Morgunblaðið - 08.04.1983, Side 41

Morgunblaðið - 08.04.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, JFÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 41 Hróf írá \ osiur-luskahindi A5 hugsa sér! Brúður í átveislu undir vegg ( kaþólskri kirkju ( Bamberg. Ekki er vitað með vissu hvar Þyrnirós svaf f eina öld eða vonda drottn- ingin spjallaði við spegilinn. Hvort tveggja hlýtur þó að hafa átt sér stað í höll ekki ósvipaðri Hohenzollern-kasUlanum í suðvestur Þýskalandi. Hann stendur hár og tignarlegur með marga turna uppi á hæð og setur ævintýra- blæ á umhverfið allt í kring. Vegurinn upp að honum er mjór og hlykkjótt- ur, en síðasta spölinn innan kastalaveggjanna verður að fara fótgangandi. Steinlagður vegur liggur í hring eftir hring að tveimur kapellum og inn- ganginum inn í kastalann og gengið er yfir nokkrar dragbrýr. Hohenzoll- ern-höfðingjarnir sem stjórnuðu m.a. Prússlandi frá 1618, vildu augsýni- lega ekki fá óboðna gesti í heimsókn á sínum tíma. Nú eru skoðunarferðir farnar um kastalann og brýrnar ekki einu sinni dregnar upp þegar hann er lokaður gestum. En heldur var óhuggulegt að ganga síðasta spölinn upp að honum í hálfrökkri síðast í febrúar og heyra illskulegt ýlfur í einum turninum. Það kom ímyndunaraflinu af stað og skuggi af innilokaðri prinsessu í öðrum turni hefði ekki komið á óvart. Warner Jany og skólabörn við nýuppgerða byrgið með gluggunum. Grimms-bræður söfnuðu gömlum sögum og ævintýr- um í Þýskalandi á síðustu öld. Varla gerast jafn ævintýralegir hlutir þar enn í dag, en kostuleg atvik eiga sér stað. Friðarhreyf- ingin í Vestur-Þýskalandi er stór og hávær og fyrirhuguð staðsetn- ing meðaldrægra kjarnorkueld- flauga í landinu á nú hug hennar allan. Stjórnvöld vilja ekki gefa uppi hvar eldflaugunum verður komið fyrir, en líklegt þykir að það verði á svæði í kringum Schwábish Gmiind, ekki langt frá Stuttgart. Warner Jany, 29 ára blaðamað- ur og friðarsinni (græningi) í húð og hár, er meðal þeirra sem hafa lesið sér til um og kannað þessi mál. Hann býr rétt utan við Schwábisch Gmund og þykir heldur miður að eiga von á þess- um nýju vopnum í nágrennið. Hann hefur gaman af að ganga í skógunum í kringum borgina og hefur fylgst með framkvæmdum Bandaríkjamanna á svæðinu að undanförnu. Að fylgjast með honum á einni slíkri gönguferð minnti mjög á „leyniferðir" um Öskjuhlíðina fyrir mörgum árum þegar gömlu byrgin frá stríðsár- unum voru afgirt og ekkert var eins spennandi og að skríða undir girðinguna og „njósna" um byrg- in. Svæði í skóginum við Schwáb- ish Gmund er afgirt á sama hátt, og þar fyrir innan eru einnig gömul byrgi. Flest þeirra eru lok- uð og læst, en innan úr einu barst dynjandi diskómúsík. Þar voru tveir bandarískir hermenn við framkvæmdastörf. Þeir voru smiðir frá Chicago, en höfðu ver- ið í V-Þýskalandi í hálft ár og sögðust ekki hafa gert neitt merkilegra en smíða svokölluð „picnicborð" þarna í byrginu. Ekki sögðust þeir vita neitt um neinar eldflaugar, en höfðu heyrt að Schwábish Gmund ætti að vera eitthvað óvenjuspennandi staður. að sem Jany leist verst á inni á þessu svæði var nýr vegur sem hafði verið lagður þangað og eitt nýuppgert byrgi. Stórir gluggar hafa verið settir á það og stórum járnhlerum komið fyrir svohægt sé að loka þeim. Jany dró þá ályktun að þarna inni ætluðu bandarískir herfor- ingjar að sitja við sólarljós á meðan þeir biðu þess að kjarnorkugeislar og eiturefni hjöðnuðu niður fyrir utan eftir að stórveldin hefðu skiptst á eld- flaugum. Börn, sem voru á skól- agöngu eins og ísaksskólinn fer í Öskjuhlíð, voru ekki eins neikvæð í garð byrgjanna og bandarísku hermannanna í V-Þýskalandi. Þau sögðu þá bestu menn og voru viss um að nýuppgerða byrgið væri eldhús fyrir þá — hvemig sem þau komust að þeirri niður- stöðu. En girðingar og gömul byrgi geta komið ímyndunarafl- inu á sömu fleygiferð og ýlfur Hohenzollern-hundsins í hálf- rökkrinu. Hallir og hermál eru ekki hið eina ævintýralega í Vestur-Þýskalandi. Steiktar pyls- ur sem eru seldar í öllum miðbæj- um eru t.d. ævintýralega góðar. Þær fylla loftið lokkandi ilmi og ekki einu sinni fullsaddar frúr í vetrarpelsum geta staðist freist- inguna og fá sér eins og eina í kuldanum. Sumar kirkjur lands- ins kunna einnig að meta pyls- urnar. Um jólin er algengt að