Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 9.'FEBRÍXA'R 1982 I TTrnnn Sviðsmynd: Frá vinstri Sigurður, Svavar, Guðný, Þorkell, Kinar, María, Hrefna. Ljó*"'- »’étor Konurnar á Niskavuori frumsýnt á Húsavík: Hallmar leikstýrir foreldrum sfnum liúsavík, 6. ffbrúar. LEIKFÉLAG Húsavfkur frumsýndi í gærkvöldi sjón- leikinn Konurnar á Niskavu- ori eftir finnsku skáldkon- una Hellu Wuolijoki, sem m.a. er þekkt fyrir hlut sinn að sjónleiknum Puntilla og Matti, sem hún samdi ásamt Berthold Brecht og sýndur hefur verið hér. Þýðinguna gerði, að tilhlutan Leikfé- lagsins, Gunnar Gunnarsson. Leikstjóri er Hallmar Sig- urðsson, barnfæddur Húsvík- ingur, sem nú starfar í Reykja- vík við góðan orðstír og hefur hann jafnframt hannað leik- mynd og búninga. Öll þessi verkefni leysir Hallmar mjög [ vel af hendi og ekki síst leik- myndina við mjög erfiðar að- stæður í okkar litla og „senu- lausa“ leikhúsi. Þarna leikstýr- ir hann foreldrum sínum, Herdísi Birgisdóttur og Sigurði Hallmarssyni, og fer Herdís sérstaklega vel með sitt hlut- verk, þó ekki sé stórt. Með aðalhlutverkin fara Hrefna Jónsdóttir, sem leikur ekkjufrúna á óðalinu, Þorkell Björnsson, sem leikur son hennar, Guðný Þorgeirsdóttir, eiginkona hans, og María Ax- fjörð, nýkomin í sveitina sem kennslukona, sem yljar karl- mönnunum og hleypir öllu í bál og brand. Aðrir leikarar eru: Margrét Halldórsdóttir, Svavar Jónsson, Sigurður Hallmarsson, Konráð Þórisson, Einar Þorbergsson, Hrönn Káradóttir, Snædís Gunnlaugsdóttir, Anna Jeppe- sen, Herdís Birgisdóttir, Guð- mundur Örn Ragnarsson, Jón Aðalsteinsson, Fífa Konráðs- dóttir og Kolbrún Þorkelsdótt- ir. Leikendum var vel fagnað að leikslokum og mikið klappað lof í lófa og blómum hefur ekki í leikslok hér áður jafn mikið „rignt" yfir leikstjóra og leik- ara og á þessari sýningu. Sænska leikhúsið í Helsing- fors var með gestaleik á þessu verki í Þjóðleikhúsinu ekki fyrir löngu og fjallar það um viðburði, sem hafa verið að ger- ast og eru alltaf að gerast og gætu gerst nú á Húsavík og eru alltaf að gerast í Reykjavík. Búast má við góðri aðsókn að þessum leik og er þegar uppselt á næstu sýningu. Fréttaritari Valdimar Örnólfs- son - Fimmtugur Frá því 1959 hefur Valdimar Örnólfsson glöðum rómi í hljóð- varpi ríkisútvarpsins örvað hlust- endur til morgunleikfimi. Þessi þrautseigja hans hefur unnið morgunleikfiminni þann sess í dagskrá hljóðvarpsins að hún er orðin sígild og ómissandi fjölda manns eins og veðurfréttir. Manngildi Valdimars hefur komið vel fram í þessu nær 23 ára starfi og þá eigi síður tryggð hans við hugsjón að fá fólk til að æfa leik- fimi. Forsögn hans að morgunleik- fimi hefur gert hann þjóðkunnan. En störf Valdimars að íþróttamál- um hafa verið fleiri en morgun- leikfimi hans í hljóðvarpinu og má í því sambandi minna á skíðaskóla hans og félaga í Kerlingarfjöllum, sem þeir hafa starfrækt á þriðja tug ára og unnið eflingu skíða- íþrótta ómetanlegt gagn og þá mannfólkinu sem dvalið hefur með þeim félögum þarna upp á milli jökla. Árið 1968 tók Valdimar við íþróttakennslu í Háskóla íslands, er Benedikt Jakobsson féll frá, og hefur annast hana síðan. Valdi- mar hefur tekist að laða stúdenta til íþróttaiðkana og nú er aðstaða H.í. fyrir þær orðin alltof knöpp. Sókn til íþróttastunda í H.