Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982
23
Stefnan tekin upp
á við hjá Val þrátt
fyrir tap gegn FH
- tveir leikmenn útilokaðir í miklum baráttuleik
FH sigraði Val 26—25 í mjög
spennandi leik í 1. deild íslands-
mótsins í handknattleik um helgina
og eru Valsmenn þar með komnir á
bólakaf í fallbaráttuna, en FH er
sem fyrr með í slagnum um ís-
landsmeistaratitilinn. Þetta var
fyrsti leikur Valsmanna eftir að
ákveðið var að setja af hinn sovéska
þjálfara Boris Akabashov. í hans
stað sátu þrír kappar, Stefán Gunn-
arsson, Gunnsteinn Skúlason og
Þorsteinn Einarsson. Vissulega var
barátta í Valsmönnum og þeir hefðu
þess vegna getað hafa annað eða
bæði stigin með sér. En það er erfitt
að „byrja upp á nýtt“ á útivelli gegn
FH, Valsmenn ættu því ekki að ör
vænta þó að fyrsti leikurinn eftir
breytingarnar hafi endað með tapi.
Lokatölurnar urðu sem fyrr segir
26—25, en staðan í hálfleik var
15—15.
Mikið skorað
Hálfleikstalan segir meira en
mörg orð um varnarleik og mar-
kvörslu beggja liða í fyrri hálfleik.
Markverðirnir vörðu varla skot,
varnarmenn í hlutverkum áhorf-
enda, hins vegar sáust fyrir vikið
oft skemmtileg tilþrif í sókninni.
Tröppugangurinn var mikill í
leiknum, liðin skiptust á um for-
ystu allan fyrri hálfleik. Það væri
of langt mál að rekja tölur sem
sáust, en taka má fram, að aldrei
sást meiri forysta en tveggja
marka og jafnan var það lið sem
undir var, búið að jafna metin
afar fljótt. Allt upp í 15—15 mátti
sjá í flestum tilvikum jafnar tölur.
Síðari hálfleikur var að því leyti
talsvert frábrugðinn þeim fyrri,
að markverðir beggja liða, Har-
aldur hjá FH og Jón hjá Val, tóku
að verja mjög bærilega. Þá var
meiri barátta í varnarleik beggja
liða og ekki eins hlaupið að því að
skora, ekki lengur nóg að hitta
markið. Það var sama jafnræðið
og sami tröppugangurinn í for-
ystuhlutverkinu. Þegar líða tók að
miðjum síðari hálfleik náði Valur
um tíma tveggja marka forskoti,
síðast 21—19, en missti þá tvo
leikmenn út af með stuttu millibili
og FH jafnaði í kjölfarið.
Darraðardans
Síðustu tíu mínúturnar voru
hörrkuspennandi, ekkert nema
jafnteflistölur allt upp í 25—25, en
þá voru 3 mínútur og 44 sekúndur
til leiksloka. Þá gerðist sérkenni-
legt og hálf leiðinlegt atvik, Pálmi
Jónsson var þá á fleygiferð fram í
hraðaupphlaup, en stóðst ekki
freistinguna að stjaka við Stefáni
þjálfara Gunnarssyni í leiðinni, en
Stefán stóð við hliðarlínuna.
Pálmi var útilokaður eins og
vænta mátti. Valsmönnum tókst
Jón Pétur Jónsson, Val, átti góðan
leik og skoraði sex falleg mörk með
þrumuskotum.
ekki að nýta þetta, Hans Guð-
mundsson sneri sig af Þorbirni
Guðmundssyni og skoraði 26.
mark FH er um 50 sekúndur voru
eftir. Þorbjörn Jensson var síðan
útilokaður fyrir síbrotamennsku
og þurftu Valsmenn því að sækja
á brattann undir blálokin, einum
færri og marki undir. Það reyndist
þeim um megn og stigin urðu því
eftir í Firðinum.
Liðin:
FH var eftir afvikum vel að
sigrinum komið, þó hefði leikurinn
raunar getað endað hvernig sem
var, eins og áður hefur verið bent
á. Varnarleikur liðsins var ekki
góður, sérstaklega framan af, en
hann lagaðist er á leikinn leið. Þá
fylgdi markvarslan eftir, Harald-
ur Ragnarsson stóð mjög þokka-
lega fyrir sínu í siðari hálfleik.
Kristján Arason var að vanda í
forystuhlutverki í sókninni, enda
kraftur hans slíkur að það þarf
næstum háifa vörn andstæðings-
ins til þess að stöðva hann. Hann
skoraði mikið af mörkum og losaði
auk þess um félaga sína, sem
nýttu það misjafnlega vel. Pálmi
Jónsson átti stórgóðan leik í sókn-
inni, skoraði gullfalleg mörk og í
vörninni skilaði hann hlutverki
sínu betur en flestir. Leiðinlegt að
hann skyldi sverta leik sinn með
FH—Valur
26:25
fyrrnefndu útilokunarmáli. Þor-
gils Óttar og Hans skiluðu hlut-
verkum sínum prýðilega.
