Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985
Samiö að nýju í sjómannadeilunni:
KostnaðarhlutdeUd mun
lækka frá og með 1. marz
Lítils háttar breyting á fatapeningum og föstum
launum á stóru togurunum frá fyrri samningum
SAMNINGAR tókust að nýju í kjaradeilu undirmanna á fiskiskipum og
útvegsmanna um hádegið í gær. Tókust þeir á grundvelli þess, að stjórnvöld
ákváðu að 2% lækkun kostnaðarhlutdeildar kæmi til framkvæmda frá og
með 1. marz síðastliðnum, næðist um það samkomulag deiluaðila. Það
samkomulag náðist, en að auki var samið um breytingu á fatapeningum og
hækkun fastra launa á stórum skuttogurum frá því, sem var í samningunum,
sem felldir voru á þriðjudagskvöld. I gærkvöldi höfðu samningarnir verið
samþykktir á Siglufirði, í Skagafirði og víða á Suðurnesjum.
iækka þeir úr 960 krónum í 750. Þá
verða föst laun skipverja á stóru
togurunum 210 krónum hærri en
var í fyrri samningnum.
Það er nú í valdi viðkomandi
sjómannafélaga hvernig þau
bregðast við, hvenær þau greiða
atkvæði um samninginn og hvort
2% lækkun kostnaðarhlutdeild-
ar á ennfremur við um löndun afla
erlendis, en kostnaðarhlutdeild í
því tilfelli var 9%. Frá fyrri samn-
ingi verður sú breyting á fatapen-
ingum, að þegar aflast fyrir hlut
hækka þeir úr 540 krónum í 750,
en þegar ekki aflast fyrir hlut,
Morgunblaðiö/Júlíus
Frá tónleikunum ( Háskólabíói í gærkveldi. Stjórnandinn Klauspeter
Seibel.
Hollendingurinn í Háskólabfói
„HOLLENDINGURINN fljúgandi" var fluttur í fyrsta skipti í Háskóla-
bíói í gærkveldi. Að sögn tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins var
flutningur hljómsveitarinnar mjög góður og ekki síður söngur undir
stjórn Klauspeter Seibel.
„Stjörnur kvöldsins voru
danska söngkonan Lisbeth Bals-
lev, Hartmut Welker er söng Hol-
lendinginn og var stórkostlegur.
Ennfremur Manfred Schenk er
söng norska skipstjórann og var
einnig frábær. Auk þess sungu
glæsilega Ronald Hamilton og
Sigurður Björnsson, er söng stýri-
manninn. 1 einu orði sagt stór-
kostlegir tónleikar og mál til
komið að hugsa til þess að sýna
verkið hér á sviði þegar búið verð-
ur að byggja nýja tónlistarhöll,"
sagði Jón Ásgeirsson, tónlistar-
gagnrýnandi Morgunblaðsins, í
Háskólabíói í gærkveldi.
og hve lengi þau fresta verkfalli.
Þar sem verkfall var í gildi var
víðast hvar kosið seint í gær-
kvöldi, en þar sem skip voru á sjó,
verður kosið á næstu dögum og
verkfalli jafnframt frestað í mis-
langan tíma, en talsverður brestur
var víða kominn í samstöðu sjó-
manna í gær. Flest skip frá Norð-
urlandi voru til dæmis á veiðum,
frestun verkfalls hafði verið sam-
þykkt við Breiðafjörð og frá Vest-
mannaeyjum réru menn eins og
ekkert hefði í skorizt.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LIÚ, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að útvegsmenn
treystu því, að þessir síðari samn-
ingar væru endanlegir. Hann teldi
ástæðu þess, að fyrri samn-
ingarnir voru felldir, þá, að þeir
hefðu ekki verið kynntir nægiiega
o
INNLENT
vel. Hann vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um samningana.
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að hann
væri ánægður með að samningar
hefðu náðst og verkfalli væri að
ljúka, þó hann væri ekki fyllilega
sáttur við árangurinn. Meiru virt-
ist ekki hægt að ná. Ástæðu þess
að samningar hefðu náðst svona
skyndilega, sagði óskar þá, að lof-
orð hefði komið frá stjórnvöldum
um að breytingin á kostnaðar-
hlutdeildinni kæmi til fram-
kvæmda 1. marz, gætu deiluaðilar
fallizt á það. Hið loðna loforð, sem
verið hefði í fyrra plaggi ríkis-
stjórnarinnar, hefði farið mjög
fyrir brjóstið á sjómönnum og lík-
lega valdið því, að samningurinn
var felldur.
