Morgunblaðið - 09.03.1982, Page 43

Morgunblaðið - 09.03.1982, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1982 _______A-------—-------------------- 23 Einkunnagjöfin Njarðvík: Jóna.s Jnhanncsson 9 Valur Ingimundarsun 8 Árni Lárusson 8 Gunnar Þorvardarson 6 Ingimar 4 Brynjar Sigmundsson 3 Albert Edvaldsson 3 Jón V. Matthíasson 3 ísak Tómasson 3 ÍR: Hjörtur Oddsson 6 Jón Jörundsson 6 Benedikt Ingþórsson 6 Kristinn Jörundsson 5 Helgi Magnússon 4 Björn Leósson 3 Sigurður 3 • íslandsmeistarar UMFN Marinó Einarsson liðsstjóri. Júlíus Valgeirsson, Valur Ingimundarson, Jón Viðar Matthíasson, Ingimar Jónsson, Jónas Jóhannesson, Gunnar Þorvarðarson, Hilmar Hafsteinsson, þjálfari. Fremri röð: Albert Eðvaldsson, ísak Tómasson, Danny Shouse, Brynjar Sigmundsson og Árni Lárusson. Ljósm. Kristján Einarsson. ÍR — UMFN 58—86 sök, að Njarðvíkingarmr léku frá- munalega iNa. Um leið og þeir kkw vegar fóru f gang kvað við annan tón. Þeir náðu strax 10 stiga forskoti og héldu því átakalítið til hlés. Síðari hálfleikurinn var algert formsatriði. Um miðjan hálfleik var munurinn orðinn 20 stig og einungis spurning um hversu stór sigur Njarðvíkinga yrði. Spenna var aldrei í leiknum og vafalítið má finna ágætis skýringar á því. ÍR-ingar léku t.d. aldrei allan leik- inn það sem heitir á körfuknatt- leiksmáli vörn. Hvað eftir annað ristu Njarðvíkingar máttlausan varnarvegg ÍR-liðsins á hol og opnuðu fyrir hinum lágvaxna en lunkna Arna Lárussyni. Hann skoraði líka 17 stig í leiknum, flest eftir að IR-vörnin hafði galopnast á miðjunni. Ekki bætti úr skák, að einn besti maður IR-liðsins, Benedikt Ingþórsson, lenti fljótt í villu- vandræðum og áður en varði var hann kominn með 4 villur. Þá fimmtu fékk hann fyrir kjafthátt. A.m.k. tvær villanna voru út í hött frá undirrituðum séð. Þá hitti Bob Stanley ekki í körfuna fyrr en eft- ir 10 mínútna leik og þá úr víta- skotum. Jón Jörundsson var hvíld- ur óeðlilega lengi á bekknum. Þeg- ar þetta lagðist allt saman var e.t.v. ekki að undra að IR-vélin hikstaði mjög. Kristinn Jörunds- son var ákaflega ólíkur sjálfum sér og má greinilega muna sinn fífil fegurri. Hann hefur átt við meiðsl að stríða í vetur og er greinilega fjarri sínu besta formi nú. Undir lok leiksins gátu Njarð- víkingar leyft sér að setja alla varamennina mn á og það breytti nánast engu. Þeir héldu í við ÍR- inga, sem voru fyrir lifandi löngu búnir að missa allan áhuga á leiknum, enda vonlítil barátta eins og komið var fyrir þeim. t leikslok fögnuðu Njarðvíkingar eðlilega innilega, því titillinn var í höfn. Vart verður því þó neitað að ekk- ert lið hefur þurft að hafa eins lítið fyrir sigri í íslandsmótinu undanfarin ár og Njarðvík nú. Það voru aðeins Framarar, sem ógnuðu þeim um tíma, en urðu svo fórnarlömb óheppni og klaufa- skapar í bland. Þar með var keppnin úti. Jónas Jóhannesson átti snilld- arleik með Njarðvik að þessu sinni og hefur vart í annan tíma leikið betur. Þá var Valur Ingimundar- son afar góður og ennfremur Árni Lárusson. Danny Shouse hafði hægar um sig en oftast, kannski vegna þess að hann þurfti ekki að beita sér eins mikið. Hjá ÍR var fátt um fína drætti. Jón Jör. og Benedikt, svo og Hjört- ur komust ágætlega frá sínu án þess þó að sýna einhverja úrvals- deildartakta. Aðrir