Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 Heimildar- myndir Að undanförnu hefir borið nokkuð á heimildarmyndum i ríkissjónvarpinu. Er skemmst að minnast heimildarmyndar er Landsvirkjun lét gera þá hún varð tvítug. Mynd þessi nefndist Foss- hjartað slær og þrátt fyrir að texti myndarinnar væri hlaðinn ögn broslegu of lofi, þá náði myndaug- að að fanga þau smekklegu mann- virki er Landsvirkjun hefir dreift um öll helstu virkjunarsvæði landsins. Er ekki hægt annað en dást að því hversu forráðamenn Landsvirkjunar hafa lagt sig fram um að fella „rafveiðarana" að um- hverfinu. Hef ég á tilfinningunni að stjórnarformaðurinn, Jóhanns Nordal, eigi þar stóran hlut að máli, því hann hefir gjarnan sýnt velvilja gagnvart blessaðri menn- ingunni. Annars hafa þær heimild- armyndir er sjónvarpið hefir sýnt undanfarið ekki verið í sama dúr og fyrrgreind afmælismynd Lands- virkjunar. Sú mynd var eins og áð- ur gat, framleidd samkvæmt pönt- un frá valdsmönnum, en heimild- armyndirnar er við sáum á þriðju- dagskveldið: Vötn í voða og Ópíumrækt og umhverfisvernd voru gerðar af kvikmyndagerðar- mönnum er vinna á svipuðum grunni og þeir rannsóknarblaða- menn er leitast í senn við að skoða það sem aflaga fer í heiminum og benda valdsmönnum og almenningi á leiðir til úrbóta. Hornsteinar lýðfrelsis Persónulega er ég þeirrar skoð- unar að slíkar heimildarmyndir færi okkur ekki aðeins mikinn fróðleik um heim vorn heldur séu þær einhver mikilvægasti horn- steinn lýðræðisins og þar með frels- isins. Við skulum gæta þess að heimurinn birtist okkur ekki leng- ur nema að litlu leyti gegnum bíl- rúðu eða af bók eða blaði, í krafti fjarskiptabyltingarinnar birtist hann í æ ríkara mæli á sjón- varpsskerminum. f einræðis- og alræðisríkjunum vilja valdsmenn- irnir gjarnan ráða þeirri heims- mynd er ríkir í imbakassanum. En nú er úr vöndu að ráða á þeim bæjum, því í kjölfar fjarskipta- byltingarinnar hrynja múrar milli landa, einsog þegar hefir raunar gerst í Þýskalandi, þar sem v- þýskt sjónvarpsefni flæðir austur- yfir, og þegar varnarmúrinn er ekki lengur fyrir hendi gera vík- ingar nútímans, rannsóknarblaða- mennirnir og hinir frjálsu sjón- varpsmenn, strandhögg í hina rósrauðu heimsmynd einræðis- herranna. Lok alrœðis? Ég spái því að með tíð og tíma munu þessar vösku víkingasveitir frelsa alþýðuna undan hinu and- lega oki alræðsins og þar með neyðist hinir austrænu valdsmenn til að taka upp lýðræðisleg vinnu- brögð. Ég byggi þessa skoðun mína á því að með aukinni upp- fræðslu almennings um raunveru- legt ástand mála, þá veikist sú heimsmynd er miðstýringarmenn halda að fólki og andófsmönnum fjölgar uns þeir ná völdunum og endurreisa lýðræðið. Kannski er hér um draumsýn að ræða, máski hafa heimildarmyndirnar er fljúga um heiminn og sýna kosti hans og galla ekki minnstu áhrif. Þegar svo er komið málum getum við sennilega öll tekið undir með O’Brien, fulltrúa Stóra-bróður í 1984, þar sem hann segir:... vald er vald yfir mönnum. Yfir líkam- anum, en þó fyrst og fremst yfir huga manna. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / S JÓN VARP „Slarkari, skáld og kraftamaður“ Vernharður Linnet H „Slatkari, skáld 35 og kraftamað- — ur“ nefnist þáttur um Ögmund Sí- vertsen í samantekt Vernharðs Linnet, sem er á dagskrá rásar 1 í kvöld, klukkan 22.35. Þetta er stutt lýsing á ævi Ögmundar. Hann var samtímamaður Jónasar Hallgrímssonar og bjó lengst af í Kaupmanna- höfn. Ögmundur var litrík persóna og tók m.a. upp iðju dróttskáldanna fornu og tók að yrkja um prins- essur og konunga. Ögmundur gaf út kvæðabók árið 1832 sem hann nefndi „Ögmundar- getu“. Árið 1973 kom út Ijóðabókin „Skóhljóð ald- anna“, þar sem er úrval kvæða Ögmundar ásamt með ljóðum eftir Ólaf Ormsson. Vernharður ræðir við Ólaf og Björn Th. Björnsson. Lesari með Vernharði er Margrét Að- alsteinsdóttir. Barnaútvarpið ■■ Barnaútvarpið 05 í umsjá Ragn- “ heiðar Gyðu Jónsdóttur er á dagskrá rásar 1 í dag klukkan 17.05. Spennusagan verður á sínum stað og óhætt er að segja að sífellt æsist leik- urinn. Farið verður í heimsókn í barnaleikhús- ið Tinnu og rætt við for- ráðamenn þess. „Aríetta“ — einleikur Fluttur verður „Úti í heimi 00 útvarpseinleik- ““ ur eftir Odd Björnsson á rás 1 í kvöld klukkan 20.00. Leikrit þetta ber heitið „Aríetta". Leikstjóri er Viðar Vík- ingsson. Einhleypur maður, sem ekki hefur tekist að losna undan áhrifavaldi móður sinnar, talar um einkamál sín við unga stúlku, sem virðist vera á mörkum hins raunverulega og hins ímyndaða. Flytjandi leiksins er Erlingur Gíslason. Píanó- leik annast Snorri Sigfús Birgisson og tæknimaður er Friðrik Stefánsson. ■i „Úti í heimi“ 