Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982
Pétur Sigurðsson:
Oryggismál sjómanna og skrán-
ing á erlend veiðiskip
Pétur Sigurðsson (S) mælti sl. fimmtudag fyrir tveimur fyrirspurn-
um til sjávarútvegs- og samgönguráðherra, Steingríms Hermanns-
sonar. Annarsvegar spurði þingmaðurinn um öryggismál sjómanna,
þ.e. sleppibúnað gúmbjörgunarbáta, sem hugvitsmaðurinn Sigmund
Jóhannsson í Vestmannaeyjum hefur hannað, en hinsvegar um
leiguskip Skipaútgerðar ríkisins, þ.e. um mælingarreglur og ráðn-
ingarkjör.
Sleppibúnaður
gúmbjörgunarbáta
l’étur Sigurðsson (S) spurði hven-
ær vænta mætti formlegrar viður-
kennintrar siglingamálastjóra á
sleppibúnaði gúmbjörgunarbáta,
sem hugvitsmaðurinn Sigmund Jó-
hannsson hefði hannað. Ennfrem-
ur, og það var kjarni spurningar
þingmannsins, hvort ekki yrði sett
reglugerðarákvæði, sem skyldaði
eigendur skipa til að búa þau þess-
um öryggisbúnaði. Loks var spurt,
hvort Siglingamálastofnun myndi
gefa á næstunni út nýjar reglur um
gerð og búnað björgunarbáta.
í framsögu með fyrirspurn fór
þingmaðurinn nokkrum orðum um
þennan nýja búnað og frumkvæði
Vestmannaeyinga í ýmsum örygg-
ismálum.
Steingrímur Hermannsson, ráð-
herra, sagði að þessi sleppibúnaður
hefði nú hlotið samþykki Siglinga-
málastofnunar „með því skilyrði,
að losunarbúnaðurinn geti ekki los-
að gúmbjörgunarbát án þess að til
þess væri ætlast". Ráðherra sagði
báta í Vestmannaeyjum búna þess-
um nýja sleppibúnaði og rétt hefði
þótt að fá reynslu á þessari vetr-
arvertíð áður en reglugerð væri
gefin út. Þá sagði ráðherra að nú
væri unnið að grundvallarendursk-
öðun á Solarsamþykkt 1974, að því
er varðar björgunartæki skipa,
hluti hennar verði algerlega endur-
nýjaður og nýjar kröfur gerðar um
björgunarbáta farmskipa. Niður-
stæðna verði fljótlega að vænta.
Pétur Sigurðsson þakkaði ráð-
herra svörin og sagði fagnaðarefni,
að ráðherra hefði farið lof-
samlegum orðum um „teikningar
Sigmund á þessu sviði, þótt hann
kanski sé ekki jafnsammála teikn-
ingum hans á 6. síðu Mbl“.
Skúli Alexandersson (Abl.) lagði
áherzlu á nauðsyn reglugerðar-
ákvæða um sleppibúnað Sigmunds.
Hann taldi og ótvírætt, að í kynn-
ingarkvikmynd um gúmbjörgun-
arbáta þyrfti að fella kafla um
þennan búnað.
Lögskráning á
leiguskip
Pétur Sigurðsson (S) spurði ráð-
herra ennfremur um leiguskip
Skipaútgerðar ríkisins, sem undir
hann heyra: hver þau væru, undir
hvaða flaggi þau sigli og sam-
kvæmt hvaða samningum væri
lögskráð á þau.
Pétur sagði ýmis íslenzk skipa-
félög hafa erlend leiguskip í
rekstri. Áhafnir væru erlendar,
nær alfarið, og ekki farið að ís-
lenzkum lögum um fjölda þeirra.
Þá vék Pétur að mælingarreglum
skipa og þær stöðugu breytingar,
sem á þeim væru gerðar, og hvort
verið gæti að tilgangurinn væri að
fara kringum gildandi lög og samn-
inga um fjölda áhafnarmanna.
Þingmaðurinn sagði ekkert vafa-
Pétur Sigurðsson
mál að vökulög væru þverbrotin
um borð í hinum minni skuttogur-
um.
Steingrímur Hermannsson, ráð-
herra, sagði leiguskip Skipa-
útgerðar ríkisins tvö, annað erlent,
norskt. Skipin eru leigð með áhöfn,
sagði ráðherra, og lögskráning í
höndum eigenda þeirra. Einn mað-
ur um borð í hinu norska skipi væri
frá Ríkisskip, skráður skv. norsk-
um reglum. Ráðherra lagði áherzlu
á, að leiguskipin hefðu verið leigð
til að Ríkisskip gætu sinnt
þjónustukvöðum sínum við strjál-
býlið.
Skúli Alexandersson (Abl.) taldi
frekari umræðu þörf, ef rétt væri,
að vökulög væru þverbrotin á hin-
um minni togurum, án þess að
dóms- eða sjávarútvegsráðherra
létu á sér kræla. Alþingi þyrfti að
skoða þessar mælingareglur betur.
