Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ1913 251. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunbladsins Pólland: Pólitískum föngum heitið sakaruppgjöf Varsjá. Póllandi, 5. nóvember. AP. PÓLSKA ríkisstjórnin mun innan skamms veita flest öllum pólitísk- um fóngum í landinu takmarkaða náðun, en þeir eru nú taldir 368 að tölu. Þeir, sem ekki verða látnir lausir, eru andófsmenn úr röðum Samstöðu, hinnar bönnuðu verka- lýðshreyfingar landsins, sem staðið hafa þar fremstir í flokki. Það er vegna áskorunar frá Föðurlandsfylkingunni, sem rík- Óeirðir í Chile . Santiagó, (’hile, 5. nóvember. AP. BARDAGAR brutust út milli lögreglu og hermanna annars vegar og almennra borgara hins vegar vegna mótmæla sem efnt var til gegn herforingja- stjórn landsins. Bardagarnir stóðu í nokkrar klukkustundir og sagði lögreglan að 15 sprengjur hefðu sprungið í óeirðunum. Mótmælendur hafa verið handteknir en ekki er vit- að um hve marga var að ræða. Öfgasinnaðir vinstri- menn hafa efnt til tveggja daga mótmæla gegn herforingjastjórn landsins, en samkvæmt fregnum frá Santíagó, virtust mótmælin ekki njóta stuðnings almenn- ings og höfðu ekki mikil áhrif á daglegt líf í borginni. isstjórnin hefur tekið þessa ákvörðun. Föðurlandsfylkingin er áhrifarík samtök tengd ríkis- stjórninni. Þau berjast fyrir „endurfæðingu pólsku þjóðarinn- ar“. Á fundi með fréttamönnum vildi talsmaður ríkisstjórnarinn- ar, Jerzy Urban, hins vegar sem minnst ræða tildrögin að dauða 19 ára pólsks stúdents, sem lést í fangelsi á laugardag, tveimur vikum eftir að hann var handtek- inn. Félagar í Samstöðu halda þvi fram að hann hafi látist vegna barsmíða lögreglu, en því neitaði Urban á fundinum og sagði að stúdentinn hefði látist vegna höf- uðhöggs, sem hann hlaut er hann gerði tilraun til að flýja með því að stökkva út úr lögreglubíl á ferð. „Ekkert bendir til þess að hann hafi látist vegna barsmíða eða vegna þess að honum hafi verið fleygt út úr bílnum,” sagði Urban. Niðurstöður krufningar hafa ekki verið gerðar opinberar. Miðstjórn Kommúnistaflokks Póllands kom saman til fundar í dag til að ræða niðurstöðu al- mennra kosninga sem voru í síð- asta mánuði. Að sögn Urbans nær náðunin fyrst og fremst til þeirra sem sitja inni í fyrsta skipti vegna pólitískra afskipta, en ekki þeirra sem áður hafa komið við sögu. 630 pólitískir fangar voru náðaðir á síðasta ári. Af þeim 368 sem nú sitja í fangelsum vegna pólitískra afskipta eru 277, sem handteknir hafa verið til bráðabirgða, 80 sitja af sér dóm og náðunin á síð- asta ári náði ekki til 11 manna. MorRunblaöid/Júlíus. Geir Hallgrímsson, utanríkisrádherra, heilsar George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við komuna til Keflavíkur í gærkvöldi. Shultz ræddi ekki við fréttamenn á flugvellinum og hélt beina leið á Hótel Loftleiðir, þar sem hann gisti í nótt ásamt fjölmennu föruneyti. Shultz kom til Is- lands í gærkveldi Reykjavík og Moskvu, 5. nóvember. AP. GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti á tólfta tíman- um í gærkveldi á Keflavíkurflug- velli á leið sinni frá Moskvu, þar sem hann átti viðræður við sovéska ráðmenn. Hann mun ræða við ts- lenska ráðamenn í fyrramálið, en haida síðan áfram för sinni til Bandaríkjanna um hádegið. Svartsýni gætti hjá Shultz um að samkomulag tækist í afvopn- unarmálum eftir fund hans með sovéskum ráðamönnum. Sagði hann enn mikið bera á milli hvað snertir leiðir til að fækka kjar- orkuvopnum. Ferð Shultz til Moskvu nú var til þess farin að undirbúa fund leiðtoga stórveld- anna í Genf 19. og 20. nóvember. Shultz átti í dag fjögurra stunda