Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 45 - . VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Athugasemd við skrif Ólafs M. Jóhannessonar um Finnland þessu merkilegasta starfi Faxafé- íagsins viöurkenningu á einhvern hátt, t.d. með fjárupphæð. Árið 1976 hófu tveir ungir menn rekstur prentsmiðju í Keflavík og hlutu í arf með henni vikublaðið Suðurnesjatíðindi. Hafði Runólfur Elentínusson áður rekið prent- smiðjuna og gefið Suðurnesjatíð- indi út. Blaðið var fyrsta vikublað- ið sem náði verulegri útbreiðslu hér. Með því kom fyllilega í ljós þörf á slíku blaði. Suðurnesjatíð- indi voru skeleggur málsvari Suðurnesjamanna undir stjórn Runólfs. Það sést augljóslega þeg- ar árgöngum þeirra er flett. Stundum fékk ritstjórinn ákúrur fyrir of mikið keflvískt efni. En það var ekki hans sök — heldur hinna sem ákúrum köstuðu. Þeir áttu sjálfir að leggja meira efni til blaðsins en þeir gerðu. Þar sem Runólfur var einn með blaðið ár- um saman átti hann erfiðara um vik en elia. Árið 1980 voru Suðurnesjatíð- indi lögð niður, en eigendur þeirra, Sigurjón Vikarsson og Stefán Jónsson, hófu útgáfu nýs blaðs, Vfkurfrétta, sem koma út hálfsmánaðarlega. Það er fjöl- breyttara að efni en Suðurnesja- tíðindi, enda fleiri sem að stað- aldri skrifa í Víkurfréttir. Blaðið hefur aðaltekjur sínar af auglýs- ingum og markast stærð hvers tölublaðs af því. En þrátt fyrir það kvarta útgefendur um, að nálægð- in við Reykjavík valdi vandræð- um, þar sem auglýsendur kjósi fremur að auglýsa í Reykjavíkur- blöðunum. Á Suðurnesjum er hins vegar vaxandi markaður fyrir verslun og þjónustu, og ættu heimamenn því að beina auglýsingum sínum í rík- ara mæli til staðarblaða. Um leið ættu fyrirtæki á Reykjavíkur- svæðinu að sjá sér hag í viðskipt- um við sunnan menn, enda hindra góðar samgöngur fólk ekki í að skreppa til Reykjavíkur. Ennfremur ættu Suðurnesja- menn í sameiningu að efla þann blaðakost sem til er á svæðinu með öllu hugsanlegu móti í stað þess að sitja heima og kvarta sí og æ um einhæft efni blaðanna. Blöð- in eru öllum opin og ætti fólk að nota sér það. Þriðja blaðið sem út kemur á Suðurnesjum, er Suðurnesjapóstur inn, sem hóf útkomu sína sl. haust. Kemur blaðið út hálfsmánaðar- lega. Að því stendur hlutafélagið Foldex, en blaðið er ópólitískt. Eitt sérkennilegasta fyrirbærið í íslenskri blaðamennsku er sú sjálfboðaliðsvinna, sem áhugasam- ir dálkahöfundar leggja fram til blaða ár eftir ár, jafnvel árum saman. SUk skrif eru oft megnið af efni landsmálablaða og drjúgur hluti dagblaða. Eg t.d., sem skrifa þetta lesendabréf, geri það af áhuga fyrir framförum í heima- héraði mínu, en ég fæ ekki borgað fyrir slík skrif. Um leið er viður- kennt mikilvægi dagblaða — en ættu þau þá ekki um leið að viður- kenna mikilvægi höfunda sem sí og æ birta efni á síðum þeirra? Landsmálablöð hafa ekki síður hlutverki að gegna en dagblöðin — þó tæplega sé hægt að fara fram á jafnháar kaupgreiðslur frá þeim. En skrif í blöð er vinna, því stund- um þarf að margrita efnið, ef höf- undur vill vera vandvirkur. Landsmálablöðin eiga að varð- veita sérkenni hvers landshluta og birta fréttir og efni sem nauðsyn- legt er að vekja athygli á og oft fer fram hjá dagblöðum. Þau eiga að vera nokkurs konar raddir bæja og sveita gagnvart höfuðstaðnum og standa vörð um málefni sinna héraða. Enda er efni dagblaða eðlilega meira tengt sjónarhorni höfuðstaðarins. Keflavík, 1.2. 1982, Skúli Magnússon. -a • • • * . 'á •«-* í Morgunblaðinu 2. febrúar birt- ist gagnrýni Ólafs M. Jóhannesson- ar á finnsku kvikmyndinni „Tul- ipáá“ undir fyrirsögninni „Fyrsta mynd kvikmyndahátíðar". Vegna þekkingar minnar á sögu eigin þjóðar get ég ekki látið hjá líða að leiðrétta þær sagnfræðilegu villur, sem fram koma í þessari grein. I grein sinni segir Ólafur m.a.: „Ef til vill á þessi austræni blær rætur að rekja til þeirrar sögulegu staðreyndar að á þeim tíma er myndin gerist, um eða rétt uppúr aldamótum, er Finnland hluti Rússaveldis. Rússneskir embætt- ismenn stjórna ráðuneytum og rússneska er opinbert mál.