Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Málin athugud Matthías Bjarnason og Albert Guöraundsson bera saraan bækur sínar, en sá sídarnefndi var mikið í sviösljósinu á þinginu í gær. Fyrirspumir og svör: Ný þingmál: HúsnæÖissamvinnu- félög og búsetaréttur Steingrímur J. Sigfússon (Abl.), Jó- hanna Sigurðardóttir (A), Kristín S. Kvaran (BJ) og Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) hafa lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins, sem m.a. fjallar um húsnæðissamvinnufélög og búseta- rétt. Helgi Seljan (Abl.), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.), Guðrún Helga- dóttir (Abl.) og Kristín S. Kvaran (BJ) hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar um vistunarvanda öryrkja. Búsetaréttur Frumvarp Steingríms J. Sig- fússonar o.fl. um búsetarétt er endurflutt. í greinargerð segir að það sé flutt „eins og það kom frá nefnd þeirri er Alexander Stefáns- son félagsmálaráðherra skipaði í júní 1984 til að semja frumvarp til laga um húsnæðissamvinnufé- lög og búsetarétt". Vistunarvandi öryrkja „Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að beita sér fyrir því að leysa vandamál þeirra öryrkja sem eiga sakir andlegrar og likam- legrar fötlunar örðugt um vistun á þeim stofnunum sem fyrir eru. Davíð Aðalsteinsson: Undanþága frá Eins og fram hefur komið í frétt hér á þingsíðu flytur Björn Líndal (F) frumvarp til breytinga á iðnaðarlög- um, þess efnis, að iðnaðarráðherra skuli heimilt að veita undanþágu frá íslenzkri meirihlutaeign í hlutafélagi, sem spannar samstarf erlendra og innlendra aðila í útflutningsfram- leiðslu, ef starfsemin styrkir sam- keppnishæfni íslenzks útflutnings. Flutningsmaður talar einkum um samstarf i nýjum atvinnugreinum — Helzt yrði um að ræða að efla stuðning við hjúkrun í heimabyggð eða stofnun sérdeildar við ríkis- spítala". Tillagan er endurflutt. í grein- argerð kemur fram að hér sé um að ræða nálægt 10 einstaklinga. meirihlutaeign á sviði fjármagns, tækni og mark- aðsmála. Davíð Aðalsteinsson (F) benti m.a. á í umræðunni, að væri um slíkt samstarf að ræða á sviði verzlunar gæti ráðherra, sam- kvæmt gildandi lögum, veitt undan- þágu frá skilyrði um meirihlutaeign innlendra aðila á hlutafé. Fordæmi sé því fyrir hendi. Framleiðsla og sala eru svo ná- tengd, sagði Davíð, raunar óaðskilj- anleg, að fullkomlega eðlilegt er að hafa sama hátt á í þessu efni um framleiðslu- og og verzlunarfyrir- tæki. Harðar deilur um kjötmálið Allfjörugar umræður urðu á Sameinuðu þingi í gær um fyrirspurn Kjartans Jóhannssonar (A) til forsætisráöherra, um kjötinnflutning tii varnarliðsins. „Hvaða tökum hyggst ríkisstjórnin taka þessi mál, eftir að fyrir liggur að dómstólar munu ekki úrskurða um stjórnarstefnuna, eins og ríkisstjórnin hafði óskað,“ sagði Kjartan í upphafi máls síns. Hann sagði ennfremur að Þor- leysi og minnir á stjórnarhætti steinn Pálsson fjármálaráðherra hefði á sínum tíma sagt að það væri hallærislegt hjá ríkisstjórn- inni að hafa enga stefnu i þessu máli og nú hefði ríkisstjórnin ákveðið að leita til þriggja lögfróðra manna, þar sem dómstólaleiðin væri ekki fær, og það hlyti einnig að vera hallærislegt að mati Þor- steins. Stefna ríkisstjórnarinnar liggur því enn