Morgunblaðið - 06.09.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.09.1984, Qupperneq 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 200. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins íhaldsflokkurinn tekur við stjórnartaumum í Kanada eftir stórsigur í þingkosningum: Viðreisn efnahags efst á stefnuskrá FAGNAÐARLÁTUM ætlaði aldrei að linna þegar sigurveg- ari þingkosninganna í Kanada, Brian Mulroney, formaður íhaldsflokksins, og Mila kona hans, hittu stuðningsmenn sína er úrslit voru Ijós í gærmorgun. Mulroney þakkaði kjósendum fyrir stuðninginn og hét því að beita sér fyrir öflugri atvinnu- stefnu og endurreisn efnahags- lífs í landinu. Hann er fyrsti for- sætisráðherrann sem kanadísk- ir íhaldsmenn eignast í meira en tvo áratugi. Toronto, Waflhington, 5. september. AP. „HJÓL efnahagslífsins munu nú fara að snúast á ný,“ sagði Brian Mulroney, íeiðtogi íhaldsflokksins í Kanada, eftir að flokkur hans vann stórsigur í þingkosningum þar i gær og myndar einn næstu ríkisstjórn landsins. íhaldsflokkurinn fékk meiri- hluta atkvæða i öllum fylkjum Kanada og hlaut samtals 211 þing- menn kjörna, en á þjóðþingi landsins sitja 282 menn. Frjáls- lyndi flokkurinn, sem naut forystu nýs formanns, John Turners for- sætisráðherra, fékk aðeins 40 þingmenn kjörna. Frjálslyndi flokkurinn hefur setið að völdum í Kanada nánast samfleytt i 21 ár, þar af í 15 ár undir stjórn Pierre Elliott Trudeau, sem nýlega afsal- aði sér formennsku. Nýi demókrataflokkurinn, sem er flokkur sósíalista, hlaut 30 Verkfall kolanámu- manna í Bretlandi: Sáttafundur á sunnudag London, 5. september. AP. SAMKÖMULAG hefur tekist um það með leiðtogum kolanámumanna á Bretiandi, sem eru í verkfalli, og stjórn ríkisreknu kolanámanna, að halda sáttafund i vinnudeilunni á sunnudag. Aðilar hafa ekki hist í sjö vikur, en óspart haft uppi stóryrði hvor í annars garð í fjölmiðlum. Lítil bjartsýni er hins vegar ríkjandi um árangur fyrirhugaðs fundar þar eð Arthur Scargill, hinn herskái leiðtogi kolanámu- manna, lýsti því yfir á þingi breska verkalýðssambandsins í dag, samtímis fundarboðuninni, að hann væri ekki til viðræðu um annað en að hætt yrði við lokun kolanáma, en það var einmitt sú ákvörðun yfirvalda að loka nám- um, sem ekki skiluðu lengur arði, sem hrinti verkfallinu af stað fyrir hálfu ári. þingmenn kjörna. Þá náði einn óháður frambjóðandi kjöri. í kosningabaráttunni hét Mul- roney því að efla samskiptin við Bandaríkin og rétta við efnahag Kanada, en þar eru nú 11% vinnu- færra manna án atvinnu. Úrslitin í Quebec-fylki, þar sem búa frönskumælandi Kanada- menn, gefa glögga mynd af hinum mikla kosningasigri Ihaldsflokks- ins. í síðustu þingkosningum, árið 1980, fékk flokkurinn aðeins einn mann kjörinn þar. Að þessu sinni hlaut hann 58 af þeim 75 sem um var kosið. „Kaflaskipti hafa orðið f sögu þessa dásamlega lands okkar,“ var haft eftir Mulroney á heimili hans í Baie Comeau í Quebec-fylki árla í morgun. Hann hét því að efla trú manna á verslun og viðskipti, berjast fyrir réttindum kvenna og vinna að friði í heiminum. „Það sem mestu skiptir," sagði hann, „er að koma atvinnulífinu í gang á ný. Það er skuld sem þurfum að greiða æsku landsins jafnt sem hinum eldri." í hópi þeirra sem samglaðst hafa Brian Mulroney, hinum nýja forsætisráðherra Kanada, er Ron- ald Reagan, Bandaríkjaforseti, sem hringdi í hann í dag og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Sem fyrr segir er það eitt af markmiðum íhaldsflokksins að efla og bæta samskipti Bandaríkj- anna og Kanada. John Turner, fráfarandi forsæt- isráðherra, hefur viðurkennt ósig- ur sinn og óskað Mulroney til hamingju með úrslitin. „Fólkið í landinu hefur talað og það hefur ætíð rétt fyrir sér,“ sagði hann á heimili sínu í Vancouver. Sjá nánar: “Glæsilegur kosn- ingasigur mælskumanns...“, á bls. 28. j -m m • m • m ** Mmamyna-Ar. Chernenko birtist a ny Chernenko, hinn 72 ára gamli leiðtogi Sovétrfkjanna, kom fram opinberlega í gær í fyrsta sinn í nærri tvo mánuði. Var þessi mynd tekin af honum í Kreml er hann veitti geimfaranum Vladimir Dzhanibekov æðsta heiðursmerki Sovétrfkjanna, en þeirri athöfn var sjónvarpað. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Chernenko væri heilsutæpur, en ekki var það að sjá á honum í gær. Eric Honecker: Vill enn fara til V-Þýzkalands Austur-Berlín, 5. september. AP. FRAM kom í dag í viðræðum, sem Eric Honecker, leiðtogi austur- þýskra kommúnista, átti við fyrr- verandi utanríkisráðherra Japans og hóp vestur-þýskra vísindamanna, að hann væri ekki hættur við að fara til Vestur-Þýskalands, þótt opinberri heimsókn hans þangað, sem fyrirhuguð var í þessum mán- uði, hefði verið aflýst. Kvað hann ferðinni aðeins hafa verið frestað og kvaðst mundu gera allt sem f valdi sínu stæði til að af henni gæti orðið síðar. Sjá nánar: „Honecker kveðst vilja til Vestur-Þýskalands, “ á bls. 29. Stjórnarmyndun í sjónmáli í ísrael: Ágreiningse fnin hafa verið leyst Jerúsalum, Tel Aviv, 5. september. AP. SHIMON Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins í ísrael, sem nú freistar þess að mynda ríkisstjórn í landinu, átti í dag viðræðufund með Yitzhak Shamir, forsætisráðherra og leiðtoga Likud-bandalagsins, og að honum loknum lýstu þeir því yfir, að þeim hefði tekist að útkljá öll ágreiningsefni, sem staðið hefðu í vegi fyrir myndun samsteypustjórn- ar flokka þeirra. Kváðust þeir von- ast til þess að geta gengið formlega frá stjórnarmyndun í upphafl næstu viku. „Við erum ekki lengur að ræða skoðanamun okkar, heldur snýst umræðan nú um aðild annarra flokka að stjórninni. Við erum að ræða um skiptingu ráðherraem- bætta, en ekki um einstaklinga," var haft eftir Peres. Shamir sagði að enn ætti eftir að ganga frá nokkrum málum, en kvaðst ekki telja að neitt gæti komið upp, sem hindraði stjórn- armyndun. „Þó veit maður auðvit- að aldrei fyrirfram hvað getur gerst," bætti hann við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.