Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 37 Svavar Gestsson kosinn formaður útgáfustjórnar Þjóðyiljans á fundi í gær: „Svavar hefur trodid sér í formannssætið og bolað burtu frambærilegustu konu flokksins u segir Hilmar Ingólfsson, varamaður í útgáfustjórn, en Svavar ákvað að varamenn fengju ekki að greiða atkvæði í formannskjöri SVAVAR Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, var á fundi útgáfustjórnar Þjóðviljans í gær endurkjörinn formaður stjórnarinnar, með 7 atkvæðum, en Kristín Ólafsdóttir hlaut 4 atkvæði. Þegar útgáfustjórnin var kjörin á framhaldsaðalfundi útgáfufélagsins þann 10. október sl. hlaut Kristín flest atkvæði. Þess hefur nú verið beðið síðan stjórnin var kjörin að Svavar Gestsson boðaði fund í stjórninni, þar sem hún skipti með sér verkum. Segja heimildamenn Morgunblaðsins að formaður hafi ákveðið að drífa í því að halda fundinn í gær, tveimur dögum fyrir landsfund Alþýðubandalags- ins, til þess að styrkja stöðu sína fyrir landsfundinn. Svavar úrskurðaði eftir nokkrar umræður á fundinum í gær, að varamenn í stjórninni hefðu ekki atkvæðisrétt í formannskjörinu, en þeir voru 4 mættir á fundinn. Fyrir því er hefð í gegnum árin hjá útgáfustjórn Þjóðviljans að varamenn taki fullan þátt í stjórn arstörfum. Skúli Thoroddsen lýsti því yfir á fundinum í gær að hann drægi í efa lögmæti þess að Arn- mundur Backmann, sem mættur var á fundinn sem fulltrúi Mið- garðs, þess félags sem á Þjóðvilja- húsið, hefði atkvæðisrétt í for- mannskjörinu, fyrst formaðurinn úrskurðaði að varamenn fengju ekki að greiða atkvæði. í sama streng tók ólafur Ragnar Gríms- son. Fyrir lá að a.m.k. þrír þeirra studdu Svavar voru: Adda Bára Sigfúsdóttir, Arnmundur Back- mann, Kjartan ólafsson, Helgi Guðmundsson, Úlfar Þormóðsson og Svavar Gestsson. Þau sem studdu Kristínu voru: Skúli Thor- oddsen, Ólafur Ragnar Grímsson, Valþór Hlöðversson og Kristín Ólafsdóttir. Áður en gengið var til atkvæða höfðu varamennirnir Hilmar Ingólfsson, Mörður Árna- son og Ásmundur Ásmundsson lýst yfir stuðningi við Kristínu. Morgunblaðið ræddi við nokkra stjórnarmenn og varamenn í út- gáfustjórn Þjóðviljansí gær, tH þess að leita álits á því sem gerðist á þessum fundi. Svavar Gestsson, formaður útgáfustjórnarinnar, í pólitík. Þetta fólk telur að nauð- synlegt sé að styrkur formanns Alþýðubandalagsins nú verði auð- sær og öllum ljós. Kjör formanns- ins til formennsku í útgáfustjórn Þjóðviljans er liður í slíkri baráttu. Ég lít hinsvegar ekki þannig á það að Svavar Gestsson væri ekki kjörinn formaður útgáfustjórnar- innar þýddi það að hann væri veikur formaður. Ég tel því að hér sé fyrst og fremst um mismunandi sýn fólks í Alþýðubandalaginu að ræða um það hvernig eigi að vinna í pólitík." Kjartan ólafsson studdi Svavar í formannskjörinu í útgáfustjórn í gær. Hann sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins: „Ég hef engan áhuga fyrir því að fara að úttala mig um þessi mál í Morgunblaðinu. Ég ber fullt traust til Svavars sem formanns í þessu félagi og get staðfest það að ég hef stutt hann til formanns í út- gáfufélaginu, bæði nú og áður. Það hefur ekkert breyst í þeim efnum hjá mér. Ég get tekið það fram að ég tel Kristínu prýðilega starf- er að berjast fyrir. Þjóðviljinn á auðvitað að túlka vinstri sjónar- mið, en það er reginmunur á því hvort blaðið er þannig, eða hvört það er bara sjálfsagður hlutur að í formannssæti útgáfustjórnarinn- ar sitji formaður Alþýðubanda- lagsins. Það er bara ekki í takt við tímann, að sá háttur sé hafður á ídag. Við sem studdum Kristínu telj- um hana eina frambærilegustu