Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 Getraunasíða Morgunblaðsins 1X2 — 1X2 — 1X2 Nokkur orð um getraunakerfi Hcr á síðunni munum við fram- vegis birta getraunakerfí af ýmsum stærðum. Oll byggja þau á því að finna þarf fasta og hálftryggða leiki til að kerfin slái inn, eins og kallað er. Þegar talað er um hálftryggða eða tvítryggða leiki táknar það að aðeins eru notuð tvö merki, eða m.ö.o. að þátttakandinn setur t.d. 1 og X við leik og þykist viss um að honum Ijúki ekki með útisigri (2). Hálf- tryggðir leikir verða alltaf táknaðir með IX, en auðvitað má breyta því í 12 eða X2 þegar kerfin eru fyllt út. Nær öll kerfi byggja á svokölluð- um föstum leikjum. Þá er þátttak- andinn svo viss um úrslit þeirra leikja, að hann þarf aðeins eitt merki á þá. í þeim kerfum sem hér birtast verður föstum leikjum alltaf sleppt. í kerfi vikunnar eru t.d. aðeins 7 línur (leikir) en það þýðir að í því þarf að finna 5 fasta leiki. Getur hver þeirra verið merktur með 1,X eða 2. Þegar við tölum um að kerfi „slái inn“, að „rammi“ þess sé réttur eða það sé „innan ramma kerfisins" er átt við sama hlutinn: I) Að fastir leikir séu allir réttir. 2. Að hálftryggðum leikjum Ijúki eins og til var ætlast, þ.e. ef sett eru merkin 1 og x við einhvern leik, má þeim leik alls ekki Ijúka með útisigri (2). Stærðfræðileg kerfi Á 16 raða seðli Getrauna (gula seðlinum) er margföldunarkerfi með 4 tvítryggðum og 8 föstum ieikjum. Raðafjöldinn er þannig margfeldi af merkjafjölda þeirra leikja, sem hafa fleiri en eitt merki. í þessu tilviki (4 hálf- tryggðir) 2x2x2x2 = 16 raðir. Á sama hátt er hinn kerfisseðill Getrauna (bleiki 36 raða seðillinn) með 2 þrítryggðum og 2 tvítryggð- um leikjum og auðvitað ennþá 8 föstum. Raðafjölda hans má reikna þannig: 3x3x2x2 = 36. Þessi kerfi er svo hægt að stækka að vild. Þannig yrði 72 raða kerfi (2 bleikir seðlar) gert úr 2 þrítryggðum og 3 tvítryggðum leikjum, en þá er einum fasta leiknum breitt í tvítryggðan. Þannig má lengi halda áfram en raðafjöldinn (og um leið kostnað- urinn) vex mjög hratt. Slík kerfi kallast stærðfræðileg og tryggja alltaf 12 rétta þegar þau slá inn. Reyndir getraunamenn segja að auðveldasta leiðin til að tapa á getraunum þegar til lengdar lætur sé að nota slík kerfi. Ástæðan er sú, enda þótt notuð séu stór stærð- fræðileg kerfi, þá þarf samt mikla heppni til að kerfið „slái inn“. Sem dæmi má nefna að ef spilað væri á stærðfræðilegt kerfi með „aðeins" 4 föstum leikjum þyrfti 6561 röð, sem jafnframt kostar 6561 krónu. Þau kerfi sem algengast er að nota í stað stærðfræðilegu kerf- anna má flokka í tvennt: Annars vegar eru svokölluð R-kerfi og hins vegar U-kerfi. Fyrstu kerfin hér á síðunni verða R-kerfi. R-kerfin „R“ stendur fyrir „redúserað" eða minnkað. I R-kerfunum er tekinn ákveðinn fjöldi raða úr samsvarandi stræðfræðilegu kerfi eða „móðurkerfi", t.d. þriðja hver eða níunda hver röð (í fyrra tilfell- inu er kerfið minnkað niður í Vá, í hinu síðara í V9 af móðurkerfinu). Kerfið tryggir þá heldur ekki 12 rétta þó það slái inn, en það trygg- ir alltaf eitthvert lágmark, t.d. 10 rétta og auk þess ákveðnar líkur á 11 eða 12 réttum. Kerfi vikunnar er gott dæmi um minnkað kerfi. Það er 48 raðir, minnkað úr móðurkerfi sem er 648 raðir. Kerfið er með 4 þrítryggð- um leikjum og 3 tvítryggðum (og þá 5 föstum). Móðurkerfið tryggir auðvitað 12 rétta ef fastir og hálftryggðir leik- ir eru réttir, en það kostar heilar 648 krónur. R-kerfið tryggir 10 rétta, slái það inn, en gefur auk þess 77% líkur á 11 réttum og 7,4% líkur á 12 réttum fyrir að- eins 48 krónur. R-4-3-48 merkir eftirfarandi: R er tegund kerfis, í þessu til- felli minnkað kerfi. 