Morgunblaðið - 08.03.1985, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985
29
Indriði G. Þorsteinsson
„Tilraunin ísland hefur
ekki miöast við aö koma
hér á vopnuðum átök-
um. En allt sem leiðir til
upplausnar er af því
góða og að því ber að
vinna og hefur verið
unnið hvenær sem öfga-
öflin hafa verið í ríkis-
stjórnum.“
Þá er ástæða til að geta þess að
sjómenn eru áfram í verkfalli eftir
að hafa fengið mestu kjarabætur
síðan 1977. Þeir sætta sig ekki við
tuttugu og sjö þúsund króna kaup-
tryggingu á mánuði og breytt
hlutaskipti. Þeir vilja meira. Og
hver vill ekki meira? Er þá ekki
best að gera hvern einstakling að
sérstöku ríki með viðræðum um
fjarskiptasambönd. Ekki virðist
um það að ræða að nokkur grunn-
ur sé eftir sem heldur okkur sam-
an sem þjóð. Það hefur á skömm-
um tíma tekist að hleypa samfé-
laginu í slíka upplausn, að í fram-
tíðinni verður hver og einn að fara
að tala fyrir sjálfan sig og rífast
við sjálfan sig um kaup og kjör.
Yfirsýn og þjóðernistilfinning er
horfin í hin yfirbyggðu ker kaup-
streitunnar, og æðsta takmark
sjómanna er að heimta hærri
hlutaskipti af „helvítis ríkinu".
í heiminum berjast meginöfl
um sálirnar. Þessi öfl koma sér
upp tilraunaríkjum, þar sem þau
prófa kenningar sínar og láta
stundum hendur skipta. Úr ríkis-
fjölmiðlum vitum við allt um heil-
aga baráttu vinstri manna í E1
Salvador. I Vestur-Evrópu bíður
fólk eftir því að verða „finnlandis-
erað“ af Rússum, allt vestur að
Atlantshafi. Og satt að segja eiga
lýðræðisöflin í Vesturlöndum í
vök að verjast fyrir strangtrúar-
stefnu kommúnista. Hér á landi
verndar lýðræðið öfgaöflin og
beinir öfgum þeirra eins og rýtingi
að hjartastað, vegna þess það
heimilar því athafnir, sem miða
að því að eyðileggja og starfa á því
sjálfu. I raun getur það ekki ann-
að. Enda hrópar enginn hærra um
að verið sé að brjóta lög en einmitt
öfgamaðurinn og tilræðisfurstinn
við lýðræðið, eigi að hafa einhvern
hemil á honum.
Tilraunin ísland hefur ekki mið-
ast við að koma hér á vopnuðum
átökum. En allt sem leiðir til upp-
lausnar er af því góða og að því
ber að vinna og hefur verið unnið
hvenær sem öfgaöflin hafa verið í
ríkisstjórnum. Það má nefna þess-
ar stjórnir, ef einhverjir skyldu
muna hvernig viðskilnaðurinn var
hverju sinni. Árið 1945—1947, árið
1956-1958, árið 1971-1974, árið
1978—1983. Öll þessi ártöl vekja
upp sérstakar minningar um efna-
hagslegan ófarnað. Þetta eru ártöl
yfir „Tilraunina ísland", þegar
hefur verið freistað að koma þessu
litla þjóðfélagi, sem verður að
standa saman i erfiðleikum eins
og það gleðst í góðæri, á vonarvöl.
Þessi tilraun hefur aldrei heppn-
ast eins vel og á síðari hluta ársins
1984 og fyrri hluta þessa árs. Það
mun ekki koma til þess að hér
verði gripið til vopna eins og víða
annars staðar. Við kunnum ekki
með þau að fara, en það fámenna
lið sem með yfirboðum stjórnar
nú upplausninni hefur unnið sigur
með því að gera hærri kröfur eftir
því sem meira er samið í trausti
þess að í landinu finnist ekki ann-
ar metnaður en launametnaðurinn
einn.
IndriAi G. Þorsteinsson er rithöf-
undur.
Frá fundinum um öryggismál sjómanna.
Bolungarvík:
Oryggismál sjómanna
rædd í verkfallinu
Bolungarvík, 26. febrúar.
Slysavarnadeildin Hjálp og
björgunarsveitin Ernir hér í Bol-
ungarvík gripu tækifærið í verkfalli
sjómanna og efndu til fundar um
öryggismál sjómanna sl. laugardag,
en þau mál hafa verið allnokkuð í
brennidepli undanfarin misseri,
t.a.m. voru samþykktar nokkrar
ályktanir um þau mál á 20. lands-
þingi SVFI, sem haldið var í Vest-
raannaeyjum í maí sl. Á þessum
fundi um öryggismál sjómanna var
fjallað m.a. um tíðni drukknana í
sjó, áhrif kulda á mannslíkamann,
um björgunarbáta og búnað þeirra,
eldvarnir um borð í skipum, með-
ferð fluglínutækja, merkjagjafir og
flutning slasaðra með þyrlum.
Það voru þeir Pétur Pétursson,
læknir, Jón Guðbjartsson, form.
björgunarsveitarinnar Ernis, og
Aðalsteinn Kristjánsson,
slökkviliðsstjóri, sem fluttu er-
indi um þessa þætti, auk þess
sem þeir sýndu búnað tengdan
þessum málum og sýndar voru
fræðslumyndir.
