Morgunblaðið - 06.09.1984, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1984
47
Lauslegt yfirlitsrit sem sýnir markmiö
sem fyrirtækin hafa sett sér.
mynd af óskafyrirtækinu og að-
laga síðan raunverulegri stöðu
fyrirtækisins. Þeir gera áætlanir
um endurbætur og endurskipu-
lagningu á sviði framleiðslu-,
þjónustu-, upplýsinga-, markaðs-
og skipulagsmála. Gera áætlanir
um kostnað, fjármögnun og ávinn-
ing af aðgerðunum.
Árangur námskeiðsins
Til að kynnast raunverulegum
árangri af þessu starfi heimsótti
ég nokkur fyrirtæki sem höfðu
tekið þátt í námskeiðunum. í öll-
um þessum fyrirtækjum fór fram
mikil umræða um þá fjölmörgu
þætti, sem hafa áhrif á samkeppn-
ishæfni fyrirtækisins og virtist
áhuginn vera almennur. Sem
dæmi um áætlanir, sem reyndar
eru dæmigerðar fyrir þau fyrir-
tæki sem hafa tekið þátt í nám-
skeiðinu má nefna eftirtalin at-
riði:
1. Setja góða þjónustu í öndvegi í
starfsemi fyrirtækisins.
2. Leggja áherslu á hágæði í
framleiðslu fyrirtækisins.
3. Verð fyrir vöru og þjónustu sé
samkeppnishæft.
4. Efla aðlögunarhæfni fyrirtæk-
isíns að markaðnum.
5. Minnka lagerinn og draga úr
fjárfestingu þar um allt að 80%.
6. Auka veltuhraðann stórlega og
stytta afgreiðslufrest.
7. Hverfa frá seríuframleiðslu en
framleiða hlutina aðeins eftir
hendinni.
8. Breyta skipulagi og fram-
leiðslutækni svo tryggt verði að
kostnaður við framleiðslu ein-
stakra hluta verði ekki meiri en
var við seríuframleiðsluna.
9. Aðlaga vélbúnaðinn þessum
nýju kröfum.
10. Skipta fyrirtækinu í sjálf-
stæðar deildir og draga úr mið-
stýringu.
11. Framleiðsluverkefni tölvu-
skráð og eftirlit eflt en þó einfald-
að.
12. Breytingarnar kosta ekki
meira en er nemur beinum sparn-
aði, sem þeim fylgir.
Til þess að sýna skýrari mynd af
því sem hér er í raun og veru á
ferðinni er sett upp myndræn lýs-
ing af þeim breytingum, sem
þátttökufyrirtæki nefndra nám-
skeiða stefna inní.
Hugleiðing
Ljóst er að um áhugaverðan
árangur er að ræða af námskeið-
inu.
Námskeiðið er í raun og veru
markviss vinnustaður fyrir
stjórnunar- og þróunarverkefni,
sem unnið er beint í þágu fyrir-
tækisins og út frá þeim forsend-
um, sem þar eru fyrir hendi. í
raun má segja að námskeið sé ekki
réttnefni á þessu starfi þar sem
fjallað er um verkefni hvers fyrir-
tækis aðskilið frá öðrum fyrir-
tækjum. Hér er í raun um ódýra
ráðgjöf að ræða, sem sett er upp í
formi námskeiðs til að virkja
framlag starfsmanna fyrirtækj-
anna betur og tryggja framhald
þróunarinnar þegar námskeiðinu
lýkur. Ég hygg að mikinn ávinn-
ing megi hafa af nefndu námskeiði
fyrir einstök fyrirtæki og íslenskt
efnahagslíf almennt.
Lillchammer 24. ágúst 1984
Steinar Steinsson er skólastjóri
Iðnskólans í Hafnarrirði. Hann er
nú í náms- og kynnisferð á Norður-
löndum og Englandi.
volumoir
FJÖLNO TAMÁLNINGARSPRA UTAN
Með VOLUMAIR málningarsprautum getur þú
sprautað öllum málningarefnum, allt frá vand-
meðförnum bíllökkum upp í þykk spartlefni.
Ef þú notar VOLUMAIR málningarsprautu
losnar þú við úðun og sóðaskap sem fylgir notkun
venjulegra málningarsprauta.
Hringdu í okkur í síma 91—27745 eða líttu við á
skrifstofu okkar að Klapparstíg 16 og pantaðu sýn-
ingu á VOLUMAIR málningarsprautu á vinnustað
þínum og með þeim efnum sem þú vilt nota.
Pálmason & Valsson i
KLAPPARSTÍG 16 SÍMI 91-27745
MIKIL VERÐLÆKKUN
Á DEMPURUMU!
Piimir
ÍÞRÓTT ASKÓR
fyrir alla
jafnt unga sem aldna.
Margar gerðir
og stærðir.
Póstsendum.
Ip®ip|^
¥/i)irMiw®irilllyw
@)/ter//<önqir s!m.Mri7S -10330.