Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 9 Rœðið við okkur um raf- mótora Þegar þig vantar rafmótor þá erum við til staðar. Við bjóðum nánast allar stæröir rafmótora frá EOF í Danmörku. Kynnið ykkur verðið áóur en kaupin eru gerð. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 SKAK SKOLRfft Vetrarnámskeið að hefjast Ný 5 vikna námskeið fyrir alla aldurshópa hef jast 11. nóvember. Byrjendaflokkur Framhaldsflokkurl Framhaldsflokkurll Framhaldsflokkurlll Kennslafyriryngri aldurshópakl. 17—19vikulega. Þátttökugjald kr. 1500. Námskeið fyrir fullorðna eitt kvöld í viku kl. 20—23. Ef þú ert ein(n) af þeim sem yndi hefur af skák, en þekkir lítiö til skákbyrj- ana og gleymir stundum grundvallaratriöunum, þá er þetta námskeið fyrir þig. Þátttökugjald kr. 2.200. Skráning í Skákskólanum, Laugavegi 51,3. hæö, laugardag og sunnudag kl. 14—19. Allar frekari upplýsingar í dag og næstu daga kl. 17— 19 í síma 25550. Muniö 10% klúbbfélaga- og systk- inaafsláttinn SKÁKSKÓLINN Laugavegi 51 -simi 25550 Guðmundur Siguriónsson, Hetgi Ótafsson Jón L. Amason, Margeir Pétursson „Þögnin“ sem ærir Alþýöublaöiö Alþýöublaöiö má ekki rugla saman Morgunblaöinu og Sjálfstæö- isflokknum, eins og gert er í forystugrein Alþýðublaösins í gær. Leiöarahöfundur Alþýöublaösins er svo glöggur maöur á íslenzk stjórnmál, aö hann hlýtur aö gera sér grein fyrir því, aö þaö er úreltur áróöur. Aö því sögöu er ástæöa til aö gera aö umtalsefni þá fullyrð- ingu Alþýöublaöins, aö Morgunblaöiö hafi ekki „heyrt neyöaróp gjaldþrota fólks“. Þessu er hér meö mótmælt. Morgunblaðið hefur á undanförnum mánuðum og misserum fjallaö rtarlega um vanda- mál húsbyggjenda í fréttum, viötölum og forystugreinum. Þess vegna er því vísað til fööurhúsanna aö Morgunblaöiö hafi ekki sinnt vanda- málum þessa unga fólks. Hvað er að gerastí Dagsbrún? Þröstur Ólafsson, fram- kvsmdastjóri Dagsbrúnar, hefúr reifaö opinberlega hugmyndir um efni næstu kjarasamninga. Þi bregður svo rið, að Halldór Björns- son, varaformaður Dags- brúnar, sakar hann opin- berlega um að fara út fyrir verksvið sitt og rteða þessi mál í heimildarleysi áður en stjórn Dagsbrúnar hefur tekið afstöðu til þeirra. Þessi viðbrögð varafor- mannsins sýna, að ekki er allt með felldu innan Dags- brúnar. Alþýðublaðið sagði í gær, að „þögn“ Morgunblaðsins um vanda húsbyggjenda væri ærandi og heldur þvf fram, að Morgunblaðið geri sér enga grein fyrir þeim vandamálum. Um þetta er fjallað í Staksteinum i dag. Ágreiningsmál Dagsbrúnar- manna Þegar Þröstur Ólafsson flutti sig úr fjármálaráðu- neytinu yfir í framkvæmda- stjórastól Dagsbrúnar var það staðfesting á því mati Alþýðubandalagsforystunn- ar, að ekki hefði tekizt að endurnýja forystusveit kommúnista í Dagsbrún innan frá. í rúma (jóra ára- tugi hefur Dagsbrún verið höfúðvigi Alþýðubanda- lagsins og áður Sósíalista- fiokksins i verkalýðssam- tökunum. Áhrif Alþýðu- bandalagsins