“ Þó hefur Finnland aidrei verið hluti Rússaveldis. Finnland var á árunum 1809—1917 fullvalda ríki, aðskilið frá Rússaveldi, einu tengsl landanna voru þau að keisarinn var sameiginlegur þjóðhöfðingi, en var samt ekki keisari Finnlands heldur stórfursti og opinbert heiti hans í landinu stórfursti Finnlands. Hann hafði neitunarvald við undirritun laga, hann staðfesti lög landsins með undirskrift sinni, sem sam- þykkt voru af stéttaþingi Finn- lands. (Árinð 1906 var því breytt í löggjafarþing Finnlands.) Fram- kvæmdavaldið var í höndum Finna sem og allt réttarfar. Rússneskir embættismenn hafa aldrei stjórnað finnskum ráðuneytum. Eini rússn- eski embættismaðurinn í Finnlandi á þessum árum var landshöfðing- inn (Generalguvernör), sem var fulltrúi stórhertogans, og hann hafði ekkert vald til að skipta sér af finnskri löggjöf, vegna þess að stórfurstinn skuldbatt sig við emb- ættistöku að halda í heiðri lög Finnlands og stjórnarskrá landsins frá sænska tímanum 1772. Finnland aftur á móti átti sendi- fulltrúa í Sankti Pétursborg, sem flutti erindi sín við stórfurstann (keisarann) beint án milligöngu rússneska embættismannakerfis- ins. Rússneska hefur aldrei verið opinbert tungumál í Finnlandi, í landinu voru þá eins og nú töluð tvö opinber mál, finnska og sænska (finnska frá árinu 1862). Þessu næst setur Ólafur sama- semmerki milli Nikolai og Brésn- eff. Það kemur mér útaf fyrir sig ekki við, það er smekksatriði og spurning um einkaskoðanir manna, en ég vona samt að ætlunin hafi ekki verið að koma með iligjarnar athugasemdir og gera lítið úr nú- verandi sjálfstæðri stefnu Finna í utanríkis- og innanríkismálum. Tuomas Járvelá Þessir hringdu . . . Mættum við fá meira að heyra? Auður Matthíasdóttir, Dala- landi 5, hringdi: „Mig langar til að þakka frú Þórunni Elfu Magnúsdóttur rithöfundi fyrir frábært erindi sem hún flutti í ríkisútvarpið hinn 1. þessa mán- aðar. Efni og framsögn voru með því bezta sem ég hef heyrt í út- varpinu og er þá mikið sagt. Höfundinn bið ég afsaka þessa síðbúnu kveðju — mættum við fá meira að heyra?" Upphituð strætisvagna- skýli og tíðari ferðir strætisvagna Strætisvagnafarþegi hringdi: „Svo sem kunnugt er ferðast aldrað fólk mjög mikið með strætisvögnunum," sagði hann. „Nú er ár aldraðra og í tilefni þess skilst mér að það eigi að gera eitthvað til hagsbóta fyrir okkur gamla fólkið — vonandi verður eitthvað um efndir. Ég þykist viss um að umbætur í sambandi við strætisvagnana Þórunn Klfa Magnúsdóttir myndu koma sér mjög vel fyrir mikinn fjölda gamals fólks en eins og þeim málum er háttað núna er mjög erfitt að ferðast með vögnunum að vetrarlagi. Það sem vantar fyrst og fremst eru upphituð strætisvagnaskýli þar sem hægt er að bíða í kuld- um, án þess að það slái að manni. Þessi köldu járnskýli koma að mjög litlu gagni fyrir þá sem þurfa að bíða eftir stræt- isvagni í kulda. Einnig mætti fjölga ferðum vagnanna þannig, að ferðir yrðu tíðari og þeim gengi betur að standast áætlun. Þetta finnst mér verðugt verk- efni á ári aldraðra." Góður þáttur Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli hringdi: „Einlægar þakkir færi ég frú Guðrúnu Ás- mundsdóttur og Kjartani Ragn- arssyni leikara fyrir samtalsþátt sl. föstudagskvöld. Einnig stjórnandanum, Jónasi Jónas- syni. Þessi þáttur var af þeirri gerð frá upphafi til enda, að hver setning hafði tilgang og náði til hlustenda, og slíkt er aðeins á færi sannra listamanna. Leikrit Kjartans og leikur frú Guðrúnar hafa notið verðskuld- aðrar aðdáunar að ógleymdu því kristilega efni er frúin hefur flutt. Kjartan, syngdu sönginn þinn er þú syngur fyrir drenginn ykkar svo sem flest börn fái að heyra. Frá Guðrún, lestu sálma Hallgríms inn í hjörtu íslend- inga — það mun auka alla trú.“ HRAÐLESTRAR- NÁMSKEIÐ Síðasta hraölestrarnámskeið vetrarins hefst 15. febrúar nk. Skráning í síma 16258 kl. 20.00—22.00 í kvöld og næstu kvöld. Hraðlestrarskólinn. Frá Júgóslavíu Pinnastólar og borö, kringlótt og aflöng, dökk og Ijós fura. Mjög hagstætt verð. Tökum að okkur að annast fermingar og brúðkaups- veislur, árshátíðir, þorrablót og hvers kyns annan mannfagnað. Útvegum vistlega og skemmtilega sali eða sendum í heimahús, eftir því sem óskað er. VElTlNQAtíÚSlÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.