í. er frjáls. Hún var við tilkomu íþróttahússins bundin við ákveð- inn stundafjölda en nokkrir öfga- menn í hópi stúdenta komu því til leiðar að íþróttaskylda var afnum- in, þar sem þeir töldu neðan við Síðbúin afmæliskveðja: Valdimar Jónsson Álfhólum - níræður Valdimar Jónsson, bóndi að Álf- hólum í Vestur-Landeyjum, varð 90 ára 14. desember sl. I svartasta skammdeginu vill oft verða erfitt um vik, vegna vályndra veðra og ófærðar að bregða sér bæjarleið, jafnvel þótt erindið sé mikilvægt, ellegar jólaundirbúningurinn og allt amstrið fyrir þá blessuðu há- tíð hefur gert upptæka hverja af- lögu stund. Því varð skeyti að nægja til Valdimars á afmælis- daginn, en samfundir að bíða lengri og bjartari daga. Valdimar er fæddur að Álfhól- um 14. desember 1891, sonur hjón- anna Jóns Nikulássonar og Sigríð- ar Sigurðardóttur, sem þar bjuggu lengi góðu búi og voru annáluð fyrir rausn og hjálpsemi við skylda sem vandalausa. Valdimar var næstyngstur níu systkina og er nú einn þeirra eftir á lífi. Hann hefur alla tíð átt heima á Álfhól- um og tók við búsforráðum þar af föður sínum og hefur búið þar stórbúi um áratuga skeið. Jón, faðir hans, var brautryðjandi í ræktun og má enn sjá hans fallegu beðasléttur í Álfhólatúninu. Þessu ræktunarstarfi hélt Valdimar áfram af sínum alkunna eldmóði og dugnaði, ekki aðeins á eigin bújörð, heldur einnig víðar um sveitir. Þetta gerðist allt löngu fyrir vélaöld í landbúnaði. Valdimar stundaði sjósókn fyrir Landeyjasandi, fyrst með föður sínum, sem var traustur og dug- andi formaður á sinni tíð, og seinna sem formaður sjálfur og var hann hin mesta aflakló. Hann lærði af föður sínum að þekkja hrynjandi hafsins. Oft rísa öld- urnar hátt við Landeyjasand og ekki er vandalaust að stýra þar fleyi til lands við hafnlausa ströndina. En mikil björg var þarna sótt í bú, er margir nutu góðs af. Kunnastur mun Valdimar þó vera fyrir hrossarækt sína. Gæð- ingar frá honum eru víðsvegar, bæði hérlendis og erlendis. Valdimar á Alfhólum hefur í engu verið meðalmaður um sína löngu æyi, stór í skapi og stór í verkum sínum og athöfnum. Stærstur er hann þó, þegar ein- hver er hjálparþurfi. Munu marg- ir minnast hans fyrir þær sakir og kemur þá gjarnan fram í hugann framganga hans eftir Heklugosið 1947. Kona Valdimars er Hrefna Þorvaldsdóttir frá Skúmsstöðum, mikil myndar- og dugnaðarkona og eiga þau þrjár dætur, allar vel virðingu akademiskra borgara að vera skyldaðir til þess að svitna í ákveðinn fjölda stunda. Nú er svo komið, að undir örvandi leiðsögn Valdimars sækjast stúdentar eftir áreynslu og svitnun. Áður en Valdimar réðst til H.I. var hann frá 1957 til 1968 kennari í íþróttum og frönsku við Mennta- skólann í Reykjavík. Með þessum kennslustörfum hefur Valdimar menntaðar, hver á sínu sviði. Hér hafa aðeins örfá atriði verið sett á blað í tilefni 90 ára afmælis Valdimars á Álfhólum, þessa stórbrotna bónda og athafna- manns. Þetta átti líka aðeins að vera lítil kveðja frá okkur syst- urbörnum hans, er notið höfum vináttu hans, svo lengi sem við rnunum. Valdimar heldur nú ótrauður á tíunda áratuginn og býður elli kerlingu birginn. Hann er ennþá léttur í spori og ungur í anda, minnið er gott og skoðanir hans ákveðnar og einarðar á mönnum og málefnum. Bregður hann sér oft til Reykjavíkur til þess að sinna ýmsum erindum vegna búskaparins og eigum við þá einatt við hartn samfundi og viðræður okkur til gagns og gleði. Megi svo verða enn um mörg ókomin ár. Heill þér kæri frændi. Systkinin frá Vaðnesi -i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.