Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 37 brugðust, því 22. des. sl. fór hún aftur á Borgarspítalann þar sem hún lést 2. febrúar. Friðný átti marga góða vini sem fylgdust með líðan hennar, reyndu að aðstoða hana og létta henni sjúkdómsbyrðina. Ég veit að hun sjálf og systkini hennar þakka þeim af alhug. Ég held að ég halli ekki á neinn, þó að ég nefni auk Herdísar, Pálínu Hafsteinsdóttur, sem Friðný kynntist á vinnustað. Friðný hafði þá venju að nota mikið eignarfornöfn með nöfnum þeirra sem henni þótti vænt um. Eins og hún sagði „Stína mín“ og „Herdís mín“ var það einnig hún „Pálína mín“. Við erum mörg sem söknum Friðnýjar, en nú sem endranær er tómarúmið og söknuðurinn mest- ur hjá hennar nánustu; Friðjóni sem var hennar stoð og stytta í veikindum hennar og Öllu sem vegna sinna veikinda gat ekki ver- ið nálægt systur sinni. Þeim báð- um, mági hennar Arne, Herdísi og bræðrabörnum Friðnýjar votta ég innilega samúð mína og minnar fjölskyldu. Friðný talaði síðustu mánuðina mikið um bernskustöðvarnar, þar sem foreldrar hennar hvíla. Hug- ur hennar dvaldi við foreldrana og bernskuheimilið. Sjálfsagt slítur maður aldrei til fullnustu upp alla þá rótaranga sem festast þar sem barnsskónum er slitið. I dag verður Friðný jarðsett í Fossvogskirkjugarði við hlið Sveins bróður síns, sem hún hafði svo miklar mætur á. Ég trúi því að nú líði henni vel, umvafin ást löngu látinna foreldra og systkina. Elskulegri frænku minni þakka ég góða samfylgd. Guð blessi Friðnýju. Ingibjörg Jónsdóttir Friðný Sigúsdóttir, skrifstofu- stjóri er látin. Hún andaðist 2. þ.m. eftir þungbæra sjúkdóms- legu, og stríð við ólæknandi sjúk- dóm. Friðný Sigfúsdóttir fæddist á Norðfirði 23. desember 1917, dótt- ir hjónanna Ólafar Guðmunds- dóttur og Sigfúsar Sveinssonar, kaupmanns og athafnamanns þar. Hún stundaði þar almennt skóla- nám, varð gagnfræðingur, en hleypti heimdraganum jafnskjótt og möguleikar leyfðu, og hélt utan, því að hugur hennar stóð til frek- ara náms. Stundaði hún m.a. nám við „Kebmandsskolen" í Kaup- mannahöfn og lauk þaðan prófi. Æfistarf hennar má segja að hafi hafist, er hún í október 1947 réðst sem ritari á skrifstofu póst- og símamálastjóra, sem þá var Guðmundur Hlíðdal. Átti sú skrifstofa eftir að verða starfs- vettvangur hennar allt þar til yfir lauk, við sívaxandi umsvif, fyrst með Guðmundi Hlíðdal, eins og fyrr segir, þá með Gunnlaugi Briem og að síðustu með Jóni Skúlasyni. Friðný Sigfúsdóttir átti þannig að baki nærri 35 ára starf hjá Póst- og símamálastofnuninni sem ritari, fulltrúi og skrifstofu- stjóri á skrifstofu póst- og símamálastjóra, sem m.a. felur í sér yfirumsjón með aðalskjala- safni stofnunarinnar og öllum er- indum til og frá yfirstjórn stofn- unarinnar. Af trúmennsku, alúð og samviskusemi rækti hún starf sitt, tókst á við verkefni dagsins af einbeitni og festu. Oft var eril- samt, margir þurftu að eiga við hana orð, samstarfmenn sem að- rir. Öllu þessu tók hún með jafn- aðargeði og öryggi þeirra, sem vaxa með hverjum vanda. Friðný Sigfúsdóttir axlaði þannig léttilega byrðar starfsins fyrir sakir elislæga mannkosti og haldgóða menntun, ekki síst í tungumálum, en um hendur henn- ar fóru hvern dag erindi til stofn- unarinnar og frá á ensku, frönsku og þýsku, auk Norðurlandamála. Vegna hinnar góðru dönskukunn- áttu var henni oftar en hitt falið að vera ritari á norrænum póst- og símaráðstefnum og samdi fundargerðir þeirra. Ennfremur voru heni falin vandasöm þýð- ingarverkefni. Friðný Sigfúsdóttir var há vexti og grönn, tíguleg í fast, fáguð í framkomu. Hún hafði yndi af list- um, sótti reglulega hljómleika. Lengst af hafði hún samastað hjá vinkonu sinni, Herdísi Guð- mundsdóttur, en fyrir nokkru hafði hún keypt sér íbúð og búið sér vistlegt heimili, sem bar smekk hennar og snyrtimennsku fagurt vitni. Samstarfsmenn hennar og vinir minnast hennar með virðingu og þökk. Blessuð sé minning Friðnýjar Sigfúsdóttur. Rafn Júlíusson Okkur langar með fáum orðum að minnast vinkonu okkar, Frið- nýjar Sigfúsdóttur, sem lést í Reykjavík 2. februar sl. Friðný var fædd