Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 29 Sigur Karpovs blasir við AP/Símamynd Mikhail Gorbachev, leidtogi Sovétríkjanna, og George Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, gáfu ljósmyndurum færi á aö taka af sér myndir, áöur en þeir settust á rökstóla til undirbúnings fundar Gorbachevs og Reagans í Genf um miöjan þennan mánuö. Shultz syartsýnn eftir fund í Kreml Moskvu, 5. nóvemher. AP. Skák Margeir Pétursson FULLVÍST má telja að Anatoly Karpov, heimsmeistari í skák, minnki muninn í einvígi sínu við Gary Kasparov niður í einn vinning, því er 22. einvígisskákin fór í biö í Moskvu í gsr átti heimsmeistarinn peöi meira í hróksendatafli, og aö auki mun betri vígstööu en áskor- andinn. Fyrir þessa skák var staðan í einvíginu 11 1/2—9 1/2 Kasparov í vil, en minnki Karpov muninn skilur aöeins einn vinningur á milli og allt gæti gerst í þeim tveimur skákum sem eftir er aö tefla. Ljúki einvíginu 12—12, heldur Karpov heimsmeistaratitlinum. Það voru margir á því að Kasp- arov hefði átt að tefla 21. skákina til þrautar sl. föstudag, en hann kaus að semja jafntefli i betri stöðu. Karpov frestaði síðan 22. skákinni frá laugardegi fram á þriðjudag. Svo virðist sem heimsmeistar- anum hafi vaxið hugur eftir að hafa náð auðveldlega jafntefli i hinu erfiða endatafli í 21. skákinni. í skákum 6 til 21 hafði Karpov ekki unnið eina einustu, en tapað þremur. Það var greinilegt í skákinni í gær að Karpov væri ákveðinn í að leggja allt í sölurnar til að sigra og minnka muninn, enda var þetta hans næstsiðasta skák með hvítu. Hann blés snemma til kóngssókn- ar, en Kasparov tókst að draga broddinn úr sókn hans með því að skipta upp á drottningum í mið- taflinu. Eftir þau uppskipti tefldi áskorandinn ónákvæmt og Karpov bætti stöðu sína með hverjum leik. í 32. leik tók Karpov síðan þá ák- vörðun að fórna peði, en fékk í staðinn mun hagstæðari kóngs- stöðu. Viðbrögð Kasparovs voru örvænting. Hann þvingaði fram hróksendatafl þar sem hann hafði peði minna, en í slíkum stöðum er oft góð von um jafntefli. Svo er þó ekki í biðstöðunni, sem kom upp eftir 41. leik, auk þess sem Karpov er peði yfir, standa bæði kóngur hans og hrókur frábærlega vel. Uppgjafar Kasparovs er að vænta í morgunsárið. 22. skákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Drottningarbragö I. d4 - d5, 2. c4 - e5, 3. Rc3 - Be7,4. cxd5 — exd5,5. Bf4. Þetta er þriðja skákin í röð sem hefst á þennan hátt. Rffi 6. e3. í 20 skákinni lék Karpov 6. Dc2, en komst ekkert áfram. 04)7. Rf3 — Bf5,8. h3. Karpov leggur drögin að sóknar- aðgerðum á kóngsvæng. c6 9. g4 — Bg6, 10. Re5 — Rfd7, II. Rxgö —fxg6. Þumalfingursreglan segir að drepa skuli í átt að miðborðinu, en Kasparov vonast eftir að ná þrýstingi eftir hálfopinni f-lín- unni. 12. Bg2 — Rb6, 13. 04) — Kh8, 14. Re2-g5,15. Bg3 — Bd6. Svartur vill skiljanlega ekki leyfa báðum hvítu biskupunum að lifa. 16. Dd3 — Ra6, 17. b3 — De7, 18. Bxd6 — Dxd6,19. f4. Þessi leikur sýnir að Karpov er í baráttuhug. Hann kærir sig koll- óttan þó d-peð hans verði stakt. gxf4 20. exf4 - Hae8, 21. f5 — Rc7, 22. Hf2 - Rd7, 23. g5 — De7, 24. h4 — De3!. Uppskipti á drottningum ættu að tryggja að svartur verði ekki mátaður og í endatafli á hann færi á að ráðast í hvítu peðaveik- leikana 25. Hdl - Rb5, 26. Dxe3 - Hxe3, 27. Kh2 - Rb6? Kasparov leggur út í tímafreka riddaratilfærslu sem ekki skilar ætluðum árangri. Ekki verður annað séð en að þessi riddari hafi staðið bærilega á d7 og tímanum betur varið til annarra hluta, svo sem tvöföldunar á e-línunni. 28. Rg3 — Rc8, 29. Rfl — He7, 30. Hd3! — Rcd6,31. Rg3. Re4?! Sennilega hefur Kasparov séð þessa stöðu er hann hóf hina tíma- freku áætlun sína í 27. leik. En hann hefur ekki metið afleiðingar leiksins rétt og nú tekur Karpov völdin í sínar hendur. 32. Bxe4! — dxe4, 33. He3 — Rxd4, 34. Kh3! Karpov liggur ekkert á að vinna peðið til baka. Hann ætlar að bíða með framrásina f5-f6 til betri tíma. He5 35. Kg4 — H5+? Að sjálfsögðu hefur svartur þrönga og erfiða stöðu eftir að hvítur vinnur peðið á e4 til baka, en það var þó vart ástæða til slíkr- ar örvæntingar. 