Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 46 Miklar mannabreytingar - Gísli Kjartansson efstur á lista sjálfstæðismanna SAMEIGINLEGT prófkjör allra flokka í Korgarnesi var haldið um helgina og hlaut Kramsóknarflokk- urinn flest atkvæði og Sjálfstæðis- flokkurinn næst flest. Miklar mannabreytingar urðu síðan í kosn- ingunum 1978 og gáfu aðeins þrír af 7 hreppsnefndarmönnum kost á sér til endurkjörs. Alþýðuflokkurinn fékk samtals 61 atkvæði og þar varð númer 1 Ingigerður Jónsdóttir með 25 at- kvæði í 1. sætið og 47 samtals, í 2. sæti varð Eyjólfur Torfi Geirsson með 31 í fyrstu tvö sætin og 58 atkvæði alls, í 3. Sveinn G. Hálf- dánarson með 43 atkvæði í fyrstu þrjú sætin og 50 samtals, í fjórða sæti varð Ingi Ingimundarson með 31 atkvæði í fyrstu fjögur sætin og 47 atkvæði alls. I næstu sætum urðu Jón Haraldsson, Sæunn Jónsdóttir og Þórður Magnússon. Framsóknarflokkurinn fékk 153 atkvæði. Efstur varð Georg Her- mannsson með 82 atkvæði í 1. sæti og 132 atkvæði samtals i fyrstu fjögur sætin, 2. varð Guðmundur Guðmarsson með 63 í tvö fyrstu sætin og 116 ails í fjögur fyrstu, í 3. sæti varð Jón A. Eggertsson með 77 atkvæði í fyrstu þrjú sætin og 94 í fyrstu fjögur sætin og í 4. sæti varð Brynhildur Benedikts- dóttir með 80 atkvæði í fjögur fyrstu sætin. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 119 atkvæði og efstur varð Gísli Kjartansson með 61 atkvæði í fyrsta sætið og 104 alls, 2. varð Jóhann Kjartansson með 48 at- kvæði í fyrstu 2 sætin og 95 at- kvæði samtals, 3. varð Sigrún Símonardóttir með 61 atkvæði í 3 fyrstu sætin og 91 atkvæði sam- tals, 4. Geir Björnsson með 69 at- kvæði í 4 fyrstu, 92 samtals, 5. Kristófer Þorgeirsson, 6. Björn Jó- hannsson og 7. Sigrún Guðbjarn- ardóttir. Alþýðubandalagið hlaut 59 at- kvæði, efstur varð Halldór Brynj- úlfsson með 30 atkvæði, 51 sam- tals, 2. varð Margrét Tryggvadótt- ir með 46 atkvæði í 2 fyrstu, 56 atkvæði samtals, í 3. sæti urðu jafnir með 17 atkvæði þeir Grétar RANNVEIG Traustadóttir varð í efsta sæti í síðari umferð forvals Al- þýðubandalagsins í Hafnarfirði vegna ba-jarstjórnarkosninganna í vor, sem fram fór um helgina. Þor björg Samúelsdóttir varð í öðru sæti. Næstir í forvalinu urðu Gunn- Sigurðarson og Ingvi Árnason. í næstu sætum urðu svo Áslaug Þorvaldsdóttir, Baldur Jónsson og Sveinbjörn Njálsson. 18 ára og eldri höfðu kosninga- rétt og á kjörskrá voru 1.085 en atkvæði greiddu 393. í sveitar- stjórnarkosningunum 1978 kusu LEIT hófst að vélbátnum Sif frá Bo- lungavík klukkan 10 á sunnudags- morgun, en þá hafði ekkert frést til bátsins frá því á miðnætti. Sif var þá stödd 28 sjómílur austur af Horni, á leið frá Bolungavík til Siglufjarðar. Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags Íslands, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að Sif væri 15 lesta trefjaplastbátur og um borð hefðu verið tveir menn. Kvað Hannes, að ákveðið hefði verið að hefja leit strax á sunnudagsmorgun, enda þótt veður hefði ekki verið tilta- kanlega slæmt um nóttina, þar sem ekkert heyrðist til bátsins, þrátt fyrir að kallað væri ítrekað í hann og menn talið að nauðsyn- legt væri að nota hinn stutta bjarta dag til leitar ef þyrfti. Björgunarsveit Slysavarnafélag- NOKKRUM bátum sem róa frá Sandgerði var hjálpað til aðfara- nætur sunnudagsins sökum illsku- veðurs, sem þá var. Að sögn Hannesar Hafstein hjá Slysavarnafélaginu, þá gerði vonskuveður um klukkan 23 á laugur R. Jónsson, Hallgrímur Hróðmarsson, Magnús Jón Árna- son og Páll Árnason. Rúmlega 80 manns tóku þátt í forvalinu og eru það um 60% félaga. Valið er ekki bindandi. 