Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 45 unum. Lýðurinn tryllist við þetta, þ.e.a.s. að verða af þeirri skemmt- an, sem aftakan ætíð var, og eltir þennan afskræmda björgunar- mann inn í kirkjuna, þar sem hann flýr upp á þak hennar. Þar sést hann í kvikmyndinni vera að fela sig fyrir ofsækjendum sínum á bak við hræðilegustu skrímsli úr steini, sem þarna er að finna upp á upsum kirkjunnar. Já, því það kemur nefnilega í ljós þegar komið er upp á þak þessarar fögru byggingar, guðshússins sem kennt er við hina helgu mey, að meðfram upsum þaksins hefur verið komið fyrir allt í kring hinum ferlegustu ófreskjum úr steini í allra púka líki. Þessar styttur, sem við nánari skoðun líta út eins og samsafn frá- bærra listaverka ljótleikans, snúa allar út frá byggingunni. En hvernig stendur á þeim upp á þessu dásamlega guðshúsi í einni merki- legu menningarborg heims? Þær gegna vitanlega sama hlutverki og drekahöfuðin á skipum forfeðra okkar og ferlegar grímur og mynd- ir frumstæðra Afríkumanna. Þeim er vafalaust upphaflega ætlað að fæla illa anda frá þessu fagra musteri guðs. Má nú segja, að við höfum nægilega velt fyrir okkur þessum þrem ljóðlínum Jónasar Hall- grímssonar: „Um trausta strengi liggur fyrir landi borðfögur skeið með bundin segl og rá. Skinandi trjóna gin mót sjávargrandi.* Efnislega liggur það sem á eftir fer í augum uppi. Aðeins má minna á það, að i línunni: »Nú er á brautu borinn vigur skær...“ táknar vigur sverð eða spjót. „Vig- ur skær“ táknar þvi spjót, sem glampar á i sólskininu. Skömmu síðar er að finna frábærlega fagra og skáldlega orðaða línu: „Skeiðfráir jóar hverfa fram að fljóti.“ Með hinum fögru orðum „skeið- fráir jóar“ einum, nær skáldið því, að skapa í hug okkar mynd fegurð- ar, vilja og hraða. Hugsum okkur að við værum viðstödd kappreiðar hjá hesta- mannafélaginu Fáki og segðum við vin okkar, sem með okkur færi: „Þetta eru skeiðfráir jóar." Hann myndi sennilega fyrst verða mjög undrandi, en innan skamms fara að hugsa um hve fallega þetta sé orðað, og jafnvel geyma það í hugarfylgsnum sínum til síðari nota. Látum þannig skáldin hjálpa okkur til þess að auka orðaforðann og halda vakandi hjá okkur tilfinn- ingu fyrir fögru málfari. Þá er orðalagið „hverfa fram að fljóti" ekki síður dásamlega ljóðrænt. Nokkru síðar í kvæðinu er að finna þessar línur: „Grimmlegir fjendur flárri studdir vél, fjötruðu góðan dreng í heljar böndum." Hér er orðið „vél“ að sjálfsögðu ekki notað í þeirri merkingu, sem nú er algengust, heldur táknar það hér svik, tálbrögð. Þá er einnig vert að vekja athygli á því hve dásamlega skáldið orðar það, að óvinir Gunnars hafi orðið honum að bana. „Þeir fjötruðu góðan dreng í heljar böndum." Ekki er hægt að ímynda sér þetta betur orðað. Hvílíkt vald á íslensku máli þetta skáld hefur! Saga Gunnars á Hlíðarenda er vissulega dapurleg. Hann var vitur maður og þess vegna góður maður, friðsamur og óáleitinn við aðra. En hvers vegna eignast hann þá slíkan fjölda óvina? Það er saga, sem alla tíð hefur í sífellu endurtekið sig í heiminum: hann ber af öðrum á mörgum svið- um. Og ef nokkuð er til, sem er ófyrirgefanlegt, þá er það að bera af öðrum. Gunnar er hinn gjörfu- legasti maður, fríður sýnum og allra manna vígfimastur. Hann er skáld og býr yfir svo miklum vits- munum, að spekingurinn Njáll á Bergþórshvoli gerir hann að besta vini sínum. Þessi kappi er óþolandi ögrun fyrir aðra