Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Yurchenko bað sjálfur um hæli í Bandaríkjunum Engri nauðung beitt, segir bandaríska utanríkisráðuneytið Washington, 5. nóvember. AP. BANDARÍSKA utanríkisráðuneyt ið neitaöi alfarið í dag þeim ásök- unum Sovétmannsins Vitaly Yurc- henkos, að CIA hefði rænt honum á götu í Róm í ágúst sl., gefið honum deyfilyf og flutt hann meövitundarlausan til Bandaríkj- anna. „Yurchenko fór sjálfviljugur í bandariska sendiráðið í Róm hinn 1. ágúst sl. og bað um hæli í Banda- ríkjunum, sem honum var veitt,“ sagði í yfirlýsingu, sem bandaríska utanríkisráðuneytið gaf út í dag. Yurchenko hefði svo komið til Bandaríkjanna daginn eftir og hefði æ síðan verið reiðubúinn til að láta bæði bandarísku leyni- þjónustunni, CIA, og alríkislög- reglunni, FBI, upplýsingar um starfsemi sovézku leyniþjón- ustunnar, KGB, í té, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar í heiminum, svo og um skipulagningu og starfsaðferðir KGB. Yurchenko hefði aldrei verið haldið nauðugum né hann beittur ólöglegum og siðlausum aðferð- um. Hann hefði allan rétt á því að snúa heim til Sovétríkjanna er bandarísk stjórnvöld hefðu fengið fullvissu um, að sú ákvörð- un væri í raun og veru hans eigin. Á fréttamannafundi, sem haldinn var í sovézka sendiráð- inu í Washington í gærkvöldi, sagði Yurchenko, að bandarískir embættismenn hefðu boðið sér eina milljón dollara, en þar að auki laun, svo lengi sem hann lifði, og fé til kaupa á innbúi til að koma sér fyrir í Bandaríkjun- um. „Samkvæmt samningi þeirra átti ég ekki að gera neitt. Það eina, sem ég átti að gera, var að búa í Bandaríkjunum, þegja og vera ráðgjafi þeirra." Fyrir þetta átti hann að fá eina milljón doll- ara greidda 1. nóvember „og til æviloka átti ég að fá greidda 62.500 dollara á ári, og átti greiðslan að hækka í samræmi við verðlag, ókeypis læknis- AP/Símamynd Vitaly Yurchenko á fréttamanna- fundinum í sovézka sendiráðinu í Washington í fyrrakvöld. þjónstu og þar að auki 48.000 dollara fyrir húsgögnum." Yurchenko sagði, að sér hefði verið haldið í húsi einu hjá CIA í Fredericksburg í Virginiu, unz sér hefði tekizt að sleppa vegna „augnabliks aðgæzluleysis varð- mannanna". David Durenberger öldunga- deildarþingmaður, formaður upplýsingamálanefndar öld- ungadeildarinnar, sagði í gær- kvöldi, að frásögn Yurchenkos væri hreinn „þvættingur" og kvaðst alls ekki viss um, að Yurchenko hefði verið með sjálf- um sér, er hann bar fram ásakan- ir sínar í sovzka sendiráðinu. Var Yurchenko á mála hjá KGB allan tímann? Washington, 5. nóvember. AP. ÝMSAR kenningar eru uppi um, hver sé sannleikurinn að baki hinnar reifarakenndu frásagnar Yurchenkos. Sú fyrsta er, að hann hafi sagt sannleikann. Önnur er á þá leið, að hann hafi sjálfviljugur beiðst hælis í Bandaríkjunum en síðan snúizt hugur af einhverjum ástæðum. Sú þriðja er, að hann hafi í rauninni verið að blekkja, er hann bað um hæli og að hann hafi verið að vinna fyrir KGB, sovézku leyniþjónustuna, allan tímann. Markmið hans hafi verið að kanna, hvernig Bandaríkja- menn tækju á móti landflótta Sovétmönnum og einnig að koma bandarísku leyniþjónustunni í vandræði og gera hana hlægilega. Öldungadeildarþingmaðurinn David Durenberger sagði strax, að Yurchenko segði ekki satt. Varpaði Durenberg fram þeirri spurningu, hvort CIA hefði látið manninn sleppa svo auðveldlega, ef CIA hefði virkilega rænt honum. Arkady Sevchenko, fyrr- um háttsettur sovézkur sendi- starfsmaður, sem gerðist land- flótta fyrir mörgum árum og því öðrum mönnum kunnari hugsun- arhætti Rússa, sagði í dag: „Yurchenko snerist einfaldlega hugur." Jarðskjálfti á Tokyo-svæðinu