Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR4. JÚLÍ 1985 Guðmundur Torfason: Reglulega gaman „ÞETTA eru sko bíkarleikir. Þaö er reglulega gaman að bessu, serstaklega þegar vel gengur eins og núna í sumar hjá okkur," sagði Guömundur Torfason, hetja Framara eftir leikinn við Víkinga í ga»r. „Þessi leikur var erfiöur en mjög ánægjulegur þegar upp var staöið, það eina sem maöur er svekktur yfir er að Vikingar skuli vera svona neöarlega i deildinni, þeir eru alltof góöir til þess," sagði Guömundur og var aö vonum kátur eftir erfið- an leik og sætan sigur. Morgunblaðiö/Bjarni • Guðmundur Torfason skorar hérna jöfnunarmark Fram gegn Víkingum í gaer. Guðmundur skoraöi þrjú mörk í gær og lék vel. Sjö gullfalleg mörk — enn einu sinni misstu Víkingar nidur gott forskot Töpuðu nú í bikarkeppninni — komust í 2:0 og 3:1 VÍKINGAR máttu enn einu sinni bíta í það súra epli að vera með örugga forystu í leikhiéi en tapa síðan leiknum. Að þessu sinni voru þaö Framarar sem sigruöu þá í Bikarkeppninni eftir fram- lengingu. Eftir venjulegan leik- tíma var staöan jöfn, 3:3, en { framlengingunni skoraði Guð- mundur Torfason úr vítaspyrnu sitt þríðja mark í leiknum og sig- urmark Fram. Þeir tæplega eitt þúsund áhorf- endur sem lögöu leiö sína á Val- bjarnarvöll uröu ekki fyrir von- brigöum, mikil spenna, mörg mörk og í einu oröi sagt hörkuleikur. Víkingar byrjuöu leikinn mun betur og börðust eins og Ijón, gáfu létt- leikandi leikmönnum Fram engan griö, alltaf tveir í hverjum manni og uppskáru tvö mörk í fyrri hálfleikn- um. Fyrra markið var stórglæsilegt. Andri Marteinsson fékk knöttinn rétt utan viö vítateig og sendi hann meö fallegu skoti efst í markhorn- iö, gjörsamlega óverjandi. Ein- staklega fallegt mark sem sjást allt Víkingur — Fram 3:4 of sjaldan hér á landi. Seinna markið var einnig ágætt. Aöal- steinn Aðalsteinsson skaut þá yfir Friðrik í markinu, sem var komin allt of langt út úr þvi. Aöatsteínn var þarna fljótur aö átta sig en vðrn Fram illa á veröi. Þegar fimmtán mínútur voru liönar af síöari hálfleik gaf Ómar Torfason hárnákvæma sendingu á kollinn á Guömundi Torfasyni sem skallaöi laglega í netiö. Gullfallegt mark. Víkingar gáfust ekki upp víö þetta heldur bættu viö þriöja markinu og var Andri þar aftur á feröinni. Trausti Ómarsson, fyrrum Blíki, átti þá skot aö marki, boltinn lenti í vamarmanni og þaöan til Andra sem afgreiddi hann snyrti- lega í markiö. Á 76. mínútu minnkaöi Guö- mundur Steinsson muninn fyrir Fram. Viöar átti þá fallega send- ingu á Guömund Torfason inn í vinstra horniö, Guömundur gaf fyrir markið þar sem nafni hans Steinsson kom á fleygiferö og sneiddi knöttinn glæsilega í netiö. Enn eitt glæsimarkiö. Eftir þetta sóttu Framarar mikið og áttu nokkur góð marktækifæri án þess þó aö skora. Fariö var aö fara um stuöningsmenn Fram þeg- ar aðeins ein mínúta var eftir af leiknum og staöan enn 3:2 fyrir Víkinga. Guömundur Torfason skoraöi jöfnunarmark Fram þegar tæp ein mínúta var eftir af venju- legum leiktíma. Ormarr gaf þá góöan bolta inn í vítateig þar sem Ömar Torfason stökk hæst, skall- aði fallega fyrir fætur Guömundar Torfasonar, sem negldi í marknet- iö. Framlenging. Lítið markvert geröist í fyrri hálf- leik framlengingarinnar annaö en Guömundur Torfason átti skalla ofan á markslá Vikingsmarksins. i síöari hálfeik framlengingarinnar skoraöi Guömundur Torfason úr vítaspyrnu. Björn Bjartmars felldi þá Guömund Steinsson innan vita- teigs og úr vitaspyrnunnii skoraöi Guömundur Torfason af miklu ör- yggi meö stórglæsilegu skoti. Þrennan í höfn og sigurinn líka. Víkingar léku þennan leik flestir mjög vel, en áberandi þótti mér hversu góöan leik Björn Bjartmars átti í öftustu vörninni, sérstaklega þegar haft er í huga aö þetta er einn af fyrstu leikjum hans. Hjá Fram vor þeir Viðar, Asgeir, Pétur Ormslev og Guömundur Torfason góöir og þaö sama má reyndar segja um alla leikmenn vallarins. Dómari í leiknum var Þorvaröur Björnsson og hefur hann oftast dæmt betur. Hann hafði þó í nógu að snúast, bókaöi fimm leikmenn. Þórður og Andri hjá Víkingi voru bókaöir og þeir Ásgeir, Þorsteinn og Steinn hjá Fram. —sus. niek fór til Roma DINO Viola, forseti italska knattspyrnufélagsins AS Roma, tilkynnti í gær að félagiö hefði ákveðið að selja Brasilíumann- inn Paolo Roberto Falcao. Roma keypti í gær pólska framherjann Zbigniew Boniek frá Juventus — og forráðamenn félagsins hafa ákveðið að halda Toninho Cereze, hinum Brasiliumanmn- um sem leikið hefur með félag- inu undanfarin ár — og selja því Falcao. Falcao hefur átt viö þrálát meiösli aö stríöa undanfariö og lék litiö meö liöinu i vetur. Hann hefur aö vísu náö sér aö fullu nú aö sögn lækna — en engu aö síöur var ákveöiö aö hann yröi seldur. Talið var aö Cerezo færi ef Boniek kæmi — og höfðu viöræður verið í gangi viö Atlanta og Avellino. Ekki er vitaö hvaöa liö kaupir Falcao — en víst er aö slegist veröur um kappann. Þess má geta aö Daninn ungi og frábæri Michael Laudrup veröur hjá Juventus næsta keppnistímabil i staö Bonieks, en ítölsku félögin mega hafa tvo erlenda leikmenn hvert. Hinn erlendi leikmaöurinn hjá Juve er Michel Platini, Frakk- inn frábæri. Juve keypti Laudrup frá Danmörku fyrir siöasta keppn- istímabil en leigöi hann svo til Laz- io. OPNUNARTIMI: Mánud. — miövikud. kl. 10—18. Fimmtud. — föstud. kl. 10—20. Laugardaga kl. 10—14 Ho^nornio ^omvnnurn nur r0\ netur opnao vörum a v ötrú\e9t urva ^ ^ ^ ^ ^ ira EJ3E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.