Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982
19
Spenna vegna öryggisráðstefnu Evrópu í Madrid:
Pólverjar hóta að ganga út
verði málefni þeirra rædd
Madrid, H. febrúar. AF.
ALEXANDER Haig, utanríkisrádherra Bandaríkjanna, kom í dag til Madrid
til að sitja öryggisráðstefnu Evrópu. Við korauna til Madrid sagðist Haig
ekki eiga von á neinu óvenjulegu, er ráðstefnan hefst á morgun.
Haig og Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra V-Þýskalands, rædd-
ust við í dag um hugsanlegar ráðstafanir til að samræma afstöðu vestrænna
ríkja til ástandsins í Póllandi. „Ástandið í Póllandi mun skyggja á ráð-
stefnuna,“ sagði Genscher við brottförina til Madrid. Þá sagði Genscher að
mikilvægt væri að ákvæði Helsinkisáttmálans væru birt í einu og öllu, jafnt
utan Póllands sem innan.
Haig tjáði fréttamönnum að
hann gerði ráð fyrir að ráðstefnan
„gengi eins og klukka" þrátt fyrir
að hann myndi gera ástandið í
Póllandi að aðalumræðuefni sínu.
Nokkur skjálfti er í ráðstefnu-
fulltrúum, sem óttast að ráðstefn-
an kunni að bíða hnekki, er mál-
efni Póllands ber á góma.
Þannig hefur aðstoðarutanrík-
isráðherra Pólverja, Josef Wiejaz,
gefið það til kynna, að Pólverjar
muni hunsa ráðstefnuna ef full-
trúar vestrænna ríkja sitja fast í
sinn keip og ræða um ástandið í
Póllandi. Bandaríkjamenn hafa
tekið svipaða afstöðu. Segjast
munu ganga út ef Sovétmenn og
Pólverjar reyna að hindra eðlilega
umræðu um ástandið í Póllandi.
Að sögn bandarískra ráðamanna
mun það ekki koma þeim á óvart
þótt það verði reynt. „Fái Haig
hins vegar ekki tækifæri til að
lýsa áliti sínu á atburðunum í
Póllandi á öryggisráðstefnunni,
mun hann gera það annars stað-
ar,“ er haft eftir einum sendi-
fulltrúa Bandaríkjamanna.
Sovétríkin sökuðu Bandaríkin í
morgun um gróft brot á Heisinki-
sáttmálanum ef kæmi til um-
ræðna um innanríkismál Pólverja
á öryggisráðstefnunni í Madrid.
„Þessi árásargjarna fyrirætlun
brýtur augljóslega í bága við
Alexander Haig
ákvæði Helsinkisáttmálans,"
sagði i frétt frá Tass, sovésku
fréttastofunni. Ennfremur sagði
þar: „Það er óþarfi að taka það
fram, en þessi áætlun á enga sam-
leið með innihaldi, eðli og tilgangi
öryggisráðstefnunnar í Madrid."
Pólverjar varaðir
við brauðskömmtun
Varsjá, H. fehrúar. AP.
PÓLSKA stjórnin kynnti í dag víðtæka stefnuskrá í efnahags- og þjóðfé-
lagsmálum og samkvæmt henni verða Samstöðu þröngar skorður settar er
verkalýðssamtökin verða endurvakin. Jafnframt varaði stjórnin við hugsan-
legri brauðskömmtun og birt var frétt um alvarleg átök námamanna og
lögreglu í „Wujec“-námunni nálægt Katowice.
Samkvæmt áætlun stjórnarinn-
ar á að hækka kaup, auka framboð
á húsnæði, bæta aðstöðu fjöl-
miðla, auka tækifæri ungs fólks og
auka framleiðni. Jaruzelski hers-
höfðingi boðaði þessa áætlun í
ræðu á þingi fyrir þremur vikum.
Áherzla er lögð á nauðsyn þess að
Pólverjar verði sjálfum sér nógir
Skotið á einkaþotu
Beirút, H. febrúar. Al*.
SVISSNESK tveggja hreyfla einkaþota
af Leargerð varð að nauðlenda í Beir
út eftir að hún hafði orðið fyrir skotár
ás frá loftvarnabyssum Palestínu-
manna, sem venjulega eru notaðar til
að klekkja á háfleygum ísraelskum
herflugvélum.
Flugmaðurinn, Paul Keller, og að-
stoðarmaður hans sluppu ómeiddir
úr árásinni, en vélin er mikið
skemmd. Skothríðin hæfði eldsneyt-
isgeyma og vinstri væng vélarinnar.