innan verka- lýðssamtakanna má rekja beint til valda þess i Dags- brún. Það var því til marks um hnignun Alþýðubanda- lagsins í verkalýðshreyfing- unni, þegar Ijóst var orðið, að ekki mundi takast að endurnýja forystulið kommúnista í Dagsbrún úr röðum félagsmanna sjálfra. Þröstur Ólafsson var send- ur inn í Dagsbrún til þess að koma skipulagsmálum félagsins í lag, sem Guð- mundur J. hafði vanrækt Hörð andstaða var við ráðn- ingu Þrastar á sínum tíma, en Guðmundur J. Guð- mundsson knúði hana { gegn m.a. með þvi að beita atkvæðum varamanna í stjórn Dagsbrúnar. Þegar Halldór Björnsson, varafor- raaður Dagsbrúnar gengur fram fyrir skjöldu og gagn- rýnir Þröst opinberlega fyrir framhleypni sýnir það að deihirnar um ráðningu Þrastar eru engan veginn aðbaki. Veik staða Alþýðubanda- lagsins í verka- lýðssam- tökunum. Sá djúpi ágreiningur í Dagsbrún, sem fram kemur í ummælum Halldórs Björnssonar er aðeins einn þáttur í alvarlegum klofn- ingi alþýðubandalags- manna í verkalýðssamtök- unum. Hann kemur einnig fram i persónulegri tog- streitu milli Svavars Gests- sonar og Ásmundar Stef- ánssonar, forseta ASÍ. Þessi margþætti ágreining- ur meðal alþýðubandalags- manna í verkalýðshreyfing- unni er ein af ástæðunum fyrir þvi, að fiokkurinn hefur engum tökum náð á stjórnarandstöðunni og jafnframt hefur staða hans veikzt mjög í verkalýðs- félögunum. Þetta ásamt veikri stöðu Svavars Gests- sonar sjálfs innan Alþýðu- bandalagsins, sem bezt lýs- ir sér í þvi að hann beitir gerræði til þess að ná end- urkjöri, sem formaður út- gáfustjórnar Þjóðviljans, veldur því, að Alþýðu- bandalagið er nú ekki nema svipur hjá sjón frá því, sem áður var. Líklega hefur stjórnmálahreyfing sósíalista ekki haft veikari stöðu í íslenzkum stjórn- málum frá því á klofnings- árum Alþýðubandalagsins snemma á Viðreisnartíma- bilinu eða skömmu áður en samstarfið við Hannibal Valdimarsson hófst á sjötta áratugnum. Landsmálafélagið Vörður Ráðstefna um utanríkis- og varnamál laugardaginn 9. nóvember nk. í Sjálfstæðishúsinu Valhöll. Ráðstefnan hefst kl. 13.00. Dagskrá: Setningarávarp: Dr. Jónas Bjarnason formaöurVaröar. Stefnumótun í utanríkismáium: Geir Hallgrímsson utanríkisráöherra. Hlutverk varnamálaskrifstofu: Sverrir Haukur Gunnlaugsson skrifstofustjóri. Þjóöfélagsgerö — varnarsamstarf: Stefán Friðbjarnarson blaöamaöur. Orsakir ófriðar: Arnór Hannibalsson lektor. „Friðarmálin“: Guömundur Magnús- • son blaðamaður. Gildi upplýsingastreymis fyrir almenna skoöanamyndun í öryggis- og varnar- málum: Björg Einarsdóttir rithöfundur. Virkar varnir: Siguröur M. Magnússon kjarneölisfræöingur. Öryggismál: Gunnar Gunnarsson starfsmaður öryggismálanefndar. Að loknum framsöguerindum veröa almennar umræöur og fyrirspurnir. Ráðstefnunni lýkur um kl. 17.30. Kaffi- veitingar. Áhugafólk um utanríkis- og varnarmál er hvatt til aö f jölmenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.