Morgunblaðið - 06.09.1984, Page 1
64 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
200. tbl. 71. árg.
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
íhaldsflokkurinn tekur við stjórnartaumum í Kanada eftir stórsigur í þingkosningum:
Viðreisn efnahags
efst á stefnuskrá
FAGNAÐARLÁTUM ætlaði
aldrei að linna þegar sigurveg-
ari þingkosninganna í Kanada,
Brian Mulroney, formaður
íhaldsflokksins, og Mila kona
hans, hittu stuðningsmenn sína
er úrslit voru Ijós í gærmorgun.
Mulroney þakkaði kjósendum
fyrir stuðninginn og hét því að
beita sér fyrir öflugri atvinnu-
stefnu og endurreisn efnahags-
lífs í landinu. Hann er fyrsti for-
sætisráðherrann sem kanadísk-
ir íhaldsmenn eignast í meira en
tvo áratugi.
Toronto, Waflhington, 5. september. AP.
„HJÓL efnahagslífsins munu nú fara að snúast á ný,“ sagði Brian Mulroney,
íeiðtogi íhaldsflokksins í Kanada, eftir að flokkur hans vann stórsigur í
þingkosningum þar i gær og myndar einn næstu ríkisstjórn landsins.
íhaldsflokkurinn fékk meiri-
hluta atkvæða i öllum fylkjum
Kanada og hlaut samtals 211 þing-
menn kjörna, en á þjóðþingi
landsins sitja 282 menn. Frjáls-
lyndi flokkurinn, sem naut forystu
nýs formanns, John Turners for-
sætisráðherra, fékk aðeins 40
þingmenn kjörna. Frjálslyndi
flokkurinn hefur setið að völdum í
Kanada nánast samfleytt i 21 ár,
þar af í 15 ár undir stjórn Pierre
Elliott Trudeau, sem nýlega afsal-
aði sér formennsku.
Nýi demókrataflokkurinn, sem
er flokkur sósíalista, hlaut 30
Verkfall kolanámu-
manna í Bretlandi:
Sáttafundur
á sunnudag
London, 5. september. AP.
SAMKÖMULAG hefur tekist um
það með leiðtogum kolanámumanna
á Bretiandi, sem eru í verkfalli, og
stjórn ríkisreknu kolanámanna, að
halda sáttafund i vinnudeilunni á
sunnudag. Aðilar hafa ekki hist í sjö
vikur, en óspart haft uppi stóryrði
hvor í annars garð í fjölmiðlum.
Lítil bjartsýni er hins vegar
ríkjandi um árangur fyrirhugaðs
fundar þar eð Arthur Scargill,
hinn herskái leiðtogi kolanámu-
manna, lýsti því yfir á þingi
breska verkalýðssambandsins í
dag, samtímis fundarboðuninni,
að hann væri ekki til viðræðu um
annað en að hætt yrði við lokun
kolanáma, en það var einmitt sú
ákvörðun yfirvalda að loka nám-
um, sem ekki skiluðu lengur arði,
sem hrinti verkfallinu af stað
fyrir hálfu ári.
þingmenn kjörna. Þá náði einn
óháður frambjóðandi kjöri.
í kosningabaráttunni hét Mul-
roney því að efla samskiptin við
Bandaríkin og rétta við efnahag
Kanada, en þar eru nú 11% vinnu-
færra manna án atvinnu.
Úrslitin í Quebec-fylki, þar sem
búa frönskumælandi Kanada-
menn, gefa glögga mynd af hinum
mikla kosningasigri Ihaldsflokks-
ins. í síðustu þingkosningum, árið
1980, fékk flokkurinn aðeins einn
mann kjörinn þar. Að þessu sinni
hlaut hann 58 af þeim 75 sem um
var kosið.