kirkjur og heimili séu skreytt litl- um brúðum og styttum sem minna á fæðingu Krists. Allir hafa séð litla Jesúbarnið í jötunni og Maríu, Jósef, virtingana og jafnvel nokkrar kindur standa hjá. En í kaþólskri kirkju í gamla dómkirkjubænum Bamberg er þeirrar stundar minnst þegar Jesús breytti vatni í vín og tveim- ur fiskum í gnægð matar. Undir einum vegg kirkjunnar sitja upp- áklæddar brúður við líniklætt langborð sem er hlaðið brauði og pylsum. Við hliðina skemmtir vinnufólkið sér við át, drykk, dans og músík. Pylsur, brauð og bjór standa á borðum og enn fleiri pylsur skreyta veggi og loft í heimi brúðanna. Loftið er fyllt gleði og nautn en Marteinn Lúth- er hefði ekki verið hress með þessa sýn í kirkju landa sinna — og það meira að segja á hans eig- in ári. ab Sæluvika Skagfirðinga hefst á sunnudag SauAárkróki, 4. apríl. 8/ELlIVIKA Skagfirðinga hefst hér á Sauðárkróki um næstu helgi og lýkur sunnudaginn 17. apríl. Keyndar er far- ið að togna nokkuð úr þessari sér- stæðu viku því hún telur að þessu sinni 10 daga samkvæmt prentaðri dagskrá, sem félagsheimilið Bifröst gefur út og Árni Egilsson og Tómas Helgason framkvæmdastjórar félags- heimilisins ritstýra. Þetta mun vera í 29. sinn sem Sæluvikudagskráin er gefin út, myndskreytt rit í litlu broti með fjölda auglýsinga frá fyrirtækjum og einstaklingum auk yfirliLs um dagskrá hvers dags Sæluvikunnar. Björn Egilsson frá Sveinsstöðum ritar grein í dagskrána og þar kemur fram að „Sæluvika Skagfirðinga er nú Ifk- lega níutíu ára gömul". Nú, eins og jafnan áður, verður margt til fróðleiks og skemmtunar í Sæluviku. Leikfélag Sauðárkróks sem löngum hefur verið einn af burðarásum vikunnar, frumsýnir sunnudaginn 10. apríl skopleikinn Gripið í tómt eftir Derek Benfield, leikstjóri er Guðjón Ingi Sigurðs- son. Ungmennafélagið Tindastóll frumsýnir kvöldið eftir glænýja revíu, Hinn þögli meirihluti, „lítið alvarlegt leikverk um höfuðverk hins þögla meirihluta", eins og segir í undirtitli. Höfundur er Hilmir Jó- hannesson. Leikritið og revían verða sýnd alla daga vikunnar og ástæða er til að vekja athygli á sýningu leikfélagsins kl. 17 fimmtudaginn 14. apríl, þá fá ellilífeyrisþegar 50% afslátt á aðgöngumiðaverði. Kirkju- kvöld verða í Sauðárkrókskirkju 11. og 12. apríl. Þar syngur kirkju- kórinn undir stjórn Jóns Björnsson- ar tónskálds. Jóhann Már Jóhanns- son og Þorbergur Jósefsson syngja við undirleik Gróu Hreinsdóttur og Jiri Hlavacék leikur á oregl. Ræðu- maður bæði kvöldin verður Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Nemendur Gagnfræðaskólans halda skemmtun með söng og leikþáttum í Bifróst laugardaginn 9. apríl og um kvöldið verða dansleikir fyrir börn og ungl- inga. Þar leikur hljómsveitin Týról, en á öðrum dansleikjum Sæluvik- unnar spilar hljómsveit Geirmund- ar Valtýssonar. Sauðárkróksbíó sýnir valdar kvikmyndir alla daga vikunnar. Það hefur færst í vöxt á seinni árum að aðkomufólk hefur lagt efni til Sæluviku en lengi voru það heimamenn, sem alfarið sáu um skemmtiefnið. Að þessu sinni eru gestirnir margir. Brúðuleikhús Helgu Steffensen og Sigríðar Hann- esdóttur sýnir á laugardag 9. apríl, en laugardaginn 16. apríl spilar Lúðrasveit Akraness í heimavist Fjölbrautaskólans undir stjórn Lár- usar Sighvatssonar. Ijokadag Sæluviku, sunnudaginn 17. apríl, heldur Skólakór Kárs- nesskóla í Kópavogi söngskemmtun í Bifröst kl. 14. Stjórnandi er Þór- unn Björnsdóttir. Sama dag kl. 16 heldur Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, orgeltónleika í Sauð- árkrókskirkju og um kvöldið kl. 22 verður jazzkvöld í Bifröst á vegum nýstofnaðs Jazzklúbbs Skaga- fjarðar. Þar leikur kvartett Guð- mundar Ingólfssonar. 1 Safnahúsi Skagfirðinga verður opnuð myndlistarsýnig sunnudag- inn 10. apríl kl. 16. Þar sýnir í boði Listasafns Skagfirðinga Katrín H. Ágústsdóttir myndir unnar með batik-aðferð, vatnslitamyndir og teikningar. í öllum þessum glaumi og gleði er svo rétt að minna á guðsþjónustu í Sauðárkrókskirkju sunnudaginn 10. apríl kl. 14. Þar messar sókarprest- urinn séra Hjálmar Jónsson. Og að lokum má vekja athygli þeirra, sem hug hafa á að koma á Sæluviku og eru búsettir fjarri Sauðárkróki, að Flugleiðir veita 30% afslátt á far- gjaldi í tilefni vikunnar. - KÁRI.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.