Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 19 Aðalfundur Sambands norðlenskra kvenna: Skorað á konur að leggja sitt af mörk- um til friðarmála AÐALFUNDUR Sambands norðlenskra kvenna var haldinn á Húnavöllum 8. og 9. júní sl. Fundinn sóttu fulltrúar allra kvenfélagasambanda á svæðinu sem nær fra Austur-Húnavatnssýslu til Norður-Þingeyjarsýslu, að báðum sýslum meðtöldum. Ymis mál sem sambandið hefur haft á stefnuskrá sinni voru rædd á fundinum, svo sem orlofsmál, garðyrkjumál og málefni þroska- heftra sem SNK hefur mjóg látið sig varða. Sambandið mun á næsta ári gangast fyrir fjársöfnun til styrktar þroskaheftum á Norð- urlandi. Oft áður hefur verið unn- ið að slíkri söfnun, til styrktar heimili vangefinna að Sólborg á Akureyri. Guðrún Benediktsdóttir, Hvammstanga, flutti erindi frá Samtökum um jafnrétti milli landshluta. Hvetur fundurinn kvenfélög til að kynna sér samtök- in, telur hann að lítilsvirðingar hafi gætt í málflutningi ýmissa fjölmiðla gagnvart landsbyggð- inni og sé nú mál að linni. Hann telur að flytja beri þjónustustarf- semi þjóðfélagsins meira út á landsbyggðina, bæði hvað vald og fjármagn varðar. Friðarmál voru rædd og vekur fundurinn athygli á nauðsyn þess að konur taki höndum saman um varðveislu heimsfriðar. Skorað er Athyglisverð starfsemi kirkjunnar að Löngumýri í Skagafirði Bæ, HottjLsirond. I. júlí. LÖNGUMÝRI er gamalt höfuðból í Skagafirði og var um fjölda ára rek- inn þar kvennaskóli undir stjórn Ingibjargar Jóhannesdóttur. Síðasta skólastýran þar var Margrét Jóns- dóttir sem nú er forstöðukona heim- ilis þess sem rekið er af Þjóðkirkj- unni að sumri fyrir aldrað fólk, því til hvfldar og hressingar, en að vetri notað til námskeiða og fundahalda. Ég var einn af þeim sem naut þessarar gistivináttu nú í júní, en það er í þriðja skipti sem ég nýt þessarar einstöku dvalar að Löngumýri. Ef ég væri spurður hvernig væri að vera á þessum stað ætti ég fljótsvarað: þarna er gott að vera. Dagurinn byrjar með stuttri helgistund, en síðan hefst hin daglega starfsemi með kynn- ingarspjalli, söng, spilamennsku. Jú, fólkið getur farið í laugina eða eytt deginum að vild. Maturinn er sannkallaður veislumatur alla daga. Að kvöldi dags er aftur helgistund, oftast flutt af Marg- réti forstöðukonu, sem ég vil segja að sé persónuleiki sem við kynn- umst of sjaldan. María ljósa er gömul ljósmóðir af Sauðárkróki sem sjálfsagt hefur tekið á móti megninu af þeirri kynslóð þar sem nú er miðaldra. Hún hefur lært af lífsins reynslu að breiða yfir allt og alla, en þarna er hún ómissandi aðstoðarkona Margrétar forstöðu- konu. Starfsfólk allt á Löngumýri virtist mér vera ágætt. Nokkrum sinnum eru kvöldvökur haldnar og farið í kynningarferðir víða um. Yfirumsjón með þessum rekstri hafa prestarnir sem koma stund- um dvalargestum til sáluhjálpar og skemmtunar. — Björn. Þú svalar kstranbörf dagsins mMoggans! á allar konur í landinu að leggja sitt af mörkum og láta sig varða þetta lífshagsmunamál alls mannkyns. Soffía Guðmundsdóttir, Akur- eyri, flutti „Hugleiðingu í lok kvennaáratugar" og rakti hvað áunnist hefur og einnig hvar huga þarf enn betur að jafnréttismál- um. Oddný Björgvinsdóttir, Reykja- vík, og Asgerður Pálsdóttir, Geita- skarði, fræddu um ferðaþjónustu bænda sem nú er í mótun hér á landi. Samband norðlenskra kvenna varð 70 ára á sl. ári og gaf í því tilefni út afmælisrit. Núverandi stjórn skipa: Elín Aradóttir, Brún, Sigríður Hafstað, Tjörn og Guðbjörg Bjarnadóttir, Akureyri. ffír rr..ii»i;lLvnninirni Breskt strandgæsluskip í Reykjavíkurhöfn BRESKA strandgæsluskipið Leeds Castle verður í Reykjavíkurhófn fri fimmtudeginum 5. júlí til mánu- dagsins 8. júlí. Leeds Castle hefur verið í breska flotanum frá árinu 1981. Skipið hefur það hlutverk að annast gæslu á olíu- og gassvæðunum í Norðursjó auk almennrar strandgæslu. Um borð í því er rými fyrir Sea King-þyrlu. Skipið er 81 metri á lengd og gengur um 20 hnúta. í áhöfninni eru 50 manns og þá er einnig aðstaða um borð fyrir 25 landgöngu- liða. Á meðan skipið er í Reykjavík verður það við Ægisgarð. Það verður til sýnis almenningi frá klukkan 14 til 17, laugardaginn 6. júlí. su; uki FOX PICKUP Bíll sem býður upp á marga möguleika Aflmikill og lipurjeppi og umfram allt ótrúlega spameytinn. í sparaksturskeppni BIKR og DV9. júnísl. eyddi Suzuki Fox 413 aðeins 6.2 Itr. pr. 100 km. Nú getum við boðið upp á vönduð trefjaplasthús á Suzuki Fox pickup. Þar sem Fox pickupinn er 57 cm lengri en Foxjeppinn, þá hentar hann mjög vel fyrir alla þá sem þurfa á miklu farangursrými að halda. Verð: Suzuki Fox 410 pickup 4 gíra kr. 339.000.- Suzuki Fox 413 pickup 5 gíra kr. 395.000.- Trefjaplasthús kr. 64.700-- Því meira sem þú ekur SUZUKI - því meira sparar þú SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100. I'AV ¦ Prtnamióta Ama Vmtdrmarttonai tdrmamonar hf I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.