Morgunblaðið - 08.03.1985, Page 26

Morgunblaðið - 08.03.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 Myndin er af líkfylgd í líbanska þorpinu Al-Gharbiyeh en inn í það réðust ísraelskir hermenn í fyrra mánuði í leit að skæruliðum. Féllu átta menn í átökunum og er hér verið að fylgja tveimur þeirra til grafar. Al-Ahram í Kaíró: Bandaríkjamenn viðurkenni PLO Kairó, 7. mars. AP. Markmið Egyptalands í málefnum Mið-Austurlanda er að fá Banda- ríkin til að viðurkenna Frelsissam- tök Palestínumanna, PLO, sem full- trúa palestínsku þjóðarinnar, sagði í dag ■ áhrifamesta blaði Kairoborgar, stjórnarmálgagninu Al-Ahram. Enn fremur sagði, að markmið þetta yrði ofarlega á dagskrá hjá Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands, í viðræðum hans við Ronald Reagan forseta í Washington í næstu viku. „í öllum viðræðum sem Egyptar eiga við aðrar þjóðir, hefur verið lögð áhersla á rétt palestínsku þjóðarinnar, rétt sem enginn ætti að vefengja," sagði blaðið. í gær tók Hussein Jórdaníukon- ungur undir uppástungu Mubar- aks forseta um viðræður Banda- ríkjanna og sameiginlegrar sendi- nefndar Jórdaníumanna og Pal- estínumanna sem fyrsta skref í átt til eiginlegra friðarviðræðna við ísrael. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, hefur hafnað uppástung- unni, þar sem halda eigi ísraelum utan þessara undirbúningsvið- ræðna. Bandaríkjastjórn segist vilja bíða með að taka afstöðu til til- lögu Mubaraks þar til eftir við- ræður forsetanna í Washington í næstu viku. Margareth Thatcher, forsætisr- áðherra Bretlands, hefur látið í ljós velþóknun á viðleitni Egypta og Jjordaníumanna til að koma af stað friðarviðræðum og leysa Pal- estínuvandamálið. „Kossaræning- inn“ gómaður AlUntic Citj, 6. mars. AP. LÖGREGLAN í Atlantic City hefur handtekið 22 ára gamla konu og ákært hana um að hafa rænt þrjá karlmenn eftir að hafa smeygt svefnlyfi upp í þá meðan hún kyssti þá. Hefur hún fengið nafnið „kossa- ræninginn". Alls hafa II karlmenn verið rændir síðustu tvö árin, en konan hefur einungis verið ákærð fyrir þrjú slík rán og óvíst hvort hún verði ákærð fyrir fleiri. hallast að því að hún hafi geymt plasthylki milli tannanna og sprengt það listilega á tönnum karlanna. Konan hafði um 500 dollara upp úr krafsinu í þeim þremur ránum sem hún hefur ver- ið ákærð fyrir. Frakkland: Bankar kynna nýja tegund greiðslukorta Konan heitir Margarita Delos Santos og dulbjó sig sem vændis- kona, er karlmenn gáfu sig á tal við hana hún með þá á hin og þessi gistihús af ódýrara taginu og er viðskiptin voru að hefjast, hafa allir vottað að konan hafi þröngv- að einhverju upp í þá í kossafans- inu og síðan hafi þeir ekki vitað meir fyrr en þeir vöknuðu mörg- um stundum síðar með nístandi höfuðverk og peningum sínum fá- tækari. Óljóst er með öllu hvernig konan fór að því að deyfa fórnar- lömb sín án þess að hníga sjálf niður meðvitundarlaus, helst er París, 6. febrúar. AP. FRANSKIR bankar hófu í gær að kynna nýja tegund greióslukorta, sem eiga að torvelda mjög að unnt sé að viðhafa falsanir vegna þess að þau hafa innbyggðan „minnisbút". Hafa bankarnir farið fram á sam- vinnu margra aðila við þetta verk- efni, m.a. fyrirtækja á sviði iðnaðar og verslunar. Náist samkomulag milli aðil- anna verða gefnar út allt að þrjár milljónir korta á næstu tveimur árum og tíu til tólf milljónir fyrir árslok 1988. Á fundi með fréttamönnum lögðu talsmenn bankanna áherslu á útflutningsmöguleika í þessu sambandi, en liðinn er áratugur frá því að franskur uppfinninga- maður, Roland Moreno, bjó til svona kort. Kortin verða reynd hjá banda- ríska fyrirtækinu Mastercard seinna á þessu ári og eru auk þess til reynslu á Ítalíu og í Noregi. Minnisbúturinn í kortinu á að torvelda mjög, að unnt sé að gera eftirlíkingar eða falsa undirskrift- ir, sögðu talsmenn bankanna. Nýju kortin verða einnig búin segulræmu eins og greiðslukort sem nú eru í notkun. Álitu tals- mennirnir, að bæði kerfin yrðu notuð samhliða um margra ára skeið. Ný hjartaígræðsla Tncson, Arizona, Bandarfkjunum, 7. mars. AP. LÆKNAR GRÆDDU í dag hjarta í mann, sem haldið hafði verið á Iffi í II klukkustundir með