langan fund með Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna, en samtals sat hann á fundum með sovéskum ráðamönnum í 14 klukkustundir. Á fundinum í dag var dagskrá leiðtogafundarins rædd. Shultz sagði að honum loknum við fréttamenn að margt væri ógert enn, en þess bæri að geta að ekki yrði heimsendir um miðjan nóv- ember, þó samkomulag tækist ekki þá. Sjá nánari frásögn af ferð Shultz til Moskvu á bls. 29. Sovétríkin: Mexíkanskur sendifulltrúi finnst látinn Moskru, 5. nórrmber. AP. Viðtal Reagans við sovéska fréttamenn: Sovéskum ahnenningi ókunnugt um viðtalið ii_■__# r — t-a.— a D Moskvu og Genf, 5. nóvomber. AP. SOVÉSKIJR almenningur virðist al- mennt ekki hafa lesið viðtal það sem Ronald Reagan, forseti Banda ríkjanna, átti við sovéska blaða- menn og hefur ennþá aðeins birst í málgagni stjórnarinnar, Izvestia, þó um þaö hafi einnig verið fjallað í útvarpi og sjónvarpi i Sovétríkjun- um. Þeir sem höfðu lesið viðtalið voru gætnir í umsögnum sínum um það. Af um 12 manns sem spurðir voru hvort þeir hefðu lesið viðtal- ið, sögðust aðeins tveir hafa séð það. Bar fólkið því annaðhvort við að það hefði ekki haft tíma til að lesa það eða að það hefði ekki vitað um viðtalið. Þeir sem höfðu lesið það, bar í flestum atriðum saman um að gagnrýni sem birt er ásamt viðtalinu í Izvestia, væri réttmæt. Einn viðmælandi fréttamanna sagði að honum hafi fundist umsagnir Reagans þoku- kenndar og þar hefði mátt finna mótsagnir. Hann sagði einnig að sér hefði fundist viðtal Gorbach- evs við bandarískt tímarit opinskárra, en sér likaði það sem Reagan hefði að segja um frið i viðtalinu og að hann vonaðist til að viðræður leiðtoganna i Genf síðar í mánuðinum myndu leiða til jákvæðrar niðurstöðu og í sama streng tóku einnig aðrir viðmælendur fréttamanna. Þá kom fram að fólkið vonaðist til að sjá meira af slikum viðtöl- um f sovéskum fjölmiðlum og það væri ánægt með að viðræður væru hafnar, það væri í sjálfu sér mikið framfaraskref. Sovéskir fjölmiðlar hafa mik- inn viðbúnað fyrir fund leiðtog- anna segir i fréttum frá Genf. Er það talið bera vott um ný vinnu- brögð forystumanna i Kreml. Fulltrúar frá Sovétríkjunum munu koma til Genfar nokkrum dögum fyrir fundinn til þess að skýra fyrir blaðamönnum megin- atriðin í stefnu Sovétmanna í við- ræðunum. Þá verður komið upp sérstakri fréttamiðstöð, sem opin verður öllum blaðamönnum og hafa Sovétmenn ekki leyft slikt áður. Hins vegar er talað um að not af aðstöðu i bandarisku fréttamiðstöðinni verði takmörk- uð. MEXÍKANSKUR sendiráðsfulltrúi fannst látinn ásamt þemu sem hjá honum starfaði I íbúð sinni í Moskvu. Höfðu þau bæði verið skot- in til bana og hafði þernunni augsjá- anlega verið misþyrmt áður en hún var skotin. Ekki er Ijóst hvort um morð eða sjálfsmorð var að ræða. Líkin fundust 31. október síð- astliðinn, er farið var að athuga um orsakir þess að sendiráðsfull- trúinn hafði ekki mætt til starfa. Þegar komið var að dyrum íbúðar- innar voru þær ólæstar og fannst þá Manuel Portillo Quevdo, sendi- ráðsfulltrúi, látinn. Hafði hann verið skotinn einu skoti, en líkið bar engin merki misþyrminga. Einnig fannst þernan, Maria del Carmen Cruz, látin. Hafði hún verið skotin tveimur skotum í höf- uðið eftir að hafa verið misþyrmt illyrmislega. Lögreglan í Moskvu hefur rann- sókn málsins með höndum. Það er fátitt að erlendir sendiráðs- starfsmenn verði fyrir ofbeldi í Sovétríkjunum. Siðast var það í júnímánuði 1983, er breski banka- maðurinn, Denis Skiner, fannst látinn. Fullnægjandi skýringar á dauða hans hafa ekki komið fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.