Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 43
MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1986 43 ingavegi og voru komnir aftur niður í byggð innan fárra klukku- stunda. Niðurstaða þessara er- lendu manna, sem birt er í ramma með síðari grein doktors Andrésar, verður honum tilefni eftirfarandi orða: „Þrír bandarískir beitarsérfræð- ingar skoðuðu gróður á Gríms- tunguheiði nú í ágúst. Þeim blöskr- aði mjög hinar miklu og augljósu gróðurskemmdir og blinda þeirra bænda sem neita að viðurkenna og taka á þessum beitarstjórnar- vanda." Það er svo sem ekkert verið að draga úr alhæfingunni — „þeir skoðuðu gróður á Grímstungu- heiði“ á örstuttri stundu. Það er heldur ekki verið að draga úr kynningunni á hinum vondu mönnum í Sveinsstaðahreppi, eða hvaðan skyldu þeir hafa haft upplýsingar um blindu bændanna? Ekki er nóg að flestum ráðum sé beitt til að kynna íslensku þjóðinni hve miklir landníðingar bændur í Sveinsstaðahreppi eru að mati landgræðslumanna — nú skyldi það líka kynnt í löndum Ameríku. Aðferðin sem beitt var þegar álit hinna erlendu sérfræðinga varð til, kemur fram í rammagreininni áðurnefndu. Þar segir: „Skortur á viðmiðun veldur erf- iðleikum við dóm á ástandi svæðis- ins þar sem hæfilega beitt eða friðuð svæði eru ekki í næsta ná- grenni. Beitartilraunasvæðið á Auðkúluheiði, í um 15 km fjarlægð, gefur samt sem áður kost á ein- hverjum samanburði." Skyldu þessir erlendu menn hafa vitað að Grímstunguheiði er ekki bara lítill blettur 15 km vestur frá beitarhólfunum á Auðkúlu- heiði heldur heiðarflæmi, allt að 7000 hektarar að stærð? Fyrir utan Stórasand, en með hluta Forsælu- dalskvísla, sem er sama upprekstr- arlandið, telst mér til að þessi heiðalönd séu mikið á tíunda þús- und hektarar. Hvar skyldi svo sá blettur vera við veginn á Grims- tunguheiði sem er 15 km frá beit- arhólfunum á Auðkúluheiði? Hver sem hefur kort í fórum sínum og þekkir til staðhátta getur fundið að hann er nokkrum metrum frá lembingarhólfinu sem áður er minnst á og lengst hefur verið notað. Manni hlýtur að verða fyrir að spyrja: Hvað þekktu hinir erlendu sérfræðingar til stærðar og fjöl- breytni Grímstunguheiðar? Skorti ekki eitthvað á þekkingu þeirra á þeim mönnum sem þeir nutu leið- sagnar hjá inn á heiðina? Óraði þá fyrir því hvernig álit þeirra yrði notað þegar þeir væru farnir af landi brott? Uppljóstrun útlendinganna um staðarval til þeirrar athugunar sem gerð var í ferðinni sýnir í hnotskurn þann gráa leik sem leik- inn hefur verið á undanförnum árum. Kunnugir, og þó enn fremur ókunnugir, hafa látið sér nægja að fara bílveginn sem liggur um heiðina þar sem hún er eina hæst og þurrlendust, þar sem nær öllu sauðfé er sleppt á vorin, birta síðan álit sitt um ástand heiðarinnar og fegra síst en láta í veðri vaka að svona líti heiðin yfirleitt út. Það er hins vegar áberandi þegar talað er við menn hér í upprekstrarfé- laginu að þeir sem lengstan sam- anburð hafa, þeir sem hafa farið í göngur í 40-50 ár, telja að fremri (innri) hluti heiðarinnar hafi gróið verulega upp á þeim tíma sem þeir hafa haft kynni af heiðinni. Þeir sjá ekki ofnýtingu á heiðinni, fremur en kindurnar sem þrífast þar betur en í meðallagi, ef frá er talið svæði umhverfis lembingar- hólfið áðurnefnda og landræma sunnan heiðargirðingarinnar. Athyglisvert er að nú finnst fé í göngum víðs vegar um Stórasand og farið er að leita Sandinn allan meira og minna því annað er ekki forsvaranlegt, a.m.k. ef veðrátta er mild um gangnaleytið. Fyrir um 30-40 árum voru stórir flákar af Sandinum ekki leitaðir — það þótti tilgangslaust því þar væri ekki fé. A undanförnum árum hefur óspart verið hampað framan í alþjóð myndum og fleiri upplýs- ingum sem hafa átt að sýna hversu herfilega bændur færu með landið. Eru þá myndírnar gjarnan teknar þar sem fénaður safnast sérstak- lega saman en síðan beitt villandi alhæfingum til að