4 er fjöldi þrítryggðra leikja (alltaf fremsta talan). 3 er fjöldi tvítryggðra leikja (alltaf önnur talan). 48 er fjöldi raða í kerfinu (alltaf aftasta). Fjöldi fastra leikja er aldrei tekinn fram í heiti kerfisins, en finnst með því að draga fjölda tví- og þrítryggðra leikja frá 12 (hér 12-4-3 = 5). Útfylling kerfisins: 1) Veldu 5 fasta leiki og settu við- komandi merki hvers leiks (1, X eða 2) á allar 48 raðirnar. 2) Veldu fjóra leiki sem þú vilt þrítryggja. Færðu þann fyrsta þeirra út eins og leik nr. 1 í töflunni sama hvaða númer hann kann að hafa á seðlinum þínum. Annar þrítryggði leik- urinn fyllist út eins og leikur nr. 2 í töflunni, og hinir tveir eins og leikir nr. 3 og 4. 3) Þá eru eftir þrír leikir sem þú ætlar að tvítryggja. Þú velur fyrst þau tvö merki sem þú ætl- ar að setja við hvern leik. Síðan færirðu þann fyrsta þeirra inn eins og leik nr. 5 í töflunni. Ef þú hefur valið 1 og 2, þá skipt- irðu X-inu út og setur 2 í stað- inn og á sama hátt ef þú hefur valið X og 2 þá seturðu 2 inn þar sem 1 er í töflunni. Hina tvo leikina fyllirðu loks út eins og leiki 6—7 í töflunni, ef skipta þarf út merkjum ger- irðu það á sama hátt. R-kerfin eru til í öllum stærðum og með missterkar tryggingar. Stærri R-kerfin, sem eru yfir 100 raðir, eru þó í flestum tilfellum byggð upp þannig að þau inni- halda eina eða fleiri stærðfræði- legar tryggingar og eru því kölluð RM-kerfi og stendur M fyrir matematískur = stærðfræðilegur. Þessi kerfi byggja þá gjarnan á notkun kerfisseðla. Um R-kerfin má að lokum segja að þau hafa þann kost fram yfir stærðfræði- legu kerfin að þau veita mun víð- ari ramma. M.ö.o. má fjölga tví- og þrítryggðu leikjunum á kostnað þeirra föstu. R 3-3-24 Kerfið er fyllt út fi 3 hvita seðla 3 leikir eru þritryggðir, 3 leikir eru tvitryggðir og 6 eru fastir. 12% líkur á 12, annars minhst 1 röð með 11 réttum. Rammi Seðill nr.1 2 TRYGGINGARTAFLA R 3-3-24 Vinningur Fjdldi Líkur 12 11 10 skipta 1x2 1x2 1x2 1 x 2 1 x 2 1 x 21x21x21 1x21x2x2 1 1 x 2 x 2 1 x 1x21x221 x 1 x 2 2 1 x 2 1X 1x 1x 1 1 1 X X X 1 1 1 X X X 1 1 1 X 1 1 1 X X X 1 1 1 XXXXXX 1 1 1 Ixxxxx X 1 1 1 1 1 1 X 1 I 1 1 af 3o 27T 1 1 - 1 af 36 2,8 1 - 1 1 af 36 2,8 - 2 4 2 af 36 5,6 - 1 5 2 af 36 5,6 1 4 28 af 3Ó 77,8 3 x 2 1 x 2 1 x 2 2 1 2 1 x 2 1 x 1 x x 2 1 x 2 1 X x 1 1 1 X X X 1 1 X X x 1 1 1 X X x x x 1 1 1 | KERFI MÁNAÐARINS Spá fyrir 23. leikviku Hér á eftir fer spá og spjall um leikina sem fram fara í 23. leikviku ensku knattspyrnunnar. leiknum. Þennan leik þarf að þrí- tryggja. Framvegis munum við ávallt fjalla lítillega um leiki helgarinnar jafnframt því sem við spáum um úrslit og tryggjum leiki, eins og sjá má í þessari spá. Coventry — Oxford 1 Hér mætast þau lið sem komu mest á óvart í 4. umferð bikarsins. En það er erfitt að sjá Oxford, miðlungs 3. deildar lið, leika sama leikinn aftur, þó að Coventry hafi verið ósannfærandi að undan- förnu. Spáin er öruggur heimasig- ur. Leicester — Watford 1X2 Erfiður bikarleikur milli tveggja liða, sem sýnt hafa frá- bæra frammistöðu í fyrri