803, 32 atkvæðaseðlar voru auðir og ógildir. Alþýðuflokkurinn hlaut þá 159 atkvæði og einn mann kjör- inn, Framsóknarflokkurinn 252 atkvæði og 3 menn kjörna, Sjálf- stæðisflokkurinn 220 og 2 menn kjörna og Alþýðubandalagið 140 atkvæði og 1 mann kjörinn. sins í Siglufirði, Strákar, var kölluð út til leitar og ennfremur slysavarnafélagsdeildin á Ska- gaströnd, þá fóru bátar frá Siglu- firði og Skagaströnd til leitar, björgunarsveitin á Hólmavík var kölluð út og rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson hóf leit. Úm hádegisbil fór Sýr, flugvél Land- helgisgæzlunnar, til leitar. Það var svo um klukkan 13 að bátur frá Siglufirði náði sambandi við Sif og var báturinn þá skammt undan Siglufirði. Báturinn var með bilaða ratsjá, en engu að síður hefðu skipsmenn getað látið vita af sér, að því er Hannes sagði, þar sem um borð er góður fjars- kiptabúnaður. Sagði Hannes, að leitin hefði verið orðin nokkuð umfangsmikil þegar báturinn fánnst. laugardagskvöld og skipti engum togum að ófært var inn í Sandgerðishöfn sökum brims. Margir bátar héldu upp undir Garðskaga og Stafnes og héldu þar sjó. Þar á meðal voru tveir 10 tonna bátar og var varðskip fengið til að fylgja þeim inn til Keflaví- kur og gekk sú ferð vel. Þegar leið á nóttina var farið að óttast um Inga GK, um borð í bát- num var einn maður. Vitað var um t þrjá báta, sem voru á heimleið úr Skerjadýpi, og var Jón Gunn- laugsson einn þeirra. Kom Jón Gunnlaugs að Inga, þar sem hann hélt sjó 2—3 sjómílur úti af Staf- nesi. Var ákveðið að Jón Gunn- laugs fylgdi Inga til hafnar og náðu bátarnir til Keflavíkur um klukkan 3 á sunnudagsmorgun án teljandi erfiðleika. Forval Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði: Rannveig Traustadóttir efst - rúmlega 80 manns kusu Leit hófst að Sif: Skipverjar létu ekki í sér heyra Sandgerdisbátum fylgt til hafnar spurt og svarað Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hér fara á eftir spurningar, sem lesendur Morgun- blaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál, og svörin við þeim. Þjónusta þessi hefur verið veitt nú meðan ætla má að menn séu almennt að ganga frá skattframtölum sínum. Hringja má í síma Mbl. 10100 kl. 13 til 15 í dag og á morgun og bera fram spurningar varðandi skattamál. Leitum við síðan svara hjá Skattstofunni í Reykjavík og birtast þau í þessum þætti. Á miðnætti á morgun, miðvikudag 10. febrúar, er síðasti skiladagur fram- tala einstaklinga og séu enn einhver atriði, sem vefjast fyrir framteljendum er þeim bent á að not- færa sér þessa þjónustu í dag og fá svörin á morg- un. Persónuafslátturinn Sigfús Sigmundsson, Reykjavík: Spurt er um persónufrádrátt konu, sem hefur aðeins ellilífeyri í tekjur. Hvernig er hann yfir- færður til makans, sem hefur hærri tekjur, þ.e. hvernig nýtist makanum það í frádrátt, sem ekki nýtist