fá fólk til að trúa því að þær séu dæmigerðar fyrir stór afréttarlönd. í átt við þessa iðju er samlíking þeirra Sveins Runólfssonar og Andrésar Arnalds á Grímstunguheiði og horhólfunum á Auðkúluheiði. í síðari grein sinni hvetur doktor Andrés bændur almennt til að skoða beitartilraunir og upp- græðsluframkvæmdir á Auðkúlu- heiði. Ég vil taka undir þessi orð doktorsins. Ég beið reyndar ekki eftir bændaförinni sem fram fór 3. september, heldur fór við fyrsta tækifæri, einkum til að sjá það land sem sagt er líta út að gróður- fari heldur skár en Grímstungu- heiði en gefur af sér horkjöt meðan Grímstunguheiði gefur meira en meðaldilka á húnvetnskan mæli- kvarða. Skemmst er frá því að segja að eftir að hafa skoðað hor- hólfið teldi ég það samviskusök að hafa þar nokkra skepnu eins og það leit út í lok ágústmánaðar ef ekki kæmi til vísindalegur tilgang- ur. Þótt nú sé lokið beitartilraun- um í hólfunum á Auðkúluheiði, eftir því sem upplýst er, verður þar til sýnis næstu árin svo gjör- skemmt land að ég hef aldrei séð eins útleikinn álíka stóran blett þar sem fénaður hefur frjálsa umferð. Ég undrast þá óskamm- feilni sem þarf til að líkja þessu við nokkurt afréttarland En það er fleira sem hægt er að virða fyrir sér á Auðkúluheiði en gjörspilltan gróður og van- haldið sauðfé horholfsins fræga. Þar blasir einnig við hvernig sinnuflókakenningin er í fram- kvæmd þótt við verðum eflaust að bíða í nokkur ár eftir lokaniður- stöðunni, eða e.t.v. forðar virkjun- arlónið okkur frá að horfa á niður- stöðuna. Éinnig eru þarna á döf- inni uppgræðsluframkvæmdir á ógirtu landi. Þar getur að líta framkvæmdir sem eru í samræmi við störf og stefnu íslenskra bænda í hundrað ár. Sú íslensk atvinnu- stétt sem öðrum fremur hefur fórnað sér til að skila eftirkomend- unum betra landi, hóflega nýttu, ræktuðu íslandi, hefur aldrei stefnt að því að „éta upp höfuðstól framtíðar sinnar," eins og dokt- ornum þóknast að lýsa því með sinni „hógværð". Það hefur verið háttur íslenskra bænda að snúast við vandanum þar sem hann er, án villandi alhæfinga til að koma höggi á þá sem vilja finna meðal- veginn og varðveita bæði gróður og mannlíf. Það er umhugsunarvert hvern vitnisburð það ber réttlætiskennd doktors Andrésar að hann tekur á sig krók til að senda tóninn þeim sveitungum mínum tveimur, sem ráku hross sín á Haukagilsheiði í byrjun ágústmánaðar í sumar, af því að það hefur verið haft eftir þeim í blaðaviðtali að þeir væru ekki landlausir menn. Veit doktor- inn ekki að góðir bændur miða stærð búa sinna við að heimalönd dugi vel til beitar fyrir bústofninn utan afréttartíma? Þeir miða við að heimalöndin nái að spretta um afréttartímann svo að þau þoli það álag sem á þeim er allt að 5/6 hlutum ársins. Skyldi doktor Andrés vita að í hinum góðu lönd- um þessara tveggja bænda í Sveinsstaðahreppi gengur mikill fjöldi fénaðar sem ýmsir eiga, meðal annars úr Áshreppi, án þess að landeigendur hafi tekið þar nokkurt gjald fyrir. En þegar þeir félagar reka nokkra tugi hrossa á heiði og hyggjast þar með nýta hlut jarða sinna í heiðinni eru þeirra hross umsvifalaust rekin til byggða aftur af mönnum sem eiga sauðfé í þúsundatali á heiðunum í allt að helmingi lengri tíma en hrossunum var ætlað að vera þar. Jafnframt voru svo annarra hross sem ofan rákust aftur rekin til heiðar. Þó að svona aðfarir sam- rýmist, að því er virðist, réttlætis- kennd doktorsins, væri fróðlegt að kynnast því hvort svo er um allan almenning í landinu. Er Helja tíl? eftir séra Jón Habets Er Helja til? Má ég spyrja um það, eða er betra að stinga höfðinu í sandinn eins og strútur? í guðspjalli ræðir um „helvíti, þar sem ormarnir ekki deyja og eldurinn ekki slokknar". Nú virðist, sem margir kristnir menn trúi ekki, að helviti sé til. Heyrum þá, hvernig þeir rökstyðja sannfæringu sína. Þeir spyrja t.d.: Er Guð ekki kærleiki? Vér eigum að játa það, því