Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 64
í HlfKKUR i HBMSKEÐJU MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Nokkrir á „listanum“ til yfir- heyrslu í gær Rannsókn RLR á okurmálinu: RANNSÓKN á meintri okurlána- starfsemi mannsins, sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 20. nóvember, er mjög umfangsmikil. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, fundust gögn, sem tengja nöfn um 90 manna við starfsemi mannsins. í gær voru nokkrir, sem á listanum eru, kvaddir til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. JÓN PÁLL STERKASTUR Morgunblaðið/RAX. Jón Páll Sigmarsson varð í gærkvöldi sigurvegari í keppninni „Sterkasti sem var ein af sex greinum keppninnar. Hjalti „Úrsus“ Árnason sem er hér maður íslands 1985“ í Laugardalshöll. Jón Páll er hér í keppni í sjómanni til hægri, varð að lúta í lægra haldi fyrir Jóni Páli og hafnaði í öðru sæti. Svínakjöt og kjúklingar á útsölu? SVÍNA- og alifuglabændur munu taka afstöðu til þess síðar í mánuð- inum hvort þeir lækka tímabundið verð afurða sinna vegna kinda- kjötsútsölunnar sem hafin er. Ýmsir í þeirra hópi sem Morgun- blaðið hefur rætt við eru ekki vissir um að kindakjötsútsalan hafi nein áhrif á þeirra markað, en geri hún það hafa þeir það í huga að setja vörur sínar á útsölu til að endurheimta markaðinn. Bjarni Ásgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri alifuglabúsins Reykjagarðs hf. í Mosfellssveit telur kjúklingaframleiðsluna vel samkeppnisfæra við kinda- kjötið þrátt fyrir útsöluna, út- salan geri ekki mikið meira en að taka til baka hækkunina sem varð á kindakjötinu í september. Hann sagði að útsalan gæti haft tímabundin áhrif, þannig að fólk keypti meira af kindakjöti núna í frystikisturnar og borðaði þá vafalaust meira af því á meðan, en ákveðin breyting væri orðin staðreynd í neyslunni og breytti útsala sem þessi engu þar um. Bjarni taldi að útsalan leysti ekki nein vandamál í sauðfjár- ræktinni, frestaði þeim aðeins. Hann sagði að alifuglabændur væru óánægðir með að þeirra peningar væru notaðir til að greiða niður kindakjötið. Loðnukvótinn tvöfaldaður: ÚtflutningsverÖmæt- ið nær 2 milljarðar Sjávarútvegsráðherra tilkynnti í gær, að ákveðið hefði verið að bæta 500.000 lestum við leyfilegt afiamagn af loðnu úr norsk-íslenzka stofninum á yfirstandandi vertíð og kæmi það allt í hlut íslendinga. Því verður okkur leyfilegt að veiða um eina milljón lesta af loðnu á yfirstandandi vertíð, sem stendur fram í marz. Áætlað útflutningsverðmæti viðbót- arinnar er tæpir 1,9 milljarðar króna miðað við mjöl- og lýsisvinnslu. Þessi upphæð gæti orðið hærri verði eitt- hvað selt af frystri loðnu og loðnu- hrognum. Við upphaf loðnuveiða var heild- armagn ákveðið 700.000 lestir og þar af komu um 500.000 lestir í hlut íslendinga samkvæmt samn- ingi um skiptingu loðnunnar milli íslands og Noregs. Leyfilegt heild- armagn nú verður því 1,2 milljónir lesta auk þess, sem veitt hefur verið á vegum grænlenzkra stjórnvalda. