Morgunblaðið - 17.08.1985, Page 24

Morgunblaðið - 17.08.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1985 pltrgu® Útgefandi ufltfafeifeí hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Umskipti í stjórnun peningamála Arsins 1984 verður án efa minnst sem árs mikilla umskipta og breytinga í stjórnun peningamála á ís- landi. í ágústmánuði það ár var stigið stort skref frá miðstýringu til frjálsræðis í vaxtamálum. Hálfu ári áður hafði glufa myndast í mið- stýringuna þegar Seðlabanki íslands heimilaði innláns- stofnunum að ákveða vexti á innlánum sem bundin voru til lengri tíma en 6 mánaða. Vaxtafrelsið hefur haft miklar breytingar í för með sér bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það er liðin tíð að sparifé sé etið upp í verð- bólgu. Sparifjáreigendum er ekki lengur refsað, heldur umbunað fyrir að leggja pen- inga til hliðar. Á síðasta ári jukust innlán um 34%, mun meira en á undangengnum árum. Þessari þróun ber að fagna, en vissulega er enn langt í land með að sparnað- ur sé jafnstór hluti af þjóðar- framleiðslu og hann var fyrir tæpum fimmtán árum. Fyrir nokkrum árum var mikið um það rætt að glæða þyrfti verðskyn almennings. Á þessum tíma óðaverðbólg- unnar missti fólk allt skyn á verðgildi peninga. Þetta hef- ur góðu heilli snúist við. En eins og almenningur þurfti áður að ná áttum í verðbólg- unni, verður hann að tileinka sér vaxtaskyn. Vaxtafrelsið hefur gjör- breytt viðhorfum íslendinga til peninga. Og þær breyt- ingar sem hafa átt sér stað snerta alla: einstaklinga, fjöldskyldur og fyrirtæki. Því verður ekki neitað að þeir háu raunvextir, sem gilt hafa síðustu mánuði, hafa verið þungur baggi á mörgum heimilum og fyrirtækjum. Það skiptir miklu máli að jafnvægi náist milli inn- og útlána. Ein forsenda þess að það geti gerst er að verðbólgu verði haldið í skefjum og komið í veg fyrir snarpar sveiflur í efnahagslífinu. Aukinn innlendur sparnaður dregur úr þörfinni fyrir er- lent lánsfjármagn. Miklu eð- lilegra er að opinberir aðilar, fyrirtæki og einstaklingar borgi innlendum sparifjár- eigendum vexti af lánsfé, heldur en erlendurn lánar- drottnum. Háir raunvextir hafa knú- ið fyrirtæki til að breyta í mörgu starfsháttum. Meiri kröfur eru gerðar en áður til arðsemi fjárfestinga. Og sjaldan hefur verið jafn mik- ilvægt að stjórnendur fyrir- tækja séu starfi sínu vaxnir, ef fyrirtæki á að farnast vel. Þessari þróun ber að fagna. Áhrif umræddra breytinga á einstaklinga og heimili í landinu eru einnig mikil. Nú taka menn ekki lengur lán til eyðslu, en leggja þess í stað meiri áherslu á að greiða skuldir sínar. Vaxtaskyn ein- staklinga hefur komið því til leiðar að fólk er farið að skilja að greiða þarf fyrir þau lán sem tekin eru. Hitt er annað að vegna hárra raunvaxta hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki lent í erfiðleikum, fyrst og fremst vegna skuldasöfnunar fyrri ára og óstjórnar í efna- hagsmálum. Það er því nauð- synlegt að á meðan að jafn- vægi hefur ekki náðst sé þessum aðilum veitt aðstoð. En þegar til lengri tíma er litið þá er það stöðugt efna- hagslíf og hagvöxtur sem skiptir mestu, enda öllum til hagsbóta. Það er lífsnauðsynlegt fyrir atvinnulífið að geta gengið að fjármagni vísu, gegn sanngjarni leigu eða vöxtum. Að undanförnu hef- ur mönnum, og þá eink- anlega stjórnmálamönnum, orðið tíðrætt um nauðsyn þess að nýsköpun eigi sér stað í atvinnulífinu; skjóta þurfi fleiri stoðum undir hagkerfi íslendinga. Undir þetta er tekið, en ljóst er að ekkert mun gerast í þessum efnum án fjármagns. Fái ís- lenskur fjármagnsmarkaður ekki að þróast án opinberra tilskipana, mun fjár- magnsskortur verða fram- þróun til trafala. Um leið og bankar og sparisjóðir hafa farið nýjar leiðir, hafa verðbréfavið- skipti farið sívaxandi. Spari- fjáreigendur eiga því fleiri kosta völ og þeir sem