Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 47 Menntaskólinn við Sund: Þorravaka hefst á morgun IÍAGANA 10.—16. febrúar verður haldin árleg Þorravaka í Mennta- skólanum við Sund. Þá daga er m.a. boðið upp á fjölbreytta dagskrá, sem opin er almenningi. Kennir þar margra grasa: Miðvikudaginn 10. febr.: Kl. 13.00 setning, kl. 20.30 tónleikar, Mezzoforte og Jóhann Helgason, fimmtudaginn 11. febr.: Kl. 13.00 Þórhallur Vilmundarson, örnefna- fræðingur, ræðir kenningar sínar, kl. 15.00 Krossinn og hnífsblaðið (kvikmynd), föstudaginn 12. febr.: Kl. 13.00 Þórarinn Eldjárn kynnir verk sín. Lesið úr verkum Vitu Andersen. Klassískur gítarleikur. Kl. 20.00 Vísnavinir. Mánudaginn 15. febr.: kl. 13.00 Tappi tíkarrass spilar, kl. 13.30 uppgjörið, kl. 14.30 sýnishorn frá Fjalakettinum, kl. 20.00 uppákomukvöld fram- haldsskólanna. Laugardaginn 13. febrúar verður skemmtun með óvæntum uppákomum nemenda frá morgni til kvölds. — Auk þess verður þriðjudagurinn 16. kynn- ingardagur þar sem sýnt verður það helsta úr skólalífinu. Foreldr- ar og grunnskólanemar eru hvatt- ir til að mæta, segir í frétt frá skólanum. Háskólabíó: „Silver Dream Racer“ - Ný og fullkomin hljómflutningstæki tekin í notkun HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir nú mynd- ina „Silver Dream Racer“, en sögu- þráður myndarinnar fjallar um tvo karla og konu, sem eiga sameigin- legt áhugamál, vélhjólakappakstur. Myndin er sýnd með „Dolby Stereo“ hljóm, en bíóið hefur nýlega endurnýjað hljómflutningstæki sín. Aðalhlutverk myndarinnar leik- ur David Essex söngvari, en einnig leikur Cristina Raines í myndinni. Essex leikur vélhjólaáhugamann- inn, sem reiðubúinn er að hætta öllu til að sigra andstæðinga sína. „En fleiri hafa áhuga á sigrinum og ung ekkja vill hefna dauða eig- inmanns síns á vélhjóla- brautinni," segir í kynningu bíós- ins á myndinni. Eins og segir hefur Háskólabíó nú endurnýjað hátalarakerfi sitt og hefur verið komið fyrir í stað venjulegra bíóhátalara þrem tvö- földum JBL-hátölurum, sem hver um sig er 2,30 metrar að hæð og 1,40 metrar að breidd. Vega þeir tæpt tonn. Voru þeir valdir sam- kvæmt ráðleggingum frá Dolby- verksmiðjunum. I kynningu Há- skólabíós segir að fullyrða megi að þessir hátalarar séu hinir stærstu og kraftmestu, sem séu í bíóum hérlendis, enda hafi hljómburður gjörbreytzt í húsinu. Cristina Raines og David Ks.sex í hlutverkum sínum í „Silver Dream Racer“. Voru látnir þrífa eggin Nokkrir piltar hugðust gamna sér eitthvað sl. laugardag og hentu all- mörgum eggjum í dyr Alþingishússins. Varð af því nokkur sóðaskapur, en brugðið var skjótt við og náðust piltarnir eftir skamma stund. Var þeim gefinn kostur á að þrífa eftir sig og útveguðu þingverðir sápu og tilheyr andi. Sluppu piltarnir því með skrekkinn og voru ekki teknar af þeim skýrslur hjá lögreglunni. Ljósm. Júlíus. Fjallað um Bröttugötu 6 í borgarstjórn: Samþykkt ad gefa handhafa næst hæsta tilboðs kost á að ganga inn í hæsta boð BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 4. febrú- ar, að gefa