Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 21 Nygaard til Fram? BENT Nygaard, hinn danski þjálfari ÍR, hefur tilkynnt félaginu, ad hann hafí ekki áhuga á því að stýra liðinu næsta keppnistímahil og breytir engu þó að ÍR vinni sæti í 1. deild eins og allt bendir til á þessu stigi. Bæði Valur og Fram hafa áhuga á því að ráða Nygaard og hafa haft við hann samband. Nygaard er að velta hlutunum fyrir sér um þessar mundir, en heyrst hefur að hann hafi mun meiri áhuga á því að taka að sér lið Fram. — gg- Danskur þjálfari til KA DANSKUR markvörður að nafni Bent Larsen var væntanlegur hingað til lands í gærkvöldi, en allt bendir til þess að hann taki að sér þjálfun handknattleiksliða KA á næsta keppnistímabili. Larsen þessi er mjög sterkur markvörður og leikur með Ribe, eða sama félagi og kemp- an fræga Anders Dahl Nielsen. Hann var þjálfari Ribe áður en Niel- sen kom til skjalanna. Til greina kemur að Larsen leiki með KA auk þess að þjálfa liðið. Larsen heldur til Akureyrar á morgun þar sem hann mun fylgjast með leik KA og Þróttar í 1. deild- inni. Náist samningar verður hugs- anlega gengið frá málunum strax á fímmtudaginn. — gg- • Kristján Sigmundsson hinn snjalli markvörður Víkingsliðsins og landsliðsins ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Ljósm. Mbl. Kristján Kinarsson. Jóhann fer ekki til Dankersein ÞAÐ ER frágengið, að ég fer ekki til Dankersen sem þjálfari. Félagið réði til sín Júgóslava, sem hefur langa reynslu að baki og gerði liðið á sín- um tíma að meisturum. En þó svo ég fari ekki til Dankersen, er ekki loku fyrir það skotið að ég fari út og taki að mér þjálfun þar, sagði Jóhann Ingi. — ÞR Guðmundur bætti 9 ára met LYFTINGAKAPPINN Guðmundur Sigurðsson úr Armanni bætti níu ára gamalt íslandsmet sitt í jafnhöttun í 82,5 kg flokki á innanfélagsmóti Armanns um síðustu helgi. Guð- mundur lyfti 173 kg. Þá setti Þorkell Þórisson sjö íslandsmet í 56 kg flokki. Þorkell lyfti 85 kg í snörun, 102'/2 kg í jafnhöttun og samanlagð- ur árangur hans er nýtt íslandsmet líka, eða 187,5 kg. Sigurður varð norskur meistari í stangarstökki - Jón Oddsson setti íslandsmet TVEIR íslenskir frjálsíþróttamenn, þeir Jón Oddsson og Sigurður T. Sigurðsson, kepptu á norska meist- aramótinu í frjálsum íþróttum um síðustu helgi og stóðu sig með mik- illi prýði. Sigurður varð norskur meistari í stangarstökki innanhúss, stökk Elías með * Islandsmet ELIAS Sveinsson setti íslandsmet í fímmtarþraut innanhúss um helgina, er keppt var í fyrsta skipti í þessari frjálsíþróttagrein. Illaut Elías 3453 stig og annar varð Oskar Thoraren- sen KR með 3144 stig. Elías stökk 6,05 metra í lang- stökki, stökk 1,80 í hástökki, varp- aði kúlu 13,18 metra, hljóp 50 metra á 6,4 sekúndum og 50 m grindahlaup á 7,2 sekúndum. Óskar Thorarensen stökk 6,27 metra í langstökki, stökk 1,65 í há- stökki, varpaði kúlu 12,44 metra, hljóp 50 metra á 6,3 sekúndum og 50 metra grindahlaup á 7,4 sek. 4,90 metra. Jón setti nýtt ís- landsmet í langstökki innanhúss, stökk 7,26 metra. Gamla metið átti hann sálfur, var það 7,21 metrar. Báðir virðast þeir félagar vera í mjög góðri þjálfun og lík- legir til að ná góðum árangri í sín- um greinum þegar lengra líður á keppnistímabilið. - ÞR Gerist Kristján Sigmundsson atvinnumaður á Spáni? - þjálfari Atletico Madrid sýnir honum áhuga ÞJÁLFARI Atletico Madrid hringdi í mig í fyrradag og bað mig um að hafa samband við Kristján Sig- mundsson markvörð í Víkingi, og inna hann eftir því hvort hann hefði áhuga á að koma til Spánar og leika þar. Ég gerði það og Kristján sagðist hafa áhuga á því að athuga málin vel. Sjá hvað væri í boði, sagði Jó- hann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR-inga, í spjalli við Mbl. — Þjálfari Atletico Madrid sá Kristján leika með Víkingi í Evr- ópukeppninni í handknattleik og hreifst mjög af leik hans. Hann hefur mikinn áhuga á að fá hann til Spánar í atvinnumennsku. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða lið það yrði sem Kristján færi til. En málin munu skýrast mjög veru- lega eftir tvo daga. Þá munu þjálf- ari Atletico og Jóhann ræða aftur saman. Jóhann sagðist hafa sagt þjálfara Atletico að Kristján hefði staðið sig mjög vel í vetur og ekki minnkaði það áhuga Spánverjans á Kristjáni. Það má því fullvíst „ÉG GET nú lítið sagt um þetta mál á þessu stigi. Ég veit varla hvað hangir á spýtunni í þessu tilviki. Jó- hann Ingi hafði samband við mig og ég sagði honum að ég hefði áhuga á þessu. Lengra er málið varla komið. Það er jú alltaf freistandi að fá að spreyta sig erlendis einhvern tíma í íþrótt sinni. Fái ég verulega gott til- teljast að hafi Kristján áhuga á að fara utan á hann eftir að reyna sig á Spáni. - ÞR. boð er það freistandi. En tíminn einn sker úr um hvað verður ofaná í máli þessu. Ég á aðeins eitt og hálft ár eftir til að Ijúka prófi í viðskipta- fræði í Háskóla Islands, og ég hleyp ekki frá því út í bláinn, sagði Krist- ján Sigmundsson, markvörður Vík- ings, um mál þetta. — ÞR. „Ég veit ekki hvað hangir á spýtunni“ - sagöi Kristján Sigmuntísson markvöröur Arnór skoraði fallegt mark - Lokeren sigraði 3—0 ÉG HELI) að við séum að komast á fulla ferð núna. Við lékum mjög vel um helgina, betur en oft áður. Ég átti góðan leik og fæ góða dóma í blöðunum í dag. Skoraði þriðja mark okkar, en lagði alveg upp það fyrsta, sagði Arnór Guðjohnsen í spjalli við Mbl. í gær. Lið hans Lok- eren vann Tongres 3-0 um helgina. Arnór sagði að nú ætti Lokeren þrjá heimaleiki og hann væri bjartsýnn á að vel myndi ganga. „Næsti leikur okkar er við meistara Anderlecht á sunnudaginn. Þá verðum við að sigra,“ sagði Arnór. Anderlecht gerði jafntefli 0-0 á heimavelli um helgina. Pétur Pét- ursson lék með og var mjög ná- lægt því að skora með skalla að sögn Arnórs. Sævar Jónsson lék með CS Brugge gegn FC Brugge er liðin gerðu jafntefli 2-2. Standard sigraði Lierse 3-0, og hefur nú for- ystu í 1. deild ásamt Gent með 29 stig. Lið Anderlecht er í öðru sæti með 28 stig. — ÞR. • Arnór hefur skorað átta mörk fyrir Lokeren á keppnistímabilinu og leikið mjög vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.