Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985 33. þing Norðurlandaráðs í Reykjavík Menningarmálanefnd Norðurlandaráðs: Auknar ráðstaf- anir til eflingar kvikmyndagerð STTAKF menningarmálanefndar Norðurlandaráðs á síðasta ári hefur að veruiegu leyti mótazt af spurning- unni um skipulagningu norrænnar samvinnu í framtíðinni. Það væri þó skoðun nefndarinnar, að fjárskortur væri aðalvandamáliö á sviði menn- ingarmálasamstarfsins og í norrænu samstarfi yfirleitt. Skipulagsvanda- mál befðu aftur á móti ekki reynzt jafn erfið viðureignar. Þetta kom fram í ræðu, sem Eiður Guðnason flutti á þingi Norðurlandaráðs í gær. Þar gerði hann grein fyrir áliti menning- Morgunblaftið/Ólafur K. Magnússon Árni Johnsen, alþingismaður, flytur ræðu sína á þingi Norðurlandaráðs í gær. Páll Pétursson, forseti þings Norðurlandaráðs, er staðinn upp til þess að tilkynna Árna að ræðutími hans sé liðinn. -- Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: íslendingar deila um réttinn til að leggja verk fram á íslenzku TIL DEILNA kom milli þriggja ís- lenzkra fulltrúa á þingi Norður- landaráðs í gær, þegar til umræðu kom fyrirspurn frá Árna Johnsen al- þingismanni hvort heimilt verði að leggja fram bókmenntaverk á ís- lenzku eða að öðrum kosti ensku, frönsku eða þýzku til dómnefndar bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Eiður Guðnason og Guðrún Helgadóttir, alþingismenn lýstu sig bæði andvíg þingsályktunartillögu um þetta efni, sem nú liggur fyrir á Alþingi, og flutt er af HalJdóri Blöndal og fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þegar Árni Johnsen hafði flutt fyrirspurn sína í gær svaraði finnski menningarmálaráðherr- ann Gustav Björkstrand. Hann sagði að við úthlutun bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs kæmu til greina verk samin á átta tungu- málum; dönsku, finnsku, fær- eysku, grænlenzku, íslenzku, norsku, samfsku og sænsku. Verk samin á finnsku, grænlenzku, ís- lenzku, samísku og færeysku yrði að leggja fram í þýðingu á dönsku, norsku eða sænsku. Síöan sagði ráðherrann: „Þar sem rithöfundar á Norður- löndum skrifa verk sín á jafn mörgum og ólikum tungumálum og raun ber vitni er erfitt að móta sameiginlegar úthlutunarreglur sem gera öllum þeim verkum sem tilnefnd eru til verðlauna jafn hátt undir höfði. Þýðingar eru þó bezta leiðin til að unnt sé að dæma verkin innan þess tungumála- ramma sem sameinar flesta okkur, það er hins norræna. Að heimila þýðingar á önnur tungu- mál gerir þá kröfu til þeirra sem sitja í dómnefndinni að þeir geti einnig lesið bókmenntaverk á þeim málum. Ég held að í dómnefndinni leggi menn sig eins mikið fram og unnt er við að dæma öll tilnefnd verk með hliðsjón af bókmenntagildi þeirra. Ég held einnig, að skipan nefndarinnar sé þannig háttað að ritverkum sé gert jafn hátt undir höfði án tillits til þess hvaðan þau koma. Það að breyta reglunum þannig að unnt sé að leggja fram verk á öðrum tungum en norræn- um gæti haft í för með sér að ör- yggisleysi ykist í stað þess að minnka.* Eins og að blanda kóki í koníak Árni Johnsen tók aftur til máls og sagði orðrétt: „íslenzkan er norrænt grunn- mál og að tala skandinavísku fyrir Íslending er eins og að blanda kóki i koníak. íslenzk tunga er bak- grunnurinn í norrænu máli i dag, snar þáttur af menningu sem okkur er skylt að vernda eins og umhverfið sem við lifum í. Rætur okkar eru íslenzk tunga og það hefur til dæmis verið sagt á ís- landi að ef íslendingur tali óað- finnanlega dönsku sé hann ann- aðhvort „gal í hovedet" eða sósíal- demókrati. Ég er sannfærður um að aðrir íslenzkir nefndarmenn eru sam- mála fyrirspurn minni og því að íslenzk tunga eigi að njóta jafn- réttis á við dönsku, norsku