Pétur Sigurðsson (S) sagði ótví-
rætt að vökulög ættu að gilda á
öllum togurum, hvað sem stærð
þeirra liði. Það væri og einkennileg
staðreynd að þegar verzlunarskip
kæmi til landsins væri nær alltaf
hægt að mæla það 499 tonn, og allt-
af virtist hægt að mæla minni
skuttogara undir 500 tonnum,
vegna þess að sjómannafélögin
hafi, því miður, fallist á það eitt
sinn, að ganga framhjá þessum
lögum við gerð bátakjarasamninga
og láta þessi skip falla undir þau.
Pétur sagði að með hliðsjón af
þeirri þróun sem orðið hefði hjá
starfsstéttum í landi um vinnu- og
hvíldartíma, þyrfti að endurskoða
vökulög með tilliti til hliðstæðra
réttinda til handa sjómönnum.
Pétur taldi heldur ekki úr vegi,
að kannað væri, hvort hægt væri að
halda uppi þjónustu að því er varð-
ar sjósamgöngur við strjálbýli með
samningum við alvöru-skipafélög,
sem eru í harðri samkeppni við er-
lend skipafélög, á mun kostnaðar-
minni hátt en nú er, þ.e. með ríkis-
reknu fyrirtæki, sem ekki lýtur
sömu lögmálum og samkeppnisfyr-
irtæki.
Ráðherra svaraði enn og sagði
kjararannsóknanefnd hafa að gera
með könnun á vinnuálagi á minni
togurunum.
Flytur þingnefnd
frumvarp um nafn
giftir fyrirtækja?
Þingfréttir i stuttu máli
Aðild Spánar að NATQ:
Alþýðubandalagið
tekur ekki afstöðu
llvaóa ákvæði eru í lögum um
nafngiflir fyrirtækja, svo sem
verzlana, verksmiðja, veitinga-
og gistihúsa, svo að nöfn þeirra
samrýmist íslenzku máli? Séu
engin slík lagaákvæði í gildi, eru
þá áform um að setja slíkt lög?
Svo spurði Guðrún Helgadóttir
(Abl.) Tómas Árnason, við-
skiptaráðherra fyrir skemmstu?
• Tómas Árnason, viðskiptaráð-
herra, sagði þau ákvæði ein gilda
um þetta efni, sem væri að finna
í 8. grein laga nr. 42/1903 (með
breytingum frá 1959) um verzl-
anir o.fl. Þar væri kveðið svo á,
að nöfn þyrftu að samræmast
íslenzku málkerfi að dómi
þeirra, er skráðu fyrirtækin, þ.e.
viðkomandi embættismanna.
Þessi lög næðu hinsvegar ekki
til veitingahúsa, sem fyrirspyrj-
andi hafði gert að sérstöku um-
ræðuefni. Ráðherra sagði ýmis
dæmi þess að hlutafélög, þar á
meðal um veitingahúsarekstur,
væru skráð undir góðu og gegnu
íslenzku nafni en rækju síðan
starfsemi, t.d. öldurhús, undir
öðru nafni, eins konar vöru-
merki, sem ekki væri af sama
gæðaflokki frá málverndarsjón-
armiði.
Þá sagði ráðherra að endur-
skoðun firmalaga væri á um-
ræðustigi. Eðlilegt væri að þessi
mál kæmu þar við sögu. Þá
mætti hugsanlega rýmka 8.
grein áðurnefndra laga, þann
veg, að hún næði til allra fyrir-
tækja.
• V ilmundur Gylfason (A) sagði
Allsherjarnefnd neðri deildar
hafa fjallað um nafngiftir fyrir-
tækja og komið hefði til tals að
nefndin flytti öll frumvarp til
laga um nafngiftir í atvinnu-
siarfsemi, þar sem sett væri
kvöð um, að slík heiti féllu að
málkerfi íslenzkunnar. Ómenn-
ing væri eina lýsingin á margs
konar smekkleysum í nafngift-
um fyrirtækja á líðandi stund.
Ávana- og fíkniefni
Frá 1974 til ársloka 1978 lauk að
meðaltali 170 málum við sakadóm
vegna ávana- og fíkniefna. Árið 1979
vóru þau 200. Þá vóru 19 aðilar
daemdir samkvæmt 16 ákærum,
flestir til refsivistar og fésekta. Árið
1980 lauk 285 málum, en 49 aðilar
vóru dæmdir samkvæmt 38 ákærum.
Málafjöldi var ekki minni á sl. ári.
Samkvæmt samantekt lögreglu-
manna vóru lögregluyfirheyrslur í
þessum málaflokki 852 árið 1979 yf-
ir 381 aðila (þar af höfðu 226 komið
við sögu áður).