þurfa á lánsfé að halda njóta góðs af. íslenskur verðbréfamarkað- ur er hins vegar vanþróaður og hlutabréfamarkaður er nánast ekki til. Þetta háir at- vinnulífinu. Stjórnvöld verða að búa þannig í haginn að hlutabréfamarkaður nái að þróast. Og með skattalegum aðgerðum er hægt að hvetja almenning til að fjárfesta og taka beinan þátt í atvinnulíf- inu. ÉttffisíM máfl Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 300. þáttur í síðasta þætti komst ekki til skila lítill spássíuviðauki (ætti kannski að kalla spássíu blað- rönd?) frá umsjónarmanni. Fyrir vikið varð ein málsgrein svolítið skrýtin. Hún átti að vera svo: „Áð sjálfsögðu færi betur á því að segja að ásatrú- armenn héldu mót, og svo halda menn bækur eða færa bækur, og verða þá til nafnorð- in bókhald og bókfærsla." ☆ Svo skal um sinn haldið áfram með bréf Marinós L. Stefánssonar í Reykjavík. Hann segir (og tölusetur at- hugasemdir sínar): 5) „Bílbeltin forða slysum og skrámum." Þessu fylgdi engin viðbót frá Marinó. Umsjónarmaður reyn- ir að lagfæra það svo: „Bílbelt- in varna slysum og skrámum, sbr. slysavarnir. Eða þá: Bíl- beltin koma í veg fyrir slys og skrámur. 6) „Keyptu þér hana“ (bókina) (boðháttur). Ég hefði sagt kauptu. Hvort er réttara? í þátíð segi ég auð- vitað: ég keypti. Sjónvarpið notar keyptu þér (í boðh.). Umsjónarmaður heldur að þetta sé dálítið flókið mál og hefur reyndar um það fjallað áður. Boðháttarmyndin keyptu er svo rótgróin í málinu, að hér verður fylgt kenningu próf. Halldórs Halldórssonar. Hann telur að til hafi verið tvær sagnir: kaupa, *kaupaði, *kaupað (1. flokkur veikra sagna) og *keypa (eða *keypta), keypti, keypt (þriðji flokkur veikra sagna). Síðan hafi beyging þessara sagna blandast saman, þannig að til hafi orðið beygingin kaupa, keypti, keypt. Boðhátturinn kauptu er þá rétt myndaður (af nafnhætti) miðað við hina nýju beygingu, en boðháttur- inn keyptu væri rétt myndaður (leifar) af týndu sögninni. Svar við spurningu Marinós er þá: Hvort tveggja er jafnrétt, kauptu og keyptu. 7) „I opna skjöldu" finnst mér ofnotað, þó að gott sé. Ég tala nú ekki um þegar kemur „í opna skjöldu alveg að óvör- um“, eins og ég sá nýlega á prenti. Var nú ekki nóg að segja aðeins: að óvörum eða óvænt? Auðvitað var það nóg. Hitt er óþörf, ljót tvítekning (tauto- logia, stagl). Umsjónarmaður er hins vegar ekki fær um að dæma um ofnotkun orðtaksins, en lætur hér fylgja í staðinn það sem segir um það í dokt- orsritgerð fyrrnefnds og títt- nefnds Halldórs Halldórsson- ar: „Orðtakið merkir „ráðast aftan að, koma á óvart". Það er algengast í eiginlegri merk- ingu. Til voru hvelfdir skildir. Bakhlið slíks skjaldar (þ.e. hliðin, sem vissi að þeim, er skjöldinn bar) hét opinn skjöldr. At koma í opna skjöldu merkir þannig í rauninni „að ráðast að óvini aftan að eða á hlið“.“ Síðan tekur Halldór nokkur dæmi, svo sem úr sögu Har- alds harðráða: „Því at þeir máttu hvergi flýja nema út í fenit, þá er konungr kom ofan at í opna skjöldu." Að lokum vitnar próf. Halldór í Blön- dalsorðabók, þar sem fyrir kemur afbrigðið að koma í opn- ar skjöldur. Til var sem sagt kvenkynsorðið skjalda I sömu merkingu og skjöldur. 8) „Mennirnir voru sín (kvk.) hvorum megin við göt- una.“ Ætti líklega að vera sinn hvorum megin, — eða hvor sínu megin. Sumir segja: Sitt hvoru megin. Hvað er réttast? Mér finnst fólk vera ruglað í þessu. Frá umsjónarmanni: Ég er ekki viss um að ég geti sagt hvað sé réttast. En orðið mað- ur er karlkyns, og setningin því, eins og Marinó hefur tekið hana upp, tvímælalaust röng. Ég á hins vegar bágt með að gera upp á milli leiðréttingar- tilrauna hans. Mér þykir hvort tveggja fá staðist: Mennirnir voru hvor sínu(m) megin og sinn hvoru(m) megin. Börn væru hins vegar sitt hvoru(m) megin eða hvort sínu(m) megin. 9) „í Hagkaup voru bækur seldar," eða „í Hagkaupum voru bækur seldar.