Er talið, að viðgerð muni kosta um
eina milljón Bandaríkjadala.
efnahagslega, en náin tengsl við
önnur sósíalistaríki verði efld.
Samkvæmt fyrri fréttum ráð-
gera yfirvöld að endurreisa verka-
lýðsfélög, þar á meðal Samstöðu,
eftir kosningu, sem ríkið mun
skipuleggja, á leiðtogum í stað
þeirra sem hafa verið fangelsaðir.
Öfugt við stjórnina hefur þingið,
Sejm, ályktað að endurvekja skuli
verklýðsfélögin á grundvelli
ágústsamkomulagsins 1980 hið
fyrsta.
Pólsk blöð birtu þó í dag frétt
frá Róm um að Jozef Glemp erki-
biskup hafi sagt að Samstaða yrði
að fá að gegna hlutverki í Pól-
landi. „Það er hægt að rúma Sam-
stöðu eins og kirkjuna. Pólland er
ættjörð allra Pólverja."
Glemp sagði að Pólverjar yrðu
að leysa vandamál sín með um-
ræðum, en ekki ofbeldi. „Land
okkar er sjúkt. Reiði gagntekur
Pólverja," sagði Glemp í pólsku
kirkjunni í Róm. „Við erum reiðir
hver í annars garð. Þetta er ofsa-
reiði. Henni er hægt að beina gegn
mörgum þjóðfélagshópum á sama
tíma. Við trúum á guð og trúum
því að við getum útskýrt hver
fyrir öðrum reiði okkar í samræð-
um og aldrei með valdi. Pólland
má aldrei verða vettvangur blóð-
ugra árekstra," sagði erkibiskup.
Háttsettur embættismaður í
Varsjá sagði í gær að bann við
verkföllum kynni að standa allt
þetta ár og fram á árið 1983.
Háir, nýir tollar hafa verið
lagðir á bíla sem eru keyptir er-
lendis og fluttir til Póllands,
greinilega til að reyna að koma í
veg fyrir að harður gjaldeyrir fari
úr landi.
Kennsla hófst aftur í dag við
Varsjár-háskóla eftir tveggja
mánaða hlé. Kennarar gerðu stúd-
entum grein fyrir „undirstöðuat-
riðum starfsemi háskólans undir
herlögum," sagði pólska frétta-
stofan (PAP).
PAP hefur gagnrýnt refsiað-
gerðir þær sem Bretar hafa boðað
og segja að refsiaðgerðir Banda-
ríkjamanna haldi áfram að skaða
pólskan efnahag. Varsjár-útvarp-
ið segir að 500.000 Pólverjar hafi
sagt sig úr kommúnistaflokknum
síðan í júlí í fyrra.
Morðalda í
Guatemala
(■uatomala, 7. ft bruar. Al*.
TVEIR borgarstjórar eru á meðal 28
nýrra fórnarlamba pólitísks ofbeldis
í Guatemala, að sögn opinberra að-
ila. Borgarstjórarnir, Manuel Ren
('arague, 55 ára gamall, í borginni
Chichicastenango, og Jacinto Giron
Barrios, 54 ára, í San Pedro Jocopil-
as, voru myrtir á gangi á laugardag
og sunnudag. Ennfremur var ættingi
Barrios drepinn í skotárásinni, auk
tveggja annarra, sem særðust.
Að sögn lögreglunnar í Santa
Cruz del Quiche, um 160 km norð-
vestur af höfuðborginni, Guate-
mala, fundust lík 18 sundurskot-
inna fórnarlamba. í E1 Palmar
fundust lík 7 fórnarlamba í gröf
við bóndabæ. Leit að fleiri líkum í
nágrenninu verður haldið áfram. í
síðustu viku var ritstjóri i höfuð-
borginni skotinn á götu.
Fundu 500 fóst-
• •
ur í vorugami
- Innstæðulaus ávísun kom upp um eigandann
lios Angeles, 6. Tebrúar. AF.
fH'ARFSMENN vörugámafyrirtækis í Wilmington í Kaliforníu urðu í gær
fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að finna 500 fóstur þegar þeir sóttu
gám, sem hafði verið leigður út. Voru fóstrin öll geymd í formalínupp-
lausn í plastflátum. Leigjandinn, Mel Weisberg, sem talinn er eigandi
Santa Monica-sjúkrahússins, hugðist kaupa gáminn eftir árs leigu, en
borgaði hann með innstæðulausri ávísun. Varð það til þess að starfsmenn
fyrirtækisins voru sendir til að sækja gáminn.
