Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 -----------. 'TTCi " Öryggi alræðisins? í ræðu sveitarstjóra þar sem hann rakti byggingarsögu íþróttamiðstöðvarinnar kemur fram að upphaf málsins innan hreppsnefndar hafi verið að þann 18. apríl 1969 hafi verið samþykkt tillaga í hreppsnefnd um að á vegum hreppsnefndar yrði gerð athugun á staðsetn- ingu íþróttahúss í Borgarnesi. Fljótlega komu upp hugmyndir um að byggja íþróttahús í tengslum við sundlaugina sem hér var fyrir og að byggja yfir sundlaugina í leiðinni, sem síðan var ákveðið að gera. Því má bæta hér við að áður en bygging íþróttahúss kemst á dagskrá hjá hreppsnefnd hefur farið fram mikil umræða um nauðsyn íþróttahúss meðal ungmennafélaga og íþrótta- iðkenda og meðal bæjarbúa. Á þeim tíma var hér aðeins gamla skólaíþróttahúsið, sem var mjög lítið og fullnægði engan veginn kröfum sem um þetta leyti komu upp meðal íþróttafólks og að- standenda þeirra, sérstaklega varð frábær árangur körfu- knattleiksstrákanna á þessum árum, sem oftast eru nefnd sem gullaldarár körfuknattleiksins í Borgarnesi, kveikjan að umræð- unni um byggingu íþróttahúss. Árið 1973 er síðan hafist handa við framkvæmdir og hafa þær staðið síðan. Að vísu var íþróttamiðstöðin tekin í notkun árið 1978 en húsinu var ekki end- anlega lokið fyrr en nú. Heildarrúmmál hússins er 13.048 rúmmetrar en flatarmál gólfflata 2860 fermetrar. Iþróttasalurinn er 18x33 metrar og löglegur fyrir keppni í flest- um íþróttagreinum nema hand- knattleik. Sundlaugin er 8xl2'A m að stærð. Áhorfendasvæði við íþróttasalinn eru talin rúma 550 manns, þar af um 150 í stæði en við sundlaugina 220 manns, og þar af um 100 í stæði. Byggingarkostnaður hússins er um 20,5 milljónir króna á verðlagi dagsins í dag. Húsið er viðurkennt sem skólamannvirki að um 90% hluta og greiðir rík- issjóður um 45% af byggingar- kostnaði hússins. íþróttasjóður tekur einhvern þátt í þessum 10%-hluta sem ekki telst skóla- mannvirki en framlög íþrótta- sjóðs koma löngu eftir á og brenna upp í verðbólgunni og koma að litlum notum í raun. Strax í upphafi var gert ráð fyrir að síðar yrði byggt við hús- ið. Átti þar að vera aðstaða fyrir baðstofu og svæði fyrir loft- og sólböð. Einnig hefur verið hugað að gerð útisundlaugar við húsið. Rekstur íþróttamiðstöðvar- innar hefur þegar sannað gildi sitt. Með tilkomu hennar hefur orðið bylting í æskulýðs- og íþróttastarfi í Borgarnesi. HBj. Eftir Guðmund Heiðar Frímannsson FYRRI GREIN Það er stundum nefnd ráð- stjórninni í Rússlandi til hróss, að hún sjái þegnum sínum fyrir vinnu. Það er eitt af því sem þeir eiga hvað erfiðast með að átta sig á og sætta sig við á Vesturlöndum, þegar þeir flytjast frá ættlandi sínu, að enginn tryggir þeim at- vinnu, þeir verða að leita hennar sjálfir og jafnvel eiga það á hættu að missa hana. Það er ekki einung- is atvinnan, sem er trygg austur þar, heldur trúa embættismenn ríkisins, að það sjái fyrir og upp- fylli þarfir allra landsmanna óað- finnanlega, þar á meðal ýmis kon- ar minnihlutahópa. Einn slíkur hópur er lamaðir og fatlaðir. Alexandra Loukyaenko, sem er háttsettur embættismaður í fé- lagsmálaráðuneyti Úkraínu, sagði á evrópsku þingi um endurhæf- ingu fatlaðra árið 1977: „Þegar við veitum fötluðum félagslega aðstoð leysum við tvennan vanda: við tryggjum velferð þeirra og