á milli hluta og nú standa málin þannig að kjötinn- flutningur til varnarliðsins með skipum er bannaður en leyfður með flugvélum. Isvari Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra kom fram að kjötinnflutningur til varnarliðsins hefði lengi verið deilumál og þess vegna hefði ríkisstjórnin ákveðið að láta þrjá lögfróða menn fjalla um málið og eftir niðurstöðu þeirra yrði farið. Kjartan Jóhannsson sagði að þetta mál snerist ekki um túlkun á lögum heldur um það hver væri stefna ríkisstjórnarinnar. Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra fór fram á að gera at- hugasemd og sagði að innflutningur á kjöti til varnarliðsins væri ólög- legur, hvað lengi sem hann hefði staðið. Hann sagði ennfremur að það að leyfa varnarliðinu að flytja ólöglega inn kjöt væri skömm fyrir Islendinga og smánarblettur á ís- lenskuþjóðinni. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) fór einnig fram á að gera athuga- semd og sagði að málið snerist ekki bara um lög eða skömm, heldur fyrst og fremst um sjúkdómsvarnir. Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur enga stefnu í þessu máli og því hefur hún leitað álits sérfræð- inga sem enga sérþekkingu hafa á gin- og klaufaveiki eða öðrum sjúk- dómum sem til landsins geta borist með kjötinnflutningi. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði að lokum aö eins og heyra mætti væri ágreining- ur um þetta mál og því væri á engan hátt hallærislegt að skjóta málinu til lögfróðra manna og hver sem niðurstaða þeirra yrði þá væri rík- isstjórnin ákveðin í því að halda uppi fuilum vörnum gegn sjúk- dómum, sem borist geta til landsins með þessum hætti. „Siðleysi,“ segir Kjartan Jóhannsson „Allt þetta mál ber vott um sið- bananalýðveldisins," sagði Kjartan Jóhannsson (A), er hann fylgdi úr hlaði fyrirspurn sinni til forsætis- ráðherra um sölu hlutafjáreignar ríkisins í Flugleiðum. I máli Kjart- ans kom fram að að fjármálaráð- herra hefði látið boð út ganga um að verðið á hlutabréfunum væri nifalt nafnverð þeirra. Síðan hefði boð í bréfin komið frá Birki Bald- vinssyni og skömmu síðar nokkurn veginn samhljóða tilboð frá Flug- leiðum. Því boði hefði verið tekið og niðurstaðan hefði orðið sú að bréfin hefðu ekki verið seld á ní- földu nafnverði, eins og fjármála- ráðherra hafði krafist, heldur í hæsta lagi á fjórföldu nafnverði. Þetta mál ber vott um óeðlilega viðskiptahætti og þess vegna skrif- aði ég forsætisráðherra bréf og fór fram á að hann beitti sér fyrir því að málið yrði rannsakað. í svari forsætisráðherra kom fram að ekkert benti til þess að fyrrverandi fjármálaráðherra hefði fallið frá sínum hugmyndum um að selja bréfin á níföldu nafnverði. Þó svo að yfir 70% af verði bréf- anna hefði verið lánað til 18 ára verðbótalaust þá er það undir verð- lagsþróun á næstu árum komið hvert raunverulegt verð þeirra verður. Forsætisráðherra sagði ennfremur að engin ástæða væri til þess að fullyrða að upplýsingar „Kvennahreyfing- una ber að styðja“ - sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra Allmiklar umræður urðu um skýrslu fjármálaráðherra um aukafjárveitingar á tímabilinu frá 15. júlí sl. til 10. okt á fundi sameinaðs þings í gær. Guðrún Helgadóttir ásamt öðrum þingmönnum Alþýðubandalagsins höfðu farið fram á að skýrsla af þessu tagi yrði gerð og lögð fyrir þingið. Ástæða þess var sú, eins og Guðrún Helgadóttir greindi frá, að þingmenn Alþýðubandalagsins töldu að óeðlilega mikið hefði verið um aukafjárveitingar á þessu tímabili. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- væri nauðsynlegt að fjármálaráð- herra fylgdi skýrslunni úr hlaði og voru flestir þeir sem tóku til máls sammála um það hvort óeðlilega mikið hefði verið um aukafjárveit- ingar síðasta hálfan mánuðinn er Albert Guðmundsson gegndi störf- um fjármálaráðherra. Kjartan Jóhannsson (A) sagði að í skýrslunni kæmi fram að síðasta hálfan mánuðinn er Albert Guð- mundsson gegndi störfum fjár- málaráðherra hefði fjárstreymið úr ríkiskassanum í formi aukafjár- veitinga verið sexfalt miðað við það sem það hefði verið aðra mánuði ársins. Hann sagði að aukafjárveit- ingar væru lögleysa en helguðust af hefð. Hins vegar væri ljóst að hér hefði verið farið langt út fyrir öll velsæmismörk í þessum efnum. Alþingi getur ekki látið bjóða sér þetta sagði hann að lokum. Fleiri þingrnenn tóku til máls og bentu á ýmsar aukafjárveitingar sem gagnrýna mætti, t.d. fjárveit- ingu til menningarmiðstöðvar kvenna við Vesturgötu. Albert Guðmundsson svaraði þessari gagnrýni og sagði að það herra á hverjum tíma hefði ekki þá kvöð á sínum herðum að þurfa sífellt að vera að veita aukafjárveit- ingar. Hins vegar yrði þá á móti að koma að fjárlögin væru betur gerð og raunsæjari en nú er. Albert sagði að það væri einsdæmi að fjár- málaráðherra legði fram slíka skýrslu um gjörðir sínar og það bæri að virða. Hann sagði enn- fremur að engin aukafjárveitingar væru þess eðlis að hann gæti ekki varið hana. Það er ekki óeðlilegt að aukafjárveitingarnar hafi aukist undir það síðasta í minni tíð sem fjármálaráðherra. Hver sem gegnir þessu embætti hlýtur að vilja ganga frá ókláruðum málum áður en hann hættir. Um aukafjárveitingu til kvennahússins við Vesturgötu sagði hann, að tími væri kominn til að þingmenn áttuðu sig á því að kven- menn í landinu væru að vakna af þyrnirósarsvefni og nauðsynlegt væri að styrkja kvennahreyfinguna af öllum mætti því hún væri afl sem mikið léti til sín taka á komandi árum og karlar í landinu gætu ekki horft fram hjá því. um tilboð Birkis hefðu lekið úr ríkisstjórninni eða úr fjármála- ráðuneytinu. Hann sagðist hafa athugað þetta mál gaumgæfilega og sú athugun gæfi ekki ástæðu til þess að sérstök rannsókn „á mál- inu“ færi fram. Kjartan gagnrýndi svör forsætis- ráðherra og sagði að engum manni dytti í hug að reikna með því að engin verðbólga yrði á næstu átta árum og því væri augljóst að bréfin hefðu ekki verið seld á níföldu nafnverði þeirra. Kjartan sagði ennfremur að þar sem grunur hefði komið upp um að upplýsingum hefði verið lekið til Flugleiða, þá hefði verið siðlaust að selja eins og á stóð og forsætisráðherra hefði átt að stöðva söluna. Kjartan sagði að lokum að nauðsynlegt væri að láta rannsókn fara fram á því hvernig upplýsingar um tilboð Birkis hefðu borist Flugleiðum, ekki aðeins með hliðsjón af því sem gerst hefur heldur einnig með tilliti til framtíð- arinnar, því ef þetta teljast eðlilegir viðskiptahættir þá er illt í efni. Hættuleg