Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 4. JUU 1985 Samskipti ísraela og Bandaríkja- manna hafa kólnað vegna gíslamálsins texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTCR. ÞAÐ er engum vafa undirorpið, að framvinda gíslamálsins í Beirút svo og lyktir þess hafa leitt til þess að sambúð ísraela og Bandaríkjanna hefur kólnað svo að um munar. Verulegrar beizkju gætir í fsrael vegna þess hvernig Konald Regan Bandaríkjaforseti hélt á málum; hann talaði fjálg- iega um að Bandaríkjamenn myndu aldrei láta undan kröfum hryðju- verkamanna, en hafði áður látið að því liggja að honum mislíkaði stórum þegar ísraelar fluttu líbönsku shítana sjö hundruð í fangelsi í ísrael. ísraelar eru margir þeirrar skoðunar, að Regan hafi kastað ábyrgðinni á ísraela. I>egar Peres forsætisráðherra kvað loks upp úr með það eftir nokkurt hik, að Líbönunum yrði sleppt ef Bandaríkjastjórn færi fram i það, hélt Reagan áfram tali á sömu nótum svo að öllum mátti vera Ijóst að það væri Israela að leysa hnútinn. Það hefur ekki síöur vakið gremju í ísrael, að síðan eru það svo erkifjendurnir Sýrlendingar og Assad forseti þeirra sem Bandaríkjamenn lofa og eigna heiðurinn af því að hafa beitt sér svo að Bandaríkjamönnunum 39 var sleppt. Og það sem meira var, þeir voru fluttir um Sýrland á leið til frelsisins. Þar með sitja ísraelar ekki lengur að því að vera hinir einu og sönnu banda- menn Bandaríkjanna í Miðaust- urlöndum. 1 sjálfu sér er einnig umhugsunarefni hve Assad Sýr- landsforseti sýndi mikinn áhuga á að leggja fram skerf. Fram að þessu hefur verið grunnt á því góða milli Bandaríkjastjórnar og Sýrlandsstjórnar. Um það þarf ekki að fjölyrða, enda hafa Sýr- iendingar í auknum mæli hallað sér að Sovét um hvers kyns sam- vinnu og aðstoð. Nú er hljóðið í Bandaríkjamönnum í garð Sýr- lendinga annað og það er varla áhorfsmái að Assad forseti mun vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Væntanlega kemur í ljós á næst- unni hvernig þau mál skipast. Nahib Berri, leiðtogi Amal- sveitanna og dómsmálaráðherra óstarfhæfrar Líbanonstjórnar, hefur svo einnig styrkt stöðu sína. Það hefur blasað við, að áð- ur en gíslamálið kom til, var Berri að missa öll tök á Amal- sveitum og þær hlýddu fyrir- mælum hans ekki nema þeim hugnaðist svo sjálfum. Berri hefur með milligöngu sinni vakið athygli á málstað shíta og stöðu þeirra í Líbanon svo að um mun- ar. Þó er varlegt að spá um það, að svo stöddu, hvaða áhrif þetta gæti haft í Líbanon, þessu sundrungarinnar landi. Amin Gemayel, forseti Líbanons, hefur naumast verið nefndur undan- farnar vikur. Fréttaskýrendur eru sumir þeirrar skoðunar, að ¦*¦¦£ r ¦ #?*#' >*fc> t'l Við TWA-flugvélina í Beirút: flugræningi á handahlaupum. hann hljóti að hrökklast úr for- setastóli. Ef ekki, komi það út á eitt, á hann hlusti enginn lengur. Varla blandast nokkrum hugur um, að afskipti Sýrlendingar í þágu líbanskra shíta geta ekki hafa verið Gemaeyel sérlega þóknanleg. Þar sem forsetinn hefur reynt að vingast við Assad Sýrlandsforseta og leitað eftir stuðningi við „þjóðarsátta- stjórnina" og störf hennar þykir honum nú trúlega sem Assad hafi leikið heldur en ekki á sig. í Bandaríkjunum eru svo skiptar skoðanir um framgöngu Reagans i gíslamálinu, eins og hefur komið fram í skrifum um málið hér í Morgunblaðinu. Þrátt fyrir einarðar yfirlýsingar hans í byrjun aðhöfðust Banda- ríkjamenn ekkert til að frelsa gíslana, að mínnsta kosti ekki fyrir opnum tjöldum. ísraelar staðhæfa aftur á móti að þar sem Bandaríkjaforseti hafi varpað ábyrgðinni á þeirra herð- ar, eftir fyrstu dagana, hafi hann talið sig geta haldið áfram að gefa yfirlýsingar og haft í hæfilegum hótunum enda hafi honum verið löngu Ijóst að ís- raelar myndu ekki bregðast bandamönnum sinum. í skoð- anakönnunum í Bandaríkjunum sést að Reagan hefur ekki að ráði glatað hylli landa sinna og alveg eins Iíkíegt að honum tak- ist að ná sér fljótlega upp aftur fyrst málið var til lykta leitt á ekki lengri tíma. í Israel hefur Shimon Peres forsætisráðherra aftur á móti misst umtalsvert fylgi, samkvæmt könnunum. Veikleikamerki stjórnarinnar eru að koma í ljós, segja and- stæðingar hennar. ísraelar eru farnir að sýna linkind í skiptum við hryðjuverkamenn, sem hefði verið óþekkt fyrir fáum árum. Menn benda á að fyrir stuttu skiptu ísraelar á þremur ís- raelskum föngum í Libanon og rúmlega ellefu hundruð föngum, sem höfðu hlotið dóma og sátu í fangelsum í ísrael. Alræmdastur var japanskur maður, einn þeirra sem lifðu af hina blóðugu árás í flugstöðvarbyggingunni á Ben Gurion-velli, sem þá hét Lod. Bandaríkjamönnum og fsrael- um er mikilvægt að sambúðin haldist góð. Þvi verður sjálfsagt gert átak til að bæta hana. En Israelum mun þó áreiðanlega svíða lengi afdrifarík og alúðleg samskipti Sýrlendinga og Bandaríkjamanna í gíslamálinu. (hi'imiMir AP Jerusalem l'ost, Middle Easi Keview) Sá danski med Eftirspurnin eftir þeim danska hefur ekki linnt. Þeir fáu bílar sem viö fengum seldust upp á örskömmum tíma en til aö mæta eftir- spuminni hefur okkur tekist aö ná samningum um viöbótar- sendingu af þeim ódýrasta. Kr. 173.666.- Innifaliö í veröi: — hliöarlistar — halogen þokuljós aö framan — þokuljós aö aftan — aflhemlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.