konu Alþýðubandalagsins. Hún er með starfsömustu konum í flokkn- um, og nýtur trausts og virðingar langt út fyrir okkar raðir. Ég lít á hana sem varaformannsefni flokksins, en það er nú einu sinni þannig í Alþýðubandalaginu, að það má helst ekki stinga upp á neinu slíku, því allir eiga helst að vera sjálfkjörnir, annars er það bara túlkað sem rógur og illmælgi. Það að hafa skoðun í Alþýðu- bandalaginu sem er andstæð flokksforystunni, það þýðir að þú ert með róg og illmælgi og að grafa undan forystunni. Svavar Gestsson hefur því að mínu mati troðið sér í formanns- sætið í útgáfustjórninni, og bolað burtu frambærilegustu konu flokksins. Með þvl að láta af for- Hilmar Ingólfsxon: Ólnfur Kagnar (irímn- Arnmundur Karkmann: Mörður Árnaaon: Kjarlan Ólafsson: „Ég Helgi Guðmundsson: Skúli Thoroddsen: Úlfar Þormóósson: Full- .Svavar er mjðg vel Benti á aðeðlilegt væri trúi prentsmiðju Þjóð- haefur til að tryggja að minning afa hans, viljans og studdi Svav- aukna valddreifingu.“ Skúla Thoroddsen, ar. stofnanda Þjóðviljans fyrir einni ðld, vœri heiðruð með því að gera konu að formanni í útgáfustjórninni. „Formaðurinn gengur son: „Hefði verið meira Skúli Thoroddsen dró 1 Studdi Kristfnu vegna ber fullt traust til ekki til landsfundar í starfsanda sannra efa lagalegt réttmæti þess „að ég hef alltaf Svavars, sem for- meö útrétta sátta- sósíalista að varamenn þess að Arnmundur verið þeirrar skoðunar manns í þessu félagi." hðnd.“ fengju einnig nú að hefði atkvæðisrétt í að þaö fari engum vel taka þátt í vali á for- formannskjörinu, fyrst að bera þessar kápur ystu stjórnarinnar.“ formaðurinn ákvað að báðar á öxlum sér.“ varamenn hefðu hann ekki. Svavar Gestsson, for- KrisU'n Olafsdóttir: maður Alþýðubanda- .Bauð mig fram sem lagsins og formaður málsvara lýðræðis og útgáfustjórnar Þjóð- aukins sjálfstæöis viljans. Neitaði að blaðsins." ræða við Morgunblaðið um formannskjðrið I útgáfustjórn. myndu styðja Kristínu í formanns- kjörinu, ef þeir fengju að greiða atkvæði, þannig að staðan var sú að Kristín átti 7 atkvæði vís og Svavar 7, en ekki þótti ljóst hvern Guðni Jóhannsson, fjórði vara- maðurinn, myndi styðja. Hann hafði þó lýst því yfir fyrir fundinn að hann myndi styðja Kristínu ef hún byði sig fram. Állt bendir því til þess að Kristín Ólafsdóttir hefði fengið 8 atkvæði á fundinum í gær, en Svavar Gestsson 7, ef varamenn hefðu fengið að greiða atkvæði. Ákveðinn hópur innan Alþýðu- bandalagsins hefur undanfarnar vikur reynt að leita leiða til þess að fá Svavar til þess að láta af formennsku í útgáfustjóminni og afhenda Kristínu þann valdapóst en án árangurs. Hilmar Ingólfsson og Ásmundur Ásmundsson, sem báðir eru varamenn í útgáfu- stjórninni, fóru á fund Svavars Gestssonar og báðu hann um að stinga upp á því á fundinum í gær, að Kristín yrði kjörin formað- ur. Þessu neitaði Svavar, og sagði að það yrði túlkað sem hann hefði þurft að láta í minni pokann fyrir óánægjuhópnum í Alþýðubanda- laginu. Slíkt þyldi hans staða ekki, í ljósi þess að átakalandsfundur væri að líkindum framundan, þar sem hann þyrfti að mæta til leiks, eins sterkur og kostur væri. Á fundinum í gær fór mikill hluti fundartímans í að ræða stöðu varamanna og það hvort þeir ættu að greiða atkvæði í formannskjör- inu. Eftir að formaðurinn hafði úrskurðað að varamenn skyldu ekki greiða atkvæði, gekk einn varamannanna, Hilmar Infgólfs- son, af fundi. Þátt í atkvæða- greiðslunni tóku svo 11 menn — 9 aðalmenn og fulltrúar Prent- smiðju Þjóðviljans og Miðgarðs, beir Úlfar Þormóðsson og Arn- mundur 3ackmann. Þau sem vildi ekki ræða þessi mál við