Óskar sagði ennfremur, að síðan
hann hefði byrjað að fást við
samningamál sjómanna hefði
þetta verið erfiðasta samningalot-
an og sýndi það glögglega hve
ástandið væri erfitt. Hann sagðist
bjartsýnn á að þessir samningar
yrðu samþykktir í félögunum. Sjó-
menn sæju það, að ekki yrði kom-
izt lengra.
Landað ( Grindavík í gær.
Trillurnar
tvíhlaðnar
AFLABRÖGÐ voru mjög góð í
flestum verstöðvum í gær og
mikil fiskigengd. Bræla hamlaði
þó veiðum víða. Á helztu vertíð-
arsvæðunum var mikill fiskur í
þcim netum, sem náðist að
draga áður en brældi í gær.
Hjá Þorlákshafnarbátum var
mikill fiskur í þeim netum, sem
bátar þaðan náðu að draga í
gær. Trillur öfluðu mjög vel í
verkfallinu eða allt upp í 10
lestir og mikill fiskur virðist
vera á miðunum. Við Breiða-
fjörð var mjög góður afli minni
báta í verkfallinu og var al-
gengt að menn tvíhlæðu trill-
urnar og fengju upp í 8 lestir á
lögn. Stærri bátarnir voru að fá
5 til 20 lestir í netin í gær og
virtist mikið af stórum og fal-
legum fiski í Breiðafirðinum.
Afli Vestmannaeyjabáta var
góður er netin voru dregin í
fyrsta sinn eftir verkfall.
Skoðanakönnun Hagvangs:
Minnkandi trú á árang-
ur í verðbólgubaráttu
FÓLK hefur minnkandi trú á, að
hægt sé að ná verðbólgunni niður á
sama stig og í nágrannalöndum, að
því er frara kemur í skoðanakönnun,
sem Hagvangur framkvæmdi ný-
lega.
Aðeins 23,4% þátttakenda svör-
uðu játandi spurningu þessa efnis.
Nei sögðu 70,4%. f júlí á sl. ári
voru 43,7% þátttakenda í slíkri
könnun Hagvangs þeirrar skoðun-
ar, að þetta væri hægt. f septem-
ber og október á sl. ári hafði þeim
fækkað í 32,6%.
f júlí í fyrra svöruðu 47,6%
þessari spurningu neitandi, í sept-
ember og október 60,5%.
Ekki er mikill munur á afstöðu
kynja. f hópi karla svöruðu 24,8%
játandi en 71,4% neitandi. Meðal
kvenna svöruðu 22,1% játandi en
69,5% neitandi.
í júlí 1984 kváðust 8,7% ekki
vita, hvort hægt væri að ná verð-
bólgunni niður á sama stig og í
nágrannalöndum, í september og
október voru í þessum hópi 6,9%
þátttakenda og nú 6,1%. Þannig
svöruðu nú 3,8% karla og 8,4%
kvenna.
Allt nám flugum-
ferðarstjóra úr landí
Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra:
„Gef kost á mér í
næsta prófkjöri
GEIR HALLGRÍMSSON utanríkisráðherra hefur ákveðið að gefa kost
á sér í næsta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrir næstu alþingiskosn-
ingar. Þetta kemur fram í viðtali við utanríkisráðherra í tímaritinu
Mannlíf, sem kom út í gær.
f samtali við blm. Mbl. í gær
sagði Geir: „Það er rétt að ég hef
ákveðið að gefa kost á mér til
þingsetu í næsta prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins. Ánnars tel ég
þetta ekki neina sérstaka frétt.
Það væri frekar frétt, ef ég
ákvæði að hætta þátttöku í
stjórnmálum."
Norðurlandahúsið í Færeyjum:
Hjörtur Pálsson hef-
ur sagt upp störfum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að færa alla
kennsiu í flugumferðarstjórn til út-
landa, og munu flugumferðarstjórn-
arnemar þeir sem hófu nám sitt nú
eftir áramót halda til Kanada í maí
næstkomandi, til þess að Ijúka námi
sínu.
