Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADIÐ, PIMMTUDAGUR 4. JULl 1985 BRAUTARHOLTI 33 - SIMI: 62 # VIÐ ERUM í hjarta borgarinnar við Brautarholt. # VIÐ HÖFUM rúmgóðan sýningarsal og útisölusvæði. # VID BJÓÐUM mikið úrval notaðra bíla af öllum gerðum. VID VEITUM góöa og örugga þjónustu Mjög fáar kvartanir vegna mjólkurvara — segir í athugasemd frá Mjólkursamsölunni Undir fyrirsögninni „Nýtt hús, ný hönnun, súr mjólk", þann 28. júní, skrifar Bragi Ásgeirsson listmálari um gallaða mjólk og fleira er snertir Mjólkursamsöl- una. Ég vil fyrir hönd Mjólkursam- sölunnar þakka honum fyrir þau vinsamlegu ummæli sem fram koma í greininni um útlitsbreyt- ingu umbúðanna hjá okkur og um ýmsar aðrar framfarir. í greininni kemur einnig fram að hann hefur oft keypt mjólk með skertu geymsluþoli og að verslunin þar sem mjólkin er keypt neiti að skipta gölluðu mjólkinni fyrir aðra ógallaða. Ástæðan á að vera sú að Mjólkursamsalan neiti versluninni um endurgreiðslu á viðkomandi vöru. Á rannsóknarstofu okkar rann- sökum við geymsluþol varanna sem seldar eru héðan og þegar ekkert óeðlilegt kemur fram og engar kvartanir berast teljum við eðlilega að ekkert sé að. Nú vildi svo til að til okkar hringdi starfsstúlka verslunar þeirrar er Bragi skiptir við og sagði að til sín hefðu borist kvartanir um gallað- ar mjólkurvörur. Þetta var þriðju- daginn 25. júní. Sama dag var far- ið í verslunina og þá kom í ljós að kælirinn þar var bilaður (hiti 12—13°C) og þar að auki var hluti af mjólkinni geymdur utan kælis. Þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis sér um eftirlit matvöruverslana var þetta til- kynnt þangað. Það skal tekið fram að til okkar höfðu engar kvartanir borist um gallaðar vörur úr þess- ari verslun né annars staðar frá. Við þær aðstæður er voru í þessari verslun skerðist geymsluþol var- anna svo mikið að þær verða ónýt- ar á stuttum tíma. Mjólkurvörur eru viðkvæmar og gallar geta því miður komið fram, en til þess að vita hvað er að þurfum við að fá að vita um þær kvartanir er fólk hef- ur fram að færa. í því skyni leggj- um við mikla áherslu á það að verslanir taki til baka gallaðar vörur og bæti þær (að sjálfsögðu á okkar kostnað) og komi þeim með næstu ferð mjólkurbílsins til okkar þannig að við getum rann- sakað vöruna og gert viðeigandi úrbætur. Þetta vita mjólkurselj- endur og milli þeirra og okkar er mjðg gott samstarf á þessu sviði og get ég ekki skilið hvers vegna kaupmaðurinn gaf þau svör sem fram komu í greininni. Á rannsóknarstofu Mjólkur- samsölunnar starfar matvæla- fræðingur sem hefur m.a. það verkefni að taka við þeim kvörtun- um sem hingað berast. Hann gerir það sem hægt er til þess að tjón og óþægindi verði sem minnst fyrir neytandann, m.a. með því að senda eftir gölluðu vörunni í heimahús ef þörf krefur og skipta henni fyrir aðra nýja vöru eða bæta á annan hátt. Síðan gerum við okkar besta til þess að finna hvað er að og reynum að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Eg vil því hvetja alla neytendur mjólkurvara sem hafa kvartanir fram að færa að hafa samband við okkur í síma 10700 og hjálpa okkur til að hafa vörurnar sem bestar. Ég vil taka það fram að undan- farin þrjú 'ár höfum við fengið mjög fáar kvartanir, en takmark okkar er auðvitað að hafa þær sem allra fæstar. F.h. rannsóknarstofu MS Eiríkur Þorkelsson, forstöðumaður Reykhólasveit: Ekkert nothæft steypuefni MiAhúsum, 28. júni. Á KEYKHÓLUM er unnið við að steypa plan á bryggju við Keykhóla- hofn. Þar sem mjög erfitt er að fá gott steypuefni hér, var tekið það ráð að láta Karlsey sækja 200 tonn af sandi út í Ólafsvík. Steypuefnið sem við höfum yfir að ráða er fjörumöl og virðist hún menguð af lífrænum efnum og ber mikið á svokölluðum alkalí skemmdum sem trúlega verða ekki raktar til gallaðs sements. Engar skipulegar rannsóknir hafa farið fram á því hvort ekki sé hægt að finna steypuefni hér um slóðir, en á því er brýn þörf. Sveinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.