blaða- mann Morgunblaðsins. Bauð mig fram sem mál- svara lýðræðis og aukins sjálfstæðis blaðsins Kristín Ólafsdóttir sagði um ástæður þess að hún bauð sig fram tij formanns í útgáfustjórninni: „Ástæðan er ósköp einfaldlega sú, að ég tel að sú umræða sem hefur verið í gangi innan Alþýðubanda- lagsins, sem Þjóðviljinn er sannar- lega ekki hluti af, en nátengdur, hafi mjög snúist um áhersluna á valddreifingu, aukið lýðræði og aukna starfsskiptingu fólks. Auk þess hefur umræðan talsvert snú- ist um sjálfstæði blaðsins gagn- vart flokknum, einkum á fram- haldsaðalfundi Þjóðviljans. Þetta ber að skilja þannig, að ákveðinn hópur vill að Þjóðviljinn sé vett- vangur fyrir vinstra fólk í landinu og nái víðar en inn í raðir Al- þýðubandalagsins. í ljósi þessarar umræðu um aukið lýðræði og sjálf- stæði blaðsins þá ákvað ég að bjóða mig fram, sem málsvara þessara atriða. Auk þess hafði það áhrif að oft er kvartað yfir því að konur séu ekki tilbúnar til þess að taka að sér ábyrgðarstörf, þær treysti sér ekki til þess, þegar til á að taka, og þetta vildi ég einnig af- sanna og leggja þannig áherslu á það sem við í þessari hreyfingu teljum mjög brýnt — það er að segja jafnrétti kynjanna. Þetta voru ástæðurnar fyrir því að ég bauð mig fram, en ekki það, að ég teldi Svavar Gestsson ekki valda þessu verkefni. Ég reikna með því að þessar hafi einnig verið ástæður þeirra sem kusu mig. Það er þó ekki þar með sagt, að þeir sem kusu Svavar en ekki mig, séu þess- um skoðunum ósammála, þó að ljóst sé að það fólk sem kaus Svavar lítur það öðrum augum en eg og fleiri, hverníg eigi að starfa hæfa manneskju lika.og treysti henni til margra hluta, en Svavar hefur verið þarna formaður um nokkurt skeið, og ég sá engin rök fyrir því að fara að breyta þar til núna. Formaðurinn gengur ekki til landsfundar með útrétta sáttarhönd Hilmar Ingólfsson, varamaður í stjórninni, sagði i samtali við blaðamann: „Það er ljóst mál að formaðurinn gengur ekki til lands- fundar með útrétta sáttahönd. Ég vefengi á engan hátt rétt hans til að úrskurða að varamenn hefðu ekki atkvæðisrétt í formannskjör- inu, en það sem um var að ræða þarna, samkvæmt þeim upplýsing- um sem ég hef aflað mér, þá hefur hefðin verið sú að aðal- og vara- stjórn hafa alltaf verið boðaðir á fundi, og það hefur ekki skipt neinu máli i hvoru apparatinu menn væru. Það stendur alveg skýrt í lögum félagsins að i stjórn- inni eru 9 menn, og varamenn skulu koma inn, ef þarf til þess að fylla þá tölu. Það er þvi enginn ágreiningur um rétt formannsins til þessarar ákvörðunar, en engu að siður lá það fyrir, fyrir fundinn í dag, að varamenn hafa mætt eins og aðalmenn, og greitt atkvæði. Það er einfaldlega ekki að mínum smekk að ég megi greiða atkvæði þegar ég er sammála formannin- um, en annars ekki. Sjónarmið okkar, sem vildum styðja Kristínu Ólafsdóttur til formennsku i út- gáfustjórninni, er einfaldlega það, að við teljum það vera fullt verk- efni fyrir Svavar Gestsson að vera formaður Alþýðubandalagsins og fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Ég er maður valddreifingar og tel að Alþýðu'bandalagið eigi að vera valddreifingarflokkur. Ég er and- vígur valdsöfnun á eina hendi. Það er einfaldlega þetta lýðræði sem ég mennskunni í útgáfustjórn hafði Svavar tækifæri til þess að sam- eina andstæð öfl innan Alþýðu- bandalagsins fyrir landsfundinn, en hann notaði það tækifæri ekki." Ákvördunin samkvæmt öllum venjum og heföum áfundum Mörður Árnason blaðamaður á Þjóðviljanum er varamaður í út- gáfustjórn Þjóðviljans. Hann var spurður hvert hans álit væri á þeirri ákvörðun Svavars Gestsson- ar að varamenn greiddu ekki at- kvæði í formannskjörinu: „Sú ákvörðun er samkvæmt öllum venjum og hefðum á fundum,“ sagði Mörður, og sagðist ekki hafa annað að segja um það. Mörður sagði jafnframt: „Það var ekki vegna persónulegrar andstöðu við Svavar Gestsson, sem ég vildi styðja Kristínu, heldur hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að það fari engum vel að bera þessar báðar kápur á öxlum sér.