Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982
3
Knud Jörgensen yfirhershöfðingi Dana:
Enginn pólskur flóttamað
ur til Borgundarhólms
- aðstæður við landgönguæfingar sömu og á Sjálandi
„ÞAÐ ERU að minnsta kosti 20 sov-
éskir kafbátar af svonefndri
Whisky-gerð í Eystrasalti og líklega
allir búnir kjarnorkuvopnum," sagði
Knud Jörgensen, hershöfðingi, yfir
maður allra danskra varna, á fundi
hjá Samtökum um vestræna sam-
vinnu og Varðbergi á laugardaginn,
þegar hann svaraði fyrirspurn í til-
efni af strandi sovésks kafbáts af
þessari gerð í sænsks skerja-
garðinum sl. haust. Hershöfðinginn
bætti því við, að auk þess væru 6
sovéskir kafbátar af Golf-gerð í
Eystrasalti og væru þeir allir búnir
kjarnorkuvopnum.
Á fundinum flutti Knud Jörg-
ensen erindi um varnir Danmerk-
ur með sérstöku tilliti til Norður-
Atlantshafsins. Verður erindið
birt í heild hér í blaðinu innan
skamms. Að þvi loknu svaraði
hershöfðinginn fjölmörgum fyrir-
spurnum, enda var fundurinn vel
sóttur.
I erindi sínu minnti Knud Jörg-
ensen á það, að Borgundarhólmur,
sem er hluti Danmerkur, væri
austan við landamæri Austur-
Þýskalands og Póllands. Var
hershöfðinginn að því spurður,
hvort Danir hefðu gripið til sér-
stakra ráðstafana á Borgundar-
hólmi vegna atburðanna í Pól-
landi.
Knud Jörgensen sagði. að Danir
hefðu lagt áherslu á að fylgjast vel
með því, sem er að gerast í Pól-
landi. I því skyni væri hlustað
nákvæmlega á útvarpssendingar
og fjarskipti í Póllandi í stöðvum
á Borgundarhólmi. Haldið væri
uppi eftirlitsflugi og fleiri herskip
hefðu verið send til eyjarinnar. Þá
hefðu Danir verið undir það búnir
að taka á móti flóttafólki frá Pól-
landi. Sá viðbúnaður hefði reynst
óþarfur til þessa, því ekki einn
einasti maður hefði reynt að flýja
til Borgundarhólms eftir að herlög
Strætisvagna-
fargjöld full-
orðinna hækka
H/EKKUÐ hafa verið fargjöld með
Strætisvögnum Reykjavíkur fyrir full-
orðna, en hins vegar hafa barnafar
gjöld verið látin standa í stað. Einstakt
fargjald fullorðins kostar nú 4,50 krón-
ur, en unnt er einnig að kaupa 28 far
miða fyrir 100 krónur.
Þá fást einnig lítil farmiðaspjöld á
40 krónur og eru í þeim 10 miðar.
Spjöld fyrir aldraða og öryrkja, 28
miðar, kosta nú 50 krónur.
Fargjöld barna eru eins og áður
segir óbreytt, einstök fargjöld 1,50
krónur, en unnt er að fá farmiða-
spjöld með 32 miðum á 20 krónur.
Aflatryggingarsjóður:
Ákvörðun um
greiðslu til
loðnuskipa
næsta mánudag
STJÓRN Aflatryggingarsjóðs hefur
ekki enn tekið ákvörðun um, hvort
greiða beri úr sjóðnum til þeirra loðnu-
skipa, sem ekki fengu að Ijúka við út-
hlutaðan loðnukvóta.
Nú er verið að gera könnun á
hvort sjóðnum sé heimilt að greiða
til þessara skipa og áhafna þeirra,
en stjórn Aflatryggingarsjóðs kem-
ur saman næstkomandi mánudag og
verður þá tekin lokaákvörðun í mál-
inu.
voru sett í Póllandi 13. desember. í
því sambandi yrðu menn þó að
hafa í huga, að mikið vetrarríki
væri nú á þessum slóðum, ís og
dimmviðri, auk þess hefði pólski
herinn aukið mjög gæslu undan
strönd landsins samhliða valda-
tökunni. Taldi Knud Jörgensen
Dani í einna bestri aðstöðu innan
Atlantshafsbandalagsins til að
fylgjast með því sem gerist í Pól-
landi, og nytu aðrar bandalags-
þjóðir góðs af upplýsingaöílun
þeirra.
í erindi sínu sagði Knud Jörg-
ensen, að allar þjóðir utan Var-
sjárbandalagsins við Eystrasalt
legðu mikla áherslu á að efla
varnir sínar gegn landgönguliði af
sjó, því æfingar sýndu, að Var-
Knud Jörgensen hershöfðingi flytur
erindi sl. laugardag.
sjárbandalagslöndin gætu í einni
lotu sett meira en 5000 landgöngu-
liða á land með öllum búnaði. Var
hershöfðinginn spurður að því,
hvort æfingar Varsjárbanda-
lagsins í haust þættu sýna, að þar
hefði verið æfð innrás, til dæmis í
Danmörku.
Knud Jörgensen taldi engan
vafa á þvt, að meðal annars hefði
verið æfð landganga í Danmörku
og Svíþjóð. Aðstæður á æfinga-
stað hefðu verið mjög svipaðar og
á Sjálandi. Hann sagði, að þessi
æfing hefði öll verið kvikmynduð,
bæði af danska og austur-þýska
sjónvarpinu og síðan hefði hún
verið sýnd í danska sjónvarpinu
og vakið mikla eftirtekt. Taldi
hershöfðinginn ekkert því til
fyrirstöðu, að þessi kvikmynd yrði
sýnd í íslenska sjónvarpinu, þegar
hann var nánar um myndina
spurður.
Nú er Palina
komin aftur
Viö getum nú aftur boöiö uppá saumavélina
Pálínu
frá Toyota-verksmiöjunum, sem seldist upp fyrir jólin,
eins og dögg hverfur fyrir sólu.
Palína
er aö sjálfsögöu alhliöa saumavél og fyrir utan öll
venjuleg spor býöur Pálína:
1. Sjálfvirkan
hnappagatasaum.
2. Stoppspor.
3. Blindfaldsspor.
4. Teygjusaum.
5. Varpsaum.
6. Vöfluspor.
0g
verðið er
áfram
rvrrre* ótrúlegt
2.625
r
staðgreiðsluverð.
T0 Y0TA-V ARAH LUTAU M B0ÐIÐ
Ármúla 23, sími 81733.