Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 5 Guðmundur Eyþórsson látinn UM HELGINA lést í Hafnarfirdi Guðmundur Eyþórsson, loftskeyta- maður, 57 ára að aldri. Hann var borinn og barnfæddur Hafnfirðing- ur, sonur hjónanna Guðrúnar Sig- urðardóttur og Eyþórs Þórðarsonar, sem bæði eru látin, en áttu heima við Hraunstíg. Guðmundur varð loftskeyta- maður frá Loftskeytaskólanum á heimstyrjaldarárunum. Fór hann þá á togara úr Hafnarfirði. Hann var ekki lengi til sjós. — Varð loftskeytamaður hjá Morgunblað- inu og annaðist móttöku erlendra fréttaskeyta frá London um margra ára skeið. En tækniþróun- in varð sú, að þess gerðist ekki þörf að hafa loftskeytamann við fréttamótttökuna. Varð Guð- mundur þá handrita- og prófarka- lesari við blaðið um árabil. Leysti hann þau störf af hendi með prýði, enda góður íslenzkumaður. Eiga gamlir samstarfsmenn hans á Mbl. góðar endurminningar um Guðmund frá þessum árum. Guðmundur Eyþórsson loftskeytamaður. Eftir að Guðmundur hætti störfum á Mbl. fór hann aftur á sjóinn. — Hin síðari ár gekk hann ekki heill til skógar og voru þau honum þung í skauti. Andlát hans bar hljóðlega að. Hann lést í svefni heima hjá sér. Guðmundur var yngstur fjög- urra systkina. Hann var ókvæntur og barnlaus. Björgvin Júníusson á Akureyri látinn Akureyri, 8. fubrúar. BJÖKGVIN Júníusson, bíóstjóri, varð bráðkvaddur við vinnu sína í dag, 63 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri 24. janú- ar 1919 og var sonur hjónanna Soffíu Jóhannsdóttur og Júníusar Jónssonar vcrkstjóra. Að loknu gagnfræðaprófi frá MA lærði hann bakaraiðn og var um skeið starfs- maður brauðgerðar KEA, en gerðist brátt verksmiðjustjóri efna- gerðarinnar Flóru og gegndi því starfi í nokkur ár. Seinna varð hann afgreiðslumaður hjá Flugfélagi ís- lands en um 1970 gerðist hann bíó- stjóri Borgarbíós, sem er eign templ- ara á Akureyri, og gegndi því starfi til dauðadags. Jafnframt var hann tæknimaður og upptökustjóri Ríkis- útvarpsins á Akureyri á annan ára- tug. Björgvin var lengi í hópi frækn- ustu skíðamanna landsins, sigraði í svigi á Thulemóti í Hveradölum 1938 og varð íslandsmeistari í svigi 1942 og 1947, en það ár Sýning Eggerts Málverkasýning Eggerts Magn- ússonar frá Bjargi í Djúpinu, Hafnarstræti, verður framlengd til sunnudagsins 15. febrúar. Að- sókn hefur verið góð og margar myndir selst. Sýningin er opin frá kl. 11—23.30 daglega. keppti hann einnig í heimsmeist- arakeppninni í St. Moritz í Sviss við góðan orðstír. Þá var hann einn af brautryðjendum í svifflugi á Akureyri. Hann átti mikið safn segulbanda með röddum Akureyr- inga og annarra Norðlendinga og hugðist gefa þetta merkilega safn sitt héraðsskjalasafninu á Akur- eyri. Björgvin var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Valgerður Þórólfs- dóttir, sem látin er fyrir mörgum árum, og áttu þau tvö börn. Síðari kona hans er ísafold Jónatans- dóttir og lifir hún mann sinn. Sv.P. Lítið miðar við gerð sérkjarasamnings „Tilboð ríkisins ekki viðræðugrundvöllur“ - segir Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambandsins EINS OG hjá öðrum ríkisstarfs- mannafélögum hefur aðeins verið haldinn einn fundur með full- trúum Kcnnarasambandsins og ríkisins um gerð nýs sérkjara- samnings. Á þeim fundi lögðu kennarar fram kröfur sínar, en mest áherzla er lögð á verulega tilfærslu kennara og skólastjóra í launaflokkum. Fulltrúar ríkisins buðu 0,5—0,7% launahækkun og sagði Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambandsins, að það boð væri enginn viðræðugrundvöllur. Aðilar hafa þessa viku og þá næstu til að ná samkomulagi, en þá fer gerð sérkjarasamnings til Kjara- nefndar lögum samkvæmt. „Við kennarar búum við það, að við höfum ekki beina viðmið- un við aðra launahópa, en við getum aftur á móti miðað við starfsmenn á almennum