Morgunblaðið - 09.02.1982, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.02.1982, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 10 HITABLÁSARAR Dæluvandamál? Mono-dælur leysa vandann i skipum, fisk- iðnaði, verksmiöjum. Mono-dælur dæla flestu fljótandi svo sem vatni, sjó, lýsi, lifur, loðnu, slori, fljótandi úrgangi alls konar, soði, sykurlegi, málningu, steinlimi, o.s.frv. Blað- burðar- fólk ðskast Austurbær Laugavegur 101—171 Vesturbær Melhagi Hringið í síma 35408 „Mikil þátttaka á Reykja- víkurskákmótinu, þrátt fyrir að Kortsnoj og Rúss- arnir mæti ekki til leiks,“ sögðu forsvarsmenn Reykjavíkurskákmótsins á fundi með fréttamönnum í gær. (I.jósm. Mbl. ÓI.K.M.) K. Kaiszauri Sví. 2395 AM G. Iskov Dan. 2380 AM M. Ilic JÚR. 2380 M. Sólmundarson tsl. 2380 D. Janosevic JÚ(t. 2355 SM B. Benediktsson ísl. 2355 M. Bajovic JÚR. 2345 FM E. Guömundsson ísl. 2320 J. G. Jónsson tsl. 2315 A. Savage Band. 2310 K. Þorsteins ísl. 2305 R. GrunberR V-Þý. 2310 G. Kráhenbuhl Sviss 2305 S. Kindermann V-Þý. 2410 AM K. Bischoff V-Þý. 2385 D. Cíoodman Enit 2345 FM L. Jósteinsson tsl. 2300 B. Kristjánsson tsl. 2295 S. Briem Isl. 2290 S. Bjarnason tsl. 2290 J. Friðjónsson tsl. 2260 H. Karlsson ísl. 2260 D. Hansson Sví. 2260 B. Jónasson ísl. 2240 A. Þ. Árnason ísl. 2240 J. P. ErlinRsson Isl. 2225 H. Haraldsson tsl. 2215 J. Þ. Jónsson isl. 2200 Meðan á mótinu stendur verð- ur gefið út mótsblað sem kemur út eftir hverja umferð. Að auki verður gefin út mótsskrá. Góð aðstaða verður fyrir áhorfendur, og munu skákskýrendur skýra skákirnar um leið og þær eru tefldar. Aðgangseyrir verður 50 krónur fyrir fullorðna og 20 fyrir börn, en einnig verður hægt að kaupa miða sem gilda allt tíma- bilið og kosta þeir kr. 400. Að- gangseyrir er stór hluti af fjár- mögnun mótsins, en að auki koma styrkir frá Alþingi, Reykjavíkurborg o.fl. Tíunda Reykjavíkur- skákmótið hefst í dag í DAG, þriðjudaginn 9. febrúar, hefst á Kjarvalsstöðum 10. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið. Fyrsta mótið var haldið í samkomuhúsinu Lídó l%4 og hafa mótin því síðan verið haldin annað hvert ár, ýmist af Taflfélagi Reykjavíkur eða Skáksambandinu. Mótið er að þessu sinni hið fjölmcnnasta og sterkasta sem haldið hefur verið hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegt opið skákmót fer fram á íslandi, og hafa 72 skákmenn tilkynnt þátttöku, 27 íslenskir og 45 erlendir, þar af 22 stór meistarar og 20 alþjóðlegir meistarar. Teflt verður eftir Monrad- kerfinu svonefnda, alls 11 um- ferðir. Frídagar verða tveir yfir mótstímabilið en mótinu lýkur 21. febrúar. Teflt verður frá kl. 16.30 til 21.30 alla virka daga, og verða biðskákir tefldar sömu daga frá kl. 23—01. Á laugardög- um og sunnudögum verður teflt frá kl. 14.00—19.00 og biðskákir sömu daga frá 20.30—22.30. Á fundi með blm. sagði Ingi- mar Jónsson forseti Skáksam- bandsins að allt útlit væri fyrir það að engir skákmenn kæmu frá Sovétríkjunum að þessu sinni. Þetta er þá í annað sinn sem sovéskir skákmenn koma ekki til leiks, en fyrra skiptið var Reykjavíkurskákmótið 1970. Ástæðuna segja þeir Sovétmenn vera þá að margir af þeirra bestu mönnum séu að tefla á svæðamótum í Baku í Sovétríkj- unum. Ingimar var spurður hvers vegna Kortsnoj kæmi ekki, og sagði hann að Kortsnoj ætlaði að taka þátt í stórmóti í Róm sem hefst 20. febrúar, en á því móti sigraði hann í fyrra. En hverjar eru helstu ástæður fyrir annars góðri aðsókn að mótinu? Á undanförnum árum hafa verið haldin opin skákmót í Lone Pine í Kaliforníu, en í ár fellur það niður. Friðrik Ólafsson sagði að þetta gæti hugsanlega haft áhrif á aðsókn að Reykjavík- urskákmótinu