þeir geta unnið nytsöm störf. Fatlaðir hafa sömu grundvallarmann- réttindi til starfs, frístunda og menntunar og aðrir þegnarÞað eru jafnvel til dæmi um embætt- ismenn ráðstjórnarinnar, sem ganga svo langt að hæfa, engir fatlaðir séu til í Ráðstjórnarríkj- unum. Það er rétt að skyggnast svolítið um meðal þeirra, sem eru fatlaðir í Ráðstjórnarríkjunumm. (Þær upplýsingar, sem hér koma fram, eru byggðar á grein eftir Steven Marc Glick: Silencing the disabled (Að þagga niður í fötluð- um), sem birtist í tímaritinu Index on Censorship, 5. hefti, október 1981.) Áður en lengra er haldið, er ef til vill rétt að huga að því, hvers vegna það er þess virði að kynnast kjörum fatlaðra í Ráðstjórnar- ríkjunum. Ein ástæðan er, að upp- lýsingarnar, sem berast þaðan, eru mjög af skornum skammti, og þess vegna ber að fagna hverju því, sem birtist. Sakharof hefur orð á þeirri ástæðu, sem mestu skiptir, á einum stað: „Veruleiki þessara landa (sósíalískra landa Austur-Evrópu, innskot mitt) er sögulegt fyrirbrigði, sem Vestur- landabúar skilja mjög illa. Það er ekki hægt að skilja félagsleg, hag- ræn og menningarleg einkenni þessa veruleika í gegnum rúðu á ferðamannarútu eða af opinberum pappírum." Ef hugsað er að lífi og starfi þeirra, sem eru fatlaðir, eins og þeir segja sjálfir frá því, upplýsumst við um félagsleg ein- kenni veruleikans undir ráðstjórn. En þá kemur líka í 1 jós allt önnur mynd en sú, sem embættismenn ríkisins gefa. Hún er miklu nær því, eins og Halldór Laxness orðar það í Skeggræðum gegnum tíðina, að í þessu mannfélagi sé „grimmd- arfullt bófafélag að verki, ekki síð- ur illskeytt en fasistar Þýzka- lands; a.m.k. sama manngerðin." Það er kannski rétt að taka fram, að yfirvöld í Ráðstjórnarríkjunum beita ekki útrýmingu skipulega í viðureign sinni vð fatlaða, þeim er ekki smalað saman og þeir teknir af lífi unnvörpum. En þau gera þeim flest annað til miska, sem þeim er unnt. Hér er því bitamun- ur en ekki fjár. Það kann því að vera, að einhver skilji þetta þjóð- félag ögn betur, þegar hann hefur heyrt af því, hvernig það fer með þá þegna sína, sem sízt geta borið hönd fyrir höfuð sér. Síðastliðið ár var ár fatlaðra. Hér á landi, sem og annars staðar á Vesturlöndum, vöktu fjölda- margir athygli á því, sem betur mætti fara í'atlæti við fatlað fólk. Vakin var athygli á, að þeir eiga erfitt með að komast út og inn í flestar opinberar byggingar, vegna þess að stigar liggja að þeim, og séu til staðar lyftur til að „Það kann að vera að einhver skilji þetta þjóð- félag ögn betur, þegar hann hefur heyrt af því hvernig það fer með þá þegna sína, sem síst geta borið hönd fyrir höfuð sér.“ komast á milli hæða, þá eru þær gjarnan svo þröngar, að inn í þær verður ekki komizt í hjólastól. Sal- erni á veitingastöðum eru ekki skipulögð fyrir fatlaða. Oft fá fatl- aðir ekki vinnu vegna vantrúar at- vinnurekenda á því, að þeir geri leyst störf sín af hendi, eins og æskilegt telst. Það hefur ekki nokkur maður haft neitt við það að athuga, að athygli sé vakin á því, að fatlaðir búa ekki við sömu aðstöðu og aðrir þegnar og að tillit þurfi að taka til þeirra, eins og frekast er unnt. En málið horfir öðru vísi við, þegar menn búa ekki við lýðræð- isskipulag, heldur alræði. Þá er ekki lengur sjálfsagt að vekja at- hygli á kjörum þeirra, sem ver eru staddir, vegna