bikar- leikjum sínum. Watford er búið að slá út Manchester United og West Ham, en Leicester sló út South- ampton. Liðin léku í desember og gerðu þá jafntefli, 1—1, á Filbert Street í Leicester, í leik, sem Wat- ford var mun nær sigri. Hér veitir ekki af þrítryggingu. Shrewsbury — Ipswich 2 Hér er styrkleikamunurinn of mikill. Ipswich slátraði Luton, toppliðinu í 2. deild, í 4. umferð bikarsins. Erfitt er að sjá Shrewsbury, sem berst á botni 2. deildar, gera betur. Öruggur úti- sigur. Tottenham — Aston Villa 1 X Hér mætast bikarmeistarar og deildarmeistarar síðasta árs. Ef fara á eftir forminu, þá er þetta öruggur heimasigur. En þetta er síðasti möguleikinn fyrir Aston Villa til að vinna eitthvað í vetur, ef Evrópukeppnin er frátalin, svo að enginn skyldi afskrifa þá al- gjörlega. Varla ná þeir þó meiru en jafntefli. Liðin mættust í Lond- on í 1. deildinni snemma í haust. Þá fór Aston Villa heim með öll stigin, en síðan hefur margt breyst. WBA — Norwich 1 Síðasti bikarleikurinn á seðl- inum. West Bromwich með Cyril Regis í broddi fylkingar, sem hefur verið í toppformi að und- anförnu. Og árangur Norwich á útivelli er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Öruggur heimasigur. Arsenal — Notts County 1 X Notts County hefur komið mjög á óvart að undanförnu með sigrum á Nottingham Forest og Ipswich í síðustu útileikjum. En nú eru jólin búin. Þeir gætu þó hangið í jafn- tefli gegn Arsenal-liði, sem vantar sárlega markaskorara. Fyrri leik liðanna lauk 2—1 fyrir Notts County, sem stal sigrinum með tveim mörkum á síðustu þrem mínútunum. Everton — Stoke 1 Everton hefur verið á hraðri leið upp töfluna að undanförnu eftir slakt gengi í haust. Þeir keyptu í síðasta mánuði Adrian Heath frá Stoke. Hann er einn efnilegasti tengiliðurinn í Eng- landi, og skilur eftir sig skarð, sem erfitt verður fyrir Stoke að fylla. Spáin er heimasigur. Manch. City — Brighton 1X2 Erfiður leikur. Góð frammi- staða Brighton er hætt að koma á óvart. Manch. City þarf þó nauð- synlega á sigri að halda til að missa ekki sambandið við toppinn. En vantar þá þó stöðugleika. Brighton sigraði, 4—1, í fyrri West Ham — Birmingh. 1X2 West Ham virðist vera að ná sér á strik aftur eftir erfitt tímabil, á meðan Birmingham bíður enn eft- ir fyrsta útisigri vetrarins. Það býr þó tvímælalaust meira í Birm- inghamliðinu en töfluröðin segir. Hver veit nema hér verði óvænt- ustu úrslit vikunnar. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 2—2. Wolves — Manch. Udt 2 Það er allt í kaldakoli hjá Úlf- unum. Framkvæmdastjórinn far- inn, spilararnir í uppreisnarhug og árangurinn eftir því. Rauðu djöflarnir verða að vinna til að halda sér við toppinn og þeir unnu fyrri leikinn 5—0. Öruggur útisig- ur. Derby — Charlton 1X Tvö miðlungslið í 2. deild. Góður árangur Derby á heimavelli á móti lélegum árangri Charlton á úti- velli vegur þungt. Charlton gæti þó hangið í jafntefli, og þeir unnu •fyrri leikinn í deildinni 2—1. Wrexham — Sheffield Wed. 1X2 Eitt af botnliðum 2. deildar á móti einu af betri liðum deildar- innar. Sheffield Wed. vantar að- eins herslumuninn til að komast í toppbaráttuna. Wrexham gæti þó komið á óvart eins og í haust, þeg- ar þeir unnu 3—0 í fyrri leik lið- anna á Hillsborough í Sheffield. Líklega er best að vera við öllu búinn og þrítryggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.