aðstoð gervihjarta. Er gervihjartað ný smíði, sem ekki hefur verið opinberlega samþykkt né verið notuð áður. Talsmaður læknanna sagði hjarta og síðan hjarta úr látnum eftir aðgerðina, að nokkuð væri manni. Bandaríska lyfja- og tvísýnt um hvernig sjúklingnum matvælastofnunin hefur ekki myndi reiða af og mætti rekja samþykkt gervihjartað, sem það til þessarar miklu aðgerðar, kallað er Phoenix-hjartað. fyrst þegar sett var í hann gervi- Florencio Campomanes Heimsmeistara- einvígið í skák: Tillögur um nýjar reglur til í maí Moskvu, 6. mars. AP. SOVÉSKA fréttastofan TASS hafði það í dag eftir Campoman- es, forseta Alþjóðaskáksam- bandsins (FIDE), að hann væri „næstum 100% viss um“ að næsta heimsmeistaraeinvígi yrði takmarkað við 24 eða 30 skákir. Florencio Campomanes var staddur í Moskvu til viðræðna við fulltrúa Anatolys Karpov heimsmeistara og áskorandans Garris Kasparov. Þeir hafa báðir áréttað óánægju sína með þá ákvörðun forseta FIDE 15. febrúar s.l., að slíta einvígi þeirra um heimsmeistaratitil- inn og skipuleggja nýtt einvígi i september. Þeir segja að of seint sé að ákveða nýjar ein- vígisreglur á þingi FIDE seinni partinn í ágúst, eins og Camp- omanes hefur stefnt að. Campomanes sagði í viðtal- inu við TASS, að líklega yrði unnt að ganga frá tillögum um nýjar keppnisreglur á fundi framkvæmdastjórnar FIDE í maí. ■ ■I ' ERLENT, Eþíópía: Uppreisnarmenn gera atlötu að stjórnarhernum AddLs Ababa, 7. febrúar. AP. Uppreisnarmenn í Eþíópíu hafa undanfarið gert harða hríð að herjum stjórnarinnar. Hafa þeir gert árásir á borgina Lalibela í norðurhluta lands- ins og ráðist á bflalestir með hjálpar- gögn, að því er vestrænir sendiráðs- menn og starfsmenn hjálparstofnana sögðu í gær, miðvikudag. Eþíópíustjórn segir, að níu millj- ónir manna svelti nú heilu hungri. Enn fremur telja stjórnvöld, að milljón manns hafi látist af völd- um þurrkanna í landinu á síðasta ári einu saman. Um 220 hjálparstöðvar eru nú starfandi í Eþíópíu, aðallega í norðurhéruðunum, þar sem þurrk- arnir hafa verið mestir og flestir hinna 42 milljóna íbúa landsins búa. Verðbólgumet í Argentínu Buenos Aires, 7. marz. AP. VERÐBÓLGA í Argentínu á 12 mán- aða tímabili til febrúarloka nam 803,9% og hækkaði framfærslukostn- aður um 20,7 % í febrúar. í janúarlok mældist verðbólga síðustu 12 mánaða 776,3%, sem var met, og jókst verðbólgan um 25,1% í janúar. Af opinberri hálfu hefur engin skýring verið gefin á verðbólgu- þróuninni á þessu ári. Erlendar skuldir Argentínu nema 48,4 millj- örðum dollara. Lofuðu Argentínu- menn skuldunautum sínum um áramótinu að 12 mánaða verðbólguvogin yrði komin niður í 300% í september næstkomandi, en þróunin í janúar og febrúar lofar ekki góðu. Grænland: Rækjukvóti ákveðinn kaupmannahöfn, 7. mars. Frá NJ. Bruun, Grænlandsfréttaritara Mbl. GRÆNLENSKA heimastjórnin hef- ur nú ákveðið að heimila veiðar á 6.375 tonnum af rækju við Austur- Grænland á þessu ári. Grænlendingum sjálfum er út- hlutað 2.650 tonnum en afganginn fá Norðmenn og Færeyingar. AUs var sótt um leyfi fyrir 9 080 tonna kvóta. Auk þess hefur fjórum skipum verið heimilað að veiða samtals 1.300 tonn af hörpudiski við Vestur-Grænland en áhugi manna á honum fer mjög vaxandi vegna lítillar þorskveiði. Tékkar varað- ir við „geisla- virku hylki“ Pr»g, 7. marz. AP. YFIRVÖLD í Tékkóslóvakíu lýstu í gærkvöldi eftir „hylki, sem inniheld- ur geislavirk efni“ og týndist sunnar- lega í Mið-Tékkóslóvakíu. Var al- menningur varaður við hylkinu, sem sagt var stórhættulegt. Sjónvarpsútsending var rofin í gærkvöldi þar sem skýrt var frá hvarfi hylkisins, og hættu þeirri, sem af því stafaði, ef meðhöndlað væri af öðrum en sérfræðingum. Gætu tilraunir með hylkið valdið geislun af völdum gammageisla. Var þess krafist að finnandi hreyfði ekki frekar við hylkinu og gerði næstu lögreglustöð viðvart. Ekki var sagt hvers kyns geisla- virkt efni væri í hylkinu, sem sagt var 30 sentimetra langur sívalning- ur úr málmi og um 20 kíló að þyngd. Var hylkið notað við jarð- fræðirannsóknir, að sögn frétta- stofunnar CTK. Týndist það af flutningabíl um siðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.