Ankannaleg lykt vakti athygli til hafa verið fjarlægð við fóst-
þeirra og er þeir opnuðu gáminn
brá þeim illilega í brún. „Ég
trúði vart mínum eigin augum,"
sagði sá er fyrstur leit innihaldið
augum. Mel Grussing, yfirmaður
heilbrigðismála í Kaliforníu,
rannsakaði innihald gámsins og
taldist honum til að um 500 fóst-
ur hefðu verið geymd í honum.
M.a. fann hann við fyrstu athug-
un nokkur vansköpuð, sem líkast
ureyðingu.
Að sögn rannsóknarlögreglu-
manna virðist svo sem gámurinn
hafi verið notaður sem geymsl-
urými fyrir sjúkrahúsið. Auk
fóstranna fundust í gámnum ít-
arlegar skrár og eitt og annað,
sem tilheyrir starfi lækna. Nöfn
mæðranna voru skráð á öll ílát-
in, sem höfðu að geyma fóstur,
og voru þau elstu frá árinu 1979.
Frá heræfingum Varsjárbandalaijsríkja í Tékkóslóvakíu í siðustu viku. Þyrla,
sem búin er til loftárása, sveimar yfir sveit skriðdreka. Æfingarnar voru
kallaðar „Vinátta ’82“, og þátt í þeim tóku 25 þúsund hermenn frá Tékkóslóv-
akíu, Sovétríkjunum og llngverjalandi.
NORSK GÆDAVARA:
FJÖLBREYTT ÚRVAL
SANDPAPPÍR
VATNSPAPPÍR
SMERGELPAPPÍR
MARINÓ PÉTURSS0N hf.
SUNDABORG7
— SÍMI 81044 —
ST JORNM ALASKÓLI
Sjálfstæðisflokksins
15.—27. febrúar 1982
(Kvöld- og helgarskóli)
Mánudagur 15. febrúar
kl. 20.00 Skólasetning: Geir Hallgrímsson
kl. 20.15—22.45 Ræöumennska: Fríða Proppé
Þriðjudagur 16. febrúar
kl. 20.00—21.30 Almenn félagsstörf: Erlendur Kristjánsson
kl. 21.30—22.45 Um stjórnskipan og stjórnsýslu: Jón Magnússon
Míðvikudagur 17. febrúar
kl. 20.00—21.30 Útbreiöslumál: Inga Jóna Þóröardóttir
kl. 21.30—22.45 Utanríkis-og öryggismál:
Fimmtudagur 18. febrúar
kl. 20.00—21.30 Ræöumennska: Fríöa Proppé
kl. 21.30—22.45 Stjórn efnahagsmála: Geir H. Haarde
Föstudagur 19. febrúar — Frí
Laugardagur 20. febrúar
kl. 10.00—12.00 Stefnumörkun og stefnuframkvæmd
Sjálfstæöisflokksins: Friörik Sophusson.
kl. 13.30—15.30 Starfshættir og saga ísl. stjórnmálaflokka:
Siguröur Líndal
kl. 16.00—18.00 Fundarsköp: Margrét S. Einarsdóttir
Sunnudagur 21. febrúar
kl. 13.30—15.30 Ræðumennska: Fríða Proppé
kl. 16.00—18.00 Kjördæmamálið: Matthias A. Mathiesen
Mánudagur 22. febrúar
kl. 20.00—21.30 Fundarsköp: Margrét S. Einarsdóttir
kl. 21.30—22.45 Almenn félagsstörf: Erlendur Kristjánsson
Þriðjudagur 23. febrúar
kl. 20.00—21.30 Sveitarstjórnarmál: Sigurgeir Sigurösson
kl. 21.30—22.45 Form og uppbygging greinaskrifa: Indriöi
G. Þorsteinsson
Miðvikudagur 24. febrúar
kl. 20.00 Staöa og áhrit iaunþega- og atvinnurekenda-
samtaka: Guömundur H. Garöarsson —
Þorsteinn Pálsson
— Panelumræður —
Fimmtudagur 25. febrúar
kl. 20.00 Um Sjálfstæöisstefnuna — Davíð Oddsson
Heimsókn í tundarsal borgarstjórnar
Föstudagur 26. febrúar
kl. 20.00—22.45 Ræðumennska: Fríða Proppé
Laugardagur 27. febrúar
kl. 10.00—12.00 Sjálfstæöisflokkurinn — skipulag og
starfshættir: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
kl. 13.30— Þáttur fjölmiðla í stjórnmálabaráttunni:
Heimsókn í sjónvarpið
kl. 18.00 Slit Stjórnmálaskólans
Skólinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Þátttaka tilkynnist í síma 82963 — 82900