg stúlka, hafði fágaða framkomu, gat verið mjög kát og létt, en undir niðri alvöru- gefin. Friðný kom heim frá Danmörku haustið 1947 og hóf þá störf á skrifstofu póst- og símamála- stjóra, fyrst sem einkaritari, en síðari árin sem skrifstofustjóri. Friðný giftist ekki og eignaðist ekki börn, en bræðrabörn hennar og þeirra börn voru henni sem hennar eign börn, svo vænt þótti henni um þau. Hún vildi veg þeirra sem mestan og tók innilega þátt í gleði þeirra og sorg. Friðný átti afar smekklegt og fallegt heimili að Álftamýri 58, þar sem hún tók oft vel á móti vinum sínum og frændfólki. Hér áður fyrr fannst mér jólin komin á Þorláksmessu á afmælisdegi Frið- nýjar. Áður en Friðný eignaðist sína eigin íbúð leigði hún á Bjarn- arstíg 6 hjá Herdísi Guðmunds- dóttur, handavinnukennara og var þar í raun og veru alltaf hennar annað heimili. Fyrri hluta ársins ’81 fór sjúk- dómur Friðnýjar að gera vart við sig. í júnímánuði sl. gekk hún und- ir heilaaðgerð. Þegar hún kom af sjúkrahúsinu gat hún ekki hugsað sér að vera annars staðar en hjá Herdísi, sem þá eins og oft áður reyndist henni sem besta móðir. Vonir okkar vina hennar um bata

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.