Morgunblaðið - 08.03.1985, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1985
fclk í
fréttum
SELFOSS:
Af Grýlu-
pottahlaupi
w
Iþróttaiðkun er býsna miitil á Selfossi og áhugi
á íþróttum nokkuð almennur. í byrjun góu
hefst hér árviss íþróttakeppni og er hér átt við
Grýlupottahlaupið svokallaða sem nefnt er eftir
skessukötlum á túni austan við íþróttasvæðið.
Hlaup þetta nýtur vinsælda hjá börnum og þau
kosta kapps um að taka þátt í því. Reglur hlaups-
ins eru nokkuð sérstæðar, en hlaupið er sex sinn-
um og til að koma til greina við verðlaunaaf-
hendingu þurfa þátttakendur að hlaupa a.m.k.
fjórum sinnum, en tími fjögurra hlaupa er lagður
saman.
Annað hlaup þessa árs fór fram fyrir skömmu
í afbragðs veðri og þátttaka var mjög mikil, 165
hlauparar á öllum aldri og keppnisgleðin í fyrir-
rúmi.
Samtök Málfreyja á
íslandi 10 ára
„Starf innan samtakanna skemmtilegt og þroskandi" segir Halldóra
Guðmundsdóttir forseti þriðja ráðs Málfreyja
Alþjóðasamtök Málfreyja
nefnast samtök, sem voru
formlega stofnuð í Bandaríkjun-
um 1938, en tíu ár eru liðin síðan
fyrsta deildin var stofnuð hér á
landi.
Blm. hafði samband við forseta
þriðja ráðs Málfreyja, Halldóru
Guðmundsdóttur, til að forvitnast
um markmið samtakanna og
starfsemi.
„Ég hef stundum sagt, að mark-
mið samtakanna sé að læra leik-
reglur lýðræðisins. Geta tjáð sig,
kunna að koma fram á mannamót-
um og kynnst sem flestum hliðum
félagsmála," sagði Halldóra.
„Þetta eru fyrst og fremst þjálfun-
ar- og fræðslusamtök, en starfið
innan samtakanna er mjög
skemmtilegt og þroskandi, vegna
þess að þátttakendur finna að það
ber árangur."
„Starfa samtökin víða um
land?“
„Já, starfsemi samtakanna hef-
ur gengið vel hér á landi og deildir
innan þeirra eru starfandi um allt
land. Sem dæmi má nefna deild í
Vestmannaeyjum, Stykkishólmi,
Selfossi og Mývatni auk Reykja-
víkur. f reglum samtakanna er
kveðið á um að ekki megi vera
færri en 12 félagar innan hverrar
deildar og ekki fleiri en 30. Heild-
arfjöldi félaganna hér á landi er
komin á fimmta hundrað í dag.“
„Geta allir gengið í þessi sam-
tök?“
„Þú meinar vegna nafnsins?"
*Já.“
„Alþjóðasamtökin munu skipta
um nafn 1. ágúst næstkomandi og
þá einnig hér á landi. En samtökin
eru öllum opin, körlum og konum,
sem hafa áhuga á starfseminni."
Þess má að lokum geta að þriðja
ráð samtakanna heldur tvo fundi
um helgina á Hótel Loftleiðum,
ráðstefnusal, og fer þar fram úr-
slitakeppni í ræðumennsku milli
sex deilda, sem heyra undir þriðja
ráðið. Hafi einhverjir áhuga á að
fylgjast með keppninni eru þeir
velkomnir.
Gjestgjafadeild ráðsfundanna
er Málfreyjudeildin Björkin,
ReykjaviH-
Madonna
eins og
kría á steini
Söngkonan unga, Madonna, hefur sannarlega
slegið í gegn að undanförnu. Þessi yfirleitt
naflabera og litríka hnáta hefur rutt lögum sínum
„Like a Virgin" og nú síðast „Material Girl“ upp
vinsældalista. Það gengur mikið á hjá henni, nú
ætlar hún að slá í gegn í kvikmyndunum að auki.
Hún hefur nælt sér í aðalhlutverk og myndin er í
vinnslu.
Kvikmyndin heitir „Desperatly Seeking Susan“ og
fjallar um rugling milli tveggja kvenna, mótleikari
klæðir sig í föt hennar og missir svo minnið. Hún
„verður" Susan og alla kvikmyndina er Madonna eða
öllu heldur hin raunverulega Susan að reyna að
endurheimta skilríki sín og persónu. Best að segja
ekki meira um efni myndarinnar, sem er sögð
gamanmynd með alvarlegu ívafi.
Frægð Madonnu litlu hefur verið skjótfengin og
slíkt leikur marga skemmtikrafta og listamenn
grátt. Aðspurð segist Madonna ekkert óttast í þeim
efnum, verst sé þó hve fólk glápi á sig á förnum vegi:
„Ef ég fer á veitingahús klára ég venjulega ekki
máltíð mína, ég missi nefnilega lystina er fólk fer að
glápa. í matvörubúðum glápir fólk ofan í grindina til
að sjá hvað ég kaupi og í fataverslunum bíður það
spennt að sjá hvað ég kaupi og kaupir svo það sama.
Þetta getúr tekið á taugarnar. Það hjálpar mér hins
vegar mikið að ég klæðist ekki öfgakennt né kem
þannig fyrir, eins og t.d. Cindy Lauper, Annie Lenn-
ox og Boy George. Það þýðir að ég get breytt um
framkomu ef ég vil án þess að það þyrfti endilega að
minnka vinsældir mínar. Hvað haldið þið að myndi
gerast ef Boy George kæmi fram burstaklipptur í
þröngum leðurbuxum? Það gengi einfaldlega ekki,“
segir Madonna.
Um framtíðina segir Madonna: „Ætli leið min
liggi ekki senn á Betty Ford-sjúkrahúsið, leiðir allra
frægra manna virðast liggja þangað," segir hún í
gríni, en bætir við alvarlegri í bragði: „Ég veit auð-
vitað fátt hvað framtíðin ber í skauti sér og get í
þeim efnum aðeins undirstrikað ætlun mína; ég ætla
að vera fræg og vinsæl um langan aldur ..."