að Bibl- ían sjálf, þ.e. Jóhannes postuli, segir það. Þeir halda áfram: Elsk- ar Guð þá menn ekki meira en móðir börn sín? Vér eigum líka að játa það. Þá kemur það, sem þeir telja sönnun, að helvíti sé ekki til. Þeir leiða rök að því, að móðir myndi ekki fyrirdæma börn sín að eilífu. Þá mun Guð því síður gera það. Rökin virðast óræk. En er það víst? Það er ljóst, að spurningin er mikilvæg, því að örlög vor eftir dauðann eru í veði. Sjáum þá fyrst, hvort Biblían gefi skýringu. Finnum vér t.d. slíka texta í bókum Gamla testa- mentisins? Jú. Spámaðurinn Jes- aja talar þegar um dóm hins efsta dags. Hann segir (66,24): „Þeir munu ganga út og sjá hræ þeirra manna, er rofið hafa trú við mig. Því að ormur þeirra mun ekki deyja og eldur þeirra ekki slokkna, og þeir munu viðurstyggð vera öllu holdi." í Daníelsbók segir (12,2): „Og margir þeirra, sem sofa í dufti jarðarinnar munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til smánar, til eilífrar andstyggðar." Og í Júdítarbók segir ennfremur (16,18): „Vei þeim þjóðum, sem rísa gegn kyni mínu. Drottinn, hinn alvaldi mun refsa þeim á dómsdegi, er hann hleypir eldi og ormum í hold þeirra svo að þeir æpi af kvölum að eilífu." En ef til vill tökum vér texta Gamla testa- mentisins ekki svo alvarlega og viljum heldur heyra, hvað Nýja testamentið segir. Hvað segir Jes- ús sjálfur eða postularnir um hel- víti? Textarnir eru of margir til þess að hægt sé að vitna til allra. í Matteusarguðspjalli segir Jesús í sex textum að í helvíti sé grátur og gnístran tanna, t.d. í 13,41.42: „Mannssonurinn mun senda engla sína og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslun og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.“ Jesús talar þrisv- ar um myrkur í helvíti, t.d. í dæmisögunni um talenturnar. Hann segir (Mt. 25,30): Rekið þennan ónýta þjón út í ystu myrk- ur.“ Jesús segir ennfremur (Mk. 9,43—47): „Betra er þér handar- vana inn að ganga til lífsins ... betra er þér höltum inn að ganga til lífsins ... betra er þér eineygð- um inn að ganga í Guðs ríki en hafa báðar hendur, eða hafa báða fætur og hafa bæði augu og verða kastað í helvíti." Opinberun Jóhannesar talar um díki elds og brennisteins, þar sem „dýrið og falsspámaðurinn munu kvaldir verða dag og nótt um aldir alda“. (20,10). Hann segir einnig (1,8): „Én fyrir hugdeiga og van- trúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífsmenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í Séra Jón Habets „Hvað er þá helvíti? í stuttu máli getum vér sagt: Helvíti er þjáning sálar, sem hafnar þrá- kelknislega Guði, þó hún viti og kenni, að Guð sé nauðsynlegur fyrir hamingju sína. Hvernig er það mögu- legt? Hvers vegna þolir Guð það? Svariö virðist kannski þverstætt. Guð umber það, því Hann er kærleikur og þvingun er á móti kærleika.“ díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði.“ Páll postuli talar ekki öðruvísi. Hann segir t.d. (Fl. 3,18—19): „Margir breyta eins og óvinir kross Krists. Afdrif þeirra er glöt- un.“ Síðara bréf til Þessaloníkam- anna segir (1,9): „Jesús kemur í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá... sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú. Þeir munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri augliti Drott- ins, og fjarri dýrð hans og mætti, á þeim degi, er hann kemur..." Nú er mögulegt að hugsa sér, að vér skiljum textana ekki, svo sem vera ber. Þá er spurningin: hver er þá opinber útskýring kirkjunnar? Hvað segir hún um tilveru heljar? í trúarjátningu þeirri, sem kennd er við Aþanasíus og talin er vera kannski frá fjórðu öld, segir: „Við endurkomu hans (Jesú) munu allir menn rísa upp með líkömum sín- um, og þeir sem gott hafa gert munu ganga inn til eilífs lífs, en þeir sem illt hafa gert, í eilífan eld.