Fundinn sóttu um 70 manns,
sjómenn og aðrir áhugamenn um
öryggi sjómanna.
Fundarmenn voru sammála
um ágæti fundar sem þessa, sér-
staklega hversu skýrt og skil-
merkilega tekið var á þessum
málum. Samþykkt var á fundin-
um að stefna að umfangsmikilli
æfingu sjómanna og björgun-
arsveitarmanna þar sem reynt
verði á björgunaraðgerðir og
björgunarbúnað ýmiss konar.
Forustumenn slysavarnafé-
lagsins og björgunarsveitarinnar
hér í Bolungarvík vilja koma á
framfæri þakklæti til þeirra, sem
sýndu þessum fundi áhuga, og þá
sérstaklega vilja þeir þakka ís-
húsfélagi Bolungarvíkur, sem
hýsti fundinn og bauð uppá veit-
ingar, og Verkalýðs- og sjó-
mannafélaginu sem sá um að
auglýsa fundinn, en án þessarar
aðstoðar hefði ekki verið hægt að
koma þessum fundi á með eins
skömmum fyrirvara og raun
varð.
Gunnar
„Lifði í hálfgerðum
draumaheimi“
— segir Anna Stefánsdóttir sem gekkst undir skurðaðgerðina
„Það var nú ósköp lítið sem ég vissi af þessu, þú verður að spyrja Pál
Gíslason, lækni, hann veit allt um þetta,“ sagði Anna Stefánsdóttir, sjúklingur-
inn sem skurðaðgerðin, sem sagt er frá í Morgunblaðinu í dag, var reynd við,
þegar hefðbundnar aðferðir höfðu brugðist.
„Annars get ég ekki sagt annað spítala í Middlesex daginn fyrir
en mér líði ágætlega í dag. Það sem gamlársdag eftir að hafa verið í
ég kvarta helst yfir, er að mér
finnst ég ósköp þróttlítil, en ég finn
hvergi til, það eru engar kvalir eða
þvíumlíkt," sagði hún ennfremur.
Anna sagði að það hefði verið
haustið 1981 sem hún hefði lagst
inná hjartadeild Landspítalans.
„Þetta byrjaði þannig að ég hætti
eiginlega alveg að borða og hafði
ekki nokkra matarlyst," segir hún.
Frá Landspítalanum hefði hún síð-
an verið send út til London, þar
sem hún hefði farið á milli spítala.
Að lokum var hún skorin upp á
Köntgenmynd sem sýnir hvað gert
var. Orvar merktar tölustafnum 1
sýna nýju teöina sem er úr gerviefni
og liggur frá slagteðinni til hægri fót-
ar og til innyflanna. örvar 2 og 3
sýna að blóð berst til innyflanna og ör
merkt tölustafnum 4 sýnir þrengslin i
aeð frá hjarta til innyfla. sem reynt
var að gera við árangurslaust
rannsóknum. Hún var síðan send
aftur til íslands í febrúar og lagðist
inná Landspítalann, þar sem Páll
Gíslason læknir tók við henni. Þar
voru gerðar á henni tvær skurðað-
gerðir, sú fyrri til að reyna að bæta
úr skurðaðgerðinni sem fram-
kvæmd hafði verið í London. Það
gekk ekki og því var þriðja skurð-
aðgerðin gerð, þar sem nýju aðferð-
inni var beitt.
„Ég veit ósköp lítið hvað verið
var að gera við mig. Ég borðaði
lítið, en það var verið að reyna að
gefa mér eitthvað til að halda mér
gangandi. Páll gerði síðan þessar
tvær aðgerðir á mér. Ég get voða-
lega lítið sagt um þennan tíma, ég
lifði í hálfgerðum draumaheimi og
geri mér ekki almennilega grein
fyrir hvað var að gerast. Ég var
orðin þannig að ég gat ekki stigið í
fæturna, en þegar ég reis nú upp og
rankaði við mér eftir síðari aðgerð-
ina, fékk ég þjálfun fyrst á Land-
spitalanum og síðan á Reykjalundi.
Þar var mér komið á fæturna aft-
ur.
Ég get í sjálfu sér ekki sagt að
mér hafi nokkurn tíma liðið beint
illa. Það fylgdu þessu ekki kvalir,
má fremur segja að maður hafi
verið eins og dauður hlutur og
ósköp gott að vera á spítalanum,
allir góðir við mann og allt það. En
ég held ég hafi verið mikið út úr
heiminum og sagt allskyns vit-
leysu. Ég man voðalega lítið eftir
þessum tíma.
Ég er nú orðin 67 ára og kannski
ekki von til þess að ég sé mjög
spræk lengur. Ég get þó alveg
hugsað um mig sjálf með góðra
manna hjálp og þeir fylgjast alltaf
með mér á Landspítalanum. Ég fer
alltaf upp á Göngudeild með
ákveðnu millibili og hitti Pál eða
staðgengil hans, þannig að það er
alltaf fylgst með mér. En ég hef
ekki þrótt til að bera neitt og þegar
ég geng, verð ég að hvíla mig, þegar
ég hef gengið í svona 20 mínútur,"
sagði Anna að iokum.