metnaðargjarna menn. Hann skyggir á þá. Það verður því að gera hann höfðinu styttri. En það reynist annað en auðvelt. Þótt honum og félögum hans sé gerð hver fyrirsátin eftir aðrahafa þeir betur gegn ofurefli liðs, sökum hugdirfsku og vígfimi. Slíkt launsátur er auðvitað ekkert annað upphaflega en fyrirhugað morð á hættulegum keppinaut. En svo fást löglegar afsakanir til þess að hefna þeirra, sem hann fellir í þessum átökum. Réttlætið var ekki meira á þessum tímum blóðhefnd- anna. Þetta gat því ekki endað með öðru en útlegðardómi, samkvæmt lögum í landinu. Þótt mikilmenni í vestrænum ríkjum séu tæpast dæmd fyrir að bera af öðrum eru þau iðulega myrt á andlegan hátt með lygum og illu umtali. Það hefur sennilega alltaf verið talið ófyrirgefanlegt að bera verulega af öðrum. Það er verðið, sem greiða verður fyrir óvenjulega hæfileika. Þeir vekja öfund. Athyglisvert er með hve ólíkum hætti fóstbræðurnir Gunnar og Kolskeggur bregðast við útlegðar- dómum sínum: „Kolskeggur starir út á Eyjasund, en Gunnar horfir hlíðarbrekku móti. Hræðist þá ekki frægðarhetjan góða óvinafjöld, þó hörðum dauða hóti.“ Það er bersýnilega kominn ferðahugur í Kolskegg, enda hefur hann vafalaust í hyggju að fram- ast við hirðir erlendra konunga, enda er hann frækn maður. En öðru máli gegnir um Gunnar. Hann kýs heldur dauðann. Því vitanlega hlaut jafngreindum manni að vera það fullljóst, að með þeirri ákvörðun að fara hvergi var hann að fella dauðadóm yfir sjálfum sér. Hann var réttdræpur úr því hann hlýddi ekki dómsúr- slitum. Honum hefur vafalaust verið það ljóst, að þótt hann kæmi aftur eftir þriggja vetra útlegð breytti það engu um hug óvina hans. Öfundin sá um að halda hatrinu á honum vakandi. Þess vegna hefur hann ákveðið að vera ekki að fresta þessu lengur. Það skipti því að sjálfsögðu engu, þótt Hallgerður neitaði honum um hár- lokk sinn í stað brostins boga- strengs. Honum var fyllilega ljóst, að hann var að ganga á fund dauðans. Hefnd hennar mistókst því með öllu. Jónas Hallgrímsson endar þetta stórfenglega kvæði sitt á þessum línum: „Hugljúfa samt ég sögu Gunnars tel, þar sem ég undrast enn á köldum söndum lágan að sigra ógnabylgju ólma algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma. Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda. Sólroðin líta enn hin öldnu fjöll árstrauminn harða fögrum dali granda. Flúinn er dvergur, dáin hamratröll, dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda. En lágum hlífir hulinn verndarkraftur hólmanum, þar sem Gunnar snéri aftur.“ Eins og við sjáum tekur að gæta hér nokkurrar dulrænu hjá skáld- inu. Hann lýsir því hvernig nátt- úruöflin hafi eytt fögrum land- kostum fornaldar og hve nú sé ömurlegt þarna um að litast miðað við fyrri fegurð landsins. Hann sýnir okkur landið í augum sam- tíma síns. Fyrr í kvæðinu hefur hann óspart fyllt náttúruna hvers kyns verum eða vættum, en hvern- ig er umhorfs á hans eigin tímum?: „Flúinn er dvergur, dáin hamratröll, dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda.“ Hér talar einn af Fjölnismönn- um, hinum ungu og gáfuðu hug- sjónamönnum Islands, sem vildu lyfta þjóð sinni úr sinnuleysi margra alda kúgunar og harðæris til nýrrar og bjartari framtíðar. Samanburðurinn við fornöldina er því engin tilviljun. Skáldið vill að þjóðin sæki þrótt í forna frægð, vakni úr vonleysinu og dvalanum, hristi af sér slenið og hefjist handa að nýju og sýni með því að enn er máttur í íslenskum mönnum. Jón- as vissi nefnileg að Noregskon- ungasögur Snorra Sturlusonar höfðu átt ríkan þátt í að vekja Norðmenn af sams konar dvala sinnuleysis og dáðleysis, með þeim árangri að þeir brutust undan valdi Svía til fulls sjálfstæðis. Sá sem þetta hripar hyggur, að með því að lýsa því hvernig Gunn- arshólmi einn standist válynd veður og hvers konar spjöll náttúr- unnar sé skáldið Jónas Hallgrims- son að gefa samlöndum sínum og samtímamönnum vonina um það, að enn muni verða að finna hjá þeim bestu einkenni, dug og kjark hinna frægu, fornu kappa, þegar hann segir: „En lágum hlífír hulinn verndarkraftur hólmanum, þar sem Gunnar snéri aftur“. Hvort sem skáldið hefur haft þetta í hug með þessum ljóðlínum eða ekki getur enginn efast um, að þetta hafi einmitt verið von þessa göfuga föðurlandsvinar. Og hefur bjartsýni hans ekki tekið af allan vafa um það, að ástæða hafi verið til að trúa á dug og mátt íslenskra manna? Ég hygg að því megi svara játandi. Þetta verður nú að sinni látið nægja um skoðun á efni þessa kvæðis. Vonandi lætur enginn les- andi sér koma í hug, að sá sem þetta hripar sé með þessu að gefa upp einhverja formúlu fyrir því, hvernig eigi að skoða slíkt upp- lestrarefni. Enda má ganga að því vísu að ýmsir séu á margan hátt á annarri skoðun um þetta efni en hér hefur verið reynt að lýsa. Það verður hver að finna sína eigin aðferð til rannsóknar á texta sín- um, hvort sem er í bundnu eða óbundnu máli. Aðalatriðið, sem hér er verið að reyna að vekja athylgi á, er það, að enginn fáist til að lesa opinberlega texta, sem hann hefur ekki eftir bestu sam- visku skoðað vandlega. Með upp- lestri sínum hefur lesari sett sig í spor skáldsins, sem skóp ritverkið og verður því að afla sér allra þeirra upplýsinga um það, sem kostur er á. Hann verður að skilja til hlítar allt sem hann les upp. Ella er þess vart að vænta að hlustendur hans skilji það sem Hann les. í næstu grein mun ég gera grein fyrir upplestri þessa fræga kvæðis Jónasar Hallgrímssonar, sem hér að framan hefur verið skoðað nokkuð efnislega. Fornir pen- ingar finnast í Galfleu Tel Afir, ísrael, 4. nóvember. AP. Fornleifafræðingar í ísrael hafa fundiö fornan sjóö gull— og silfurpeninga fri því um 500 eftir Krist en elstu peningarnir eru fri annarri öld fyrir KrisL Peningarnir fundust i botni holu sem fyllt var jarövegi, skammt fri samkunduhúsi í Merot, 150 km noröaustur af Tel Aviv. Taliö er aö holan hafi veriö notuö sem söfnunarbaukur. Dagblaðið Afa’arívsagði flesta peningana frá árunum 395 til 640 eftir Krist en margir þeirra eru þó yngri. Um helm- ingur peninganna er gullpen- ingar og eru þeir sagðir i mjög góðu ásigkomulagi með læsi- legu letri báðumegin. Dr. Zvi Ilan, annar fornleifafræðing- anna sem stjórnuðu uppgreftr- inum, sagði i samtali við blaðið að þessi Gyðingabær hefði verið fjölmennur allt fram á 9. öld en þá hefði hann lagst í eyði. „Fundurinn varpar ekki aðeins ljósi á sögu Merot heldur á sögu Gyðinga i Galíleu yfir- leitt... Það er ljóst að þarna var auðugt og vel skipulagt þjóðfélag þar sem íbúarnir gátu gefið töluverðar upphæðir til samfélagsins," sagði Uan. ANNA sófanum er auðvelt að breyta í rúm þegar gestberaðgarði. Aöeins þarf aö taka sætispúðana úr og fella síðan rúmiö fram. Vandaö einlitt áklæði 85% bómull 15% Rayon. Verð 23a800a~ — 5% viö staðgreiðslu. HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.