tilboðshafa næsthæsta tilboðs í húsið Brattagata 6, kost á _ að ganga inn í hæsta tilboð sem barst í eignina, en handhafi þess til- boðs féll frá tilboði sínu. Það tilboð hljóðar upp á rúma milljón króna. Atkvæði féllu þannig í borgar- stjórn að 11 fulltrúar greiddu þessari tillögu atkvæði, tveir borg- arfulltrúar, þau Albert Guð- mundsson og Guðrún Helgadóttir, voru á móti. Hins vegar sátu Ólaf- ur B. Thors og Páll Gíslason hjá við atkvæðagreiðsluna. Þegar þetta mál kom á dagskrá kvaddi Albert Guðmundsson sér hljóðs og lýsti því yfir að hann væri andvígur þessari málsmeð- verð. Taldi Albert að gefa ætti j>eim tilboðshafa sem nú ætti efsta tilboð, kost á að kaupa eign- ina í samræmi við tilboð sitt. Ekki væri eðlilegt að gefa honum kost á að ganga inn í hæsta tilboð. Kvað Albert slíkt furðulega málsmeð- ferð og raunar óskiljanlega. Söluverð Bröttugötuhúss til verndunar í Grjótaþorpi UMHVERFISMÁLARÁÐ Reykjavík- urborgar samþykkti á fundi sínum 27. janúar samhljóða svohljóðandi tillögu frá Elínu Pálmadóttur: Umhverfismálaráð vill beina því til borgarráðs að fé það sem fæst við sölu hússins Bröttugötu 6 verði notað til kaupa eða viðgerða á öðru húsi í Grjótaþorpi, sem vernda þarf. Tilefni þessarar tillögu kvað Elín það, að þegar menn voru á síðasta kjörtímabili að reyna að finna fjár- hagslegan grundvöll að verndun þeirra húsa í Grjótaþorpi, sem æski- legt væri að vernda, komu þeir Hilmar Ólafsson, þáverandi for- maður Þróunarstofnunar og Þórður Þorbjarnarson, borgarverkfraeðing- ur, með þá hugmynd að selja hús borgarinnar í Grjótaþorpi með kvöð- um um friðun og nota söluverðið til að bjarga einhverju öðru húsi í Grjótaþorpi, sem þyrfti að innleysa til að geta komið verndun við, eða til að gera við annað hús borgarinnar. Þá var borgarminjavörður búinn að gera úttekt á öllum húsum í þorpinu, og þegar var komin fram og til um- fjöllunar tillaga um skipulag þar sem gert var ráð fyrir því að götur yrðu óbreyttar, en fjárhagshliðin var óleyst. Þetta hefur svo legið niðri, þar til nú að ákveðið hefur ver- ið að selja hæstbjóðanda Bröttu- götuhúsið með kvöðum, en í þeirri samþykkt fólst ekki að féð yrði notað til verndunar í Grjótaþorpi, og renn- ur því einfaldlega í borgarsjóð. <Mlerp l.ækjartorg k 1 A Æ HAFNARSTR HAFNARSTRÆTI 22 NÝJA HÚSINU VIÐ LÆKJARTORG OPIÐ A VENJULEGUM VERSLUNARTÍMA LAUGARD. KL. 9-1. HLJOMPLÖTUUTSALA UTGEFENDA PÖNTUNARLISTI PONTUNARSIMI 15310 KL. 10-22 ALLA VIRKA DAGA NEMA LAUGARDAGA KL. 10-16. MEIRIHÁTTAR HLJÓM- PLÖTUÚTSALAN FEBR. ’82 Þeir, sem óska eftir pöntunarlista, hringi í síma 15310. Viö sendum hann samdægurs, viðkomanda aö kostnaðarlausu. Ath.: Sýningarsalurinn er opinn alla virka daga kl. 10—22. Laugardaga kl. 10—14. Þar eru til sölu eftirmyndir og teikningar eftir Hauk Halldórsson, eftirmyndir eftir Jóhann G. Jóhannsson og grafíkmyndir eftir Richard Valtingojer Jóhannsson. m ■■ m Viöskiptavinir geta hringt sér að kostnaðarlausu /\|||BBeftir kl. 19.00 virka daga og laugardaga kl. 10—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.