Morgunblaðið - 04.07.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.07.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1985 19 Aðalfundur Sambands norðlenskra kvenna: Skorað á konur að leggja sitt af mörk- um tii friðarmála AÐALFUNDUR Sambands norðlenskra kvenna var haldinn á Húnavöllum 8. og 9. júní sl. Fundinn sóttu fulltrúar allra kvenfélagasambanda á svæðinu sem nær frá Austur-Húnavatnssýslu til Norður-Uingeyjarsýslu, að báðum sýslum meðtöldum. Ýmis mál sem sambandið hefur haft á stefnuskrá sinni voru rædd á fundinum, svo sem orlofsmál, garðyrkjumál og málefni þroska- heftra sem SNK hefur mjög látið sig varða. Sambandið mun á næsta ári gangast fyrir fjársöfnun til styrktar þroskaheftum á Norð- urlandi. Oft áður hefur verið unn- ið að slíkri söfnun, til styrktar heimili vangefinna að Sólborg á Akureyri. Guðrún Benediktsdóttir, Hvammstanga, flutti erindi frá Samtökum um jafnrétti milli landshluta. Hvetur fundurinn kvenfélög til að kynna sér samtök- in, telur hann að lítilsvirðingar hafi gætt í málflutningi ýmissa fjölmiðla gagnvart landsbyggð- inni og sé nú mál að linni. Hann telur að flytja beri þjónustustarf- semi þjóðfélagsins meira út á landsbyggðina, bæði hvað vald og fjármagn varðar. Friðarmál voru rædd og vekur fundurinn athygli á nauðsyn þess að konur taki höndum saman um varðveislu heimsfriðar. Skorað er á allar konur í landinu að leggja sitt af mörkum og láta sig varða þetta lífshagsmunamál alls mannkyns. Soffía Guðmundsdóttir, Akur- eyri, flutti „Hugleiðingu í lok kvennaáratugar" og rakti hvað áunnist hefur og einnig hvar huga þarf enn betur að jafnréttismál- um. Oddný Björgvinsdóttir, Reykja- vík, og Asgerður Pálsdóttir, Geita- skarði, fræddu um ferðaþjónustu bænda sem nú er í mótun hér á landi. Samband norðlenskra kvenna varð 70 ára á sl. ári og gaf í því tilefni út afmælisrit. Núverandi stjórn skipa: Elín Aradóttir, Brún, Sigríður Hafstað, Tjörn og Guðbjörg Bjarnadóttir, Akureyri. Alr fróHatilkvnnintnil Breskt strandgæsluskip í Reykjavíkurhöfn BRESKA strandgæsluskipið Leeds Castle veröur í Reykjavíkurhöfn frá fimmtudeginum 5. júlí til mánu- dagsins 8. júlí. Leeds Castle hefur verið í breska flotanum frá árinu 1981. Skipið hefur þaö hlutverk að annast gæslu á olíu- og gassvæðunum í Norðursjó auk almennrar strandgæslu. Um borð í þvi er rými fyrir Sea King-þyrlu. Skipið er 81 metri á lengd og gengur um 20 hnúta. í áhöfninni eru 50 manns og þá er einnig aðstaða um borð fyrir 25 landgöngu- liða. Á meðan skipið er í Reykjavík verður það við Ægisgarð. Það verður til sýnis almenningi frá klukkan 14 til 17, laugardaginn 6. júlí. Athyglisverð starfsemi kirkjunnar að Löngumýri í Skagafirði Bv, llöftaslrönd. I. júli. LÖNGUMÝRI er gamalt höfuðból í Skagafírði og var um fjölda ára rek- inn þar kvennaskóli undir stjórn Ingibjargar Jóhannesdóttur. Síðasta skólastýran þar var Margrét Jóns- dóttir sem nú er forstöðukona heim- ilis þess sem rekið er af Þjóðkirkj- unni að sumri fyrir aldrað fólk, því til hvíldar og hressingar, en að vetri notað til námskeiða og fundahalda. Ég var einn af þeim sem naut þessarar gistivináttu nú í júní, en það er í þriðja skipti sem ég nýt þessarar einstöku dvalar að Löngumýri. Ef ég væri spurður hvernig væri að vera á þessum stað ætti ég fljótsvarað: þarna er gott að vera. Dagurinn byrjar með stuttri helgistund, en síðan hefst hin daglega starfsemi með kynn- ingarspjalli, söng, spilamennsku. Jú, fólkið getur farið í laugina eða eytt deginum að vild. Maturinn er sannkallaður veislumatur alla daga. Að kvöldi dags er aftur helgistund, oftast flutt af Marg- réti forstöðukonu, sem ég vil segja að sé persónuleiki sem við kynn- umst of sjaldan. María ljósa er gömul ljósmóðir af Sauðárkróki sem sjálfsagt hefur tekið á móti megninu af þeirri kynslóð þar sem nú er miðaldra. Hún hefur lært af lífsins reynslu að breiða yfir allt og alla, en þarna er hún ómissandi aðstoðarkona Margrétar forstöðu- konu. Starfsfólk allt á Löngumýri virtist mér vera ágætt. Nokkrum sinnum eru kvöldvökur haldnar og farið í kynningarferðir víða um. Yfirumsjón með þessum rekstri hafa prestarnir sem koma stund- um dvalargestum til sáluhjálpar og skemmtunar. — Björn. Þúsvalarl SKÍum Möggans! SUZUKI FOX PICKUP Bíll sem býður upp á marga möguleika Aflmikill og lipur jeppi og umfram allt ótrúlega spameytinn. ísparaksturskeppni BIKR ogDV9. júnísl. eyddi Suzuki Fox 413 aðeins 6.2 Itr. pr. 100 km. Nú getum við boðið upp á vönduð trefjaplasthús á Suzuki Fox pickup. Þar sem Fox pickupinn er 57 cm lengri en Fox jeppinn, þá hentar hann mjög vel fyrir alla þá sem þurfa á miklu farangursrými að halda. Verð: Suzuki Fox 410 pickup 4 gíra kr. 339.000.- Suzuki Fox 413 pickup 5 gíra kr. 395.000.- Trefjaplasthús kr. 64.700.- Því meira sem þú ekur SUZUKI - því meira sparar þú SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100. “ Valdmariu.nar hf ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.