Morgunblaðið - 08.03.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.03.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 31 Duran Duran á toppnum VINSÆLDAUSTI rásar 2 í þessari viku er sem hér segir: 1. ( 1) Save a prayer/Duran Duran 2. ( 2) Love and pride/King 3. ( 4) Solid/Ashford og Simpson 4. ( 3) The moment of truth /Survivor 5. (10) This is not America/David Bowie og Pat Mcthany Group 6. (12) Kao-bong/Indochine 7. ( 8) I know him so well/Elaine Paige og Barbara Dickson 8. ( 7) Forever young/Alphaville 9. ( 5) Shout/Tears for fears 10. (—) You spin me around like a record/Dead or alive Tölur innan sviga tákna þau sxti er lögin voru í á síðasta lista. Landvernd: Lýsir áhyggjum vegna fram- kvæmda í Vatnsmýrinni Á fundi sem Landvernd, land- graeöslu- og náttúruverndarsamtök Islands, hélt með fréttamönnum sl. miðvikudag, lýsti Þorleifur Einars- son, formaður samtakanna, yfir áhyggjum Landverndar vegna nýhaf- inna jarðvegsframkvsmda í Vatns- mýrinni. Sagði Þorleifur að verið væri að grafa fjóra skurði á svæðinu milli Njarðargötu og flugbrautar Reykjavíkurflugvallar og væri aðal- varplandi andanna á Tjörninni stefnt í mikla hættu með slíkum framkvæmdum. „Tjörnin í Reykjavík er heims- fræg fyrir fuglalíf," sagði Þorleifur. „Vatnsmýrin er vatnasvæði Tjarn- arinnar og ef hún er ræst fram breytist vatnsbúskapur Tjarnarinn- ar þannig að það verður engin endurnýjun á vatninu í henni og hún verður að fúlum forarpytti." Einnig var á það bent á fundinum, að ef Vatnsmýrin þornaði, myndi annar endi flugbrautarinnar siga. í tilefni af þessum ummælum hafði Mbl. samband við Þórð Þor- bjarnarson, borgarverkfræðing. Kvaðst Þórður hafa innt flugmála- stjóra, Pétur Einarsson, eftir því hvaða framkvæmdir væru þarna á ferðinni og hafði eftir flugmála- stjóra, að verið væri að slétta og snyrta svæðið. Skurðirnir væru það grunnir, eða um 1 metri að dýpt, að þeir ættu ekki að geta raskað vatnsjafnvægi í mýrinni. Hlutirnir sem RLR lýsir eftir eigend- um að. RLR: Lýsir eftir eig- endum muna Rannsóknarlögregla ríkisins lýsir eftir eigendum að fiðlu, sellói og blásturshljóðfæri, sem trúlega er óbó. Einnig hæðarsjónauka. Þeir sem telja sig eiga umrædda hluti eða geta gefið upplýsingar um eigendur þeirra eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við yfirlögregluþjón RLR, Auðbrekku 6 í Kópavogi. fakki mláföstu vesti, stœrð 1-2, 7 litir, kr. 1.489,- Pils kr. 1.189,- Síð skyrta, stœrðir 1-2, 4 litir, kr. 1.189,- Svartir skór, stærðir 16-41, kr. 889,- Blúnduhanskar, kr. 259.- Blúnduklútur kr. 129,- Belti kr. 399,- Sími póstverslunar er 30980. Buxur, stœrðir xs-s-m-l, 4 litir, kr. 1.389,- Hvít skyrta, stœrðir 33-36, kr. 749,- Slaufa kr. 249,- Svartir skór, stœrðir 36-45, kr. 1.189,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.