þess að það er opinber trúarsetning, að engir menn þar hafi það slæmt, engir fatlaðir séu til. Ef til eru félög, sérstsaklega stofnuð til að vera hagsmuni minnihlutahópa, þá eru þau ógnun við ríkið, því að það ver hagsmuni allra, og samkvæmt kenningunni á öllum að vera borg- ið undir ráðstjórn. Ef slíkum fé- lögum er ekki splundrað með lög- regluaðgerðum, þá er nánast ómögulegt fyrir þau að koma upp- lýsingum á framfæri um bágindi félagsmanna sinna. Eitt lykilat- riðið í völdum Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna er stjórn og ritskoðun á öllum fjölmiðlum landsmanna. Hann getur ráðið því, hvaða mynd íbúarnir gera sér af ástandinu í landinu. Og þar sem flokkurinn telur það sjálfsögð fyrirfram gefin sannindi, að engir hagsmunir geti brotið í bága við hagsmuni flokksins, þá bannar hann allar upplýsingar, sem falla ekki að opinberum fyrirmælum. Þeir, sem hafa aðra sögu að segja, verða því að fara aðrar leiðir, gefa út rit ólöglega í landinu eða leita á náðir erlendra fréttastofnana. Lýðræði Vesturlanda er stundum eina von þegna ráðstjórnarinnar. Þrír fatlaðir ofurhugar í Ráð- stjórnarríkjunum stofnuðu and- ófshóp fatlaðra 20. maí 1978. Þeir heita: Jurí Kiselev, Valeri Fefelov og Fæzulla Kusænov. Þeir eru all- ir fatlaðir. Jurí Kiselev missti báða fæturna i vinnuslysi árið 1949. Valeri Fefelov er algerlega lamaður á fótum eftir vinnuslys. Fæzulla Kusænov er algerlega lamaður frá mitti, eftir að bak hans brotnaði. Markmiðin með stofnun hópsins eru þrjú. I fyrsta lagi að safna og dreifa upplýsing- um um fatlaða í Ráðstjórnarríkj- unum. í öðru lagi að fara fram á bætt félagslegt öryggi í Ráð- stjórnarríkjunum. Ef það tækist ekki, að höfða þá til almennings- álitsins í veröldinni. I þriðja lagi að stofna til sambands við alþjóðastofnanir fatlaðra. Þessum hóp hefur tekizt að gefa út, ólög- lega eins og gefur að skilja, tíu tölublöð af upplýsingariti, alls um 300 síður, þar sem safnað er sam- an upplýsingum um kjör fatlaðra. Fyrir 150 árum síðan sagði Al- exis de Tocquevillé í gagnrýni sinni á lýðræðið: „Nú um stundir á kúgaður borgari einungis eina leið til að verja sig: hann getur skotið máli sínu til þjóðarinnar, og ef hún daufheyrist, þá til mannkyns- ins alls. Blöðin veita honum eina tækifærið til að gera þetta.“ Þótt blöðin og aðrir fjölmiðlar í lýð- ræðisríkjum bregðist stundum skyldum sínum, þá er rétt að allir taki eftir því, að þau eru oft ekki einungis eina von þegna þeirra gegn eigin yfirvöldum, heldur eru þau eina von allra þeirra, sem þurfa að þola alræði. Aðra leið eiga þeir ekki. Þess vegna ber okkur að leggja við hlustirnar, þegar þeir lýsa kjörum sínum. Það er þeirra von. 6 LETTAR CATUR B/ERil Hefur sölufólk Sunnudagsgátunnar komið til þín? Ef svo er ekki þá geturðu átt von á því hvenær sem er. Og ef svo ólíklega færi að þú hittir ekki sölufölk okkar - þá er að fara á næsta sölustað - þeir eru fjölmargir - allir merktir. KOR LANGHOLTSKIRKJU Sölufólk okkar er flest úr íþróttafélögunum og sölulaun þess renna þeint í félagssjóð. Sláið margar flugur í einu höggi - takið þátt i skemmtilegum leik þar sem þiö getið unnið stóran vinning - styrkið kórinn til áfram- haldandi öflugs menningarstarfs - og styðjið félagsstarfsemi hverfisinsog bæjarfélagsins..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.