Þessar upplýsingar komu fram í
máli Davíðs Áðalsteinssonar (F),
er hann mælti fyrir tillögu til
þingsályktunar, sem hann flytur
ásamt fleiri þingmönnum Fram-
Davíð Aðalsteinsson
sóknarflokks um ávana- og fíkni-
efni. Tillagan, ef samþykkt verður,
felur ríkisstjórninni að „hlutast til
um, að gerð verði heildarendur-
skoðun á því, hvernig leitast er við
af hálfu þjóðfélagsins að verjast
innflutningi, tilbúningi, útbreiðslu
og neyzlu ávana- og fíkniefna með
árangursríkari varnaraðgerðir að
markmiði. Tillögur hér að lútandi
liggi fyrir í árslok 1982.“
I ræðu sinni rakti Davíð fram-
vindu fíkniefnaneyzlumála og
viðbragða af opinberri hálfu, bæði
vestan hafs og austan, og lagði
áherzlu á, að þetta vandamál væri
í vexti hér á landi og tímabært að
leita allra tiltækra úrræða til við-
náms og varnar.
Spánn aðili að NATO
Olafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra, mælti nýverið fyrir
stjórnartillögu til staðfestingar
Alþingis á aðild Spánar að Atl-
antshafsbandalaginu. Spánn
væri nú lýðræðisríki og gagn-
kvæmur styrkur væri að aðild
þess, sagði ráðherra.
Ólafur G. Einarsson (S) og Bene-
dikt Gröndal (A) lýstu fylgi við
tillöguna, en Ólafur Ragnar
Grímsson (Abl) sagði þingmenn
Alþýðubandalags ekki taka þátt í
afgreiðslu málsins, enda væri Al-
þýðubandalagið, eitt íslenzkra
stjórnmálaflokka, andvígt aðild
íslands að NATO.
Þjóðskjalasafn
Ingvar Gíslason, menntamála-
ráðherra, svaraði nýlega fyrir-
spurn frá Sigurlaugu Bjarnadóttur
(S) um málefni Þjóðskjalasafns
Islands, sem verður 100 ára á
þessu ári. Sigurlaug sagði brýna
nauðsyn að endurskoða ákvæði
um, hvaða skjöl eigi að varðveita
í því pappírsflóði, sem nú færi
um opinberar stofnanir. Hún
sagði rannsókn hafa leitt í ljós að
„Þjóðskjalasafnið þyrfti 25 þús-
und hillumetra til að sómasam-
lega sé að því búið“.
Ráðherra sagði m.a., að fyrir-
hugað væri að Landsbókasafnið
flytti í Þjóðarbókhlöðuna þegar
hún væri fullbyggð, en þá fengi
Þjóðskjalasafnið allt safnahúsið
við Hverfisgötu til afnota.
Ennfremur að ákvæði væri að fá
erlendan sérfræðing til ráðgjafar
um mál Þjóðskjalasafnsins.
Endurskodun geð-
heilbrigðismála
Salome Þorkelsdóttir (S) hefur
lagt fram fyrirspurn til heil-
brigðismálaráðherra um störf
nefndar sem skipuð var til að
vinna að gagngerri endurskoðun
geðheilbrigðismála.
Salome spyr:
Hverjir vóru skipaðir í nefnd-
ina? Hefur hún lokið störfum?
Ef svo er, hverjar vóru niurstöð-
ur nefndarinnar?
Þessari fyrirspurn hefur enn
ekki verið svarað.
Iðnkynning
Davíð Aðalsteinsson (F) hefur
mælt fyrir þingsályktunartil-
lögu, sem felur ríkisstjórninni, ef
samþykkt verður, í samvinnu við
samtök iðnaðarins, að hrinda af
stað kynningu á íslenzkum iðnaði
sem hafi það að markmiði: a) að
stuðla að aukinni sölu fram-
leiðslu og þjónustu íslenzks iðn-
aðar, b) að skapa jákvæðari af-
stöðu almennings til íslenzks
iðnaðar, c) að bæta aðstöðu ís-
lenzks iðnaðar.
Tillögur felldar:
Stangast tollur af hljómplöt-
um á við milliríkjasamnmga?
Tillaga Halldórs Blöndal (S) um
að fella niður toll af hljóðí'ærum og
hljómplötum og tillaga til vara um
að fella niður toll af hljóðfærum
vóru felldar af stjórnarliðum, er
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
eftirgjöf á tollum á tilteknum
heimilistækjum var afgreitt sem
lög frá Alþingi, báðar að viðhöfðu
nafnakalii.
Halldór Blöndal spurði fjár-
málaráðherra hvort milljríkja-
samningar (við EFTA) stæðu
ekki til niðurfellingar á tollum
af hljómplötum þegar fram-
leiðsla hér heimafyrir og út-
flutningur væri hafinn á þessari
vöru. Ráðherra treysti sér ekki
til að kveða upp úr um þetta efni
en hét því að málið yrði skoðað
ofan í kjölinn.
850 yfirheyrslur yfir
380 einstaklingum