„Kaflaskipti hafa orðið f sögu
þessa dásamlega lands okkar,“ var
haft eftir Mulroney á heimili hans
í Baie Comeau í Quebec-fylki árla
í morgun. Hann hét því að efla trú
manna á verslun og viðskipti,
berjast fyrir réttindum kvenna og
vinna að friði í heiminum. „Það
sem mestu skiptir," sagði hann,
„er að koma atvinnulífinu í gang á
ný. Það er skuld sem þurfum að
greiða æsku landsins jafnt sem
hinum eldri."
í hópi þeirra sem samglaðst
hafa Brian Mulroney, hinum nýja
forsætisráðherra Kanada, er Ron-
ald Reagan, Bandaríkjaforseti,
sem hringdi í hann í dag og óskaði
honum til hamingju með sigurinn.
Sem fyrr segir er það eitt af
markmiðum íhaldsflokksins að
efla og bæta samskipti Bandaríkj-
anna og Kanada.
John Turner, fráfarandi forsæt-
isráðherra, hefur viðurkennt ósig-
ur sinn og óskað Mulroney til
hamingju með úrslitin. „Fólkið í
landinu hefur talað og það hefur
ætíð rétt fyrir sér,“ sagði hann á
heimili sínu í Vancouver.
Sjá nánar: “Glæsilegur kosn-
ingasigur mælskumanns...“, á
bls. 28.
j -m m • m • m ** Mmamyna-Ar.
Chernenko birtist a ny
Chernenko, hinn 72 ára gamli leiðtogi Sovétrfkjanna, kom fram opinberlega í gær í fyrsta sinn í nærri tvo
mánuði. Var þessi mynd tekin af honum í Kreml er hann veitti geimfaranum Vladimir Dzhanibekov æðsta
heiðursmerki Sovétrfkjanna, en þeirri athöfn var sjónvarpað. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Chernenko
væri heilsutæpur, en ekki var það að sjá á honum í gær.
Eric Honecker:
Vill enn fara til
V-Þýzkalands
Austur-Berlín, 5. september. AP.
FRAM kom í dag í viðræðum, sem
Eric Honecker, leiðtogi austur-
þýskra kommúnista, átti við fyrr-
verandi utanríkisráðherra Japans
og hóp vestur-þýskra vísindamanna,
að hann væri ekki hættur við að
fara til Vestur-Þýskalands, þótt
opinberri heimsókn hans þangað,
sem fyrirhuguð var í þessum mán-
uði, hefði verið aflýst. Kvað hann
ferðinni aðeins hafa verið frestað og
kvaðst mundu gera allt sem f valdi
sínu stæði til að af henni gæti orðið
síðar.
Sjá nánar: „Honecker kveðst vilja til
Vestur-Þýskalands, “ á bls. 29.
Stjórnarmyndun í sjónmáli í ísrael:
Ágreiningse fnin
hafa verið leyst
Jerúsalum, Tel Aviv, 5. september. AP.
SHIMON Peres, leiðtogi Verka-
mannaflokksins í ísrael, sem nú
freistar þess að mynda ríkisstjórn í
landinu, átti í dag viðræðufund með
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra og
leiðtoga Likud-bandalagsins, og að
honum loknum lýstu þeir því yfir, að
þeim hefði tekist að útkljá öll
ágreiningsefni, sem staðið hefðu í
vegi fyrir myndun samsteypustjórn-
ar flokka þeirra. Kváðust þeir von-
ast til þess að geta gengið formlega
frá stjórnarmyndun í upphafl næstu
viku.
„Við erum ekki lengur að ræða
skoðanamun okkar, heldur snýst
umræðan nú um aðild annarra
flokka að stjórninni. Við erum að
ræða um skiptingu ráðherraem-
bætta, en ekki um einstaklinga,"
var haft eftir Peres.
Shamir sagði að enn ætti eftir
að ganga frá nokkrum málum, en
kvaðst ekki telja að neitt gæti
komið upp, sem hindraði stjórn-
armyndun. „Þó veit maður auðvit-
að aldrei fyrirfram hvað getur
gerst," bætti hann við.