Um þetta upplýsti Pétur Ein-
arsson flugmálastjóri blm. Mbl. í
gær, og sagði hann ástæðu þessa
vera þá að ekki væri mannafli
fyrir hendi hér til þess að annast
þessa kennslu, auk þess sem ekki
væri tækjakostur fyrir hendi til
þess að þessi kennsla væri með
þeim hætti sem hún ætti að vera.
Nemarnir sem halda utan í maí,
sennilega átta talsins, koma til
með að fá frlar ferðir, frítt nám,
frítt uppihald, og einhverja vasa-
peninga, samkvæmt því sem Pétur
sagði.
„Ef við ætlum að standa að
þessari kennslu eins og menn,“
sagði Pétur Einarsson, „þá þurf-
um við tækjabúnað sem kostar
milljónir dollara, og það ráðum
við bara ekki við.“ Pétur sagði að
flugmálastjórn, samgönguráð-
herra og Félag flugumferðarstjóra
hefði staðið í sameiningu að þeirri
ákvörðun að flytja námið úr landi.
Yrði kennslan í Kanada, og hefðu
íslendingar fengið alveg einstak-
lega góð kjör hjá Kanadamönnum.
Aðspurður hvort þetta kæmi sér
ekki illa fyrir þá nema sem hófu
nám nú eftir áramót sagði Pétur:
SAKADÓMUR hefur úrskuröað að
tæki þau og bjórlíki, sem lögreglan í
Reykjavík lagði hald á í húsakynn-
um Amunnar, skuli afhent forráða-
mönnum fyrirtækisins.
Lögmaður Guttorms Einarsson-
ar, forstjóra Ámunnar, krafðist
þess fyrir hönd umbjóðanda síns,
að ákvörðun embættis ríkissak-
„Við vorum með svokallað
grunnnámskeið nú eftir áramót,
en lentum svo í þeirri sérstöku,
reyndar árlegu ógæfu, að Félag
flugumferðarstjóra bannaði fé-
lagsmönnum sínum að kenna og
þetta bann tafði náttúrlega nem-
ana — því miður." Pétur sagði að
sér væri hulin gáta hvers vegna
þetta bann hefði verið sett á af
flugumferðarstjórunum.
sóknara um haldlagningu á tæki
og bjórlíki skyldi úr gildi felld og
féllst dómari í Sakadómi Reykja-
víkur á kröfuna. Embætti ríkis-
saksóknara hefur áfrýjað úrskurði
Sakadóms til Hæstáréttar.
Um miðjan febrúar síðastliðinn
stofnaði Guttormur Einarsson
„bjórsamlag" sem hann kallaði
HJÖRTUR Pálsson, fyrrum dag-
skrárstjóri Ríkisútvarpsins, hefur nú
sagt lausu forstjórastarfi sínu við
Norðurlandahúsið í Færeyjum.
svo. Hugmyndin var að fólk gæti
skráð sig og afhent til blöndunar
pilsner og áfengi og þannig fengið
bjórva eða bjórlíki. í þágu rann-
sóknar málsins og að fyrirmælum
embættis ríkissaksóknara lagði
lögreglan í Reykjavík hald á tæki,
sem notuð voru til blöndunar, og
175 lítra af bjórlíki.
Hann hóf störf við Norðurlandahús-
ið síðastliðið haust og var ráðinn til
fjögurra ára.
Hjörtur Pálsson sagði í samtali
við Morgunblaðið, að hann væri á
þessu stigi ekki tilbúinn til að láta
uppi ástæðu uppsagnarinnar. Hann
hefði sent framkvæmdastjórn nor-
rænu húsanna uppsögn sína bréf-
leiðis á miðvikudag og teldi ekki
rétt að greina frá ástæðunni í fjðl-
miðlum áður en hann hefði gert
framkvæmdastjórninni grein fyrir
henni.
f frétt frá fréttaritara Mbl. í
Færeyjum, Jögvan Arge, segir að
ýmiss konar erfiðleikar hafi komið
upp í samstarfinu í Norræna hús-
inu og það sé ástæðan fyrir uppsögn
Hjartar.
Sakadómun
Bjór og tækjum Ámunnar skilað