þróun Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) bar fram fyrirspurn til menntamála- ráðherra um hve margar stöður í framhaldsskólum landsins væru skipaðar kennurum með kennslu- réttindi og hve margar réttinda- lausum kennurum. í svari menntamálaráðherra kom fram að samkvæmt starfsmanna- skrá ríkisins þá væru 925 stöðugildi í framhaldsskólum landsins. Kenn- arar með full kennsluréttindi, sem starfa við kennslu, væru 588 eða um 64% kennara miðað við stöðu- gildi. Svipaða sögu væri að segja af þeim kennurum sem eru í hálfri kennslu. Ráðherra sagði ennfremur að algengast væri að starfandi kennarar, sem ekki hafa full rétt- indi, skorti próf í uppeldis- og kennslufræðum. Margir þeirra væru hins vegar við nám í þessum greinum svo ástandið færi vonandi batnandi. Guðrún Agnarsdóttir sagði að ákveðin hættuleg þróun hefði átt sér stað í þessum efnum á undan- förnum mánuðum. Kennarar með full kennsluréttindi væru margir hverjir að hætta störfum sem kenn- arar og hefja störf í einkageiranum svokallaða. Ástæðan væri sú að kjör og vinnuaðstaða kennara væri fyrir neðan allar hellur. Ungt fólk lítur ekki lengur á kennslu sem lífvænlegt starf og ríkisstjórnin er ábyrg fyrir því ef þessum málum verður ekki kippt í lag, sagði Guð- rún að lokum. Fyrirspurnir Eiður Guðnason (A) spyr forsæt- isráðherra, hvort ríkisstjórnin hafi tekið afstöðu til þátttöku ís- lands í svonefndu EUREKA-vís- indasamstarfi Evrópuþjóða. Sighvatur Björgvinsson (A) spyr viðskiptaráðherra, hvort verið sé að vinna að samningu frumvarps um dráttarvexti og hvernig þá skuli reikna. Hann spyr ennfremur um álit ráðherra á því eftir hvaða meginreglum eigi að fara við á- kvörðun og útreikning dráttar- vaxta og hvaða viðurlög eigi að hafa ef út af er brugðið. Kolbrún Jónsdóttir (BJ) spyr fjármálaráðherra, hve há lán fyr- irhugað sé að ríkissjóður taki til þess að auðvelda staðgreiðslu bú- vara. Ennfremur með hvaða hætti fyrirgreiðsla til eftirstöðva verði. Hún spyr sjávarútvegsráðherra eftir hvaða reglum uppsafnaður söluskattur hafi verið endur- greiddur á yfirstandandi ári. Og loks hvort gerð hafi verið úttekt á afkomu afurðastöðva til að ganga úr skugga um, hvort þær geti stað- ið undir ákvæðum nýrra laga um staðgreiðslu búvara. Karl Steinar Guðnason (A) spyr forsætisráðherra, hvað líði fram- kvæmd þingsályktunar um fríiðn- aðarsvæði við Keflavíkurflugvöll. Kristín Halldórsdóttir (Kvl.) spyr félagsmálaráðherra, hvenær breyttar reglur um úthlutun hús- næðislána vegna einingarhúsa hafi tekið gildi. Hversvegna sam- þykkti ráðherra þessar breytingar „þegar fyrir lá eindregin andstaða við þær innan allra þingflokka?" Kristín S Kvaran (BJ) spyr heil- brigðisráðherra hvort ríkisstjórn- in hafi gert áætlun um læknisað- stoð og meðferðarúrræði fyrir þá sem ánetjast vímuefnum? Hún spyr menntamálaráðherra, hvort ríkisstjórnin hafi í hyggju að efla fræðslu til varnar því að börn og unglingar ánetjist vímuefnum? Enn spyr hún dómsmálaráðherra, hvort ríkisstjórnin hafi í hyggju að rýmka heimildir til rannsóknar vímuefnamála? Loks spyr hún heilbrigðisráðherra, hvort gerðar hafi verið ráðstafanir til þess að draga úr tóbaksneyzlu í samræmi við lög um tóbaksvarnir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.