“ Fjórða Laternanska Kirkju- þingið (1215) segir svo: Allir menn munu rísa upp í líkömum sínum, til að fá, samkvæmt góðum eða illum verkum sínum, þessir með djöflinum eilífa refsingu, en hinir með Kristi eilífa dýrð. Trúarfélag kaþólsku kirkjunnar í Róm full- yrti líka í bréfinu frá 1979 að eilíf refsing fyrir syndara sé til. Vér sjáum, að kirkjan er sam- mála Biblíunni um að helvíti sé til. En getum vér einnig sagt, hvað helja er? Ég held það. Fyrst og fremst er það nauðsynlegt, ^ð vér reynum ekki að skilja Guð, sál og helvíti með ímyndunarafli. Vér getum ekki það, sem ekki er hlut- stætt, heldur andlegt eða yfirnátt- úrulegt, greint með augum, eyr- um, né höndum. Heimspekingar fyrir Krist, eins og Plato og Aristoteles vissu það þegar vel. Ef Biblían eða vér sjálfir notum þó ímynd, myndir eða persónugerv- ingu sem Guð, sál og helju, þá vit- Einkar merkileg er sú niður- staða doktors Andrésar að ítalan skerði ekki lífsafkomu bænda í Sveinsstaðahreppi. Þó vefengir hann ekki að minnka yrði sauð- fjár- og hrossabú um helming og margir yrðu að bregða búi er ítalan gengi í gildi. Hvað er þarna á ferðinni — ný kenning? Gægist þarna fram stórbændapólitík síð- ustu ára í öðru veldi? Á að setja fáa á sem lifa vel? Eða er þarna endurfædd sú hugsun sem birtist í þessum gömlu hendingum: „Svo kemur vetur í annað sinn og þá skaltu lifa, Jarpur minn.“ Höfundur er kennari og bóndi að Brekku í Sveinsstaðahreppi í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Slátrun lokið í Borgarnesi: Meðalfallþungi dilka heldur meiri en í fyrra Sufholti, 4. nóvember. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hjá Kaup- félagi Borgfirðinga í Borgarnesi lauk endanlega 29. október sl. Alls var slátrað 64.126 fjár, þar af voru 58.006 dilkar. Er þetta heldur meiri slátrun en í fyrra, en þá var alls slátrað 62.506 fjár, en hins vegar mikil fækkun frá því sem var fyrir 5-6 árum, þegar slátrun var um og yfir 80.000 fjár. Meðalfallþungi dilka var í fyrra 14,29 kg en í ár 14,42 kg og varð flokkun kjötsins nú venju fremur góð. Alls starfa um 180 manns við sauðfjárslátrunina. Nú stendur yfir stórgripaslátrun sem lýkur væntanlega í þessum mánuði. Fréttaritari. um vér að vér náum ekki veruleik- anum. Vér vitum t.d. að Guð skóp ekki með höndum sínum manninn úr leiri jarðar, því að Guð hefur ekki hendur eins og leirkerasmið- ur. Sérstaklega bækur Gamla testamentisins nota oft persónu- gervingu, eins og Guð hefði mann- legt hjarta með mannlegum hrær- ingum skynsemdar og hjarta, en tilvera náttúru Guðs er óbreytan- leg. Ef vér tölum nú um helvíti eigum vér einnig að vísa burt myndum eins og eldi, brennisteini, gráti, gnístran tanna o.s.frv. Hafa myndir um helju þá ekki þýðingu eða nytsemi? Jú, þær benda á eitthvað hræðilegt og það er rétt því helvíti er það. Hvað er þá helvíti? í stuttu máli getum vér sagt: Helvíti er þjáning sálar, sem hafnar þrákelknislega Guði, þó hún viti og kenni, að Guð sé nauðsynlegur fyrir hamingju sína. Hvernig er það mögulegt? Hvers vegna þolir Guð það? Svar- ið virðist kannski þverstætt. Guð umber það, því Hann er kærleikur og þvingun er á móti kærleika. Kærleiki og þvingun eru ósam- rýmanleg. Guð væri ekki lengur kærleiki, ekki lengur Guð ef Hann myndi þvinga manninn, sem Hann skapaði frjálsan. Einnig maðurinn myndi ekki lengur vera maður, heldur eins konar vélmenni, ef Guð myndi þvinga hann til að elska. Það væri í mótsögn við eðli kærleikans. Ef vér skiljum það, þá sjáum vér, að það er ekki Guð sem setur manninn í helvíti, heldur maðurinn sjálfur. Vér eigum að skilja, að Guð gerir ekki annað en virða frelsi mannsins, einnig eftir dauðann. Helvíti er þess vegna þjáning sálar, sem maðurinn þver- úðarfullt vill þó ekki breyta. Ef einhver getur þó ekki trúað, þá er best að fara eftir ráðum stærð- fræðingsins Pascals, þ.e. að leggja sig ekki f hættu og lifa eins og helja væri til. Höfundur er kaþólskur prestur í Stykkishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.