Hjá Val var Jón Pétur með
frískasta móti, en sóknarleikur
liðsins var þó heldur stirðbusa-
legri en hjá FH, ekki að munað
hafi miklu þá er upp var staðið.
Þorbjörn Guðmundsson var og
sterkur í sókninni, en þvert á móti
sljór í vörninni. Brynjar Harðar-
son komst vel frá sínu, en Vals-
menn mættu nota hann meira, því
um léttleika er ekki að ræða í
sóknarleik liðsins nema hann sé
inni á vellinum.
I stuttu máli:
íslandsmótið í 1. deild:
FH - Valur (15-15)
Mörk FH: Kristján Arason 8, 3
víti, Pálmi Jónson 6, Þorgils Óttar
Mathiesen, Hans Guðmundsson og
Sæmundur Stefánsson 3 hver,
Guðmundur Magnússon 2 og
Sveinn Bragason eitt mark.
Mörk Vals: Jón Pétur Jónsson 6,
Þorbjörn Guðmundsson 5, Brynjar
Harðarson 4, 1 víti, Þorbjörn
Jensson, Steindór Gunnarsson,
Theodór Guðfinnsson og Gunnar
Lúðvíksson 2 hver, Friðrik Jó-
hannesson eitt mark.
Valsmenn hvíldu sig í alls 10
mínútur áður en Þorbjörn Jensson
var útilokaður, FH-ingar í sam-
tals 4 mínútur áður en Pálmi fékk
sitt rauða spjald. — gg.
Einkunnagjöfin
Lid FH:
Haraldur Ragnarsson 6
Gunnlaugur Gunnlaugsson 3
Þorgils Óttar Mathiesen 6
Kristján Arason 7
Pálmi Jónsson 7
Sveinn Bragason 4
Guðmundur Magnússon 5
Sæmundur Stefánsson 6
Valgarður Valgarðsson 5
Hans Guðmundsson 6
Lið Vals:
Þorlákur Kjartansson 3
Jón Gunnarsson 6
Jón Pétur Jónsson 7
Þorbjörn Jensson 6
Þorbjörn Guðmundsson 6
Theodór Guðfinnsson 3
Gunnar Lúðvíksson 5
Steindór Gunnarsson 6
Brynjar Harðarson 6
Friðrik Jóhannesson 4
Breiðablik krækti
ÞOR Vestmannaeyjum gerði ekki
góða ferð á höfuðborgarsvæðið um
helgina. Liðið lék tvo leiki í ís-
landsmótinu í handknattleik í 2.
deildinni og tapaði báðum. Þó
naumlega og víst er að liðið getur
gert betur en það gerði á móti
IJMFA og UBK um helgina.
Lið Breiðabliks sigraði Þór með
einu marki 20—19, en sigur UBK
var þó öruggari en tölunar gefa til
kynna. UBK hafði yfir í hálfleik
9—7, og hafði allan leikinn frum-
kvæðið og var ákveðnara í leik sín-
um. I síðari hálfleik hafði liðið
mest fjórum mörkum yfir Þór.
Leikur liðanna var þokkalega vel
leikinn, en ekkert meira en það.
Töluvert bar á því að leikmenn
misstu boltann og sendingar mis-
tókust.
Bestu menn í liði UBK voru þeir
Heimur Guðmundsson markvörð-
ur sem varði vel. Og Aðalsteinn
Jónsson sem átti ágætis leik.
í tvö stig
Leikmenn Þórs voru jafnir að getu
og enginn einn skaraði framúr.
Mörk UBK: Aðalsteinn Jónsson
5, Kristján Halldórsson 4, Björn
Jónsson 4, 2v, Ólafur Björnsson 3,
Stefán Magnússon 1, Sigurjón
Rannversson 1, Brynjar Björnsson
1 v.
Mörk Þór V: Páll Scheving 5,
Andrés Bridde 3 2v, Herbert Þor-
leifsson 3, Böðvar Bergsson 3, Karl
Jónsson 3, Þór Valtýsson 2.
— ÞR.
• Meistaraflokkur ÍBK í körfuknattleik sem sigraði í 1. deild. Þrátt
fyrir að ein umferð sé eftir. í sex leikjum af niu hefur liðið skorað
meira en 100 stig.
Lið ÍBK hefur sigraö í 1. deild:
ÍBK leikur í
úrvalsdeildinni
næsta tímabil
- hafa sigrað þrátt fyrir að
heil umferö sé eftir í deildinni
KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ KeBa
víkur vann sinn níunda sigur í 1.
deildinni í körfuknattleik um helg-
ina, er liðið sigraði Skallagrím í
Borgarnesi með 103 stigum gegn 82.