stóðu þessum langt að baki og með slakan Kana, eins og Bob Stanley, er ekki við neinum afrekum að búast. Stig UMFN: Valur Ingimund- arson 25, Danny Shouse 19, Árni Lárusson 17, Gunnar Þorvarðar- son 8, Jónas Jóhannesson 7, Ing- imar Jónsson 6, Brynjar Sig- mundsson og Albert Eðvaldsson 2 hvor. Stig ÍR: Bob Stanley 20, Jón Jör- undsson 12, Hjörtur Oddsson 8, Kristinn Jörundsson 6, Benedikt Ingþórsson 6, Helgi Magnússon, Björn Leósson og Sigurður 2 stig hver. — SSV. • Jónas fær „tolleringu“ hjá félögum sínum eftir aö íslandsmeistaratitillinn er í höfn annaö áriö í röö. Ljósm. Kristján Einarsson. Hilmar Hafsteinsson: „Átti alltaf von á því að viö myndum verða meistarar“ „Ég tel að það hafi komið okkur mjög til góða, að við byrjuðum okkar undirbúning snemma og vorum komnir almennilega í gang þegar hin liðin voru varla byrjuð almenni- legan undirbúning. Enda unnum við fyrstu sex leikina okkar,“ sagði Hilmar Hafsteinsson, þjálfari Njarð- víkinganna, en ég spjallaði við hann að leikslokum. „Þetta er góður árangur hjá lið- inu, en innst inni átti ég alltaf von á því að við ynnum titilinn. Það má ekki gleyma því að við höfum misst 6 landsliðsmenn undanfarið. Þetta er atriði, sem virðist hafa gleymst. Við erum með ungt lið, sem á framtíðina fyrir sér.“ — Ertu ekki hræddur um að lið- ið hrapi niður við það að missa Danny Shouse? „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er til fullt af góðum leikmönnum. Við höfum gott að því að losna við Danny og hann hefur gott af því að komast eitthvað annað. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að Kanarn- ir eigi ekki að vera hérna lengur en svona eitt ár í einu.“ — Hvernig leggst hugsanlegt bann á útlendinga í körfunni í þig? „Eg er á móti því eins og ætlun- in er að framkvæma það. Það er ekki nóg að setja bara bann á út- lendingana. Það verður þá um leið að auka menntun þjálfara og laga dómaramálin heil ósköp. Þau hafa verið verulegur höfuðverkur og ég held að dómararnir viðurkenni það sjálfir. Þá er ég þeirrar skoð- unar, að við eigum að hafa erlend- an dómara og láta hann dæma alla úrvals- og 1. deildarleiki á móti íslenskum dómurum. Það myndi ekki vera svo ýkja dýrt fyrirtæki fyrir liðin, en skilaði sér vafalítið." — Þegar þú lítur yfir mótið, sem nú er að ljúka hvað finnst þér þá vera minnisstæðasti leikurinn? „Tvímælalaust Njarðvík:Fram fyrir sunnan, þ.e. seinni leikur lið- anna þar. Ef ég ætti hins vegar að útnefna leikmann mótsins væri ég ekki í nokkrum vafa. Fyrir mér er Jónas Jóhannesson maðurinn á bak við sigur Njarðvíkurliðsins í vetur.“ • Hmn bráöefnilegi Valur Ingimundaraon halur hik- iö mjög vel meö UMFN í vetur. Hér er Valur á fuHri terö í leiknum gegn ÍR. NJARÐVfKINGAR tryggðu sér fs- landsmeistaratitilinii í körfuknatt- leik annað árið í röð með auðveldum og fyrirhafnarlitlum sigri yfir ÍR- íngum í íþróttahúsi Hagaskólans i sunnudag. Lokatölur urðu 86—58 Njarðvík í vil eftir að staðan hafði verið 39-28 í hálfleik. Það var efcki nema fyrstu 5 minút- ur leiksias að eittbvert jafnræði var með liðunum. Og þi mest fyrir þi Kðrtuknattlelkur Njarðvík tryggói sér titil- inn með átakalausum sigri - yfirburðirnir voru miklir er þeir unnu ÍR á sunnudag í Hagaskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.