og sænsku, sérstaklega forseti Norð- urlandaráðs, en hans nafn þýtt á skandinavísku yrði Poul Pedersen fra Hallested." Páll skipar Árna að hætta Þegar Árni hafði þetta mælt greip fundarstjórinn, Páll Pét- ursson, fundarhamarinn og lamdi honum í borðið og sagði að Árni Johnsen væri búinn með tíma sinn. Árni hélt áfram ræðunni og stóð þá Páll upp, lamdi hamrinum í borðið og skipaði Árna að hætta. Vék þá Árni úr ræðustólnum og lauk ræðu sinni síðar og sagði þá: „Það er engin tilviljun að ís- lenzkan er talin með ensku, frönsku og þýzku vegna þess að íslenzkan er heimsmál. Mestar bókmenntir á Norðurlöndum hafa verið samdar á íslenzka tungu og fornar íslenzkar bókmenntir eru einnig heimsbókmenntir. Mestur norrænna skálda í dag, Halldór Laxness, er íslendingur og hann hefur aldrei skrifað norræn mál, en hans beztu þýðingar eru á ensku, þýzku og frönsku. Önnur Norðurlönd hafa átt og eiga stór- merka höfunda, en hver hefði sætt sig við að verk Hamsuns, H.C. Andersens, Ibsens og Strindbergs yrðu dæmd af þýðingum? Maður á ekki að sækja vatn yfir lækinn. Ein íslenzk vísa eftir Vatnsenda-Rósu hljóðar svo í þýð- ingu: Mine ojne og dine ojne oh de smukke stener. Mit er dit og dit er mit du ved hvad jeg mener. Vísan hefur í þýðingu tapað reisn, tapað stíl sem á að vera aðal bókmennta. Anker Jorgensen sagði í gær á Hótel Sögu að nor- rænir menn ættu að trúa á fram- tíðina. Kæru norrænu vinir, ef þið hlustið eftir þeirri vísu, sem ég gat um á íslenzku þá trúi ég að þið skiljið hana á íslenzku. Augun mín og augun þín ó þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt þú veist hvað ég meina." Eiður og Guðrún andvíg Þegar Páll Pétursson hafði stöðvað Árna í rr'ðuflutningnum í miðjum klíðum báðu þau um orðið Guðrún Helgadóttir og Eiður Guðnason og lýstu sig bæði andvíg þeim hugmyndum, sem fram hefðu komið, að leggja mætti fram íslenzk verk á íslenzku, eða þá ensku, þýzku eða frönsku. Kvað Guðrún það sína skoðun, að þessi tillaga væri á misskilningi byggð. Eiður Guðnason sagði að sem íslendingur vildi hann að það kæmi fram að hann væri algerlega andvígur því að bókmenntaverk tilnefnd til verðlauna Norður- landaráðs væru lögð fram á ensku, þýzku eða frönsku. Þessi hugmynd hefði ekki verið kynnt eða rædd áður og að hans mati væri þings- ályktunartillagan, sem Árni John- sen vitnaði til, vanhugsuð, aðal- atriði tillögunnar er að íslenzka verði viðurkennd til jafns við dönsku, sænsku og norsku, en ella enska, franska og þýzka til jafns við norðurlandamálin þrjú. Lokaorðin í umræðunni átti Eiður Guðnason og vísaði til sessunautar síns, sem sagt hefði eftir ræðu Árna: „í Svíþjóð eigum við marga svona menn en við tök- um þá aldrei með á Norðurlanda- ráðsþing." armálanefndarinnar, en hann er formaður hennar. Þar sagði Eiður ennfremur, að nefndin hefði fylgzt vel með möguleikum á samvinnu milli Norðurlanda á sviði hljóð- varps og sjónvarps í gegnum fjar- skiptahnött. Því væri haldið fram, að aldrei hefðu verið jafn góðar horfur varðandi sjónvarpssam- vinnuna og nú í þeim samningum, sem fram hefðu farið á undan þessu þingi. Náðst hefði sam- komulag um stefnumörk í dag- skrárgerð og einnig varðandi tæknileg og lagaleg atriði. Eftir sem áður hefði samt ekki komið fram nægilegur vilji til þess að leysa þau fjárhagsvandamál, sem óleyst hefðu verið. Menningarmálanefndin hefði lagt sérstaka áherzlu á það, að gerðar yrðu ráðstafanir bæði inn- an Norðurlandanna hvers um sig jafnt sem á samnorrænum vett- vangi til þess að efla kvikmynda- gerð. Forsenda þessa væri m.a. sú að kvikmyndirnar næðu til al- mennings á Norðurlöndum, það er að þær fengju sinn heimamarkað. Þá hefði nefndin veitt aukinni kunnáttu í tungumálum Norður- landanna