enda þátttakend- ur margir þeir sömu og hafa tek- ið þátt í skákmótinu í Lone Pine. I opnu móti sem þessu verður keppnin oft hvassari en ella og erfitt að sjá fyrir vinningshafa. Að auki hafa verðlaun í mót- inu aldrei verið hærri, nema samtals 16.000 dölum eða um 160.000 ísl. í fyrstu verðlaun eru 6.000 dalir, önnur verðlaun nema 4.000 dölum, þriðju 3.000, fjórðu 2.000 og fimmtu verðlaun eru 1.000 dalir. Aðalskákstjóri mótsins verður Guðmundur Árnlaugsson. — Rétt til þátttöku höfðu allir erlendir skákmenn með 2300 ELO-stig eða meira og innlendir skákmenn eða 2200 ELO-stig eða meira. Flestir af íslenskum titilhöf- um taka þátt í keppninni, stór- meistararnir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson og al- þjóðlegu meistararnir Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Mar- geir Pétursson og Haukur Angantýsson. Keppiendur eru sem fyrr segir 72 og fara nöfn þeirra og skák- stig hér á eftir.: A. Miles En(?. 2575 SM L. Alburt Band. 2500 SM F. Olafsson tsl. 2530 SM A. Adorjan Ung. 2515 SM R. Byrne Band. 2510 SM B. Kurajica Jú(t. 2510 SM Y. Grunfeld tsr. 2505 SM B. Ivanovic Júg. 2485 SM B. Ivkov Júg. 2480 SM K. Frey Mex. 2480 AM L. Shamkovic Band. 2470 SM E. Mednis Band. 2470 SM De Firmian Band. 2470 AM D. Gurevic Band. 2470 FM A. KulÍRowski P6I. 2465 SM M. Knezevic Jú(t. 2465 SM S. Kudrin Band. 2465 AM K. SpraRRett Kan. 2465 AM D. Rajkovic Jú(t- 2460 SM M. Matulovic Jú(t. 2460 SM D. Sahovic JÚ(t 2450 SM B. Ko^an Band. 2450 AM B. Abramovic Júg. 2445 AM J. Árnason Isl. 2445 AM H. Westerinen Finn. 2440 SM G. SÍRurjónsson tsl. 2435 SM T. WedberR Svi. 2435 AM L. Schneider Sví. 2435 AM V. Itaicevic Júit. 2430 SM H. ólafsson Isl. 2430 AM K. Helmers Nor. 2430 AM C. Höi Dan. 2425 AM J. Hjartarson Isl 2425 P. Ostojic Júg. 2420 SM K. Burger Band. 2420 AM M. Pétursson fsl. 2415 AM G. Forintos Ung. 2410 SM W. Martz Band. 2405 AM V. Zatlsman Band. 2405 AM J. Plaskett Eng. 2405 FM L. Bass Band. 2405 T. Manouck Fra. 2405 T. Horvath Ung. 2400 AM H. Angantýsson Isl. 2400 AM Kvikmyndahátíð SAK 27. feb. SAMTÖK áhugamanna um kvik- myndagerð, SAK, halda árlega kvik- myndahátíð sína að Hótel Loftleið- um 27. og 28. febrúar. Er öllum, sem áhuga hafa á kvikmyndagerð, boði" þátttaka, en mynHjj j;*rí að tilkynna íjrir 25. febrúar. Keppt verður í tveimur aldurs- flokkum, yngri en 20 ára og 20 ára og eldri. I boði verða nýlegir bik- arar í hvorum flokki, auk verð- ISUnapeninga. Utanáskrift SAK er Box 1347,121 Reykjavík. VOLTA 235 electroníska ryksugan, ein sterkasta heimilisryksugan á markaön- um. 200 W sogkraftur, 900 W motor. VOLTA Sænsk úrvalsvara. Hagstæð greiðslukjör. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGST AÐASTRÆTI 10A — SÍMI 16995 Sigurður Guðmundsson við verk sitt. Nýlistasafnið: Sýning á hollenskri nútímalist Á LAIIGARDAGINN var opnuð í Ný- listasafninu, Vatnsstíg 3b, sýning á hollenskri nútímalist, sem hollenska menntamálaráðuneytið sendir hingað og stendur að ásamt safninu. Sýningin ncfnist „Einkaheimar“, „Personal Worlds" og er byggð upp af verkum II listamanna sem einkum hafa verið orðaðir við „conreptual" eða hugmyndalist. Meðal listamannanna eru Islend- ingarnir Hreinn Friðfinnsson og Sigurður Guðmundsson. Ymsir hinna hollensku listamanna eru einnig vel þekktir á íslandi. Auk íslendinganna eru höfundar verka á sýningunni Bas Jan Ader, Ger Van Élk, Pieter Holstein, Pieter Laurens Mol, Harry de Kroon, Sef Peeters, Nikolaus Urban, Ben D’Armagnac og Gerrit Dekker. Sýningin verður opin virka daga kl. 16—20, en laugardaga og sunnu- daga kl. 14—20. Sýningunni lýkur hinn 14. febrúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.