“ Teljum Svavar mjög vel til þess hæfan að tryggja aukna valddreifingu Helgi Guðmundsson, ritari Al- þýðubandalagsins, sagði: „Við telj- um að sá sem við stungum upp á, og kosinn var, Svavar Gestsson, sé mjög vel hæfur til þess að tryggja aukna valddreifingu og eiga þátt í því að breiðari vinnu- hópur verði myndaður í Alþýðu- bandalaginu. Við teljum að það vantraust sem þessi málflutningur virðist vera á hann, sé algjörlega úr lausu lofti gripinn og eigi ekki við nein rök að styðjast. Það er ekkert launungarmál, að auðvitað kaus ég Svavar, enda tel ég ekki að við með þeirri kosningu, séum að lýsa því yfir að við séum á móti valddreifingu, heldur þvert á móti að tryggja hana, enda tel ég Svavar Gestsson mjög hæfan til þess að vinna í anda valddreifingar, og í þeim anda að breikka samstarfs- hópinn í Alþýðubandalaginu. Andvígur þeirri túlkunað varamenn stjórnarinnar fengju ekki að taka þátt í atkvæöagreiöslu Ólafur Ragnar Grímsson var einn þeirra sem studdi Kristínu í formannskjörinu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Innan flokksins á undanförnum mánuðum hafa verið settar fram víðtækar kröfur um aukið lýðræði og meiri valddreifingu. Það er mjög mikilvægt, ef takast á að styrkja stöðu Alþýðubandalagsins í þjóðfélaginu, að forysta flokksins sýni það í verki, að hún sé fylgjandi slíkum nýjum vinnubrögðum. Ég taldi því rétt að fyrst Kristín ól- afsdóttir, sem gegnt hefur marg- ’ víslegum trúnaðarstörfum í flokknum með miklum ágætum, og jafnframt starfað að útbreiðslu Þjóðviljans, með glæsilegum árangri á undanförnum árum, gaf kost á sér til formennsku í út- gáfustjórninni, þá ættu allir stjórnarmenn í útgáfustjórninni að grípa það tækifæri fegins hendi, enda engin pólitisk nauðsyn á því að önnumkafnasti forystumaður flokksins sé jafnframt formaður í útgáfustjórn félagsins. Kjör Krist- ínar hefði jafnframt verið stór áioflgi í baráttu fyrir jafnrétti karla og kvenna i flokknum og eins og einn stjórnarmaður á fundin- um, Skúli Thoroddsen, minnti á þá á Þjóðviljinn 100 ára afmæli innan fárra mánaða og Skúli benti á að það væri verðugur heiður við minningu afa síns, Skúla Thor- oddsen, sem var stofnandi Þjóð- viljans fyrir einni öld og einn fyrsti baráttumaður fyrir auknum réttindum kvenna í íslensku stjórnmálalífi, að kona væri á því hátíðarári formaður útgáfustjórn- ar Þjóðviljans. Ég var einnig and- vígur þeirri túlkun að varamenn í stjórninni hefðu ekki rétt til að taka þátt í formannskjöri, því sú venja hefur skapast innan útgáfu- stjórnarinnar árum saman að allir varamenn eru alltaf boðaðir á fundi og taki fullan þátt í störfum stjórnarinnar. Það hefði því meira verið i starfsanda sósialista að þeir fengju einnig nú að taka þátt í vali á forystu stjórnarinnar." t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug vegna fráfalls eigit manns míns, fööur okkar. tengdafööur og afa, SIGURÐAR S. MAGNÚSSONAR, prófessora. Audrey Magnússon, ’ngibjörg Siguröardóttir. Porlsifur Guömundsson. Sigurstsinn Sigurðsson, Anna María Siguröardóttir Snjólaug Elín Siguröardóttir Aagnar Hrafnsson, Hjördfs Siguröardóttir tg oarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.