Tókýó, 5. nóvember. AP. VÆGUR jarðskjálfti varð á Tókýó- svæðinu í nótt og mældist hann 5,1 stig á Richter-kvarða, að sögn jap- önsku jarðskjálftastofnunarinnar. Talsmenn lögreglu kváðu engar tilkynningar hafa borist um slys eða tjón. Upptök skjálftans voru sögð hafa verið um 56 km fyrir austan Tókýó. Veður víða um heim Lœgit Hmst Akureyri *11 skýjað Amslerdam 6 13 rigning Aþena 14 21 heióskírt Barcelona 23 skýjað Berlín 5 10 rigning Brussel 6 11 rigning Chicago 3 6 skýjað Dublín 4 9 skýjað Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 0 5 rigning Genf +2 12 skýjað Helsinki 3 5 skýjað Hong Kong 22 26 heiðskírt Jerúsalem 13 24 skýjað Kaupmannah. 2 7 skýjað Las Palmas vantar Lissabon 16 20 rigning London 9 15 skýjað Los Angeles 14 27 skýjað Lúxemborg 13 rigning Malaga 25 skýjað Mallorca 24 skýjað Miami 16 28 heiðskírt Montreal 3 11 skýjað Moskva 0 4 skýjað NewYork 11 13 rigning Osló 5 6 skýjað París 9 16 rigning Peking 3 14 skýjað Reykjavík .4 snjóól Ríóde Janeiro 18 23 rigning Rómaborg 12 19 rigning Stokkholmur 3 7 skýjað Sydney 19 26 heiðskírt Tókýó 12 21 skýjað Vínarborg 1 10 skýjað Þórshöfn +1 snjóél AP/Slmamynd Kampakát fegurðardís Hólmfríður Karlsdóttir, fegurðardrottning, sem starfar sem fóstra, er nú í London að undirbúa sig undir keppni, sem fram fer þar í borg 14. nóvember um hver í heimi fegurst er. Þrátt fyrir strangan vinnudag gaf Hólmfríður sér tíma til að sitja fyrir hjá ljósmyndara með þessa sniðugu brúðu í fangi sér. Hvolfdi prammanum vegna mistaka í hleðslu? Osló, 5. nóvember. Frá Jan Krik Laure, frétta rítara Morpinblaómna. NÍU karla og einnar konu er saknað af steypupramma, sem hvolfdi í Gandsfirði við Stavangur á mánu- dagskvöld og eru þau nú talin af. Tólf mönnum var bjargað af pramm- anum og var þeim komið undir læknishendur í Rogalandi. Þeir voru ekki alvarlega slasaðir. Steypupramminn, „Concem", var notaður til að geyma sement og blanda steypu fyrir olíuborpall, sem verið er að reisa á olíu- og gassvæði í Norðursjó. „Concem" uppistendur af stafni gamals olíu- skips, sem breytt var í pramma til að geyma sement. Líklegt er talið að farmi hafi verið hlaðið þannig í prammann að hann hélt ekki jafnvægi og valt á augabragði. Á þilfari prammans stóð fimmtán metra há steypu- hrærivél og kann að vera að hún hafi raskað þyngdarpunkti skips- ins. Nokkrum klukkustundum áður en prammmanum hvolfdi tóku starfsmenn um borð eftir því að hann hallaði um nokkrar gráður. Vitnisburður þeirra, sem lifðu slysið af, bendir til þess að sem- entssekkjum hafi verið hlaðið á þilfarið. Að öllu réttu ætti farmur að vera neðanþilja. Fólksins sem saknað er, var leit- að árangurslaust í alla nótt. Tvær þyrlur og fjöldi báta, froskmanna og hunda tóku þátt í leitinni. Um ellefuleytið á mánudags- kvöld glæddust vonir leitarmanna er þeir heyrðu barið á byrðing prammans og var talið að tímenn- ingarnir væru enn á lífi inni í prammanum. Pramminn var í morgun dreginn inn á grynningar til að koma í veg fyrir að hann sykki og ætlunin er að snúa honum við sem fyrst, ef einhver skyldi vera á lífi í prammanum. Vinna við olíuborpallinn „Gull- ** Per Nyg&rd, Verdens gang/Simamynd Steypupramminn, sem hvolfdi, var fluttur á grynningar í Gandsfirði í morg- un. Þyrla flaug vfir orammanum í allan dag ef verið gæti að einhver kæmist á Iffi út úr flakinu. Kafarar köfuðu inn í skipsskrokkinn í dag og fundu engin verksummerki, sem bent gæti til bess að einhver tímenning- anna, sem saknað er, væri á lífi. faks“ hefur verið stöðvuð, en verið Um þúsund manns vinna við fram- var að steypa stoðir undir pallinn. kvæmdirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.