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að hér sé ekki um breytingu á fyrri ákvörð- un að ræða. Þegar veiðar hófust í ágúst hefði aflinn verið ákveðinn frá ágúst til loka nóvember. Nú væri verið að ákveða aflann á tíma- bilinu desember til marzmánaðar. Hann segir ennfremur, að útlit fyrir loðnuveiðar á næstu vertíð sé ekki gott vegna þess að 1984 ár- gangurinn sé slakur. Hins vegar virðist ýmislegt benda til þess, að stofninn verði að nýju sterkur árið 1987. Sé miðað við núverandi gengi og markaðsverð á loðnuafurðum, 330 dali, 13-695 krónur, fyrir lýsislest- ina og 5,20 dali, 216 krónur fyrir hverja próteineiningu mjöls, kemur í ljós að útflutningsverðmæti gæti verið um 1.875.950.000 krónur. Er þá miðað við 10% lýsisframleiðslu af aflanum og 16% framleiðslu mjöls. Þannig fengjust 50.000 lestir lýsis vegna viðbótarinnar. Reiknað er með 69 einingum próteins í hverri lest mjöls og verð hennar sé 14.890 krónur. Miðað við fyrr- greinda nýtingu fengjust 80.000 lestir af mjöli úr 500.000 lestum af loðnu. Þórir Oddsson, vararannsókn- arlögreglustjóri ríkisins, vildi ekkert tjá sig um efnisatriði rannsóknar málsins, en sagði að unnið væri að öflun gagna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins fundust umfangs- miklar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri og íslensku fé, auk ávísana við húsleit, sem gerð var fyrir helgi í kjölfar handtöku mannsins. Maðurinn tók að sér að ávaxta fé fólks og endurlánaði síðan með hærri vöxtum. Þannig munu ársvextir hafa numið allt að 150%, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Á þessu stigi er ekkert hægt að fullyrða um hvort þeir, sem á listanum eru, hafi brotið gegn ákvæðum okurlaganna frá 1960 og misneytingarákvæði hegning- arlaganna, sem kveður á um viðurlög við okurlánastarfsemi. Hins vegar kann að vera, að ágóða af lánum hafi ekki verið getið í skattframtölum og þann- ig verið brotið gegn ákvæðum laga um framtalsskyldu. Útgáfustjórn Þjóðyiljans: Svavar endurkjörinn formaður eftir átök „Bolaöi hæfustu konu flokksins frá,“ segir Hilmar Ingólfsson SVAVAR GESTSSON, formaður Alþýðubandalagsins, var á fundi útgáfu- stjórnar Þjóðviljans í gær endurkjörinn formaður stjórnarinnar með 7 atkvæð- um, en Kristín Ólafsdóttir hlaut 4 atkvæði. Til nokkurra tíðinda dró á þessum fundi, því Svavar úrskurðaði að varamenn í stjórn útgáfufélagsins hefðu ekki atkvæðisrétt, þegar formannskjör færi fram. Þetta þótti þeim Skúla Thorodd- sen og ólafi Ragnari Grímssyni brjóta í bága við þá hefð sem ríkt hefur í gegnum árin í útgáfustjórn- inni, að varamenn og aðalmenn störfuðu hlið við hlið og hefðu sama rétt. Fyrir atkvæðagreiðsluna lá fyrir að ef varamenn fengju að greiða atkvæði, fengi Kristín 8 atkvæði, en Svavar 7. Svavar Gestsson neitaði að ræða þessi mál við Morgunblaðið í gær, en Kristín Ólafsdóttir sagði í sam- taii við Morgunblaðið að hún hefði boðið sig fram til formanns í út- gáfustjórninni, sem málsvari lýð- ræðis og aukins sjálfstæðis blaðs- ins. Hilmar Ingólfsson, einn vara- manna í útgáfustjórninni, sagði að Svavar Gestsson gengi ekki til landsfundarins, sem hefst á morg- un, með útrétta sáttahönd. „Svavar hefur troðið sér í formannssætið og bolað burtu frambærilegustu konu flokksins," sagði Hilmar og ólafur Ragnar Grimsson sagðist telja að allir stjórnarmenn hefðu átt að grípa það tækifæri fegins hendi að kjósa hana, „enda engin pólitísk nauðsyn á því að önnum kafnasti forystumaður flokksins sé jafnframt formaður í útgáfustjórn félagsins. Þeir sem studdu Svavar í for- mannskjörinu voru: Kjartan Ólafs- son, Adda Bára Sigfúsdóttir, Helgi Guðmundsson, Ragnar Árnason, Úlfar Þormóðsson, Arnmundur Backmann og Svavar Gestsson. Þeir sem studdu Kristínu voru Ólafur Ragnar Grímsson, Valþór Hlöðversson, Skúli Thoroddsen og Kristín Ólafsdóttir. Sjá frétt af fundinum og viðtöl við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.