Leikur liðanna sem fram fór í Borg-
arnesi var allvel leikinn og skemmti-
legur á að horfa. Með þessum sigri
sínum í deildinni er lið Keflavíkur
búið að sigra í 1. deild þrátt fyrir að
ein umferð sé eftir. Víst er að lið
Keflavíkur á eftir að sóma sér vel í
úrvalsdeildinni því að liðið leikur
góðan körfuknattleik.
Lið IBK náði strax góðri forystu
í leiknum gegn Skallagrími. Um
tíma var tuttugu stiga munur á
liðunum í fyrri hálfleiknum. En
leikmenn Skallagrims börðust
mjög vel og áttu góðan leik. Þeim
tókst að minnka muninn niður í
45—36 áður en flautað var til hálf-
leiks.
í síðari hálfleiknum lék lið ÍBK
mjög vel og áttu leikmenn Skalla-
gríms ekkert svar við leik þeirra
og 21 stig skildi liðin að er leikn-
um lauk.
Stigahæstir í liði ÍBK voru Tim
með 48 stig, Björn 19, Viðar 15 og
Þorsteinn 12. Hjá Skallagrími
skoraði Carl mest, 39 stig, þrátt
fyrir stranga gæslu. Þetta var
sjötti leikur ÍBK í 1. deild þar sem
liðið skoraði meira en 100 stig í
leik. Samt voru innáskiptingar ör-
ar og allir leikmenn léku mikið
með. ÞR/GV
Ekki burðugur hand-
bolti er IR sigraði
ÍR ÞOKAR sér jafnt og þétt í áttina
að sæti í 1. deild næsta keppnistíma-
bil og á sunnudaginn fór liðið langt
með að tryggja sér sætið þegar það
sigraði eitt af boltaliðunum, Týs, í
Eyjum, 20—19. Þetta var fjörugur
en ekki að sama skapi vel leikinn
leikur og ÍR-ingar sluppu með
skrekkinn og stigin tvö.
í fyrri hálfleik leit út fyrir að ÍR-
ingar yrðu ekki í neinum teljandi
vandræðum með Týsliðið, þeir skor
uðu fyrstu þrjú mörk leiksins og
höfðu ávallt tvö tilþrjú mörk yfir.
Staðan í hálfleik var 10—8 ÍR í hag.
Varnarleikur ÍR var mjög öflugur og
Týrarar komust lítið áleiðis að mark-
inu, hinsvegar gaf oft illilega eftir í
vörninni hjá heimaliðinu.
Mikil umskipti urðu í þessum
leik eftir leikhléð og strax í upp-
hafi s.h. jafnaði Týr 10—10 og var
nú komin mikil spenna í leikinn.
Týrarar gripu til þess ráðs að taka
Guðmund Þórðarson úr umferð og
við það riðlaðist allur leikur ÍR-
liðsins. Þá munaði miklu að Egill
Steinþórsson varði eins og ber-
serkur í marki Týs. Þegar rúmar
16 mín. voru til leiksloka komst
Týr yfir, 15—14, í fyrsta skipti í
leiknum. Þegar svo aðeins fjórar
mín. voru eftir var staðan 19—18
fyrir IR og þessar mín. sem eftir
urðu fengu Týrarar hvert tæki-
færið á eftir öðru til að gera út um
leikinn en klúðruðu þeim jafn-
harðan, m.a.s. með fullt lið móti
fjórum ÍR-ingum tókst þeim ekki
að skora. IR-ingar sýndu af sér
harðfylgi og skoruðu og þó Týr
skoraði úr víti þegar leiktíminn
rann út breytti það engu, sigurinn
var ÍR, 20-19.
Satt að segja var þetta ekki
burðugur handbolti sem liðin buðu
upj>á og maður spyr, hvaða erindi
á IR-liðið uppí 1. deild, ekki betra
lið en á gaf að líta í þessum leik.
Það virðist vera hyldýpisgjá milli
1. og 2. deildar.
Bestu menn ÍR í þessum leik
voru markvörðurinn Jens Einars-
son og gamla kempan Sigurður
Svavarsson. Hjá Tý var það Egill í
markinu sem mest kvað að í leikn-
um og þeir Sigurlás og Benedikt
voru góðir í síðari hlutanum.
Mörk Týs: Sigurlás Þorleifsson
8 (4v), Benedikt Guðbjartsson 5,
Stefán Halldórsson 4, Gylfi Birg-
isson 1, Hjalti Elíasson 1.
Mörk ÍR: Sigurður Svavarsson 6
(2v), Ársæll Hafsteinsson 4, Guð-
mundur Þórðarson 3 (lv), Einar
Valdimarsson 2, Sighvatur
Bjarnason 4, Andrés Gunnlaugs-
son 1. — hkj.