Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1985 í fiystihúsi National Sea Products Ltd. í Arnold’s Cove hefur verið sett upp vigtar- og framleiðslukerfi frá Marel. CITROÉN^' Notaður Citroen næstbesti kosturinn Citroén BX 19 TRD diesel ’84, ekinn 100 þús. km. Verö 550 þús. Citroén BX 16 TRS ’84, ekinn 26 þús. km. Verö 520 þús. Citroén BX 16 TRS ’83 ekinn 40 þús. km. Verö 440 þús. Citroén CX Reflex diesel ’82, ekinn 76 þús. km. Verð 460 þús. Citroén GS Pallas ’82. Verö 260 þús. Góö kjör. Höfum ýmsar geröir Citroén-bifreiöa á skrá. Opið laugardaga kl. 2—5. G/oóusfH ráði við dreifingarfyrirtækið Scanvest-Ring a/s, sem í upphafi tók að sér þá samninga sem við höfðum gert í Noregi. En til að fylgja sölunni eftir höfum við haft sérstakan starfsmann hjá fyrir- tækinu frá síðastliðnu hausti sem hefur aðstoðað við þróunarstarf. Á fyrrihluta þessa árs hefur orðið sú breyting á samstarfinu að dótturfyrirtæki Scanvest-Ring, Maritech a/s sem sérhæfir sig í fiskiðnaði og fiskeldi, tekur við dreifingunni og við bindum miklar vonir við það samstarf.“ Erum að selja þekkingu í fiskiönaði „Annað lykilatriði í starfi Marel hefur verið að vinna i eins nánu samráði við viðskiptavininn og mögulegt er. Ætlunin er að létta fiskvinnslufólki störfin og þróun búnaðarins hefst á verksmiðju- gólfinu þar sem fiskverkunarfólk- ið, verkstjórar og annaö starfsfólk vinnur með háskólamenntuðu fólki að hönnun kerfanna. Við erum ekki að selja einstaka hluti til fiskverkunar heldur þekk- ingu á fiskiðnaði og lausnir í því sambandi. Það eru vogir, skrán- ingartæki, og hugbúnaður tengdur iðnaðinum. Tæknin er umbúðirnar til þess að hægt sé að nýta sér þekkinguna." Kerfí í eitt stærsta frystihús veraldar „Sölustarf Marels í Kanada hófst með því að Rögnvaldur Ólafsson deildarstjóri þróunar- deilda, fór utan í fyrrahaust til að kynna búnaðinn sem við höfum á boðstólum fyrir hugsanlegum kaupendum, þ.e.a.s. stórum fisk- vinnslufyrirtækjum ytra. Eftir þeirra reynslu á búnaðinum höf- um við þegar gert samninga við tvö frystihús og búið er að ganga frá samningum við það þriðja. Eitt þéirra er eitt af stærstu frystihúsuum veraldar með 1.200 starfsmenn. Rafeindafyrirtækið Marel stofnar dótturfyrirtæki í Kanada: „Kanadísk fyrirtæki kljást nú við vandamál sem við leystum fyrir mörgum árum“ — segir Þorsteinn Ólafsson stjórnarformaður UM ÞESSAR mundir færir raf- eindafyrirtækið Marel út kvíarn- ar. í september tekur til starfa dótturfyrirtæki Marels í Halifax í Kanada. Að sögn Gylfa Aðalsteinssonar framkvæmdastjóra Marels mun dótturfyrirtækið sem heitir Marel Elquipment Inc., sinna þeim mark- aði sem hefur opnast með nýjum sölusamningum á framleiðslu- og eftiriitskerfum í fiskiðnaði. Hér er um að ræða Kanadamarkað, Nova Scotchia, Nýfundnaland og Braun- schweig, sem eru aðalfisk- vinnslusvæðin á austurströndinni. Starfsmenn verða fjórir, þar af tveir Kanadamenn. Auk þess að annast sölu og þjónustu, mun það aðlaga hugbúnað kerfanna að kanadískum aðstæðum og hugsan- lega taka að sér einstök hönnunar- verkefni á því sviði. Þróar framleiöslu- og eftir- litsbúnaö í fískiðnaöi „Marel var sett á laggirnar fyrir tveimur árum til að framleiða raf- eindabúnað í fiskiðnaði," sagði Þorsteir.n Ólafsson stjórnarfor- maður fyrirtækisins. „Það tók við starfi Framleiðni sf. sem var stofnað á sínum tíma til að vinna að framleiðniaukandi aðgerðum innan frystihúsa í samráði við raunvísindastofnun Háskóla ís- lands. Sú samvinna hófst árið 1976 og 1982 var henni lokið. Þá kom upp sú staða hvernig nýta skyldi þann árangur sem unnist hafði. Aðilar þróunarstarfsins, SÍS og 20—30 frystihús innan Sambands- ins ákváðu því aö stofna fyrirtæki sem ynni að frekari þróun á fram- Morgunbladid/Júlíus Frá vinstri: Rögnvaldur Ólafsson deildarstjóri þróunardeildar Marels. Pétur Guðjónsson rafmagnsverkfræðingur sem verður starfsmaður Marel Equipment Inc. í Kanada. Þorsteinn Ólafsson stjórnarformaður Marels og Gylfi Aðalsteinsson framkvæmdastjóri. leiðslu- og eftirlitsbúnaðinum og markaðssetti hann, ekki síst með útflutning fyrir augum. Stofnun Marels hf. var afráðin í mars 1983 og samvinnusjóður ís- lands bættist í hóp hluthafa. í upphafi voru starfsmenn fyrir- tækisins 3 talsins og umsetningin 6 milljónir króna. í ár er umsetn- ingin 36 milljónir og bæði innan og utan fyrirtækisins starfa 50 manns við þróun, hönnun, fram- leiðslu og markaðssetningu." Breytt eignarform „Á síðasta aðalfundi félagsins var ákveðið að gefa starfsmönnum kost á að gerast meðeigendur fyrirtækisins. Er áætlað að hlutur þeirra verði 10%. Þetta telur stjórnin eðlilegt þar sem að baki þeirrar öru þróunar sem orðið hef- ur hjá fyrirtækinu er þekking starfsmannanna. í hátækniiðnaði þar sem ævi tækjanna verður sí- fellt skemmri er vöruþróun grundvallaratriði og hjá okkur starfa fleiri að nýsköpun og við að endurbæta fyrri framleiðslu en að markaðssetningu." Tökum fyrir einn markaö í einu Þorsteinn sagði að frá upphafi hefði Marel lagt áherslu á að taka aðeins einn markað fyrir í einu. „Við hófum sölustarf okkar í Nor- egi og það var ekki farið að huga að kanadíska markaðinum fyrr en árangur náðist á þeim norska. I Noregi höfum við unnið í sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.