launa- markaði, sem hafa svipaða menntun og kennarar," sagði Valgeir Gestsson. „Þar ber mikið á milli kennurum í óhag. Mestu kjarabæturnar hafa yfirleitt fengist í gegnum aðalkjara- samning og þó við vonumst eftir lagfæringu í gegnum sérkjara- samning þá yrði það varla til að bæta kjör okkar fullkomlega. Það er hins vegar gífurleg óánægja meðal kennara og ef ekki nást fram einhverjar lag- færingar í þessum sérsamning- um, þá tel ég ekki vafamál, að af okkar hálfu sé allra veðra von. Hver sá sem athugar laun kenn- ara í dag sér að þau eru óviðun- andi og við erum hreinlega að missa fólk úr stéttinni. Þegar í launagreiðslum ríkis- ins finnst eins mikið misræmi og finnst núna hlýtur að sjóða upp ST/ERST félaga innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er Starfsmannafélag ríkisstofnana með yfir 4 þúsund félagsmenn. Kennarasambandið er næststærst með tæplega 3 þúsund félaga. í grein í Félagstíðindum Starfsmannafélags ríkisstofn- ana er fjallað um „fyrirheit ráð- herra“ og greint frá því, að fjár- máláráðherra hafi tvívegis gefið fyrirheit um að við röðun í launaflokka yrði tekið tillit til kjara sambærilegra hópa á al- mennum vinnumarkaði. I lok greinarinnar segir svo: úr. Ég tala nú ekki um þar sem hægt er að gera beinan saman- burð. Ef ekki fást lagfæringar fyrir félagsmenn BSRB núna, þá held ég að verið sé að etja hópum út í alls konar aðgerðir," sagði Valgeir Getsson. Það kom því mjög á óvart, að í viðræðum sem fram hafa farið, býður fjármálaráðherra einung- is 0,5% til 0,7% hækkun, en það þýðir að einungis 6.-8. hver maður innan félagsins myndi hækka um einn launaflokk! Slíkt boð er í engu samræmi við gefin fyrirheit, sem SFR hlýtur að gera kröfur til að staðið verði við í sérkjarasamningi félagsins og ráðuneytisins. Ábyrgðarmaður Félagstíðinda er Einar Ólafsson, formaður SFR, og umsjónarmaður Elías Snæland Jónsson. Boð ríkisins er í engu í samræmi við gefín fyrirheit - segir í Félagstídindum Starfsmannafélags ríkisstofnana Hafnarfjörður: 56 lóðir auglýstar, þar af 40 einbýlishúsalóðir AUGLÝSTAR hafa verið lóð- ir í Hafnarfirði undir 56 íbúðir. Flestar lóðirnar eru við nýja götu á Hvaleyrar holti við svonefnd Börð. Reiknað er með að þarna verði byggt á komandi sumri, en lóðirnar eru nú þegar til- búnar til byggingarfram- kvæmda. Umsóknarfrestur um þær rennur út um mánaðamótin febrúar/mars. Hér er um að ræða 40 einbýlishúsalóðir, 10 íbúðir í raðhúsum, 2 í parhúsi og 4 í tvíbýlishúsum. Að sögn bæjarverkfræðings, Björns Árnasonar, er reiknað með miklum fjölda umsókna. Síðast þegar auglýstar voru íbúðarlóðir í Hafnarfirði, þá 40 talsins, voru umsókn- ir á milli 350—360. Næstu lóðaúthlutanir undir íbúðarhúsnæði í Hafnar- firði verða að sögn Björns í Setbergslandi, en þar er reiknað með að byggingar- framkvæmdir hefjist sumarið 1983. I Ritsafn Guómundar Daníelssonar i Guðmundur Daníelsson, frásagnameistari í 48 ár. Ritsafn Guömundar Daníelssonar er 10 bækur. öll verkin eru frá árunum 1948-1970 og sum þeirra hafa verið ófáanleg um hríð. í ritsafninu eru skáldsögumar Blindingsleikur, Musteri óttans, Hrafnhetta, Húsið, Turninn og teningurinn . Sonur minn Sinfjötli og Spítalasaga.skáldverk utanflokka f bókmenntunum. Einnig ferðasagan Á langferðaleiðum, veiðisagan Lands- hornamenn - sönn saga í há-dúr og smásagnasafnið Tapað stríð. Viðfangsefnin eru margvíslegog tekin fjölbreytilegum tökum, en þróttmikill stíll og hröð og lifandi frásögn eru samkenni á öllum verkum Guðmundar Daníelssonar. Ritsafninu fylgir ellefta bindið með ritgerð dr. Eystcins Sigurðssonar um verk Guðmundar; og skrá um útgáfur, ritdóma og heimildir þeirra, sem Olafur Pálmason hefur tekið saman. Góð bókmenntaverk í vönduðum búningi. lögberg Bókafortag Þingholtsstrætí 3, simi: 21960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.