“ Hvernig á að skrifa eða segja nafn versl- unarinnar, et. eða ft. og hvern- ig beygja? Athugasemdir umsjónar- manns verða að mestu sam- hljóða því sem sagði í þætti 14. maí 1983, en þá hafði oftar en einu sinni verið fjallað um þetta efni hér í þáttunum: Ég felli mig alls ekki við að eignarfallsendingu sé sleppt. Á hitt vildi ég fallast, að hafa orðið í eintölu, þótt ég skynjaði það upphaflega í fleirtölu og segði þá „Pálmi í Hagkaup- um“. Ég vitnaði til heita fyrir- tækja, svo sem styttingarinnar „Eimskip" (fyrir Eimskipafé- lag íslands). Slagorð þess fyr- irtækis hefur verið Allt með Eimskip, og finnst mér rétt að láta það óátaliff. Ég get ekki fallist á að Eimskip og Haf- skip séu „skammstafanir". En menn hafa þetta í eintölu sem heiti fyrirtækis. Hann er fram- kvæmdastjóri Eimskips, segja menn, ekki framkvæmdastjóri Eimskipa. Hann vinnur hjá Hafskip, ekki Hafskipi eða Hafskipum. Ég fellst á þessa málvenju og sömuleiðis þá sem almenn- ingur hefur tamið sér um Hag- kaup. Ég fellst á að tala um Hagkaupsverð og Hagkaups- slopp og Pálma í Hagkaup. Ég fellst á það tal að fólk versli í Hagkaup, hvorki í Hagkaupi né Hagkaupum, og þykir mér í þessu sambandi takandi tillit til eindreginna óska þeirra sem að fyrirtækinu standa. Ég geri mér enn fremur ljóst að hér er ég á hálum ís, eða ætti ég kannski fremur að segja hálum ísi? Svör ykkar væru vel þegin. 10) Énn sér maður á prenti: „Líttu við,“ í stað: líttu inn. Og enn er sagt og skrifað: „í dag,“ í stað: nú (á dögum). Um þetta hefur umsjónar- maður fjallað fyrir svo skömmu, að honum þykir ekki ástæða til að orðlengja það nú. Hann sættir sig þó ekki við þetta tal, né heldur vill hann afgreiða það með athugasemd þeirri sem maðurinn hafði yfir í útvarpinu um daginn: „Það má öllu venjast svo vel fari.“ ☆ „Við hlið golfvöllsins," sagði spyrill í morgunútvarpinu á dögunum. Mig grunar að mað- ur þessi geti verið meira en lít- ið málhaltur að öðru leyti. Sök sér, þótt viðmælandinn, ungl- ingur að árum, segði: „Mig hlakkar til að fara.“ Útlit fyrir litla kartöflu- uppskeru á Fljótsdalshéraði EKKI er útlit fyrir góða kart- öfluuppskeru á Fljótsdalshér- aði í haust, að sögn Grétars Brynjólfssonar á Skipalæk, formanns Félags kartöflu- ræktenda í Múlasýslum. Grétar sagði að enn væri mest smælki undir kartöflugrösunum og að hámarki upp í útsæðis- stærð, en grös stæðu þó víðast hvar óskemmd. Hann sagði að til þess að von væri um einhverja uppskeru þyrfti að vera hagstæð tíð út ágúst og fram til 10. september. Kartöflurækt hefur aukist á Austurlandi undanfarin ár, aðal- lega sem aukabúgrein hjá bænd- um. I fyrrahaust var uppskera mikil, þannig að kartöflubændur gátu séð landshlutanum fyrir kartöflum mestan hluta ársins. Hvernig sem veðrið leikur við a.m.k. útséð með að þar verður Austfirðinga fram á haust er ekki mikil kartöfluuppskera. Vegarlagning í Borgarfirði eystra: Lægsta tilboð 60 % af kostnaðaráætlun OMAR Ingvarsson á Reyðarfirði átti lægsta tilboðið í lagningu Borgarfjarðar- vegar (Borgarfirði eystra) um Bóndastaöaháls sem Vegagerð ríkisins bauö nýlega út. Tilboð Ómars var 3.944 þús kr., sem er 60% af kostnaöaráætlun en hún hljóðaði upp á 6.550 þús. kr. 10 verktakar buðu í gerð vegarins en hann er 4,6 km að lengd og á verkinu að ljúka fyrir 1. desember. Þrjú tilboð voru yfir áætlun en hin öll undir og áttu Vökvavélar á Egilsstöðum næstlægsta tilboðið, 4.111 þús. kr. Þá hafa einnig verið opnuð tilboð í styrkingu og lögn malarslitlags á Norðausturvegi austan Kópaskers. Fjórir buðu í verkið og var tilboð Afls hf. á Vopnafirði lægst, 2.017 þúsund kr., sem er 98% af kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar, en hún hljóðaði upp á 2.050 þúsund kr. Lengd vegarkaflans er 5,4 km og skal verkinu vera lokið fyrir 1. október í haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.