36. Kxh5 - Rxf5, 37. Hxf5 - H8xf5, 38. Rxf5 — Hxf5, 39. Hxe4 — Kh7. Hvítur hótaði 40. Kg6. 40. He7 — b5. Eftir 40. Hb5?, 41. a4 getur svartur gefist upp. 41. Hxa7 — b4. I þessari stöðu fór skákin í bið og hvítur, Karpov, lék biðleik. Einfaldasta vinningsleiðin virðist 42. Hc7 - c5, 43. Kg4 - Hd5, 44. h5 — Kg8,45. Kf4! og svartur getur sig hvergi hrært. T.d. 45. Kf8, 46. Hc8+ - Ke7, 47. h6 - gxh6, 48. gxh6 — Hh5,49. h7 og vinnur. Gífurleg spenna er hlaupin i einvígið á nýjan leik. Það verður barist upp á líf og dauða í tveimur síðustu skákunum. Þær verða tefldar á fimmtudag og laugardag, því hvorugur á rétt á fleiri frestun- GEORGE Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, átti í dag fjögurra klukkustunda viöræöur viö Mikhail Gorbachev, leiötoga Sovétríkjanna. Shultz sagöi eftir fundinn aö ekki heföi tekist aö jafna ágreining stór- veldanna um leiöir til aö fækka kjarnorkuvopnum og kvaöst svart- sýnn á samkomulag í afvopnunar- málum. Shultz fór til Moskvu til aö undirbúa fund Reagans og Gorbac- hevs, sem haldinn veröur í Genf í mánuöinum, en heldur þaöan til íslands. Á fundinum í dag átti að setja saman verkaskrá fyrir afvopnun- arviðræðurnar i Genf. Hvorki Bandarikjamenn né Sovétmenn hafa greint frá fundinum, en hann sátu, auk Shultz og Gorbachev, Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og fleiri embættis- menn. „1 meginatriðum þá er margt ógert enn,“ sagði Shultz um vænt- anlegan leiðtogafund í Genf: „Þess ber aftur á móti að gæta að ekki verður heimsendir um miðjan nóv- ember, þótt endar náist ekki sam- an.“ Shultz kvaðst hafa rætt við Gorbachev og Shevardnadze um nýjustu afvopnunartillögur Reag- ans. En þar er kveðið á um tak- markanir á ýmsum sviðum kjarn- orkumála. Shultz sagði að ekki hefði miðað í samkomulagsátt. Helsta markmið Sovétmanna í Genf verður að fá Reagan til að hætta rannsóknum á geimvarnar- kerfi. Shultz sagði að bæði ríkin væru sammála um það að mikil- vægast sé að komast að samkomu- lagi um afvopnun, „en það er ekki eina málefnið, sem máli skiptir," sagði Shultz og kvaðst einnig hafa rætt mannréttindi og lagt til að Reagan og Gorbachev ræði hvort binda megi enda á ágreining í fimm ríkjum, sem stjórnað er af marxistum: Afganistan, Angóla, Manixut, 5. nóvember. AP. RÚSSAR hafa aukið hergagnasend- ingar sínar mjög aö undanförnu til sandinistastjórnarinnar í Nicaragua og eru á góöri leið meö aö gera landiö að mikilvægri birgöastöö. Nokkuö dró úr þessum hergagna- sendingum á tímabili, en nú hafa þær aukizt á ný. Áður var hergagnasendingum Sovétmanna og annarra Austur- Evrópuþjóða yfirleitt skipað upp í Nikaragua, Eþíópíu og Kambódíu. Utanríkisráðherrann sagði að fundarmönnum hefði verið mikið niðri fyrir, en viðræðurnar hefðu einkennst af hreinskilni. Gorbachev bauð Shultz velkom- inn með handabandi, er þeir hitt- ust í dag með þessum orðum: „Allur misskilningur á rætur sínar að rekja til vanþekkingar." „Rétt er það,“ svaraði Shultz: „Eftirlætis orðskviður Reagans hljóðar svo: betra er að menn tali hver við annan, heldur er hver um annan." hafnarborginni E1 Corinto, sem er á Kyrrahafsströndinni. Nú nýlega var farið að skipa þeim upp í E1 Bluff, sem er lítil hafnarborg á austurströnd landsins. „Nicaragua er að verða að stór- felldri birgðastöð Sovétmanna ekki ósvipað Líbýu, en þar eru fleiri sovézkar flugvélar en flug- menn til þess að fljúga þeim,“ sagði einn hernaðarsérfræðingur- inn fyrir skemmstu. um. £ FUININGA ÚTIHURÐIR A AÐCINS KR. 19.800 Glæsilegar og vandaðar útihurðir, 6 eða 8 fulninga, framleiddar úr 1. flokks Honduras mahogany. Hurðin kostar aðeins kr. 19.800.- m/sölusk. Þetta lága verð, sem er 30% undir verðlista- verði, getum viö boðið vegna aukinnar vél- væðingar og hagræöinga í framleiöslu. Þú velur síðan karm, húna, skrá, lamir og bréfalúgu, aiit eftir bínum smekk. Afgreiðslufrestur er 1 vika. Áratuga reynsla í hurða- og gluggasmíði. TRESMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR DALSHRAUNI 13 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 54444 Nicaragua mikilvæg birgðastöð Rússa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.