00 nefnist þáttur “' sem er á rás 1 í dag klukkan 14.00, en það eru endurminningar dr. Jóns Stefánssonar. Jón Þ. Þór byrjar lesturinn. Jón Stefánsson fór til Hafnar um 1880 og nam enska tungu við Kaup- mannahafnarháskóla. Hann varð doktor í ensku fyrstur íslendinga. Hann fluttist búferlum til Eng- lands og bjó þar til ársins 1945. f Englandi dvaldist hann löngum á British Museum og stundaði fræðistörf. Hann kynntist mörgum þekktum mönn- u um í þessari dvöl á safn- inu og má nefna að hann sat við hliðina á Lenín einn vetur á safninu, en næsta haust fór Lenín heim til Rússlands og gerði byltingu. Jón var leiðsögumaður teiknarans Collingwoods hér á landi og gaf út með honum bók um fsland. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 4. júl( 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Ólafs Oddssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: — Erlingur Ni- elsson, (safirði, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli bróðir og Kalli á þak- inu“ eftir Astrid Lindgren. Sigurð- ur Benedikt Björnsson les þýðingu Siguröar Gunnars- sonar (t3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraðra Þáttur I umsjá Þóris S. Guö- bergssonar. 11.00 .Ég man þá tið" Lög frá liðnum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 Tónleikar 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 .Oti I heimi", endurminn- ingar dr. Jóns Stefánssonar Jón Þ. Þór les (2). 14.30 Miödegistónleikar a. Sónata fyrir tvær klarln- ettur eftir Giuseppe Doniz- etti. Dieter Klöcker og Waldemai Wamdel leika. b. Trló nr. 1 I d-moll fyrir pl- anó, fiðlu og selló op. 63 eft- ir Robert Schumann. Kogan-tríóiö leikur. 15.15 Af Austurlandi Umsjón: Einar Georg Ein- arsson. 1540 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 A frlvaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. XIJ5Q Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19^5 Bjargið Endursýning Myndin gerist I Grlmsey að vori til og er um nokkur börn sem fá aö fara I fyrsta skipti i eggjaferð út á bjargiö. Umsjón og stjórn: Elln Þóra Friðfinnsdóttir. 19.40 Sögur og draumar Finnsk barnamynd (Nordvision — Finnska sjón- varpiö) 19A0 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Skonrokk 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Arletta". einleik- ur eftir Odd Björnsson Leikstjóri: Viðar Vikingsson. Leikandi: Erlingur Glslason. Planóleikur: Snorri Sigfús Birgisson. 20.30 Samleikur I útvarpssal Simon H. (varsson og Sieg- fried Kobilza leika á gltara þrjú smálög eftir Michael Praetorius, Johann Christian Bach og Fernando Carulli. 21.00 Misskilningur Umsjón: Anna Ólafsdóttir Björnsson. 21.30 Jazz I stúdló eitt: Tónlist FÖSTUDAGUR 5. júli Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.15 Drengskaparmenn Bresk heimildamynd um starfsemi mafiunnar á Sikil- ey, Itallu og I Bandarlkjun- um. Lögreglu bæöi vestanhafs og austan hefur orðið vel ágengt undanfariö I baráttu sinni gegn þessum voldugu glæpasamtökum og er þaö mest þakkað uppljóstrunum mafluforingjans Tommaso Buscetta sem fjallað er um I myndinni. eftir Jukka Linkola Höfundur og átta Islenskir hljóöfæraleikarar leika. 22.00 Bókaspjall Aslaug Ragnars sér um þátt- inn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22 35 Slarkari, skáld og krafta- maður. Um ögmund Slvert- sen. Þáttur I samantekt Vern- harös Linnets. Lesari með honum: Margrét Aðalsteins- dóttir. 23.00 Kvöldstund I dúr og moll Umsjón: Knútur R. Magnús- son. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Þýöandi Björn Baldursson. 22X0 Konuraunir (Poor Cow) Bresk blömynd frá 1967. Leikstjóri Ken Loach. Aöalhlutverk: Carol White, Terence Stamp, John Bind- on og Kate Wiiliams. Söguhetjan er gift atvinnu- glæpamanni og stendur uppi ein með ungan son þeirra þegar maðurinn er dæmdur til fangelsisvistar. Hún reynir að bjarga sér meö ýmsu móti og kynnist mörgu mis- jöfnu i þvf basli. Þýðandi Kristmann Eiðsson. FIMMTUDAGUR 4. júll 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Krlstján Sigur- jónsson og Asgeir Tómas- son. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 Otroðnar slóðir Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lárusson. 16.00—17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.00—18.00 Gullöldin Lög frá 7. áratugnum. Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsæluslu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21X0—22.00 Gestagangur Gestir koma I stúdló og velja lög ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiður Dav- Iðsdóttir. 2200—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Orðaleikur Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.