á Norðfirði 23.12.1917, dóttir hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Sigfusar Sveinssonar, kaupmanns og útge- rðarmanns þar. Hún stundaði nám í verzlunarf- ræðum við „Kobmandsskolen" í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi. Eftir heimkomuna starfaði hún fyrst hjá Ellingsen og síðan hjá Ándvöku. Árið 1947 hóf Friðný störf hjá Póst- og símamála- stjórninni, en hjá þeirri stofnun starfaði hún óslitið, þar til hún veiktist á síðastliðnu ári, fyrst sem einkaritari en síðast sem skrifstofustjóri á skrifstofu póst- og símamálastjóra. Við minnumst margra ánægju- legra stunda, er við áttum saman. Friðný var greind og skemmtileg kona, hreinskiptin og trygglynd en umfram allt góð kona. Hún var með afbrigðum fær og samviskusöm til allrar vinnu. Friðný bar sterkan persónu- leika, sem aldrei gleymist þeim, er henni kynntust. Hún átti sér lifandi trú og gamla, góða brosið hennar, einnig fársjúkrar, sem lýsti svo vel æðru- leysinu, mun fylgja okkur alltaf. Við munum sakna hennar sárt. Samúðarkveðjur sendum við systur hennar, Aðalbjörgu, sem búsett er í Danmörku, bróður hen- nar, Friðjóni, hér í Reykjavík, og ennfremur Herdísi Guðmundsdót- tur, sem Friðný lengst af hélt hei- mili með. Guð blessi hana. Vinkonur Ég kveð Kjartan með þökk fyrir liðna tíð og bið honum velfarnað- ar. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur á Mjóeyrina, til blessaðrar systur minnar, til þín Guðný mín, dætra, tengdasonar og barnabarna. Kjartan Björgvinsson - Minningarorð Fæddur 21. maí 1921 Dáinn 31. janúar 1982 Mig langar að minnast frænda míns, Kjartans, sem lauk sinni jarðvist þann 31.1. 1982. Hann var fæddur í Reykjavík þ. 21.5 1921. Hann flutti ungur með foreldum sínum austur á land, þau voru Sig- urveig Kristjánsdóttir og Björgvin Guðmundsson, sem bjuggu mest- an sinn búskap á Eskifirði og þar ólst Kjartan upp og bjó til dauða- dags. Kjartan kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Guðnýju Stef- ánsdóttur. Þau eignuðust þrjár dætur: Rósu, gifta Þorsteini Sig- fússyni, þau eiga 2 börn og búa á ísafirði, Jónbjörgu, gifta Ásbirni Sigurðssyni, þau eiga 1 dreng og búa á Selfossi, og Sigurveigu sem er við nám á Akureyri. Kjartan og Guðný bjuggu allan sinn búskap á Mjóeyrinni. Sá staður var honum mjög kær og þar fékk hann að ljúka æfi sinni. Þessi elskulegi frændi minn var ávallt sami góði og skemmtilegi frændinn frá fyrstu tíð, var næstelstur í systk- inahópnum, en þau voru 5 og einn fósturbróðir. Kjartan var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samvist- um við móður sína allt sitt líf, sem hann umvafði elsku og öryggi þeg- ar aldurinn færðist yfir hana og þegar hún varð fyrir þeirri sorg að sjá af dóttur sinni fyrir 2 árum, sem var mikill sjónarsviptir að. Það eina sem hefir skyggt á lífs- göngu Kjartans, var að heilsan var ekki nógu góð. En þar var hann alltaf eins og hetjan, sem stóð eins lengi og stætt var. En mig grunar að hann hafi verið orðinn þreyttur síðustu 2 árin, sem voru honum mjög erfið. Vinur okkar dauðinn leysti hann af hólmi. „Óttinn við dauðann er eins og ótti smaladrengsins við konung sem vill slá hann til riddara. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsast frá friðlaus- um öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötr- aður leitað á fund guðs síns. K.G.“ Ég bið Guð að styrkja ykkur. Anna dppkz _ _ Apple-tölvu- og forritakynning kl. 4-6 Þriöjud. 9. febrúar: Visi Calc — Visiplot Forrit, sem reiknar stór dæmi á sekúndum, sem tæki þig daga eöa vikur. Tilvaliö fyrir áætlanagerö, Miðvikud. 10. febrúar: Lagerbókhald fyrir þá, sem vilja hafa allt á hreinu. Fimmtud. 11. febrúar: Visi Calc — Visiplot Forrit sem reiknar stór dæmi á sekúndum, sem tæki þig daga eöa vikur. Tilvaliö fyrir áætlanagerö. Föstud. 12. febrúar: Viðskipta- mannabókhald VERSLIÐ f SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Vinsamlega mætiö tímanlega. EF ÞAÐ ERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR HF 80 23 ...auðvitaö GRUnDIG LaugavegilO, sími 27788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.