innbyrðis aukinn stuðn- ing. Möguleikarnir á því að nema norræn tungumál væru greinilega of litlir í mörgum háskólum á Norðurlöndum. Nefndin teldi þessu miður farið og hefði lagt til við ráðherranefndina, að gerðar yrðu ráðstafanir fljótlega til þess að bæta úr þessu. Þá væri það skoðun nefndarinn- ar, að auka ætti möguleika námsmanna og kennara til þess að flytjast milli Norðurlanda. Það væri enn bundið ýmsum erfiðleik- um að fara til náms milli Norður- landanna innbyrðis. Möguleikar kennara í háskólum og fram- haldsskólum til þess að kenna í öðru landi en heimalandi sínu á Norðurlöndum væru líka tak- markaðir. Að lokum ræddi Eiður Guðna- son um menningartengsl Græn- lands og hinna Norðurlandanna. Sagði hann þar, að Norðurlanda- ráð hefði þegar fyrir löngu óskað eftir raunhæfum tillögum í því til- liti og hefði álitsgerð komið fram þar að lútandi fyrir skömmu. Menningarmálanefndin gerði ráð fyrir, að unnt yrði að leggja þær tillögur, sem þar kæmu fram, mjög tímanlega fyrir þing Norður- landaráðs 1986. Framlög til menningarmála hækka í nær 160 millj. d.kr. FRAMLÖG Noröurlandaráds á sviði menningarmála eiga að nema 159,9 millj. d. kr. á nssta fjárhagsári og er það um 11,3 millj. kr. hækkun á milli ára. Þar er gert ráð fyrir hskk- uðum framlögum til Norrsnu eld- fjallastofnunarinnar og verulega auknum framlögum til Norrsnu menningarmiðstöðvarinnar. Þá er lagt til, að framlög Norðurlandaráðs til Norrsna hússins í Reykjavík verði hskkuð á grundvelli sérstakr- ar athugunar, sem fram hefur farið á vegura Norrsnu félaganna á íslandi. Þetta kom fram í ræðu Ragn- hildar Helgadóttur mennta- málaráðherra á þingi Norðurlandaráðs í gær, þar sem hún gerði grein fyrir fjárhags- áætlun Norðurlandaráðs á sviði menningarmála. Frú Ragnhildur sagði m.a., að á þeim 14 árum sem menningarsamvinna Norðurlanda hefði verið við lýði í núverandi mynd, þá hefðu æ fleiri aðilar eignazt möguleika á því að fá stuðning frá Norðurlandaráði til þess að efla tengsl sín innbyrðis á Norðurlöndum. Stuðningi til almennrar menn- ingarmálastarfsemi mætti skipta í þrjá liði í fjárhagsáætluninni. Það er til samnorrænnar menn- ingarmálastarfsemi, samnorræns samstarfs á sviði íþróttamála og samnorræns samstarfs á sviði menntamála. Alls hefði verið var- ið 5 millj. d. kr. til þessara mála á árinu 1984 og hefði þar verið um aukningu að ræða að fjárhæð 700.000 d. kr. Við þetta bættust framlög til starfsemi einstakra áhugamar.nahópa. f tengslum við alþjóðlegt æsku- lýðsár Sameinuðu þjóðanna hefði ráðherranefndin lagt til, að veitt- ar yrðu 925.000 d. kr. til sérstakra áforma. Yrði þessu fé úthlutað ýmist til staðbundinna eða svæð- isbundinna áforma en einnig til norrænu æskulýðsráðstefnunnar, sem fram hefði farið hér í Reykja- vík nú í tengslum við þing Norður- landaráðs. hefðu framlög til námskeiða og ráðstefna jafnt sem til einstakra rannsóknarverkefna gefið miklum fjölda norrænna vísindamanna tækifæri til samskipta sín í milli, aukinnar menntunar og eflingar vísindalegrar starfsemi. Á sviði menntamála almennt mætti einn- ig benda á mörg dæmi um þennan mikilvæga þátt í samnorrænni menningarmálastarfsemi, sem hefði það að markmiði að efla bæði atvinnumenn og áhugamenn til aukinnar samvinnu og sam- skipta. Menntamálaráðherra tók það fram, að í tillögum ráðherra- Ragnhildur Helgadóttir nefndarinnar nú væri lagt til, að gerðar yrðu breytingar, sem hefðu það í för með sér, að fjárhagsáætl- unin á sviði menningarmála yrði sameinuð hinni almennu fjár- hagsáætlun Norðurlandaráðs. Þessar breytingar myndu jafn- framt leiða til þess, að skrifstofa menningarmálastofnunarinnar yrði sameinuð skrifstofu Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.