ellilífeyrisþeganum? Svar: Persónuafsláttur til tekju- skatts, kr. 11.415, færist í móti reiknuðum tekjuskatti. Sá hluti persónuafsláttar, sem er ónýtt- ur, kemur til lækkunar álögðum eignaskatti, sjúkratrygginga- gjaldi og útsvari, í þessari röð. Það sem enn kann að vera óráð- stafað færist sem ónýttur per- sónuafsláttur til lækkunar á álögðum tekjuskatti maka, eignaskatti o.s.frv. Ellilífeyrir er ekki stofn til álagningar útsvars og sjúkra- tryggingagjalds. Persónufrá- dráttur til lækkunar útsvars, kr. 762, færist til lækkunar á álögðu útsvari maka. Frádráttur f öldungadeild S.G., Reykjavík: Beðið er um nánari útskýringu á námsfrádrætti öldungadeild- arnema, þ.e. hvað sé átt við með að 23 stig samsvari 6 mánaða námi. Svar: Hámarks námsfrádráttur vegna náms, sem stundað er inn- anlands, er kr. 10.875. Frádrátt- ur þessi er miðaður við það, að nám sé stundað a.m.k. 6 mánuði á tekjuárinu eða tímasókn sé að lágmarki 625 klukkustundir. Út frá þessari grundvallarreglu er nám utan hins almenna mennta- kerfis metið til frádráttar. í öldungadeildum er námsár- angur sem nemur 23 stigum metinn til hámarksfrádráttar, þ.e. 6 mánaða náms. Séu stigin færri en 23 þá lækkar frádrátt- urinn vegna náms hlutfallslega. Slysatrygging við heimilisstörf BJ.T., Ilafnarfirði: Hversu hátt er iðgjald vegna slysatryggingar við heimilis- störf? Hversu mikið nær þessi trygging til barna, sem vinna e.t.v. að einhverjum heimilis- störfum? Þarf kannski að tryggja þau sérstaklega líka? Svar: Á síðastliðnu ári nam fjárhæð iðgjalds til slysatryggingar við heimilisstörf kr. 20. Ekki hefur verið tekin ákvörðun varðandi þessa fjárhæð í ár. Sé óskað tryggingar barna framteljanda við heimilisstörf þarf að geta þess sérstaklega í þar til ætluð- um reit í skattframtali. Afskrift af bfl Þarf að færa á skýrsluna bíl, sem búið er að afskrifa fyrir nokkrum árum? Ef hann er skráður, á hvaða verðmæti skal það gert og telst hann með við útreikning á eignaskatti? Svar: Ófyrnanlegt lausafé þ.m.t. einkabifreiðir skal færa til eigna á upphaflegu kaup-/kostnaðar- verði. Eignir þannig framtaldar mynda stofn til eignaskatts. Verði eignir þessar eigi lengur metnar til fjár er ekki um eigna- skattskyldar eignir að ræða. Til athugunar: Á morgun er síðasti skiladagur skattframtals og er því í dag síð- asta tækifæri til að koma með spurningar og fá svör Skattstof- unnar í Reykjavík birt í Mbl. á morgun. Síminn er 10100 milli kl. 13 og 15. I)æmi um skattlagningu af tekjum einstaklings Tekjuskattur: Skattstigar: Af kr. 0 til 70.500 reiknast 25% af kr. 70.500 til 135.000 reiknast 35% af kr. 135.000 og hærri reiknast 50% Aðrar upplýsingar: Persónuafsláttur er kr. 11.415 Lágmarksfrádráttur: Plinhleypra, sé 10% reglan notuð, kr. 11.415 Einstæðra foreldra, sé 10% reglan notuð, kr. 20.935 Barnabætur: Með fyrsta barni kr. 3.263 með öðru barni og fleirum kr. 4.677 með barni einstæðs foreldris kr. 6.090 með hverju barni yngra en 7 árakr. 1.414 Útsvar: Útsvarsprósenta í Reykjavík er 11,88% (breytilegt eftir sveit- arfélögum). Persónuafsláttur vegna útsvars: Einstaklingar: kr. 762 Vegna 1., 2. og 3. barns kr. 153 (fyrir hvert) Vegna 4. barns og fleiri kr. 306

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.